Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 24
AFP
Fyrir rétti Oscar Pistorius við réttarhöldin í gær
en hann brotnaði niður nokkrum sinnum.
Lögreglumanni vikið frá
Kastljósið beinist að lögreglumanninum Hilton Botha sem rannsakaði mál
Oscars Pistorius Botha hefur sjálfur verið sakaður um sjö morðtilraunir
Vitnaleiðslur fóru fram í gær í máli suðurafríska
hlauparans Oscars Pistorius sem hefur verið sak-
aður um að hafa myrt unnustu sína, fyrirsætuna
Reevu Steenkamp, hinn 14. febrúar.
Í beinni textalýsingu frá BBC sagði að Pistorius
hefði verið í töluverðu tilfinningauppnámi og
brotnað nokkrum sinnum niður meðan á réttar-
haldinu stóð.
Pistorius heldur fram sakleysi sínu í málinu en
að hans sögn taldi hann að um innbrotsþjóf hefði
verið að ræða. Það er skýring sem margir hafa
dregið í efa enda er bæði hús Pistorius og hverfið
sem hann býr í rammgirt og talið mjög öruggt.
Umdeildur lögreglumaður
Það gerir erfitt mál enn erfiðara og mögulega
flóknara að fortíð lögreglumannsins Hiltons
Botha, sem rannsakaði mál Pistorius, setti strik í
reikninginn. Botha hefur sjálfur verið sakaður um
sjö morðtilraunir og skýrt var frá því í gær að
hann hefði verið leystur frá störfum meðan ásak-
anirnar yrðu rannsakaðar.
Mál lögreglumannsins þykir veikja málflutning
ákæruvaldsins töluvert. Ennfremur eru taldar lík-
ur á því að Botha hafi spillt sönnunargögnum þar
sem hann var ekki í hlífðarbúningi þegar hann
kom inn á heimili Pistorius til að rannsaka málið.
Morðmálið hefur orðið til þess að íþróttavöru-
framleiðandinn Nike og sólgleraugnaframleiðand-
inn Oakley hafa sagt upp samningum sínum við
íþróttastjörnuna meðan réttað er í málinu. Þá hef-
ur franska snyrtivörufyrirtækið Clarins tilkynnt
að það hyggist hætta að birta auglýsingar sem
hlauparinn kemur fram í. vilhjalmur@mbl.is
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Gram heimilistækin eru vönduð í gegn
Nilfisk þekkja allir
Fyrsta flokks frá Fönix
Herskáu náttúruverndarsamtökin
Sea Shepherd hafa reynt að stöðva
hvalveiðar Japana við Suðurskauts-
landið en án ár-
angurs. Japönsk
stjórnvöld segja
að bát Sea Shep-
herd hafi verið
siglt á eitt hval-
veiðiskipanna í
gær. Samtökin
segja aftur á
móti að hval-
veiðimennirnir
leggi sig í líma
við að láta skip sín rekast á skip og
báta samtakanna. Paul Watson,
stofnandi Sea Shepherd, fullyrti í
gær að Japanar hygðust láta af
hvalveiðunum vegna aðgerða sam-
takanna og sagði við fréttamenn að
japönsku hvalveiðiskipin væru að
taka eldsneyti á þeim hafsvæðum
þar sem slíkt væri bannað. Sjálfir
segja Japanar að þeir muni ekki
hætta veiðum við Suðurskauts-
landið. Aðgerðir Sea Shepherd
gegn hvalveiðiskipum Japana nefn-
ast Operation Zero Tolerance, eða
„Aðgerðin ekkert umburðarlyndi“.
Þá er Paul Watson, stofnandi sam-
takanna, eftirlýstur af Interpol eft-
ir að hafa flúið stofufangelsi í
Þýskalandi síðastliðið sumar eftir
meint átök við hákarlaveiðimann
frá Kostaríku.
Árekstur milli skipa
Sea Shepherd og
hvalveiðiskipa
Paul
Watson
JAPAN
Fyrrverandi forsetafrú Banda-
ríkjanna, Laura Bush, hefur tekið
allt annan pól í hæðina þegar
kemur að rétt-
indum samkyn-
hneigðra í
Bandaríkjunum
en eiginmaður
hennar George
W. Bush. Þrátt
fyrir að vera þó-
nokkru frjáls-
lyndari en eig-
inmaðurinn
hefur hún farið
fram á það að
auglýsingar með henni um stuðn-
ing við hjónabönd samkyn-
hneigðra verði teknar niður. Tals-
maður Lauru Bush segir
auglýsingarnar hafa verið settar
fram án vitundar hennar og því
hafi hún óskað eftir því að þær
verði teknar niður.
Í þætti hjá Larry King á CNN
árið 2010 sagði Laura að ást-
fangin pör ættu að hafa sama rétt
óháð kynhneigð.
Auglýsir ekki fyrir
samkynhneigða
Laura
Bush
BANDARÍKIN
Öflug sprenging varð við höfuðstöðvar Baath-flokksins í Damaskus, höfuð-
borg Sýrlands, í gærmorgun. Ekki hefur enn verið staðfest hve margir lét-
ust en það voru að minnsta kosti 53 manns. Sprengingin varð í bíl sem stóð
nærri höfuðstöðvum Baath-flokksins og lá svartur þykkur reykur yfir mið-
borg Damaskus í gær. Talið er nokkuð víst að uppreisnarmenn í landinu
beri ábyrgð á sprengingunni.
Tugir létu lífið í sprengjutilræði
AFP
Shimon Peres, forseti Ísraels, hvet-
ur Evrópusambandið til að setja
Hizbollah-samtökin í Líbanon á
lista sambands-
ins yfir hryðju-
verkasamtök í
kjölfar þess að
stjórnarandstæð-
ingar í Sýrlandi
fullyrtu að skytt-
ur samtakanna
hefðu skotið yfir
landamærin að
almennum borg-
urum.
Fyrir nokkru
sögðu yfirvöld í Búlgaríu að Hiz-
bollah-samtökin væru ábyrg fyrir
sprengju sem sprakk í strandbæn-
um Burgas með þeim afleiðingum
að fimm ísraelskir ferðamenn og
einn Búlgari létust. „Það er kominn
tími til að þjóðir heims, sérstaklega
þær sem eru í Evrópusambandinu,
setji Hizbollah á lista yfir hryðju-
verkasamtök,“ segir Peres.
Shimon
Peres
Skilgreini Hizbollah
hryðjuverkasamtök
ÍSRAEL