Morgunblaðið - 22.02.2013, Side 25

Morgunblaðið - 22.02.2013, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Mikil reiði er meðal stuðnings- manna og flokksfélaga Silvios Ber- lusconi í garð forseta Evrópuþings- ins, Martins Schulz, eftir að hann hvatti Ítali til þess að kjósa ekki Berlusconi í komandi þingkosning- um. Þjóðverjinn Martin Schulz sem er leiðtogi sósíalista á Evrópuþinginu og forseti Evrópuþingsins sagði að Berlusconi hefði þegar sent Ítalíu í þrot með óábyrgri stjórnarstefnu og persónulegum skrípalátum sínum meðan hann gegndi embætti for- sætisráðherra Ítalíu. „Ekki ber að rústa það traust sem Ítalir hafa áunnið sér með Mario Monti sem forsætisráðherra. Ég hef alla trú á því að ítalskir kjósendur velji rétta kostinn fyrir land sitt í komandi kosningum,“ segir Schulz í viðtalið við þýska blaðið Bild. Ítalir sem eru ósáttir við orð Schulz hafa bent á það að meðan hann gegni embætti innan Evrópu- sambandsins sé óeðlilegt að hann beiti sér með þessum hætti í kosn- ingum eins aðildarríkis sambands- ins. Silvio Berlusconi og Martin Schulz eru á sitt hvorum enda stjórnmálanna en þar fyrir utan hef- ur lítill kærleikur verið á milli þeirra. Frægt var þegar Berlusconi lagði það eitt sinn til að Schulz léki vörð í fangabúðum nasista. AFP Evrópuþingið Forseti Evrópuþingsins skiptir sér af kosningum á Ítalíu. Ósáttir við Schulz Veikur hagvöxtur í Frakklandi veld- ur áhyggjum innan Evrópusam- bandsins. Búist er við því að Frakk- land standist ekki fjárlagaviðmið sambandsins sem gera ráð fyrir því að ríki evrusvæðisins skili ekki meiru en halla upp á þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Reiknað er með að fjárlagahallinn verði 3,6 pró- sent hjá Frökkum en það skýrist hvort tveggja af auknum ríkisút- gjöldum og töluvert minni hagvexti er spár gerðu upphaflega ráð fyrir. Sérfræðingar höfðu spáð því að franska hagkerfið myndi vaxa um 0,8 prósent en Francois Hollande, for- seti Frakklands, segir að hagvöxt- urinn verði líklega ekki mikið meiri en 0,3 prósent. Dökkar horfur framundan Frá því sósíalistastjórn Hollande tók við völdum í Frakklandi hefur hann ítrekað sagt að Frakkland muni standast viðmið Evrópusam- bandsins. Nú blasir hins vegar við að Frakkland verður að fara fram á undanþágu frá viðmiðinu og horfur hafa ekki verið jafndökkar í fjögur ár sé mið tekið af könnun á umsvifum einkafyrirtækja, en svör forsvars- manna þeirra benda til að samdrátt- urinn sé hraðari og alvarlegri en nokkru sinni frá í mars 2009. Þá hafa hagfræðingar bent á að fyrsti fjórð- ungur ársins 2013 sé sá versti frá upphafi lausafjárkreppunnar. Óttast er að Frakkland, næst stærsta hag- kerfi evrusvæðisins, sé á barmi kreppu. Fréttir af slæmu gengi franska hagkerfisins hafa þó enn sem komið er ekki haft neikvæð áhrif á tíu ára ríkisskuldabréf en vaxtastig þeirra er enn 2,26 prósent. Hafnar öllum niðurskurði Olli Rehn, sem fer með efnahags- mál í framkvæmdastjórn ESB hefur sagt að ríki geti fengið andrými svo fremi sem þau grípi til niðurskurðar og aðhalds. Hollande hefur hins veg- ar hafnað alfarið frekara aðhaldi sem hann sagði geta leitt til þverrandi framleiðslustarfsemi, vaxandi skulda og enn frekari samdráttar í Frakklandi. vilhjalmur@mbl.is AFP Evrópusambandið Erfiðleikar innan evrusvæðisins og Evrópusambandsins eru hvergi nærri búnir og nú óttast menn að Frakkland sé á leið inn í efnahagskreppu. Frakkland er næststærsta hagkerfi evrusvæðisins. Standast ekki viðmið ESB  Hagvöxtur í Frakklandi er töluvert undir væntingum  Hollande hafnar frekari niðurskurði og sparnaði Efnahagskreppa » Hagvöxtur í Frakklandi er töluvert minni en spáð var. » Fjárlagahalli franska ríkisins er meiri en viðmið Evrópusam- bandsins gera ráð fyrir. » Hollande neitar frekari niðurskurði og sparnaði sem hann segir geta hægt enn frek- ar á franska hagkerfinu. » Aukin hætta er á kreppu í Frakklandi. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 18 16 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind LÁTTU FAGMENN META GULLIÐ Sérstaða okkar hjá Jóni og Óskari er sú að við höfum keypt og selt gull í 41 ár og búum því yfir mikilli þekkingu, reynslu og fagmennsku á þessu sviði. Við kaupum til endurvinnslu allar tegundir af gullskartgripum, gamla og nýja, gullúr, tanngull, gullpeninga, hvers kyns silfur og demanta í betri skartgripagæðum. Við bjóðum gott og alþjóðlega samkeppnishæft verð fyrir gripina og fram- leiðum úr öllu gulli sem við kaupum. Þannig spörum við gjaldeyri. Komdu til okkar á Laugaveg 61 og leyfðu okkur að veita þér faglega ráðgjöf sem tryggir að þú færð rétta greiningu á þínum verðmætum. Það skiptir mestu máli. Við staðgreiðum allt gull en áskiljum okkur rétt til að biðja um persónuskilríki. Aðeins í verslun okkar að Laugavegi 61, virka daga milli kl. 10–18. Góð séraðstaða þar sem gull er metið í ró og næði. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.