Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
✝ RagnhildurJónsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum hinn
19. október 1944.
Hún lést í faðmi
fjölskyldunnar á
heimili sínu hinn 14.
febrúar sl.
Foreldrar henn-
ar eru Jón Runólfs-
son, f. 1924, og
Ágústa Björns-
dóttir, f. 1926. Ragnhildur var
elst fimm systkina, þau eru Unn-
ur, f. 1949, Inga, f. 1951, Jón
Ágúst, f. 1952, d. 1953, og Jón
Ágúst, f. 1955.
Eftirlifandi eiginmaður Ragn-
hildar er Bragi Jónsson, f. 1941.
Börn þeirra eru: 1) Ingunn, f.
1963, maki Óli Þór Jóhannsson,
f. 1961. Synir þeirra eru Bragi
Þór, f. 1989, Jóhann, f. 1991, og
Jón Ingi, f. 1994. 2)Jón Björn, f.
1965, maki: Ásta Huld Henrýs-
dóttir, f. 1972. Börn þeirra eru
Henrý Þór, f. 1995, Ragnhildur
Katla, f. 1999, og Kolbeinn Ingi,
f. 2003. 3) Birkir, f. 1968, maki:
Linda Júlía
Tryggvadóttir, f.
1972. Börn þeirra
eru Andrea Björk,
f. 1998, Elmar Ingi,
f. 2003, og Esther
Ösp, f. 2005. Fyrir á
Birkir tvo syni,
Bjart, f. 1994, og
Sverri, f. 1994. 4)
Sunna Björk, f.
1979. Maki: Jökull
Bergmann, f. 1976.
Börn þeirra Íssól Anna, f. 2006,
Úlfur Berg, f. 2009, og Álf-
grímur Bragi, f. 2012.
Ragnhildur ólst upp í Vest-
mannaeyjum en fluttist ung til
Dalvíkur þar sem hún og Bragi
byggðu sitt framtíðarheimili á
Svarfaðarbraut 2. Árið 2001
fluttu þau svo að Böggvisbraut 8.
Ragnhildur var heimavinn-
andi ásamt því að vinna ýmis
störf utan heimilis. Síðustu árin
vann hún á Dalbæ, heimili aldr-
aðra á Dalvík.
Útför Ragnhildar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 22. febrúar
2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jæja mamma mín, nú er þinni
göngu lokið í þessu jarðlífi og við
er tekið nýtt tímabil hjá þér eins
og reyndar okkur þínum nánustu
sem búum nú við það að hafa þig
ekki hjá okkur lengur. Þegar
hallaði að náttmálum hjá þér var
óskaplega sárt að horfa upp á
hvað sú ganga reyndi á þig, en að
sama skapi var aðdáunarvert að
fylgjast með því hvað þú stóðst
þig vel og sýndir mikið æðruleysi
í allri þeirri raun, meira að segja
undir það síðasta þegar öll
hreyfigeta og málið var farið gat
ég samt séð í augum þínum þá
sömu umhyggju og hlýju sem þú
hefur alla tíð veitt okkur systk-
inunum og barnabörnum.
Ég vil þakka fyrir þann tíma
sem ég hafði þig til staðar, alla þá
leiðsögn og þau litlu ævintýri sem
þú leyfðir mér að upplifa sem
barn. Það voru ýmis farartækin
sem smíðuð voru í bílskúrnum í
Svarfaðarbrautinni og einstök
dýrin sem fengu þar húsaskjól í
lengri eða skemmri tíma, allt frá
„villtum“ hagamúsum og heimil-
isköttum upp í olíublautar æðar-
kollur sem koma þurfti til heilsu
aftur svo þær gætu haldið áfram
að synda á höfninni heima.
Þú varst alla tíð vinnusöm og
hélst okkur systkinunum fyrir-
myndarheimili ásamt pabba. Ég
minnist þess enn þegar ég fékk
að fara í fyrsta skiptið einn út í
búð til kaupa kaffi fyrir þig og
þegar heim var komið rétti
hreykinn snáðinn mömmu sinni
stauk af Export-kaffibæti. Kaffi,
eða kaffibætir var ekki aðalatrið-
ið fyrir þig þennan dag, en stauk-
urinn stóð lengi inni í skáp óátek-
inn sem minnisvarði um snáðans
fyrstu sendiferð í Kaupfélagið á
Dalvík.
Ég minnist líka berjaferðanna
sem farnar voru upp í Böggviss-
taðafjall á sólríkum sumardögum
og á eftir fylgdi saft- og sultugerð
svo að hillur svignuðu undan í
búrinu heima.
Það er þyngra en tárum taki að
horfa á eftir þér svona stuttu eftir
að þú hættir að vinna og ætlaðir
virkilega að fara njóta þess að
eiga nógan tíma fyrir þig og þín
áhugamál. Það er jú þannig að
þegar við þurfum að horfast í
augun við þá staðreynd að stutt
er eftir af þessari jarðvist er lík-
lega það síðasta sem okkur dett-
ur í hug er óska þess að hafa unn-
ið meira á lífsleiðinni og mikið liði
mér betur með að geta sagt á
þessum tímapunkti „að ég hefði
unnið minna og verið meira til
staðar“ þessa síðustu mánuði
sem þín naut við hér hjá okkur.
Núna þegar ég kveð þig að
sinni, mamma mín, vil ég þakka
þér fyrir öll þau góðu gildi sem þú
hafðir í heiðri og kenndir manni
að virða, en þó fyrst og fremst þá
væntumþykju og hlýju sem þú
hefur gefið mér og minni fjöl-
skyldu í gegnum tíðina.
Þinn sonur,
Jón Björn.
Í dag er borin til grafar
tengdamóðir mín Ragnhildur
sem alltaf var kölluð Ragga. Hún
var dugnaðarforkur og skilur eft-
ir sig myndarlega fjölskyldu sem
ber henni fagurt vitni og handa-
vinnu sem af öðru ber. Hún var
kornung þegar hún elti ástina
þvert yfir landið og var orðin
tveggja barna móðir Ingunnar og
Jóns Björns og með reisulegt hús
í byggingu rúmlega tvítug að
aldri, máltækið „já það er ungt og
leikur sér“ átti ábyggilega ekki
við líf tengdaforeldra minna á
þessum árum. Þremur árum
seinna bættist Birkir í barnahóp-
inn og ellefu árum síðar kom svo
hún Sunna Björk. Á meðan börn-
in voru ung vann Ragga heima
við og sinnti þeim og heimilinu af
natni. Eftir að þau eltust fór hún
út á vinnumarkaðinn og vann
víða, hjá póstinum, í fiski, í búð og
síðustu árin á Dalbæ sem er dval-
arheimili aldraðra á Dalvík, en
stóð líka alltaf sína vakt sem hús-
móðirin á Svarfaðarbraut 2 og
síðar í Böggvisbrautinni. Það var
alltaf gaman og gott að koma til
Röggu og Braga og eins að fá þau
til okkar. Alltaf var eitthvað gott
á boðstólum og fær ekkert toppað
kleinurnar hennar ömmu í huga
barnanna okkar. Af prjónum
hennar féllu fallegar flíkur sem
voru einstaklega smekklegar og
vel gerðar og notaðar til hins ýtr-
asta við öll tækifæri. Já, hún hafði
gaman af fallegum hlutum, skóm
og flíkum hún Ragga og naut
þess að máta, skoða og kaupa
slíkan varning. Ég vona fyrir
hennar hönd að ógrynni séu af
skó- og fatabúðum þar sem hún
er nú og að úrvalið af garni þar
eigi sér hvergi hliðstæðu.
Hún tengdamóðir mín var góð
og kærleiksrík kona en hún var
líka vel gift. Þau Bragi áttu gull-
brúðkaup síðasta gamlársdag. Þó
að Bragi hafi unnið mikið í gegn-
um tíðina og heimilishaldið verið
mest á Röggu könnu þá hefur
hann sýnt það og sannað í veik-
indum konu sinnar úr hverju
hann er gerður. Það má segja að
hann hafi ekki vikið frá hlið henn-
ar í rúmt ár og hugsað um hana af
hlýju og natni allan sólarhring-
inn, það kristallast í því sem
nafna hennar sagði fyrir
skemmstu: „Mamma, afi hlýtur
að elska ömmu alveg ofsalega
mikið, hann passar hana svo vel
og hugsar svo vel um hana.“ En
elskulegur tengdafaðir minn stóð
ekki alveg einn í baráttunni, að
öðrum ólöstuðum eiga mágkonur
mínar þær Inga og Sunna heiður
skilinn fyrir umönnunina sem
þær veittu móður sinni og helg-
uðu henni allar stundir síðustu
mánuði.
Hún tengdamóðir mín fékk því
síðustu ósk sína uppfyllta að fá að
kveðja í hinsta sinn á notalegu
heimili sínu.
Með ást og kærleik kveð ég
þig, elsku Ragga mín, og þakka
þér af heilum hug fyrir samfylgd-
ina í næstum tvo áratugi. Ég bið
góðan Guð að styrkja og hjálpa
foreldrum þínum, eiginmanni og
öllum ykkar afkomendum í sorg-
inni og söknuðinum og veit að þú
vakir yfir þínu fólki sem þú varst
svo endalaust stolt af. Sjáumst
seinna.
Þín
Ásta.
Elsku amma mín, takk fyrir
allar góðar stundir sem við höfum
átt saman og allt sem þú hefur
gert fyrir mig.
Þú varst svo dugleg og ynd-
isleg kona sem barðist við erfið
veikindi í heilt ár en nú líður þér
vel á nýja staðnum, hjá guði.
Ég á eftir að sakna þín svo
rosalega mikið.
Þú ert hetjan mín, amma, og
mér þykir mjög vænt um þig.
Þú átt alltaf stað í hjarta mínu.
Ég elska þig.
Elsku amma mín, ertu nú farin frá mér,
hugur minn hann dvelur ætíð hjá þér
og góður guð þér taki opnum örmum
en eftir sitjum við með tár á hvörmum.
Hvíldu í friði.
Þín,
Andrea Björk.
Mig langar að minnast systur-
dóttur minnar, Ragnhildar Jóns-
dóttur, sem alltaf var svo kát og
hress þegar ég hitti hana. Hún
lést 14. febrúar eftir að hafa strítt
við erfiðan sjúkdóm. Fjölskylda
mín bjó í kjallaranum í Péturs-
borg þegar Gústa systir mín var
komin með kærasta og átti von á
barni. Nú voru góð ráð dýr. Ekk-
ert sér herbergi fyrir Gústu.
Ingibjörg Björnsdóttir, föður-
amma mín, átti húsið og var fljót
að bjarga þessu. Hún sagði við
systur mína, „Gústa mín, þið
komið bara upp á loft til mín og
ég lána ykkur stofuna mín“.
Þetta var yndisleg amma.
Svo var það þegar sumarið og
sólin kom að pabbi keypti íbúð að
Heiðarvegi 30 og við fluttum öll
þangað. Ég fékk herbergi við
hliðina á ykkar íbúð og þú, tæp-
lega ársgömul, reyndir að opna
inn til mín á sunnudagsmorgnum
þegar ég vildi sofa. Þú vaktir mig
og trítlaðir inn til mín og það voru
alltaf fagnarfundir. Þú varst ynd-
isleg lítil frænka. Mamma kom
svo til þín og spurði hvort þig
vantaði fínan kjól og settist svo
við saumavélina og saumaði kjól á
dömuna litlu.
Svo kom að því að aftur þurfti
að flytja. Föðuramma þín veiktist
og dó. Hver átti nú að sjá um
stóra heimilið hans Runólfs í
Bræðratungu? Mamma þín og
pabbi tóku það að sér og fluttu til
hans. Svona gekk þetta og árin
liðu. Ragga orðin ung dama og
farin að vinna í fiski eins og flestir
unglingar í sjávarplássum. Svo
var það einn daginn að það kom
ástarblossi frá ungum manni sem
líka var að vinna þarna í fiski.
Hann hitti í mark og ástin var
heit. Þetta var hann Bragi og
hann tók þig með sér til Dalvíkur
þar sem hans heimili var. Við
söknuðum þín mikið en vissum að
Bragi var góður maður og allt
hans fólk. Svo leið tíminn og við
hittum ykkur af og til, bæði á
Dalvík og hér í Eyjum. Það voru
yndislegar stundir sem við áttum
með ykkur. Bragi minn og fjöl-
skyldan þín öll. Við biðjum Guð
að gefa ykkur styrk í sorginni.
Alda Björnsdóttir og
Hilmir Högnason.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
– Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal.)
Hún Ragga er látin eftir langa
og harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm, sem engu eirir. Eftir stönd-
um við án þess að skilja almættið,
án þess að geta nokkru breytt eða
aðhafst neitt sem þessu fær af-
stýrt. Hvers vegna hún? Hún var
að komast á þann aldur að geta
notið ævikvöldsins í faðmi fjöl-
skyldu og vina og haft tíma til að
sinna eigin hugðarefnum og ráða
betur tíma sínum. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. Þótt
veikindi steðji að viljum við halda
í vonina að úr rætist og alltaf er-
um við óviðbúin endalokunum,
ósátt við að tapa orrustunni.
Á þessum tímamótum vil ég
þakka allt það góða sem ég hef
notið við að kynnast þessari
mætu konu, sem Bragi vinur
minn til margra ára, kom með frá
Vestmannaeyjum eftir að hann
hafði verið þar á vertíð. Þá kom
hann til baka með þessa fallegu
stelpu. Við samferðafólkið getum
þakkað fyrir að þau komu norður,
en byggðu ekki bú sitt í Eyjum.
Við höfum notið verka þeirra á
margvíslegan hátt hér í bæ.
Ragga var hrein og bein og kom
til dyranna eins og hún var
klædd. Hún sóttist ekki eftir
mannaforráðum eða tranaði sér
fram til metorða í mannfélags-
stiganum. Samt hafði hún
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum, þótt ætíð vildi hún sjá
það góða við hvert viðfangsefni
og benda á það sem betur mætti
fara. Hún var mikil húsmóðir og
hélt fallegt heimili. Til þeirra
hjóna var gott að koma og naut
ég þess í ríkum mæli. Þótt seint
sé vil ég nú þakka henni allar
ágætar samverustundir sem ég
átti með henni og þá oftar en ekki
í eldhúsinu. Á þeim árum, sem ég
dreif mig stundum á skíði, var
góður mjólkurgrautur með rús-
ínum og slátri ómissandi undir-
staða fyrir daginn. Þeim hjónum
var svo eðlislægt að taka á móti
gestum án tilgerðar eða óþarfa
tilstands. Til þeirra var gott að
koma og njóta þess. Ég vil halda í
góðar minningar eins og ég upp-
lifði þær. Ég vona að enn eigi ég
eftir að halda áfram heimsóknum
til Braga vinar míns, sem sýnt
hefur ótrúlegt æðruleysi, úthald
og samviskusemi við umönnun
konu sinnar á þessum erfiða
tíma. Ástin endist lengi þegar að
henni er hlúð. Ég vil svo að end-
ingu þakka Röggu góða kynningu
og samskipti á liðnum árum með
þessari vísu:
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast,
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannesdóttir.)
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég senda innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og Ásu, til
Braga, barna hans og fjöl-
skyldna, annarra ættingja og
vina. Þeirra er missirinn mestur.
Blessuð sé minning hennar.
Sveinn Jónsson.
Ragnhildur
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kallið kom, þú kvaddir, amma mín,
nú klökk við sitjum og þerrum
tregatárin.
Guð hann hefur kallað þig til sín,
hans kærleikshönd mun græða
dýpstu sárin.
Takk fyrir allar góðar
stundir, elsku amma.
Elmar Ingi, Esther Ösp.
Til ömmu Röggu.
Með stórt hjarta
og hlýjan faðm,
tók á móti öllum.
Lífið fullt af litadýrð
og kleinurnar í stöflum.
Eins góð og hún var,
eins falleg og hún var
er erfitt að sætta sig við
að Guð virðist velja þá einstöku úr
til þess að hafa sér við hlið.
(RKJ)
Sakna þín.
Ragnhildur Katla.
✝ Gústaf AdólfLárusson,
fæddist 4. des.
1917, á Efri-Vaðli,
Barðastrand-
arhreppi V-
Barðarstrand-
arsýslu. Hann lést í
Reykjavík 12. febr-
úar 2013.
Foreldrar Gúst-
afs voru Lárus
Mikael Stefánsson,
f. 22. sept. 1871, á Fæti, Barða-
strandarhr. V-Barð., d. 13. apríl
1930, bóndi á Grænhól og Efri-
Vaðli og kona hans, Jónína Val-
gerður Engilbertsdóttir, f. 12
jan. 1875 á Melgraseyri, Naut-
eyrarhreppi, N-Ís., d. 9. feb.
1926., húsfreyja á Grænhól og
Efra-Vaðli.
Gústaf var næst yngstur 14
systkina, sem öll náðu fullorð-
insaldri en eru nú öll látin.
Eftirlifandi eiginkona Gúst-
afs er Þórhildur
Magnúsdóttir, f. 22.
des.1917 í Mið-
húsum, Bisk-
upstungnahr, Ár-
nessýslu. Börn
þeirra eru Ásta
Vigdís, f. 8. mars
1942, Hildur, f. 9.
apríl 1943, Hulda, f.
19. apríl 1944, Auð-
ur, f. 9. mars 1948,
Margrét, f. 29.
mars 1949, og Guðrún,f. 19.
sept. 1950.
Gústaf fluttist til Reykjavíkur
árið 1940, lærði húsasmíðar og
starfaði við þá iðju óslitið alla
sína starfsævi. Árið 1947 reistu
þau hjón sér hús í Jöldugróf 8,
Rvk. og bjuggu þar alla tíð eða
þangað til Gústaf fór á hjúkr-
unarheimilið Skógarbæ í jan.
2012.
Útför Gústafs fór fram frá
Bústaðakirkju 21. feb. 2013.
Þó að náið samband myndaðist
aldrei milli mín og Gústafs,
tengdaföður míns, um hartnær
hálfan annan áratug, leyndist ekki
fyrir mér að í honum fólust margir
flottir drættir. Hann var ólseigur
dugnaðarforkur með ljóðrænu
ívafi, kjarkmaður sem fór sínu
fram hvað sem öllu leið og hvað
sem öðrum fannst.
Saga hans sem frumbyggja í
Blesugrófinni minnir um sumt á
Bjart í Sumarhúsum. Þegar fá-
tækum alþýðumönnum voru fáar
leiðir færar í húsnæðismálum
nema bæjarblokkir eða braggar
fann hann stæði undir hús á
grunni bragga frá hernámstíman-
um og byggði sér þar tvílyft hús í
trássi við Guð og menn. Neyslu-
vatnið fann hann í vatnslögn borg-
arinnar í nokkur hundruð metra
fjarlægð og nutu nágrannar hans
góðs af dugnaðinum. Skilningsrík-
ur og velviljaður háttsettur emb-
ættismaður borgarinnar var hafð-
ur með í ráðum til að fá frið með
framkvæmdina sem þætti ekki til
fyrirmyndar í dag. En svona leit
veruleikinn út um miðja síðustu
öld.
Það lýsir eðliskostum Gústafs
að það varð eitt hans höfuðverk-
efna að reisa endurvarpsstöðvar á
fjallatoppum úti um allt land og
þurfti oft ótrúlega elju og útsjón-
arsemi til slíkra verka. Ég heim-
sótti hann eitt sinn á slíkan fjalla-
topp og sá hann þar í essinu sínu.
Smásaga að lokum lýsir Gústaf
vel: Þórhildur, kona hans og
tengdamóðir mín, hringdi í Gúst-
af, dótturson sinn og smíðalærling
hjá afa sínum, sem hafði meistara-
réttindi. Þórhildur sagði Gústa
yngri að óhapp hefði valdið
skemmdum á kerru sem lærling-
urinn geymdi í portinu hjá verk-
stæði afa síns. „Hvað gerðist?“
spurði lærlingurinn. „Jú, það
brotnaði afturljós,“ svarði amman.
„Nú, hvernig?“ var aftur spurt.
„Hann afi þinn datt á kerruna of-
an af þaki,“ svaraði amman og var
ekki að gera rellu út af slíkum
smámunum frekar en afinn sjálf-
ur.
Valdimar Hergils
Jóhannesson.
Síðasta skiptið sem ég hitti afa
minn var þegar ég fór ásamt fjöl-
skyldu minni, eiginmanni, tveimur
börnum og einu stjúpbarni að
heimsækja hann þar sem hann
dvaldi á Skógarbæ. Oliver sonur
minn, tæplega þriggja ára, var
mjög spenntur að heimsækja afa
langa. Hann hafði stuttu áður
fengið að kaupa tvö sverð úr
frauðplasti. Hann tók þau bæði
með í heimsóknina, því hann ætl-
aði að skylmast við afa langa sinn.
Sem þeir og gerðu. Við hjálpuðum
afa fram úr í stólinn sinn og sá
stutti hljóp og dansaði í kringum
hann, báðir vopnaðir frauðplasts-
verðum. Þar sem ég sat og fylgd-
ist með þeim skylmast af fullum
krafti horfði ég á fölskvalausa
gleðina streyma úr andlitum
þeirra beggja. Báðir skemmtu
þeir sér konunglega. Þessa minn-
ingu mun ég varðveita. Þessa sögu
mun ég segja syni mínum þegar
fram líða stundir.
Þegar ég hugsa til afa míns er
það helst vinnusemi hans, sem
kemur mér í huga. Alltaf að bar-
dúsa á verkstæðinu eða í húsinu
sem hann byggði sér og fjölskyldu
sinni, húsið í Jöldugrófinni, húsið
sem er svo mikið sameiningartákn
fjölskyldunnar. Húsið sem maður
er alltaf velkominn í. Þar lék ég
mér í garðinum, þar jarðaði ég
hamsturinn minn og afi smíðaði
kross til að leggja á leiðið. Þar
leika börnin mín sér núna.
Ég minnist líka ferðanna í sum-
arbústaðinn sem afi byggði, en ég
kallaði sumarbústaðinn hans afa
ævinlega „sumarGústaf“ þaðan
sem ég á fallegar og góðar minn-
ingar, minningar um Lödusport-
jeppann hans afa, minningar um
fjöruferðir, minningar um kríur,
minningar um spilamennsku og
margt, margt fleira.
Mér er mjög minnisstætt þegar
afi og amma voru að verða níræð.
Það sumarið þurfti afi að leggjast
inn á spítala vegna sýkingar. Það
var fallegt sumarkvöld og ég sat í
stofunni hjá mömmu þegar amma
kemur upp og segist bara ekki
geta hugsað sér að fara að sofa án
þess að kyssa manninn sinn góða
nótt. Ég bauðst til að fara með
ömmu upp á deild. „Þóra mín, ertu
komin, ástin mín?“ sagði afi þegar
við amma löbbuðum inn. Þau
föðmuðust og kysstust og skiptust
á ástaryrðum. Þá áttaði ég mig á
því hversu djúp þeirra ást var og
er eftir 75 ár í sambúð. Búin að
ganga í gegnum þykkt og þunnt.
Búin að ala af sér sex stúlkur og
eignast fjöldann allan af barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Í dag fylgjum við afa mínum til
grafar og amma kyssir manninn
sinn í hinsta sinn. Elsku afi minn,
hvíldu í friði.
Marín Hergils.
Gústaf Adólf
Lárusson