Morgunblaðið - 22.02.2013, Side 33

Morgunblaðið - 22.02.2013, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 ✝ Smári Ragn-arsson múr- arameistari, var fæddur 29. sept- ember 1960 og ólst upp í Kópavogi. Hann lést á krabba- meinsdeild LSH 13. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Kristín Hrefna Kristjánsdóttir sjúkraliði, f. 27.12. 1932, og Ragnar Hilmar Þorsteinsson múrari, f. 24.2. 1934. Systkini Smára eru Guðlaug, f. 1957, gift Birgi Bjarnasyni, f. 1945, Kristján Hjálmar, f. 1959, sam- Margrét Stefánsdóttir, f. 1958. Smári lauk gagnfræðaprófi frá Víghólaskóla í Kópavogi árið 1977. Hann hóf nám í bifreiða- smíði og lauk sveinsprófi 1982. Síðar sama ár hóf hann nám í múraraiðn hjá föður sínum og lauk sveinsprófi í greininni 1986 og meistaraprófi 1995. Allar götur eftir að hann lauk sveinsprófi í múraraiðn hefur hann starfað við greinina. Smári stofnaði eigið fyrirtæki, SR múr ehf., árið 2002 og eftir hann liggur fallegt handverk sem unnið var af mikilli fag- mennsku. Fyrirtæki sitt rak hann þar til hann veiktist. Smári bjó sér fallegt heimili í Breiðuvík 13, Reykjavík. Útför Smára verður gerð frá Kópavogskirku í dag, föstudag- inn 22. febrúar 2013, kl. 15. býliskona, Krist- jana Una Gunn- arsdóttir, f. 1966 og Sigríður, f. 1965, gift Trausta Gylfasyni, f. 1964. Börn Smára eru Ív- ar Örn, f. 5. sept- ember 1988, bíl- stjóri hjá Hringrás hf. Móðir hans er Erla Hrönn Helga- dóttir, f. 1957. Stefanía fædd 8. febrúar 1991, nemi í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands og Ragnar, fæddur 8. febrúar 1991, nemi í diplómanámi við Háskóla Ís- lands. Móðir þeirra er Sigrún Mér finnst mjög óraunverulegt að skrifa minningargrein um pabba minn sem kvaddi alltof snemma. Mér finnst óraunveru- legt að ég geti ekki hringt í pabba hvenær sem er. Það að geta ekki keyrt í Grafarvoginn og fengið sögu af helginni, að hann og Raggi hafi kíkt í bíó og horft svo á Arsenal keppa. Við systkinin vor- um vön því að koma í mat til pabba annan sunnudag í mánuði og það var alltaf það sama í mat- inn, pítsa. Pabbi var margt en kokkur var hann ekki. Við áttum svo góðar samræður oft enda var pabbi mjög mikill spjallari og hafði áhuga á ýmsu. Hann þreytt- ist heldur aldrei á að heyra mig tala um skólann. Þó þreyttist ég á að heyra um Arsenal. Fimmaura- brandarar voru líka algengir, þeir urðu fyndnir bara út af því að hann hló. Pabbi kenndi mér margt í lífinu sem ég mun búa að og vonandi bera áfram ef ég eign- ast börn. Þær stundir sem ég var með pabba eftir að hann veiktist gefa manni mikið núna. Pabbi var al- gjör nagli og kvartaði aldrei þó að hann fyndi mikinn sársauka, svaraði alltaf að hann „hefði það fínt“. Ég stend mig að því núna eftir andlátið að segja við fólk það sama. Inni í mér glotti ég samt alltaf smá vegna þess að sjaldan var sagt að ég líktist pabba mín- um en það að setja upp þennan varnarhátt er þá kannski eitthvað sem við eigum sameiginlegt. Pabbi hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður minn, hann lagði ríka áherslu á að ég kláraði menntaskóla og var mjög stoltur þegar við Ragnar gerðum það. Hann hvatti mig þegar ég tók þá ákvörðun að fara í heimsreisu og hann ætlaði að rifna úr stolti þeg- ar ég byrjaði í háskóla. Ég veit að það búa ekki allir yfir þessum stuðningi og verð ég honum æv- inlega þakklát. Ég kemst ekki yfir það hversu lífið getur verið ósanngjarnt en við pabbi vorum sammála um það að það besta sem að Guð hafi skapað væri nýr dagur. Pabbi, ég elska þig og sakna þín meira en þig grunar. Stefanía Smáradóttir. Í dag kveðjum við elskulegan bróður hinstu kveðju. Smári ólst upp á Kársnesinu, þar sem hópur barna á sama reki bjó í hverju húsi. Í miðjum hópi barnanna var Smári, hnellinn og hnyttinn dökk- hærður drengur með ógleyman- lega falleg brún augu. Augu sem lýstu einlægni og heiðarleika, gildi sem fylgdu honum alla lífs- leiðina. Kársnesið var paradís fyrir dreng eins og Smára. Fyrir neðan götu var ósnortinn móinn, fjaran, siglingaklúbburinn og frægur knattspyrnuvöllur, „skakki Wem- bley“, sem lá í 30 gráðu halla en mörkin lárétt. Aðstæður á Kárs- nesinu mótuðu leiki barnanna. Vinnusemi Smára kom snemma í ljós. Tólf ára gamall réð hann sig í sitt fyrsta starf sem fólst í að slá og hirða túnblettinn við hús Bar- böru Árnason listakonu. Fallin spýta, brennó, dúfnarækt og allt þar á milli var alheimurinn. Að rölta yfir kirkjuholtið á KFUM- fundi, safna stimplum í skírteini gaf ungum mönnum aukna trú og kjark. Í holtinu voru einu ógnanir þess tíma, hrekkjusvín, dúfna- þjófar og austurbæingar, en það kom ekki að sök því spennandi framhaldssaga var nægjanlegt aðdráttarafl á fundinn. Smári var orðheppinn og ófeiminn drengur og var okkur systkinum ómetanlegur þar sem hann þorði að spyrja um menn og málefni, var eftirtektarsamur og kom með ógleymanlegar athuga- semdir og tilsvör sem enn í dag eru fjölskyldunni notalegar minn- ingar. Á þessum árum voru íþróttastórveldin tvö, Arsenal og Breiðablik, og var þá lagður grunnur að ævilöngum stuðningi við Arsenal. Á unglingsárum hafði Smári mikinn áhuga á bílum. Margir minnisstæðir bílar eru frá þess- um árum sem Smári gerði upp og breytti. Ógleymanlegar breyting- ar á Dodge Dart og VW-bjöllu munu seint gleymast. Vand- virkni, ósérhlífni og sanngirni einkenndu Smára í starfi og skil- aði hann ætíð góðu verki. Góður orðstír skilaði Smára mörgum tryggum viðskiptavinum. Hjálp- semi og greiðvikni í garð okkar systkina fáum við fullseint þakk- að. Smári var stoltur af börnunum sínum, Ívari Erni, Stefaníu og Ragnari. Hann gaf þeim alla þá hlýju og traust sem góðum föður sæmir, missir þeirra er því mikill. Skapandi umhverfi, virðing og umburðarlyndi þar sem hver ein- staklingur fær að njóta sín voru aðstæður sem voru honum að skapi. Áhugamál Smára voru tón- list, íþróttir og ferðalög og í seinni tíð beindist áhugi hans að dansi. Ferðalög voru Smára hugleikin. Hann átti góðan tjaldvagn sem skapaði fjölskyldunni góð tæki- færi til ferðalaga og samveru- stunda. Hann sótti tónleika inn- anlands sem utan og miðlaði fréttum af athyglisverðum lista- mönnum. Smári var mikill stuðn- ingsmaður Arsenal og fór tvíveg- is til Englands til að sjá liðið spila. Hann vissi hreinlega allt um inn- viði og leikmenn The Gunners. Veikindi Smára voru fjölskyld- unni reiðarslag. Barátta hans var stutt og átakanleg en hann átti þá einu ósk að þau myndu leiða til einhvers góðs. Því trúum við og kveðjum með miklum söknuði frábæran bróður, heillandi og gefandi manneskju. Hans verður sárt saknað af þeim sem voru svo lánsamir að eiga með honum sam- leið. Guðlaug, Kristján Hjálmar og Sigríður. Smári mágur minn hafði góða nærveru enda ljúfur og góður maður. Kynni okkar hófust haustið 1988 þegar við systir hans rugluðum saman reytum. Mér var afar vel tekið af allri fjölskyld- unni – ekki síst Smára. Hann var þó ekki sá sem hafði sig mest í frammi heldur hélt sig til hlés en vegna ljúfmennsku hans var auð- velt að mynda góð tengsl við hann. Smári var þó ekki skoðanalaus maður, langt frá því. Hann hafði sterkar skoðanir t.d. á stjórnmál- um; var utarlega á vinstri kant- inum. Þá var hann mikill fagmað- ur og ranghvolfdi gjarnan augunum, eins og honum einum var lagið, ef hann sá léleg vinnu- brögð á því sem við kom múr- verki. Hann var fagmaður fram í fingurgóma. Ég held að allir í fjöl- skyldunni hafi leitað aðstoðar hans við múrverk og öllum sinnti hann með ljúfu geði. Smári hafði gott samband við börnin sín. Við fjölskyldan á Akranesi ferðuðumst mikið með þeim og oftar en ekki var stefnan tekin vestur að Hvallátrum við Látrabjarg en þar á stórfjöl- skyldan hlut í sumarhúsi. Það stendur á jörð forfeðra Smára, Heimabæ. Nóg var um að vera, gönguferðir um bjargið, norður á nes að Steinku og spilað á kvöld- in. Samveran þar var ómetanleg. Eftir að veikindi Smára voru greind gerðust hlutirnir hratt. Snemma var ljóst hvert stefndi en það var stórkostlegt að verða vitni að því hvernig fjölskylda og vinir spunnu öryggisnet til að Smári gæti verið heima eins lengi og mögulegt var. Hlutur Látra- kvenna var aðdáunarverður, móðir, dóttir og systur unnu frá- bært starf við hjúkrun heimafyrir og eftir síðustu innlögn á spítal- ann komu fleiri að málum; faðir, synir og bróðir. Einnig ber að þakka vinkonum Smára sem lögðu sitt af mörkum. Vakað var yfir honum dag og nótt þar til yfir lauk. Á þessum tíma nefndi hann oft hversu frábæra fjölskyldu hann ætti og ég veit að þakklæti hans kom frá hans innstu hjart- ans rótum. Smári er horfinn af vettvangi en við sem eftir stöndum eigum góðar minningar um ljúfan mann. Við eigum öll okkar uppáhalds- minningar um Smára. Hjá mér stendur tvennt upp úr, pílagríms- ferð á Arsenal-leik sem við fórum ásamt Hrafni syni mínum og fleiri vinum. Þeir tveir harðir Gunners- menn og upplifðu sanna breska fótboltastemningu. Hin myndin sem kemur upp í hugann er vinnuferð vestur að Látrum um helgi fyrir nokkrum árum. Við tveir fengum það verkefni að sækja grjótflögur upp í Látra- hálsinn og leggja í gólfið í gömlu fjárhúsunum en til stóð að halda ættarmót. Í tvo daga sóttum við flögur sem voru sumar mjög þungar og lögðum í fjárhúsgólfið. Við vorum nærri örmagna eftir látlaust puð og streð alla helgina. Þegar lagt var af stað heim sat Smári við hlið Sigga Valtýs, frænda síns frammi í, ég aftur í. Þegar ekið var úr hlaði leit Smári snöggt aftur til mín, augu okkar mættust, orð voru óþörf, við vor- um ánægðir, höfðum lagt okkar af mörkum til að ættarmótið gæti tekist vel. Ég þakka þér samfylgdina í þessi rúmlega tuttugu ár, Smári. Öllum sem syrgja Smára votta ég mína dýpstu samúð. Trausti Gylfason. Samhljómur, snerting, þöglar stundir, djúpar samræður, flækj- ur, óvissa, togstreita, djúpar til- finningar og hellingur af ást. Nokkurn veginn svona er stutta útgáfan af næstum tíu ára sögu og sambandi okkar Smára Ragn- arssonar. Fyrir hartnær tíu árum hitti ég Smára fyrst. Hann bjó á þriðju hæðinni í Hverafold 25 og ég á þeirri fyrstu. Frá fyrstu stundu mynduðust sérstök tengsl á milli okkar, tengsl sem okkur tókst aldrei að slíta, sama hversu mikið við lögðum á okkur til þess. Ein- hver órjúfanlegur strengur sem slitnaði aldrei, sama hvað. Minn- ingar um fjöldamargar fallegar og góðar stundir með Smára varðveiti ég í hjarta mínu. Stund- irnar þegar við breiddum út vængina og flugum samhliða í átt að gleði og hamingju. Fyrir nokkrum vikum fórum við saman yfir, og lásum allt innihald „gula minningakassans“. Við skoðuðum myndir, leyfðum okkur að gleðj- ast og syrgja í senn. Bókina Reykjavíkurnætur mun ég halda áfram að lesa upphátt og ímynda mér að Smári sitji við eldhúsborð- ið og hlusti. Elsku Smára hitti ég í hinsta sinn laugardagskvöldið 2. febrúar á deild 11E. Þetta var dýrmæt stund þar sem kyrrðin var einstök, kærleikurinn alger og fyrirgefningin fullkomin. Allt þetta og meira til flæddi áreynslulaust á milli okkar. Nú loka ég lífsbókinni okkar Smára, lýt höfði og þakka í einlægni. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn – og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason.) Ívari Erni, Ragnari og Stefaníu Smárabörnum, foreldrum, systk- inum og öðrum ástvinum Smára Ragnarssonar sendi ég mínar fegurstu samúðarkveðjur. Krist- rún biður fyrir sérstaka samúðar- kveðju til Ívars, Ragga og Stef- aníu. Maggý Hrönn Hermannsdóttir. Smári Ragnarsson ✝ Margrét fædd-ist á Kotungs- stöðum í Fnjóskadal 2. mars 1916. Hún lést 12. febrúar síð- astliðinn á dval- arheimilinu Hlíð. Foreldrar henn- ar voru Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 14.12. 1874, d. 26.5. 1958, og Jón Krist- jánsson, f. 17.12. 1877, d. 3.9. 1963. Systir, sam- feðra, var Jóhanna Þóra, f. 12.2. 1900, d. 26.9. 2006. Dóttir Mar- grétar og Vilhjálms Sigurðs- sonar, f. 10.8. 1911, d. 16.6. 1961, er Erla, f. 28. jan. 1951. Eig- Fimm ára gömul flutti Margrét ásamt móður sinni til Sigríðar móðursystur sinnar og manns hennar Friðþjófs Guðlaugssonar. Þau hjón eignuðust tvo syni þá Guðlaug, sem er látinn, og Sig- urð. Fjölskyldan bjó lengst af á Bakka í Fnjóskadal en flutti til Akureyrar þegar Margrét var um tvítugt. Í bænum settist fjöl- skyldan að í Hlíðargötu 6. Eftir að fósturfaðir hennar lést árið 1981 bjó hún þar ein. Síðustu nítján árin bjó Margrét í Lindas- íðu 2 eða þar til hún fór á dval- arheimili 1. febrúar síðastliðinn. Ung að árum lærði Margrét fata- saum hjá klæðskera en lengst af starfaði hún við sauma og verk- stjórn í skógerð Iðunnar. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju, í dag, föstudaginn 22. febrúar 2013, kl. 13.30. inmaður hennar er Jón M. Þengilsson, f. 20.7. 1948. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét, f. 12.10. 1974. Börn hennar og fyrrverandi sam- býlismanns Guð- mundar Jörunds- sonar, f. 22.7. 1975, eru: Guðmundur Aron, f. 6.5. 2001, og Vigdís Erla, f. 26.7. 2005. 2) Þóra Sigurbjörg, f. 22. 9. 1978. 3) Vilhjálmur Þengill, f. 26.7. 1983, unnusta hans er Nanna Þórey Bjartmarsdóttir, f. 3.2.1988 4) Jón Arnar, f. 10.7. 1990. Í dag kveðjum við Margréti Jónsdóttur, eða Möggu frænku eins og hún var alltaf kölluð á okkar æskuheimili. Okkur systrum þótti ákaflega vænt um frænku okkar og um hana eig- um við einungis góðar minning- ar. Hún gaf ætíð mikið af sér og maður kom betri manneskja af hennar fundi. Faðir okkar og Magga voru systrabörn sem ólust upp sam- an þar sem Magga og móðir hennar bjuggu á heimili afa og ömmu á Bakka í Fnjóskadal og síðar á Hlíðargötu 6 á Akureyri. Þau ólust því upp saman sem systkini, pabbi, bróðir hans Guðlaugur, sem ávallt var kall- aður Laugi, og Magga. Það var afar kært á milli systkinanna enda áttu þau margt sameigin- legt og voru að mörgu leyti lík. Góðmennska, gáfur, dugnaður, heiðarleiki og lítillæti eru eig- inleikar sem koma upp í hugann þegar við minnumst þeirra systkina Möggu og Lauga. Við kynntumst aldrei ömmu okkar Sigríði né systur hennar Sigurbjörgu því þær voru báðar látnar áður en við fæddumst. Eftir að þær systur dóu og pabbi og Laugi fluttu suður héldu afi og Magga áfram heim- ili saman á Hlíðargötunni ásamt einkadóttur Möggu, Erlu. Þang- að var ákaflega gott að koma og fór fjölskyldan norður á hverju sumri með Lauga frænda. Í minningunni er alltaf gott veð- ur, sól og hiti, á þessum ferðum okkar. Við systurnar hlökkuð- um alltaf til ferðanna norður og ekki síst til samverunnar við Möggu frænku. Okkur leið allt- af vel á Hlíðargötunni. Eftir að við systur fullorðn- uðumst reyndum við að viðhalda þessum sið og fara eins oft norð- ur og við mögulega gátum og var það ekki síst til þess að heimsækja frænku. Börnin okk- ar kynntust henni í þessum ferðum og áður en hún flutti úr Hlíðargötunni fengum við alltaf að gista þar. Þá var spilað og spjallað, Magga sagði okkur frá horfnum ættingjum og uppvexti þeirra systkina á Bakka. Hún hafði góða frásagnargáfu og gamansemin var aldrei langt undan. Smurða brauðið hennar bragðaðist líka alltaf best. Magga naut þess að ferðast og hún, afi og Laugi ferðuðust um landið á hverju sumri ásamt vinafólki. Á gamals aldri skellti hún sér svo í Evrópuferð með dótturdóttur sinni og alnöfnu og hafði mjög gaman af. Magga frænka átti ekki kost á mikilli skólagöngu og hafði það oft á orði að hún hefði viljað ganga menntaveginn. Hún var klár kona og fróð og fylgdist mjög vel með. Þegar ein okkar flutti til Kína, fyrir nokkrum ár- um, kom í ljós að hún vissi heil- mikið um Kína og Kínverja. Það var alltaf gaman að spjalla við Möggu og aldrei var komið að tómum kofunum. Hún sagði sín- ar skoðanir umbúðalaust á sinni kjarnyrtu og tæru íslensku. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Möggu frænku en um leið erum við innilega þakklátar fyrir að hafa átt hana að. Við vottum Erlu og Jóni, börnum þeirra fjórum og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Guð blessi minningu Mar- grétar Jónsdóttur. Sigríður, Ólöf og Sigurbjörg Sigurðardætur. Gengin er góð kona. Við syst- urnar úr Hlíðargötu 6 áttum því láni að fagna að á neðri hæðinni bjó yndisleg fjölskylda. Margrét Jónsdóttir, eða Nafna, eins og við kölluðum hana ávallt var ein af þeim. Á þessum árum voru sam- skipti milli fjölskyldnanna afar góð, t.d. þegar Nafna og Fiddi, sem unnu í Sambandsverk- smiðjunum, komu heim úr vinnu á daginn, þá var hellt upp á könnuna á efri hæðinni og málin rædd. Landsmálunum voru gerð góð skil og stefnumál Framsóknarflokksins rædd í þaula. Launajafnrétti kynjanna var þeim öllum hugleikið og er enn í brennidepli í þjóðfélaginu í dag. Á hátíðum, svo sem á jólum og afmælum, fögnuðu allir og glöddust saman og við systurn- ar erum afar þakklátar fyrir all- ar þessar skemmtilegu minn- ingar sem við eigum. Nafna var sannur Íslending- ur, fróðleiksfús og sagnabrunn- ur um allt sem við kom íslenskri náttúru og sagnahefð. Sum- arfríin voru hennar helsta skemmtun en hún hafði mikla ánægju af því að skipuleggja, svo sem ferðalög um landið með fjölskyldu og vinum. Hún var orðlögð fyrir vandvirkni og vinnusemi sem nýttist henni vel í starfi og leik. Erla, dóttir hennar, og henn- ar fjölskylda voru henni allt. Hún var þeirra stoð og stytta og tók virkan þátt í fjölskyldulíf- inu. Hafa þau reynst henni afar vel á ævikvöldi. Fjölskyldan á sumarbústað í Fnjóskadal, sem var hennar heimasveit, og undi hún hag sín- um vel þar við ræktun og umönnun alls gróðurs. Nafna var skarpgreind kona, kunni mjög vel að koma fyrir sig orði og hafði ríka kímnigáfu. Ævikvöldi sínu eyddi hún við lestur góðra bóka, sem nærði hennar sjálf. Við kveðjum hana með ljóði Davíðs Stefánssonar, sem var „Skáldið“ í hennar huga. Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. Vor jörð hefur átt og alið ættir, sem klifu fell og tind. Því vísa þær öðrum veginn að viskunnar dýpstu lind. Enn getur nútíð notið náðar og fræðslu hjá liðinni öld. Drauminn um vorið vekja vetrarins stjörnukvöld. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Minning um mæta konu lifir. Ástvinum hennar sendum við innilegustu samúðarkveðju. Margrét, Guðrún og Steinunn Guðmundsdætur. Margrét Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.