Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Nú er föðuramma mín, Jóhanna Magn- úsdóttir, látin og mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Tengsl okkar ömmu breyttust og styrktust þegar ég gekk í gegn- um erfiðleikatímabil í kringum tví- tugsaldurinn. Þá sýndi amma mér einlæga og fölskvalausa umhyggju sem mér þótti ákaflega vænt um. Það skein svo skýrt í gegn hvað amma vildi að úr öllu rættist hjá mér. Eftir það fórum við amma að heyrast reglulega í síma og töluð- um oft lengi saman. Amma sýndi mikinn áhuga á mínum viðfangs- efnum og vildi setja sig vel inn í málin enda var hún mjög fróðleiks- fús og skörp kona. Amma var reyndar vel inni í öllum málum sem sneru að hennar nánustu sem og málefnum líðandi stundar. Þeg- ar ég kynntist sambýlismanni mín- um vakti það henni talsverða gleði og ánægju að hann væri af Helga- fellsættinni eins og hún en það þótti ömmu ekki ómerkilegur ætt- bogi. Amma var afar ættrækin og bar mikla virðingu fyrir uppruna sínum af Snæfellsnesinu. Amma tjáði mér einnig þá einlægu von sína að ég gæti fundið í honum jafnsamhentan lífsförunaut og amma hafði sjálf átt í Gunnari afa. Þau hjónin gerðu allt saman og voru þakklát hvort fyrir annað. Það má segja að amma hafi ekki fyllilega borið sitt barr eftir að Gunnar dó 2002 því þótt hún kvartaði ekki þá var söknuðurinn greinilegur. Líkt og ömmu var um- hugað um uppruna sinn af Snæ- fellsnesinu bar hún sterkar taugar til Eskifjarðar en þar var hún alin upp af fóstru sinni og fóstra. Það veitti því ömmu mikla gleði þegar foreldrar mínir festu kaup á litlu húsi þar og gerðu upp. Amma fór margar ferðir þangað með Dedda sínum og Hildu og talaði um litla húsið, og foreldra mína reyndar líka, með stolti. Amma var tekin í fóstur en hún átti samt alltaf sína mömmu og pabba og systkini á Uppsölum og amma var mjög tengd systkinum sínum sem hún talaði oft um. Það var henni líka erfitt að missa mörg þeirra und- anfarin ár. Amma bjó langstærst- an hluta ævi sinnar í Reykjavík og fyrir mér hafði hún yfir sér ákveð- inn frúarblæ; amma var glæsileg, afbragðs húsmóðir og þau Gunnar áttu afskaplega fallegt heimili. Ég minnist ömmu með virð- ingu, þakklæti og væntumþykju. Takk fyrir allt amma mín. Ragnhildur Sesselja Georgsdóttir. Kveðja frá Gigtarfélagi Íslands Látin er í Reykjavík Jóhanna Magnúsdóttir. Jóhanna var einn af stofnendum Gigtarfélags Íslands fyrir 36 árum og sat í fjölda ára í stjórn félagsins. Jóhanna var auk þess fyrsti formaður Þorbjargar- sjóðs, en sjóðurinn hefur síðustu áratugina veitt á hverju ári styrki til ungra gigtsjúklinga til náms. Stærsta verkefni félagsins var þó að koma upp endurhæfingarstöð fyrir gigtveika í Reykjavík. Var stöðinni valinn staður í Ármúla 5 í Reykjavík, þar sem starfsemin er ennþá. Naut félagið góðs af fé- lagslegum tengslum Jóhönnu við stofnun félagsins og stöðvarinnar. Tengsl hennar við Oddfellow- hreyfinguna á Íslandi, Vinahjálp og fleiri líknarfélög reyndust fé- Jóhanna Magnúsdóttir ✝ Jóhanna Magn-úsdóttir fædd- ist á Uppsölum í Eiðaþinghá 27. júlí 1927. Hún lést á Landakotsspítala 7. febrúar 2013. Úför Jóhönnu fór fram 15. febr- úar 2013. laginu ómetanleg. Eiginmaður Jö- hönnu, Gunnar Theódórsson heitinn innanhússarkitekt, veitti félaginu einnig mikinn stuðning við stofnun stöðvarinn- ar með vinnufram- lagi á sínu sérsviði. Undirritaður, sem hlotnaðist sú ánægja að vinna með Jóhönnu og fleirum að nokkrum málum fyrir félagið, varð var við þá virðingu, sem hún hafði áunnið sér meðal fólks í samfélagi okkar, en hún bar sig ávallt vel þrátt fyrir að vera þjök- uð af alvarlegum gigtarsjúkdómi. Framlag Jóhönnu var félaginu ómetanlegt og flýtti mikið fyrir þeim góðu málum, sem félagið hefur barist fyrir frá stofnun þess. Minningar mínar um þessa góðu konu eru bjartar, tengdar virð- ingu og þakklæti. F.h. Gigtarfélags Íslands, Einar S. Ingólfsson. Elsku Nanna mín Þá er komin að kveðjustund eftir að hafa þekkt þig og fjöl- skylduna þína alla mína ævi. Þórunn dóttir Nönnu og ég er- um systkinabörn og svo var Nanna besta vinkona móður minnar, sem lést fyrir 29 árum. Nanna reyndist okkur fjölskyld- unni ómetanleg hjálp við bana- legu móður minnar og leyfi ég mér að efast um að við höfum nokkru sinni fullþakkað henni alla þá hjálp og umhyggju sem hún sýndi mömmu. Minningarnar er ótakmarkað- ar, fyrst man ég eftir fjölskyld- unni í Gnoðavogi. Einnig man ég að Hinrik dvaldi í umsjón mömmu um tveggja vikna skeið á fyrsta ári vegna veikinda Nönnu og átt- um við mamma góðar stundir saman í “mömmuleik“ með hann! En svo vorum við svo heppin að þau Nanna og Gunnar fluttu með börnin sín á neðri hæð í hús for- eldra minna við Selvogsgrunn og bjuggu þar í 5 ár. Mikill samgang- ur var milli fjölskyldnanna og mikið líf og fjör í húsinu. Á meðan þau bjuggu í húsinu hjá okkur voru haldnar a.m.k. tvær stór- veislur á neðri hæðinni, Gunnar Theódór fermdist og Nanna varð 40 ára. Með mikilli útsjónarsemi voru báðar þessar veislur haldnar heima við í litlu íbúðinni. Á þessum árum byrjaði íslenskt sjónvarp útsendingar og eigum við ljósmyndir af þessum stundum þegar báðar fjölskyldurnar sam- einuðust fyrir framan þetta undratæki. Nanna og Gunnar hafa verið viðstödd allar stærri stundir í lífi fjölskyldu minnar, fermingar, út- skriftir og stórafmæli og ber að þakka fyrir þá vináttu. Nanna var pabba mínum mjög innanhandar eftir að hann missti mömmu og þótti honum- eins og mér – gott að geta leitað til hennar þegar matseld var fyrirhuguð, en fyrst eftir fráfall mömmu áttum við ófá símtöl um hinar ýmsu upp- skriftir og var hún alltaf góð að leita til. Sorgin þegar dauðsfall Gunn- ars Theódórs dundi yfir 1980 var Nönnu og Gunnari alla tíð mjög erfitt. Í seinni tíð höfðum við þann háttinn á að tala saman í síma á af- mælisdögum okkar, þ.e. í júlí, nóv- ember og um jólin. Þegar ekkert heyrist frá Nönnu um síðustu jól fór ég að grennslast fyrir um hana en því miður varð ekki úr að ég heimsótti hana á sjúkrahúsið og þykir mér það leitt. Í einu af síð- ustu samtölum okkar sagði hún mér að hún væri orðin tilbúin til að fara, saknaði Gunnars mikið og hlakkaði til að hitta hann að nýju. Ég efast ekki um að það hafa orðið fagnaðarfundir hjá Gunnurunum tveimur sem biðu hennar. Elsku Nanna, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu og votta Þórunni frænku, Georg og Hinrik og fjölskyldum þeirra mína samúðarkveðjur. Þín, Halla Kristín. Elsku Nanna mín. Þá er komin að kveðjustund eftir að hafa þekkt þig og fjöl- skylduna þína alla mína ævi. Þórunn, dóttir Nönnu, og ég er- um systkinabörn og svo var Nanna besta vinkona móður minnar, sem lést fyrir 29 árum. Nanna reyndist okkur fjölskyld- unni ómetanleg hjálp við banalegu móður minnar og leyfi ég mér að efast um að við höfum nokkru sinni fullþakkað henni alla þá hjálp og umhyggju sem hún sýndi mömmu. Minningarnar er ótakmarkað- ar, fyrst man ég eftir fjölskyldunni í Gnoðavogi. Einnig man ég að Hinrik dvaldi í umsjón mömmu um tveggja vikna skeið á fyrsta ári vegna veikinda Nönnu og áttum við mamma góðar stundir saman í „mömmuleik“ með hann! En svo vorum við svo heppin að þau Nanna og Gunnar fluttu með börnin sín á neðri hæð í hús for- eldra minna við Selvogsgrunn og bjuggu þar í fimm ár. Mikill sam- gangur var milli fjölskyldnanna og mikið líf og fjör í húsinu. Á meðan þau bjuggu í húsinu hjá okkur voru haldnar a.m.k. tvær stór- veislur á neðri hæðinni, Gunnar Theódór fermdist og Nanna varð 40 ára. Með mikilli útsjónarsemi voru báðar þessar veislur haldnar heima við í litlu íbúðinni. Á þessum árum byrjaði íslenskt sjónvarp útsendingar og eigum við ljósmyndir af þessum stundum þegar báðar fjölskyldurnar sam- einuðust fyrir framan þetta undratæki. Nanna og Gunnar hafa verið viðstödd allar stærri stundir í lífi fjölskyldu minnar, fermingar, út- skriftir og stórafmæli og ber að þakka fyrir þá vináttu. Nanna var pabba mínum mjög innanhandar eftir að hann missti mömmu og þótti honum- eins og mér – gott að geta leitað til hennar þegar matseld var fyrirhuguð, en fyrst eftir fráfall mömmu áttum við ófá símtöl um hinar ýmsu upp- skriftir og var hún alltaf góð að leita til. Sorgin þegar dauðsfall Gunn- ars Theódórs dundi yfir 1980 var Nönnu og Gunnari alla tíð mjög erfitt. Í seinni tíð höfðum við þann háttinn á að tala saman í síma á af- mælisdögum okkar, þ.e. í júlí, nóv- ember og um jólin. Þegar ekkert heyrist frá Nönnu um síðustu jól fór ég að grennslast fyrir um hana en því miður varð ekki úr að ég heimsótti hana á sjúkrahúsið og þykir mér það leitt. Í einu af síð- ustu samtölum okkar sagði hún mér að hún væri orðin tilbúin til að fara, saknaði Gunnars mikið og hlakkaði til að hitta hann að nýju. Ég efast ekki um að það hafa orðið fagnaðarfundir hjá Gunnurunum tveimur sem biðu hennar. Elsku Nanna, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjölskyldu og votta Þórunni frænku, Georg og Hinrik og fjölskyldum þeirra mína samúðarkveðjur. Þín Halla Kristín. Elskuleg amma mín, þú sem varst mér svo kær. Ég er svo ánægð að hafa verið með ömmu hjá móðursystur minni kvöldið sem hún lést, fyrir það er ég þakklát. En ekki grun- aði mig þá að það væri í síðasta skipti sem við hittumst. Ég hafði orð á því við hana hvað hún væri vel til fara, enda smekkleg kona, hún var svo fín í fallegri fjólu- blárri peysu sem hún hafði keypt fyrr um daginn og það geislaði af henni á einhvern óútskýranlegan hátt. Fjólublár merkir hlýju og það má með sanni segja að amma hafi verið hlý sál og umhyggju- söm með eindæmum. Ég leyndi ekki tárum mínum er ég frétti að hún væri látin og Ólafía Guðfinna Alfonsdóttir ✝ Ólafía Guð-finna Alfons- dóttir fæddist í Hnífsdal 17. maí 1924. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febr- úar síðastliðinn. Útför Ólafíu fór fram frá Bústaða- kirkju 15. febrúar 2013. tárin streyma enn. Þetta er svo óraun- verulegt. Er ég lít til baka hrannast upp minningarnar úr Hnífsdal, samveru- stundirnar sem við áttum á Bakkavegin- um, þegar ég var ýmist í pössun hjá þeim afa, í heimsókn eða einfaldlega að leika mér í dalnum. Þessar minningar eru ógleyman- legur hluti af lífi mínu, þetta eru minningar sem gott er að hugsa um með hlýju og söknuð í hjarta. Í Hæðargarð var einnig alltaf ljúft að koma, heimilið fallegt og fínt, þar leið manni vel. Hún var húsmóðir af lífi og sál og höfðingi heim að sækja. Stundum velti ég því fyrir mér hvaðan allur þessi kraftur kom sem hún bjó yfir alla tíð, henni féll aldrei verk úr hendi. Alltaf passaði hún upp á að all- ir fengju nóg að borða. Maður fór svo sannarlega ekki svangur frá henni. Hún sagði gjarnan er hún var búin að elda og bera matinn fram: „Ég vona að þið getið borðað þetta, ég kann ekk- ert að gera eins og unga fólkið gerir.“ Það var nú hvergi betra að fá lambalæri með brúnni sósu, brúnuðum kartöflum og meðlæti en upp á gamla mátann hjá ömmu og fast á hælana fylgdi svo dýrindis eftirréttur. Þær eru ófá- ar veislurnar sem maður hefur fengið hjá Ólafíu ömmu og þeirra samverustunda verður sárt saknað. Elsku amma Ólafía. Ég dáist að því hvernig þú tókst lífinu með stakri ró, eljusemi og dugn- aði, aldrei hefur maður heyrt þig kvarta undan neinu, þú tvínón- aðir ekki við hlutina og gekkst hreint til verks. Fjölskyldan var þér mikilvæg og fjölskyldu- tengslin, þú vildir fylgjast vel með og varst með á nótunum allt til síðasta dags. Þér fannst svo gaman að hafa félagsskap og vera innan um fólkið þitt. Þú varst mikil félagsvera og það var gott að koma til þín. Þú kenndir mér margt um lífið og tilveruna. Takk fyrir samverustundirnar, þeim mun ég aldrei gleyma. Ég sakna þín. Ég bið góðan guð um að geyma þig og vernda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hildur Sigurðardóttir. Ég kynntist Maríu tengdamóð- ur minni fyrir tæpum þrjátíu ár- um. Við fyrstu kynni var mér strax vel tekið í fjölskyldunni. Við María náðum strax vel saman. Fljótlega fann ég að María var kraftmikil og dugleg kona sem var annt um sína nánustu. Tengda- móðir mín var réttsýn og var oft gott að leita til hennar þegar vafa- atriði eða vandamál þurfti að leysa. Spjall um lífið og tilveruna yfir kaffibolla á Hraunbrautinni var alltaf skemmtilegt og inni- haldsríkt. Fyrsta jólaboðið er mér minn- isstætt, glæsilegt jólaborð líkt og lagt væri á borð fyrir kóngafólk. Lagt á borð af alúð og natni við matargerðina. Eftir því sem árin liðu fjölgaði í jólaboðunum, barna- börnum fjölgaði, diskum fjölgaði en sami metnaðurinn og fágunin. Þetta var hópurinn hennar, ætt- móðirin sem horfði stolt á hópinn sinn vaxa úr grasi og þroskast. Ég hef sjálfur margt lært af kynnum mínum við tengdamóður mína sem hefur reynst mér gott veganesti í lífinu. Fyrir börnin okkar þrjú einstök væntumþykja og um um leið hvatt þau áfram til dáða og góðra verka. Í erfiðum veikindum sonar okk- ar fyrir fjórtán árum stóð hún sem klettur okkur hjónum við hlið og hvergi gefið eftir. Ósérhlífni var einn af mörgum kostum hennar. Hún vildi ekki að athyglin beindist að henni sjálfri heldur að hennar nánustu og þannig vildi hún hafa það, að gleðja aðra og samgleðjast. Hún naut sín best við að fá hópinn sinn reglulega í kvöldverðarboð, læri með öllu eða í kaffi. Heimili tengdaforeldra minna, Maríu og Ólafs, bar ætíð vott um fágun og listfengi hús- freyju. María var mjög listræn og smekkleg kona sem hafði gott auga fyrir listum og fögrum hlut- um. Prjónaskapurinn og aðrar hannyrðir báru vott um smekkvísi og list. Að leiðarlokum vil ég þakka henni samveruna og allt það sem hún var okkur og bið henni Guðs blessunar. Þinn tengdasonur, Einar Þór Jónsson. Hjá okkur ríkir nú mikill sökn- uður og sárt er að þurfa að kveðja hana ömmu Mæju okkar. Hún er og verður okkur alltaf mikil fyr- irmynd, kona sem lét aldrei bug- ast þó á móti blési, svo heil í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, kjarkmikil og góð. Hún hafði þann dýrmæta eiginleika að koma alltaf auga á það góða. Það eru margar minningarnar María Guðrún Steingrímsdóttir ✝ María GuðrúnSteingríms- dóttir fæddist í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu 6. júní 1927. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 4. febrúar sl. Útför Maríu fór fram 15. febrúar 2013. sem við eigum úr heimsóknunum til hennar á Hraun- brautina. Fjölskyld- an skipti ömmu Mæju öllu máli, hún lagði sig fram um að halda góðu sam- bandi við sitt fólk og það skipti hana líka miklu máli að fólkið hennar þekkti sínar rætur. Tímunum saman var hægt að hlusta á ömmu Mæju segja sögur af forfeðrum okkar og sagði hún stolt frá því hverju þeir höfðu áorkað og þeim þrautum sem þeir höfðu þurft að sigrast á. Nú er komið að okkur að segja sögurnar og gæta þessa að miðla til þeirra sem yngri eru. Amma Mæja hafði einstakt lag á börnum og langömmubarnið hennar og nafna var þar engin undantekning. Þær urðu strax miklar vinkonur og það var alltaf mikill spenningur sem fylgdi því að fara í heimsókn til ömmu Mæju. Við eigum öll eftir að sakna hennar sárt en getum á móti huggað okkur við það að hennar var þörf annars staðar og minn- ingarnar um einstaka konu munu veita okkur styrk í sorginni. Við kveðjum þig, elsku amma Mæja okkar, með miklum söknuði og jafnframt þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur. Þú munt allt- af eiga stað í hjarta okkar og minning þín mun ávallt lifa í okkar huga. Guð blessi þig elsku amma. Guðmundur Hjalti Sveinsson og fjölskylda. Amma María var með græna fingur enda er garðurinn þeirra afa á Hraunbrautinni fallegasti garðurinn sem ég hef séð. Amma var merkileg og dugleg kona. Það trúir mér enginn þegar ég segi frá því þegar hún klifraði upp í Ábyrgð, tíu metra hátt tré fyrir framan húsið þeirra, rúmlega átt- ræð og sagaði af því nokkrar greinar. Amma átti líka fullt af slæðum og klútum og vorum við Anna frænka alltaf að leika okkur að búa til föt úr þeim og halda svo tískusýningar fyrir alla. Amma var góður kokkur og hún átti alltaf eitthvert góðgæti handa okkur þegar við komum í heimsókn. Hún gerði bestu pönnukökur í heimi og það besta var að hún notaði aldrei mæliskeiðar og þess vegna voru þær aldrei eins. Oft þegar ég var hjá ömmu og afa voru þau að spila marías og var þá mikið keppnis- skap í gangi. Það var alltaf gaman að horfa á þau spila. Það er sorg- legt að hugsa til þess að amma og afi munu aldrei spila marías aftur. Ég mun aldrei gleyma síðustu stundunum sem ég átti með ömmu eða síðustu orðunum sem hún sagði við mig: „Haltu áfram.“ Þá var hún að meina að ég ætti að halda áfram að syngja því hún vissi að það er eitt af því sem mér finnst gaman að gera. Fyrir ömmu ætla ég aldrei að hætta því. Ég elska þig amma og ég veit að núna syngur þú með englunum. Stefanía Sigurðardóttir. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.