Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
✝ Ingibjörg Jón-ína Baldvins-
dóttir húsfreyja í
Brattahlíð fæddist
í Glæsibæ í Stað-
arhreppi 29. októ-
ber 1931. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
16. febrúar 2013.
Foreldrar hennar
voru Baldvin Jó-
hannsson, f. 19.
maí 1893, d. 28. mars 1980, og
Lára Pálína Jónsdóttir, f. 31.
júlí 1903, d. 3. nóvember 1965.
Eiginmaður Ingibjargar var
Valtýr Blöndal Guðmundsson,
f. 20. júlí 1915, d. 22. desember
2011. Foreldrar hans voru Jó-
hanna Bjarnveig Jóhann-
esdóttir, f. 24. október 1886, d.
28. janúar 1987, og Guðmundur
Jakobsson, f. 17. ágúst 1884, d.
31. maí 1959. Ingibjörg og Val-
týr giftust þann 4. júlí 1950.
Þau eignuðust sex börn, þau
eru: 1) Sigurbjörg, maki Þórð-
ur Pálmar Jóhannesson, f. 20.
janúar 1945, d. 19. ágúst 2012.
Eiga þau fjögur börn og barna-
börnin eru 12. 2) Guðmundur.
3) Lárus. 4) Jóhanna Lilja, maki
hennar er Finnur
Karl Björnsson,
eiga þau fjögur
börn og tvö barna-
börn. 5) Guðríður,
maki hennar er
Magnús Gunnar
Jónsson, börn
þeirra eru þrjú og
barnabörnin eru
fimm. 6) Kári, and-
aðist stuttu eftir
fæðingu.
Ingibjörg ólst upp hjá for-
eldrum sínum. Um 1947 lágu
leiðir Ingibjargar og Valtýs
saman, þau bjuggu félagsbúi
með foreldrum Valtýs. Faðir
hans lést skyndilega vorið
1959. Tóku þau þá við búsfor-
ráðum í Brattahlíð. Samhent
voru þau hjón um hvað eina er
úrlausnar krafðist. Ingibjörg
var mikilvirk húsmóðir sem
gekk í störf innanhúss sem ut-
an. Einlæg gestrisni og rausn
jafnan í fyrirrúmi í þeirra
garði, sem gestir og gangandi
nutu.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Bergsstaðakirkju í dag, 22.
febrúar 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
Á kveðjustund er margt að minnast á,
er móðurhjartað góða er hætt að slá.
En fátæk orð ei mikils mega sín,
á móti því sem gaf hún, höndin þín.
Og þegar lokið lífsins ferð er hér,
og læknuð þreyta vinnudagsins er,
hver minning verður máttug heit og
klökk,
um móðurást og kærleik hjartans þökk.
(Óskar Þórðarson frá Haga.)
Elsku mamma, ég er eitthvað
svo dofin og á erfitt með að koma
orðum á blað, þó að ég sé full-
orðin kona verður maður lítil
stelpa aftur, minningarnar sem
koma upp í hugann eru svo marg-
ar. Nú hefur þú kvatt þennan
heim eftir stutt en erfið veikindi,
og við sem áttum eftir að gera svo
margt saman að mér fannst. Þú
vildir alltaf standa þína vakt,
hugsa fyrst um aðra en bíða með
að gefa þér sjálfri tíma til ein-
hvers. Það er mér því mikils virði
að hægt var að veita þér mikinn
stuðning þegar þú þurftir á því að
halda og vera hjá þér þessar síð-
ustu og erfiðu stundir, það vil ég
þakka Lárusi bróður mínum.
Mamma, þú varst 81 árs þegar
þú kvaddir, en mér fannst þú ekki
gömul, þú varst alltaf svo létt á
fæti og kvik í hreyfingum, jákvæð
og gjafmild. Ævi þín var ekki allt-
af dans á rósum, erfiðisvinna og
lítið um þægindi en þú varst alltaf
nægjusöm og veraldlegir hlutir
voru ekki það sem skipti þig máli,
þú varst ánægð með það sem þú
hafðir. Þú varst félagsvera, hafð-
ir gaman af að fá heimsóknir
enda gott að koma til þín, eldaðir
góðan mat og varst mikil hús-
móðir. Borðið alltaf hlaðið góm-
sætum kökum og tertu sem þú
varst snillingur í að búa til og
barnabörnin fengu alltaf sína
uppáhaldsköku þegar þau komu í
heimsókn. Elsku mamma, við
vorum ekki alltaf sammála, ég
fann að oft var ég ósanngjörn en
þú fyrirgafst mér alltaf af heilum
hug.
Mínar innilegustu þakkir til
starfsfólks HSB fyrir alla þá
góðu umönnun sem þið veittuð
mömmu og þann hlýhug sem við
systkinin fundum fyrir frá ykkur.
Ég kveð þig, elsku mamma.
Takk fyrir allt. Guð geymi þig.
Þín dóttir
Jóhanna Lilja.
Elsku Imba amma.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku amma okkar, við viljum
þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum saman.
Blessuð sé minning þín.
Halldóra, Þórður og Jónína.
Okkur systurnar langar að
minnast þín, elsku amma, í
nokkrum orðum. Við eigum
margar ljúfar og góðar minning-
ar sem við getum leitað í þegar
við hugsum til þín. Það var til-
hlökkunarefni þegar mamma og
pabbi ákváðu að skreppa til ykk-
ar afa í Svartárdalinn. Þið tókuð
alltaf svo vel á móti okkur. Þú
gerðir ætíð handa okkur heitt
kakó og brauð með eggi einnig
fengum við hvergi eins góða
súkkulaðiköku og hjá þér. Við
eigum eftir að sakna þess að þú
hringir ekki í okkur næst þegar
við eigum afmæli en það hefur þú
gert frá því að við vorum litlar.
Einnig eftir að við eignuðumst
börnin okkar hringdir þú alltaf í
þau á afmælisdaginn þeirra og
spjallaðir við þau. Barnabörnin
þín eiga líka eftir að sakna þess
að fá ekki símtal frá þér á afmæl-
isdaginn.
Elsku amma nú er komið að
kveðjustund. Þín verður sárt
saknað en við varðveitum í hjarta
okkar allar dásamlegu minning-
arnar um þig. Við þökkum þér
fyrir allan tímann sem við áttum
saman hann er okkur ógleyman-
legur. Við viljum kveðja þig með
þessu fallega ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, hvíldu í friði, Guð
geymi þig.
Valbjörg og Halldóra Björk.
Elsku amma mín.
Nú er komið að síðustu kveðju-
stundinni. Þú barðist hetjulega
við illvígan sjúkdóm sem að lok-
um hafði betur. Þú sýndir ótrú-
legan styrk og æðruleysi í veik-
indum þínum sem ég dáðist að.
Margar minningar þjóta um hug-
ann. Ég man þegar ég var lítil
stelpa og kom í sveitina til að
gista hjá ykkur afa. Það var alltaf
svo gott að vera hjá ykkur og þú
alltaf svo hlýleg og góð. Við hjálp-
uðumst alltaf að við uppvaskið og
svo bökuðum við kannski hjóna-
bandssælu. Skemmtilegast
fannst mér þó að fara með þér í
Blönduósinn á rauðu Lödunni og
áttum við þar oft góðar stundir.
Ég man líka þegar þú komst í
sveitina mína og hjálpaðir
mömmu að taka slátur, það
fannst okkur systkinunum alltaf
spennandi. Amma hlúði alltaf vel
að sínu fólki og hugsaði vel til
allra. Alltaf spurði hún mig um
fjölskyldu mína og hvernig gengi
hjá okkur og eins hvernig gengi
hjá mér í hestamennskunni.
Elsku amma, ég geymi allar
þessar minningar og miklu fleiri í
hjarta mér, ég sakna þín en veit
að nú líður þér vel og ert laus við
þær þjáningar sem fylgdu þínum
sjúkdómi. Nú ert þú komin í ann-
an og betri heim og ég er viss um
að afi tekur vel á móti þér enda
voruð þið alltaf svo samrýmd og
nutuð samvista hvort annars.
Takk, amma mín, fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
og takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og kenndir mér.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Inga Vala Magnúsdóttir.
Elsku amma mín.
Nú ertu búin að kveðja okkur
eftir erfið veikindi. Ég á eftir að
sakna þín rosalega mikið og
minnast allra góðu samveru-
stundanna sem við áttum saman.
Ég man hvað mér fannst alltaf
gaman að koma í heimsókn til
ykkar afa og sérstaklega þegar
ég fékk að gista hjá ykkur og fór
með þér að gefa hænunum og
skoða gamla bæinn. Okkur Ingi-
björgu fannst líka alltaf svo gam-
an að fara með Kolbeini skólabíl-
stjóra til þín eftir skóla til að gera
slátur með þér eða hakka kjöt. Þú
varst líka alltaf svo dugleg að
baka og maður fór aldrei svangur
frá þér, alltaf með veislu sama
hvaða dagur var. Ég mun minn-
ast ykkar afa standandi í dyrun-
um á Eiríksstöðum og veifa til
okkar þegar við keyrðum í burtu
og flautuðum bless.
Ég er samt þakklátust fyrir
það að hafa verið að vinna á
sjúkrahúsinu heima þegar þú
lagðist þar inn og ég fékk að
hjálpa þér og eyða tíma með þér.
Þá hitti ég þig nánast á hverjum
degi og við áttum alltaf góðar
stundir saman. Þér fannst samt
mjög skondið að nú væri ég farin
að hugsa um þig en ekki lengur
öfugt. Þú sagðir líka nokkrum
sinnum hversu þægilegt þér
fyndist að hafa mig til að hjálpa
þér. Ég man okkar seinustu
stund og hve sárt það var að
kveðja þig en er fegin að hafa
getað sagt þér hversu vænt mér
þótti um þig.
Elsku amma mín, þú varst æð-
isleg amma og góð fyrirmynd, ég
mun sakna þín sárt en um leið
vona ég að þú hafir það gott á
þeim stað sem þú ert nú.
Þín
Finna Birna Finnsdóttir.
Elsku amma, á rúmu ári hef ég
þurft að kveðja bæði afa og þig.
Ákveðin huggun er þó í því að
vita af ykkur saman á ný. Oft
heyrir maður sagt í léttum tóni að
að baki hvers manns standi sterk
kona en þannig var það svo sann-
arlega í þínu tilfelli, kæra amma.
Þú stóðst eins og klettur við bak
afa í veikindum hans og var það
ekki fyrr en að þeim loknum, að í
ljós kom að þú hafðir þegar hafið
þitt eigið stríð. Stríð sem þú áttir
svo innilega ekki skilið. Minning-
arnar sem í hugann koma eru
margar en ljúft er mér að minn-
ast aðfangadags en þann dag átt-
um við tvær.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Amma mín, þú varst yndisleg
manneskja á allan hátt og mun ég
geyma minningu þína í hjarta
mér.
Þín dótturdóttir .
Áslaug Inga.
Elsku amma mín. Ég vil þakka
þér fyrir allt. Þegar ég var hjá
ykkur afa á sumrin, hjálpa ykkur
að smala, fór í fjósið með afa og
kíkti með þér á hænurnar. Þegar
við fórum á Blönduós á Lödunni
þinni, heita súkkulaðið og eggja-
brauðið sem var alltaf svo ein-
staklega gott hjá þér. Allt sem þú
gerðir fyrir mig og krakkana
mína eftir að þau fæddust,
hringdir í okkur á afmælunum
okkar, ég á eftir að sakna þess að
heyra ekki í þér 2. mars sem og
aðra daga. Þegar þú og afi stóðuð
á hlaðinu og veifuðuð til okkar
þegar við fórum frá ykkur og
pabbi eða mamma flautuðu. Nú
höfum við veifað bless í hinsta
sinn, elsku amma mín. Þú ert
komin á betri stað laus við allar
kvalir og þjáningar og komin til
afa á ný.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Allar þessar minningar og
fleiri geymi ég í hjarta mér og bið
Guð að styrkja okkur öll.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín, hvíl þú í friði.
Jónína Pálmarsdóttir.
Elsku langamma okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum með
þér.
Hvíl þú í friði.
Þín langömmubörn,
Pálmar Ingi, Berglind Björg,
Bjarki Freyr, Brynjar Snær,
Alexander Franz, Sunneva Dís,
Bjartmar Dagur og Karen Sif.
Elsku Imba amma.
Ég á góðar minningar um þig,
elsku langamma, og er ein þeirra
ofarlega í minni mínu núna. Ég
man þegar það voru réttir í
Svartárdalnum þá fór amma Sig-
urbjörg oft til ykkar í Eiríksstaði
til að hjálpa til við að smala og ég
fékk oft að fara með henni. Þegar
ég var lítil fékk ég að vera inni
hjá þér á meðan þau voru að
smala. Þú varst inni í eldhúsinu
að elda fyrir fólkið og ég fékk oft
að hjálpa þér, það fannst mér
gaman. Þegar við vorum svo að
fara heim stóðuð þið langafi alltaf
í dyrunum og veifuðuð til okkar
þegar við vorum komin upp á
veg. Ég veifaði alltaf til ykkar
brosandi og hlakkaði til næstu
rétta.
Þú varst alltaf góð við okkur
barnabarnabörnin og varst glöð
og ánægð þegar þú sást okkur.
Þú gafst okkur alltaf gjafir og
mundir alltaf hvenær við áttum
afmæli og hringdir í okkur til
þess að óska okkur til hamingju.
Mér fannst alltaf svo gaman þeg-
ar þú hringdir á afmælisdaginn
minn.
Ég mun sakna þín en ég trúi
því að þú sért kominn á betri stað
núna. Ég er afskaplega þakklát
fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst
einstök kona, elsku Imba amma.
Allar minningar mínar sem ég á
um þig mun ég varðveita í hjarta
mínu.
Ljóð til ömmu.
Þú látin ert í jörðu sekkur,
ástartárið rennur.
Eins og í hjarta vanti hlekkur,
eitthvað í mér brennur.
Amma, núna farin ertu,
á góðan griðastað.
Á himnum ánægð vertu,
meðan orð mín ritast á blað.
Nú ferð þú í gegnum Guðs vor hlið,
og taka englar heims þér við.
Þegar ég leggst undir mína sæng,
veit ég að þú tekur mig í þinn
verndarvæng.
Þitt langömmubarn,
María Ósk.
Elsku langamma okkar.
Takk fyrir allar góðu samveru-
stundirnar okkar. Það var alltaf
gaman að koma í sveitina til þín
og fá hjá þér heitt súkkulaði með
rjóma og brauð með eggjum. Þú
varst alltaf svo hress og glöð og
tókst svo vel á móti okkur. Hlust-
aðir á okkur syngja og sagðir
okkur sögur og leyfðir okkur að
hjálpa til við að leggja á borð og
taka til kaffið. Þegar þú kvaddir
okkur stóðst þú úti á stéttinni og
veifaðir til okkar með báðum
höndum, þá flautuðum við og
veifuðum á móti. Takk, elsku
langamma, fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir okkur. Minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði.
Þín langömmubörn,
Margrét Mist, Sara Lind,
Magnús Máni og Ísak Már.
Elsku langamma mín.
Nú ert þú komin á betri stað.
Alltaf þegar við komum til þín í
Eiríksstaði varstu búin að laga
heitt kakó og brauð með áleggi.
Mér fannst það alltaf svo gott.
Ég á margar góðar minningar
með þér og mun sakna þín ótrú-
lega mikið.
Ég fann ljóð sem ég ætla að
láta fylgja með.
Hvíldu í friði.
Ó, langamma, svo hýr og rjóð,
alltaf varstu svo góð,
stundum hafðirðu líka hljóð,
hugsaðu um hvað þú varst góð.
Þér gef ég nú lítið ljóð,
um hvað þú varst mér kær, ljúf og
góð.
(Ásgerður.)
Þín langömmustelpa,
Telma Björk.
Í dag er borin til foldar frænka
mín Ingibjörg Jónína Baldvin-
sóttir sem lengst af var húsfreyja
í Brattahlíð í Svartárdal. Hún
hafði átt við vanheilsu að stríða
síðastliðið ár. Ingibjörg var
Skagfirðingur og unni mjög föð-
ursveit sinni þó að hún flíkaði því
ekki oft. Hún fæddist í Glæsibæ í
Staðarhreppi og ólst þar upp
undir Staðarfjöllunum. 4. júní
1950 giftist hún Valtý B. Guð-
mundssyni en þau hjónin voru
ávallt samhent í öllu því sem þau
tóku sér fyrir hendur. Þau komu
upp stórum barnahóp.
Í maímánuði 1964 var ég send-
ur í sveit til frænku minnar. Ég
hafði þá aldrei dvalið að heiman
heila nótt og kveið því að fara í
sveitina. En frænka mín reyndist
mér strax afar vel og allur kvíði
var úr sögunni. Hún var afar
nærgætin við mig og sýndi hún
mér frá fyrstu tíð hlýju og alúð.
Mér varð einnig hlýtt til hennar
og aldrei vildi ég styggja hana.
Veröld frænku minnar mark-
aðist umfram allt af sveitinni
heima, reglufesti og daglegri önn
sveitakonunnar. Þar var stað-
festa og stöðugleiki. Ingibjörg
var dugleg og fjölhæf til verka,
vinnusöm og gekk til vinnu fum-
laus og af stillingu. Hún var hæg-
lynd í dagfari en stutt í brosmild-
ina. Hafði skap og gat verið
snögglynd en aldrei langrækin.
Þau hjónin voru einstaklega
gestrisin og frænka mín hélt stór
heimili í torfbæ þar sem lengst-
um var ekki rafmagn né önnur
þægindi sem þykja sjálfsögð í
dag en samt var þar ávallt hlýlegt
og snyrtilegt. Ingibjörg gerði
góðan mat, bakaði býsn af kökum
og bestar voru pönnukökurnar.
Oft átti hún það til að gauka að
mér einhverju góðmeti sem hún
var baka og góð saga fylgdi með.
Hún kenndi hún mér til verka í
sveitinni.
Ingibjörg var einnig ósérdræg
til allrar vinnu úti við, hvort sem
um var að ræða heyannir eða um-
stang við skepnur. Þannig var
hún fjölhæf til verka og núna um
50 árum seinna dáist ég enn að
þreki hennar. Mér fannst hún
aldrei geta orðið þreytt. Búið var
ekki stórt en allt var vel nýtt og
rekið af útsjónarsemi. Frænka
mín bjó aldrei við ríkidæmi en
Ingibjörg Jónína
Baldvinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku amma, við kveðj-
um þig með þeirri ósk að nú
líði þér vel og þökkum þér
fyrir allar góðu stundirnar.
Guð geymi þig.
Valtýr Kári og
Ingibjörg Jónína.