Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Í hugum sumra okkar eru skotveiðar og skotvopn tengd viðheldri menn sem áunnið hafa sér viskíröddina og komnir meðgrátt í hárið. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir á fátt sameiginlegt
með staðalímynd skotveiðimannsins annað en áhugann á skotvopn-
um og veiðum. Hún byrjaði um tvítugt að stunda sportið og hefur
stundað það allar götur síðan. „Ég er með flest þau réttindi sem er
hægt er að hafa í sportinu og hef farið á rjúpu og skotið hreindýr
hér á landi,“ segir Kolbrún en í hennar huga er skotveiði meira en
bara að skjóta úr byssu. „Útivistin og náttúran er það sem gerir
þetta sport heillandi og góður félagsskapur skemmir ekki fyrir.“
Eiginmaður Kolbrúnar fylgir henni stundum á veiðar en Kolbrún
segir hann of mikinn dýravin til að skjóta sjálfur í veiðiferðum.
„Hann er með skotvopnaleyfi og finnst gaman að koma með mér á
veiðar en lætur mér eftir að skjóta.“
Fjölskyldan kemur fyrst þó að skotveiðarnar séu skemmtilegar
og segir Kolbrún samverustundir með stelpunum sínum tveimur og
eiginmanninum mikilvægri en skotveiðina. „Við förum mikið saman
í útilegur og ferðalög og ætlum að eyða helginni í sumarbústað sam-
an.“ Þó Kolbrún sé mikið afmælisbarn segist hún muna frekar eftir
afmælisveislum stelpnanna sinna en sínum eigin og það lýsir Kol-
brúnu kannski betur en nokkuð annað. vilhjalmur@mbl.is
Kolbrún Júlía Erlendsdóttir er 42 ára í dag
Afmælisbarnið Kolbrún Júlía Erlendsdóttir nýtur sín best grá fyrir
járnum í náttúrunni með eiginmanninn í eftirdragi.
Elskar skotvopnin
og fjölskylduna
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Aðalsteina Sumarliðadóttir er ní-
ræð í dag 22. febrúar. Eiginmaður
hennar er Þórður Þórðarson sem verður níræð-
ur síðar á þessu ári. Hafa þau allan sinn aldur
búið í Ólafsvík og búa nú á Dvalarheimilinu Jaðri
í góðu yfirlæti. Þau eiga fimm börn, níu barna-
börn og fjögur barnabarnabörn. Aðalsteina hef-
ur alla tíð haft mikla unun af bóka- og ljóða-
lestri. Á síðari árum hefur hún haft mikinn
áhuga á að heiðra minningu Jóhanns Jónssonar
skálds frá Ólafsvík og vekja áhuga fólks á skáld-
inu. Hefur hún staðið fyrir fyrirlestrum og kynn-
ingu sem vonandi mun halda minningu skálds-
ins frá Ólafsvík á lofti.
Í tilefni afmælisins verður opið hús á Jaðri á
morgun, 23. febrúar frá kl. 15 til 17, þar sem af-
mælisbarnið býður til kaffisamsætis og þiggur bros en afþakkar gjafir.
Árnað heilla
90 ára
J
úlíus fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í foreldra-
húsum í Skólastræti 1, fyr-
ir ofan Bernhöftstorfuna.
Hann var í Miðbæjarskól-
anum og Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar og lauk stúdentsprófi frá MR
1975.
Júlíus var í sveit á bænum Egilsseli
á Fljótsdalshéraði á æskuárunum.
Hann var við tónlistarstörf með
hljómsveitinni Pelikan í Kaupmanna-
höfn á árunum 1976-81. Hann starf-
aði við upptökur með Þursaflokknum
um skeið og síðan með hljómsveitinni
Stuðmönnum á árunum 1981-87.
Vinnur fyrir Walt Disney
Júlíus starfaði með Agli Ólafssyni
við tónlistarstúdíóið Grettisgat en
stofnaði Stúdíó Eitt 1986 og hefur
starfrækt það síðan, fyrst í Skóla-
stræti 1 á árunum 1987-2003, á Grett-
isgötu 5 á árunum 2003-2005 og í
Þingholtsstræti 27 frá 2006.
Stúdíó Eitt hefur hljóðsett og tekið
upp ógrynni auglýsinga fyrir útvarp
og sjónvarp, sem og heimildarmyndir
og heimildarþætti og séð um hljóð-
setningu á ógrynni teiknimynda og
barnaefnis fyrir ýmsa aðila.
Þá hefur Stúdíó Eitt séð um hljóð-
og talsetningu fyrir íslenska útgáfu á
allflestum þekktustu teiknimyndum
stóru Hollywood-kvikmyndaveranna
frá 1992. Fyrirtækið hefur hljóð- og
talsett 79 Walt Disney-kvikmyndir,
15 kvikmyndir fyrir Warner Brot-
hers, 25 kvikmyndir fyrir Dream-
works og 14 aðrar kvikmyndir í fullri
Júlíus Agnarsson upptökustjóri – 60 ára
Bræðurnir Synir Júlíusar og Vilhelmínu fyrir 20 árum. Frá vinstri: Björn Ármann, Agnar Már og Eiríkur Kristinn.
Litríkur listakokkur
Júlli og Ringo Júlíus er ætíð aðalmaðurinn og Ringo, vinur hans, er sammála.
Friðbjörg
Kristjana
Ragnars-
dóttir,
Skipalóni 20
í Hafnarfirði,
er áttræð í
dag, föstu-
daginn 22.
febrúar. Í til-
efni dagsins
mun Frið-
björg taka á
móti gestum á heimili sínu frá kl. 18 á
afmælisdaginn.
Árnað heilla
80 ára
Njarðvík Hafdís María fæddist 3. maí
kl. 15.15. Hún vó 3.535 g og var 54 cm
löng. Móðir hennar er Þóra Möller.
Nýir borgarar
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CCFlax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri
og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru
að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur
sem skortir eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum og völdum stórmörkuðum
www.celsus.is
Slegið í gegn í vinsældum,
frábær árangur !
Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum