Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 44

Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Haltu fast utan um pyngjuna því ein- hver nákominn þér er farinn að gerast helst til þurftafrekur. Minntu þig á að börnin læra af því sem við gerum frekar en því sem við segjum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er margt sem freistar í fjár- málaheiminum og þar er líka margt að var- ast. En kapp er best með forsjá; þér liggur ekkert á, því hlutirnir verða hér líka á morg- un. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu í gangi. Flýttu þér umfram allt hægt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert á kraftmiklu skeiði núna og í námunda eru manneskjur sem þrá virðingu þína meira en nokkuð annað. Hróp og köll munu hins vegar ekki veita skoðunum þínum brautargengi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Tilhneiging þín til þess að dreyma dag- drauma verður þér til happs. Segðu já, og þú upplifir stórkostlegar samræður og stuð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til þess að fara í saumana á gildismati sínu. Mundu að það þarf tvo til að deila og að hlýlegt bros getur breytt heildarmyndinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þig klæjar í fingurna að bjarga heim- inum – frið, ást og samhljóm handa öllum, takk! Safnaðu saman fólki sem er á sömu línu. Reyndu að slaka á. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum og að miðla málum þegar menn eru ekki sáttir. Haltu ótrauður áfram þótt þú sért ekki viss hvað gera skal. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Aðrir eru furðu lostnir vegna við- horfa þinna. Sýndu frumkvæði, þú átt góða möguleika á að láta drauma þína rætast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ást við fyrstu sýn er möguleiki í dag. Rétt mat á áhættu er eitt helsta verk- færi þitt til þess að afla peninga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinnufélagar þínir veita þér óvenjumikinn stuðning og sýna mikinn sam- starfsvilja næsta mánuðinn. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hism- inu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Settu mál þitt fram af skynsemi og sanngirni og þá munu aðrir veita því athygli og taka afstöðu. Varðandi leynilegt áhuga- mál sem þú hefur ekki sinnt, er núna rétti tíminn til þess að leggjast í rannsóknir. Í klípu „ÞÚ GETUR EKKI ALLTAF VERIÐ AÐ BJARGA HONUM. EF HANN RAUNVERULEGA VILL HJÁLP GETUR ÞÚ BÓKAÐ TÍMA HJÁ ÞÉR FYRIR HANN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa einhvern til að hjálpa sér á erfiðum tímum. BRÁÐAMÓTTA KA RAKARASTO FA ÉG ER KOMINN AFTUR ÚR STRANDHÖGGINU Á ENGLANDSSTRENDUR OG ÉG TAPAÐI ÖLLU! EN LEIÐINLEGT. FARÐU ÚR SKÓNUM SVO ÞÚ BERIR EKKI MOLD INN Í HÚS. HEYRÐIR ÞÚ EKKI HVAÐ ÉG SAGÐI? ÞETTA ER OTTÓ FRÆNDI. HANN VAR MJÖG FORVITINN. ALVEG ÞAR TIL HANN MISSTI VARIRNAR Í MJALTAVÉLARSLYSI. SÉRSTAKT BROS. Fyrir nokkrum árum fór maki Vík-verja að finna fyrir verkjum í mjöðm. Verkirnir ágerðust jafnt og þétt og þegar þeir voru farnir að hindra eðlilegt líf svo um munaði var ákveðið að skipta um mjaðma- liði. Byrja öðrum megin og sjá síðan til. Það var gert fyrir um fjórum og hálfu ári og eftir að makinn fékk stálkúlu í liðinn hefur hann fengið sérstaka meðferð á flugvöllum. x x x Í raun lagaðist lítið sem ekkert viðuppskurðinn. Það gerist víst stundum, en sem betur fer næst oft- ar árangur, þó það sé ekki ávísun á sérstaka meðferð á flugvöllum. Vík- verji fór til dæmis í uppskurð vegna brjóskloss í baki fyrir um fimm og hálfu ári og hefur verið stálsleginn síðan. Samt ekki fengið sérstaka meðferð á flugvöllum. x x x Maka Víkverja þykir óskaplegagott að fá nudd og þó Víkverji segi sjálfur frá er hann handlaginn að þessu leyti með afbrigðum. Hef- ur samt oftast öðrum hnöppum að hneppa. Hefur fengið orð í eyra fyrir að sinna nuddinu ekki sem skyldi en skildi fyrst á dögunum áhuga makans á flugferðum. x x x Eftir árásina á Bandaríkin haustið2001 hefur öryggiseftirlit á flug- völlum um allan heim verið hert. Farþegum er nánast gert að fara úr öllu áður en þeir ganga í gegnum öryggishlið. Víkverji hefur aldrei átt í neinum vandræðum með þetta en síðan makinn fór í aðgerðina, sem átti meðal annars að gera honum auðveldara að ferðast, hefur Vík- verji alltaf þurft að bíða eftir hon- um. x x x Þó uppskurðurinn á mjöðm mak-ans hafi misheppnast hefur hann gert það að verkum að makinn fær nudd á öryggissvæði viðkom- andi flugvallar fyrir hverja einustu flugferð. Það sem kemur Víkverja mest á óvart er að nuddið takmark- ast ekki við mjöðmina með stálkúl- unni heldur virðist alltaf vera um heilnudd að ræða. víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda. (Sálmarnir 119:33) Íslensk hönnun Jens bíður 30% afslátt af Uppsteyt hjartahálsmenum í tilefni af konudeginum* * Gildir til 24. febrúar 2013 og aðeins fyrir meðlimi vinaklúbbsins. Hægt er að skrá sig á www.jens.is og á staðnum. Konudagurinn www.jens.is www.uppsteyt.is Síðumúla 35 Kringlunni og 14.600.- -30% 10.220.- 12.700.- -30% 8.890.- 18.300.- -30% 12.810.- 18.200.- -30% 12.740.- 12.700.- -30% 8.890.- Morgunninn var óvenju fallegurhér um tíma,“ skrifar Akur- eyringurinn Davíð Hjálmar Har- aldsson. „Sól roðaði brúnir snævi þakins Hlíðarfjalls en neðar var fjallið í bláum skugga. Töfrabirta. Enn er sól og næstum sumarblíða en töfrar morgunsins horfnir. Hlíðarfjall nú hlær við sól, hlákublátt um vanga. Undir fölum fannakjól felur svarta dranga.“ Sigmundur Benediktsson kastaði fram nokkrum bjartsýnis- og hvatningarvísum: Ei mun hríðin ógna lýð, andinn skrýðist þori. Sólin býður sælutíð, senn að líður vori. Fráleitt stíma hug við hrím hækkar skíma dagsins, gleðivíma, fjör og flím fæðir tíma hagsins. Stakan fagurt léttir lag lyftir brag í geði. Kveðin baga kætir hag kynnir fagsins gleði. Nú skal vanda vísnaband vonalandið hrífa. Létt skal banda ljóðagand láta andann svífa. Stöku rólið hlýtur hól, háttaskjólin styðja. Kveðum sól í sinnisból sætt um njólu miðja. Davíð Hjálmar orti aðra nátt- úrustemningu, að vísu með öðrum formerkjum: Enn liggja skaflar á holti og hól og hrannir af klaka á fjöru en brátt kemur vorið með vætu og sól og vegi sem löðra í tjöru. Hjálmar Freysteinsson veltir fyr- ir sér hvort þetta tengist öðru máli utan landsteinanna: Það bilar síst sem vel er vandað; vondan kalla ég þennan sið: Heimskingjarnir hafa blandað hrossafeiti í malbikið. Limruskáldið Sigrún Haralds- dóttir bregður á leik: Þótt engan sér ætti hún karl og æti helst pylsur og snarl þá svaf hún hjá Munda, Megasi og Dunda og elskaði Ámunda Jarl. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af limru, fölum fannakjól og vegum löðrandi í tjöru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.