Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarkonurnar Hildigunnur
Birgisdóttir og Anna Hrund Más-
dóttir snúa bökum saman í sýning-
unni Nacho cheese. Anna sýnir verk
sem hún hefur unnið í hefðbundna
miðla myndlistarinnar, meðal annars
postulínsskúlptúra og þrykk en auk
þess vinnur hún verk úr fjölda-
framleiddu efni á borð við sælgæt-
isdropa og partískraut. Yfirborðið
skiptir öllu máli þar, áferð þess og
margslungnar lýsingar, eins og segir
í tilkynningu frá Kling & Bang. Anna
býr til lagskiptan heim úr ólíku yf-
irborði og dregur fram kjarnann í yf-
irborðinu sjálfu. Hildigunnur tekst
hins vegar á við áhugaleysi sitt á því
að framleiða meira af dóti til að fylla
heiminn, endurraðar hlutum sem
þegar eru til og setur í nýtt sam-
hengi í þeirri trú að í öllu leynist feg-
urð.
Margir snertifletir
Blaðamaður ræddi við Hildigunni
í fyrradag og spurði hana hvort
áhugi þeirra Önnu fyrir að finna
hversdagslegum hlutum nýtt og list-
rænt hlutverk væri það sem samein-
aði verk þeirra öðru fremur. „Akk-
úrat. Við höfum oft fengist við það,
höfum aldrei unnið saman áður en
þekktumst án þess að vera beinlínis
vinkonur,“ segir Hildigunnur. „Ég
hafði áður séð verk eftir Önnu og
hugsaði með mér að þarna færi ein-
hver mjög skyldur mér af því að sýn-
ingin bar sama titil og sýning sem ég
hélt, held hún hafi heitið Margt í
mörgu. Það datt einhverjum þetta í
hug í Kling & Bang, að skella okkur
saman þannig að við þurftum að
kynnast auk þess að þurfa að vinna
saman sem hefur gengið svona líka
ljómandi vel. Snertifletirnir eru
margir, útkoman er oft mjög ólík hjá
okkur en þó það nálægt í umfjöll-
unarefni – eins og með þessa fjölda-
framleiddu hluti – en samt erum við
líka að reyna að tengja við eitthvað
stærra og meira. Við erum að velta
fyrir okkur hringrásum og kerfum
og samhenginu við alheiminn, að
maður finni til sín sem manneskja í
alheiminum þegar maður sér verk-
in,“ segir Hildigunnur.
– Þið vinnið sem sagt ekki út frá
ákveðnu þema?
„Nei, það er ekkert eitt umfjöll-
unarefni, nema ef vera skyldi feg-
urðin, að einhverju leyti. Hún kemur
einhvern veginn alltaf sterk inn ann-
að slagið. Það er gott að fjalla aðeins
um fegurðina í sem víðustum skiln-
ingi.“
– Er það þá fegurðin í yfirborði
hlutanna eða fegurðin í hinu hvers-
dagslega sem við veitum litla sem
enga athygli frá degi til dags?
„Já, akkúrat og eins og ég segi,
fegurðin í yfirborðinu, Anna vinnur
rosa mikið með yfirborðið og svo er
ég meira að grufla í notagildinu. Ég
fer í fúnksjónina og undir yfirborðið.
Síðan er salurinn n.k. myndbirting á
okkar samtali og okkar samstarfi
undanfarna mánuði. Það má eig-
inlega lesa salinn því við erum búnar
að fara í rosalegar breytingar á hon-
um og við vinnum heilmikið með
rýmið,“ segir Hildigunnur.
Ný túlkun
– Þessi sýningartitill, vísar hann
til þess að eitthvað tvennt ólíkt komi
saman og myndi hina fullkomnu
blöndu?
„Nacho cheese? Takk fyrir að lesa
það út úr honum, það finnst mér
skemmtilegt! Þetta er ný túlkun,“
segir Hildigunnur og hlær. „Þetta er
svona hallæristitill eins og gerist
stundum þegar maður er krafinn um
titil löngu fyrirfram af því að hann
þarf að koma fram á einhverjum lista
og í hinu og þessu tímaritinu, eitt-
hvað svoleiðis. Hann var kokkaður
upp, við höfðum farið og fengið okk-
ur smá nachos og „bondað“ yfir því.
En svo fjallar hann líka um það sem
við erum oft að fjalla um, fjöldafram-
leiðslu en jafnframt það einstaka. Ég
held að við séum bæði heillaðar og
hryggar yfir allri þessari framleiðslu
í heiminum en samt sem áður heill-
aðar af því einstaka í henni.“
Sýningin Nacho cheese verður
opnuð kl. 17 í dag.
„Gott að fjalla aðeins um fegurðina“
Sýningin Nacho
cheese verður
opnuð í Kling &
Bang galleríi í dag
Morgunblaðið/Ómar
Endurraða „Ég held að við séum bæði heillaðar og hryggar yfir allri þessari
framleiðslu í heiminum,“ segir Hildigunnur sem er hér með Önnu Hrund.
this.is/klingogbang/
Hjónin Katrín H. Ágústsdóttir og
Stefán Halldórsson opna tvær mynd-
listarsýningar í dag. Sú fyrri, sem
verður opnuð á Café Meskí í Fákafeni
9 kl. 15, samanstendur af batíkverk-
um þar sem rifjuð er upp túlkun
þeirra hjóna á þjóðlífi fyrri tíma.
Sú seinni verður opnuð í safn-
aðarheimili Háteigskirkju kl. 17. Þar
má sjá um tuttugu batíkverk með
trúarlegu ívafi og annarri túlkun. Þá
verða vatnslitamyndir eftir Katrínu á
sýningunni, þar sem viðfangsefnið er
landslag, fjöll, sléttur og klettar.
Batík Myndir með trúarlegu ívafi.
Vatnslitir Katrín málar landslag.
Opna tvær
sýningar
Á föstudag og laugardag verður boð-
ið upp á tónlistardagskrá á Volta,
Tryggvagötu 22, sem er nýjasti tón-
leikastaðurinn í Reykjavík. Margir
litu þar inn meðan á nýafstaðinni
Sónar-hátíð stóð, en þá var „off-
venue“-dagskrá.
Á föstudagskvöld verður sann-
kölluð hip-hop hátíð á Votla en fram
koma þeir Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti,
Úlfur Úlfur og TRVP. Lofa aðstand-
endur hressilegri stemningu.
Á laugardagskvöld kveður síðan
við nokkuð annan tón. Þá treður upp
kunnur breskur „house“-plötusnúð-
ur, Dale Howard, en hann mun vera
að góðu kunnur meðal íslenskra áhugamanna um þann taktfasta tónaheim.
Hann hefur sent frá sér allnokkra slagara sem hafa náð hátt á vinsældalist-
um á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu. Áður en Howard byrjar snúa
skífum þeir Housekell og Steindór Jónsson, en þeir munu vera íslenskum
danstónlistarunnendum að góðu kunnir.
Hip-hop og breskur skífuþeytir á Volta
Plötusnúður Emmsjé Gauti er einn
þeirra sem koma fram á Volta í kvöld.
Morgunblaðið/Ernir
FLIGHT Sýndkl.7-10
ZERO DARK TIRTY Sýndkl.7-10
VESALINGARNIR Sýndkl.6-9
HÁKARLABEITA 2 Sýndkl.4
THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.4
HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
12
16
L
L
L
3 óskarstilnefningar
“Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.”
-Séð & Heyrt/Vikan
“Magnþrungin og
eftirminnileg”
T.V. - Bíóvefurinn
H.S.S
-MBL
Frábær spennumynd byggð á
leitinni af Osama Bin Laden.
5 óskarstilnefningar
H.S.S
- MBL
100/100
R.Ebert
100/100
Entertainment Weekly
DENZEL WASHINGTON
Frá Óskarsverðlauna-
leikstjóranum sem
færði okkur Forrest
Gump og Cast Away
– Robert Zemeckis
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
BESTI LEIKAR ÁRSINS - BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS - BESTA MYND ÁRSINS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
-EMPIRE
THIS IS 40 KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
DIE HARD 5 KL. 8 - 10 16
HVELLUR KL. 5.50 L
THIS IS 40 KL. 5 - 8 - 10.45 12
DIE HARD 5 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
DIE HARD LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
DJANGO KL. 8 16
HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 3.30 L
LAST STAND KL. 8 - 10.20 16
HÁKARLABEITA 2 KL. 3.40 L
THE HOBBIT 3D KL. 4.30 12
LIFE OF PI 3D KL. 5.20 10
“MÖGNUÐ MYND Í
ALLA STAÐI”
-V.J.V., SVARTHÖFÐI
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
Yippie-Ki-Y
ay!
JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
THIS IS 40 KL. 6 - 9 12
DIE HARD 5 KL. 10.30 16
KON-TIKI KL. 5.30 - 8 12
LINCOLN KL. 9 14
VESALINGARNIR KL. 5.50 12