Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 49

Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Jóna Hrönn Bolladóttir ,,Þegar maður fjallar um jafn hræði- legan hlut og ofbeldi, sama hver birtingarmynd þess er, þá verður maður að sýna viðfangsefninu fulla virðingu,“ segir Tryggi Gunnarsson leikstjóri verksins Punch sem frum- sýnt verður í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar 22. febrúar nk. af leik- hópnum Sticks & Stones. Þarna er á ferðinni hópur fjögurra listamanna sem eru, fyrir utan Tryggva, leik- ararnir Ingrid Rusten, Piet Gitz- Johansen og Lisa Hjalmarson. Þau fjögur voru saman í námi í Akademi før scenekunst í Noregi. Ofbeldi er viðfangsefni sýning- arinnar sem byggist á leikritinu Punch sem er 18. aldar verk. Lista- mennirnir taka kjarnann úr verkinu og spinna útfrá því, m.a. vegna þess að það er ekki til neitt eitt eða upp- runalegt handrit að því. Enda felst gleðin, að sögn Tryggva, einnig í því að skapa sjálf. ,,Í upphafinu gengum við m.a. út frá því að hvert okkar kæmi með fimm atriði sem við höfð- um alltaf þráð að gera í leikhúsi. Eitt okkar átti þann draum að nota 1.000 skopparabolta í leiksýningu og nú hefur sá draumur ræst,“ segir hann Samstaða um alla hluti Sýningin er eitt stórt samstarfs- verkefni, enda eru listamennirnir fjórir á sviðinu allan tímann og vinnuregla þeirra í þessu samsetta verki er sú að allir sem koma að því fá tækifæri til að nýta sína styrk- leika og sérgáfur og það er leikstjór- ans að draga fram allt það besta í listafólkinu. Samstaðan um alla hluti þarf því að vera góð og hug- myndavinnan er allra. ,,Ef hugmynd er sett fram þarf að nást sam- komulag um hana. Ef það tekst ekki þarf að koma með nýja hugmynd til að kynna hópnum. Auðvitað verður leikstjórinn að taka lokaákvörðun en þetta vinnulag gerir það að verkum að fólki finnst afar vænt um sýn- inguna og leggur sig hundrað pró- sent fram,“ segir Tryggvi. Verkið er flutt á ensku enda tala engir af leikurunum sama tungumál. Söguþráður verksins er einfaldlega sá að Punch drepur alla sem á vegi hans verða. Fyrst sitt eigið barn og endar svo á djöflinum sjálfum. Upp- haflega leikritið byggist á hinni sorglegu gamansögu af Punch og Judy. ,,En upprunalega var Punch og Judy barnaleikrit, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Venjulega voru þetta tvær handbrúður sem lemja hvort aðra miskunnarlaust með spýtu, en þaðan er komið orð- takið „slapstick“, en við höfum engar brúður heldur notum okkur sjálf. Okkur finnst spýta ekki alveg nógu spennandi og höfum fundið upp miklu hugvitsamlegri leiðir til að sýna ofbeldi,“ segir Tryggvi. Fullt af blóði og mikil öskur Ofbeldi vekur oft sterkar tilfinn- ingar. Hvernig ætlar hópurinn að miðla ofbeldinu til áhorfenda? ,,Það er gaman að ærslast á svið- inu og vekja hrifningu þeirra sem á horfa, við erum auðvitað að skemmta fólki,“ segir hann. „Leik- ararnir eru á fullu að finna leiðir til að sýna ofbeldi með margvíslegum hætti sem gaman er að horfa á. Það er fullt af blóði og mikil öskur. En verkið er líka ádeila.“ Hvar liggja þolmörk okkar gagn- vart ofbeldinu og af hverju finnst manneskjunni það svona áhugavert? „Þetta verk kallar á ákveðna sjálf- skoðun,“ segir leikstjórinn. „Það er ljóst að ofbeldið er gert að einskonar leik í þessari sýningu, þar sem af- leiðingarnar eru engar. Það er einn- ig ljóst að leikarnir hafa allir, þrátt fyrir ólík tungumál og bakgrunn, gaman af þessu sviðsetta ofbeldi. Við göngumst við því, en við erum ekki að upphefja ofbeldið, þvert á móti erum við að reyna að horfast í augu við það sem okkur finnst hálf- skammarlegur afkimi á áhugasviði okkar,“ segir Tryggvi og bætir við: „Við erum eins og börn í stríðsleik á sviðinu.“ Leikritið verður einnig sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi dag- ana 28. febrúar til 4. mars. „Við erum eins og börn í stríðsleik á sviðinu“ Ofbeldi Sýning Sticks & Stones er eitt stórt samstarfsverkefni, þar sem all- ir listamennirnir fá útrás fyrir styrkleika og sérgáfur sínar.  Sticks & Stones sýna verkið Punch í Rýminu hjá L.A. This Is 40 Gamanmynd sem er sögð „nokkurs konar“ framhald af gamanmyndinni Knocked Up. Hér segir af Pete og Debbie sem eiga orðið býsna langt hjónaband að baki og tvær dætur. Hjónabandið er enginn dans á rósum, ýmis vandamál blasa við og lítill tími er fyrir rómantík. Pete og Debbie standa bæði á fertugu og átta sig á því að breytinga er þörf eigi þau ekki að enda með því að drepa hvort ann- að. Leikstjóri er Judd Apatow og í aðalhlutverkum Paul Rudd, Leslie Mann og Albert Brooks. Rotten Tomatoes: 52% Flight Dramatísk kvikmynd frá leikstjór- anum Robert Zemeckis. Í henni segir af flugstjóra sem glímir við vímu- efnafíkn. Hann mætir til vinnu undir áhrifum og sefur þegar vélin fer að hrapa. Honum tekst að afstýra skelfi- legu flugslysi með lygilegum hætti en þó deyja fjórir farþegar og tveir úr áhöfn þegar hann brotlendir. Ef ekki hefði verið fyrir snarræði hans hefðu á annað hundrað látið lífið. Þegar upp kemst að hann var undir áhrifum vímuefna er rannsókn hrint af stað. Með aðalhlutverk fara Denzel Wash- ington og John Goodman. Rotten Tomatoes: 78% Beautiful Creatures Kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu og segir af ungri konu, Lenu, sem þarf að velja milli ljóss og myrkurs á 16 ára afmæli sínu. Í fjöl- skyldu hennar býr hver maður yfir yfirnáttúrulegri orku. Ungur maður verður ástfanginn af Lenu og reynir að koma í veg fyrir að hún gangi myrkrinu á vald. Leikstjóri er Rich- ard LaGravenese og í aðal- hlutverkum Alice Englert og Alden Ehreinreich. Rotten Tomatoes: 45% Jagten Nýjasta kvikmynd danska leikstjór- ans Thomas Vinterberg. Í henni seg- ir af leikskólakennara, Lucasi, sem er hafður fyrir rangri sök, að hafa misnotað barn í leikskólanum. Sam- félagið snýst í kjölfarið gegn honum og úr verður mikil múgsefjun. Leik- arinn Mads Mikkelsen fékk verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra fyrir leik sinn. Rotten Tomatoes: 91% Bíófrumsýningar Ofsóknir Í kvikmyndinni Jagten eftir Thomas Vinterberg segir af leik- skólakennara sem hafður er fyrir rangri sök og er ofsóttur í kjölfarið. Gaman, drama, forboðin ást og ofsóknir KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP FLIGHT KL. 5:10 - 8 - 10:50 FLIGHT VIP KL. 5:10 - 8 - 10:50 BEAUTIFUL CREATURES FORSÝNING KL. 8 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:40 HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 - 10:10 PARKER KL. 8 - 10:20 GANGSTER SQUAD KL. 10:10 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 3:40 - 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:40 ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTALKL. 4 - 6 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:40 KRINGLUNNI THIS IS 40 KL. 5:10 - 8 - 10:45 WARM BODIES KL 5:50 - 8 - 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 BEAUTIFULCREATURESFORSÝNING KL.8 FLIGHT KL.5:20-8-1:10 AGOODDAYTODIEHARD KL. 5:50 - 8 - 10:40 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:30 PARKER KL. 10:10 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FLIGHT KL. 8 THIS IS 40 KL. 10:50 THE IMPOSSIBLE KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESRTRINU ÍSLTAL KL. 6 AKUREYRI WARMBODIES KL.6 FLIGHT KL. 8 - 10:30 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:10 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVERSTRINU ÍSLTAL KL. 6 590.KR NÝTTÚTLITÁKLASSÍSKUÆVINTÝRI Í VILLTA VESTRINU ÖSKUBUSKA Alden EHRENREICH Alice ENGLERT Jeremy IRONS Viola DAVIS Emmy ROSSUM Thomas MANN AND Emma THOMPSON DARK SECRETS WILL COME TO LIGHT. FORSÝND EMPIRE  EINFRUMLEGASTA GAMANMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.