Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 13
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Það er ólíkt þægilegra þegar hann situr og stýrir tölvunni og getur jafnvel fengið sér kaffi meðan á aðgerð stendur! Vinnu- aðstaða læknis er allt önnur, honum líður betur og hann gerir þess vegna hlutina örugglega betur.“ Eiríkur yfirlæknir segir það vilja yf- irstjórnar spítalans að eignast tækið sem hér um ræðir. „Yfir fólk dynja dæg- urmálin en þrátt fyrir það verður að hugsa til framtíðar ef við ætlum að vera sambærileg við aðra. Gegndarlaust tal um það neikvæða má ekki fá alla athyglina því margt hefur verið vel gert og mikil uppbygging verið í þjónustunni. Við verð- um að halda áfram og stunda þær lækn- ingar sem eru okkar fólki samboðnar. Það er mikilvægt að blindast ekki vegna dæg- urmála og missa ekki sjónar á framtíð- inni,“ segir Eiríkur.  Skurðlæknirinn situr við stjórntækin og notar bæði fingur og fætur. Þá sér hann aðgerðarsvæðið með þrívíddarmyndavél.  Aðgerðarþjarkinn er með þrjá arma fyrir áhöld og einn fyrir myndavél.  Skurðlæknirinn stýrir fíngerðum áhöldum þjarkans en með þessu móti verða allar hreyfingar mjög nákvæmar.  Aðgerðarverkfærin svo sem tangir og skæri eru endurnýjanleg. á. Skorið með þjarka Eiríkur Jónsson yfirlæknir, Rafn Hilmarsson og Katrín Kristjánsdóttir á skurðstofu Landspítalans. Morgunblaðið/Kristinn Katrín Kristjánsdóttir kvensjúkdómalæknir er nýlega flutt heim frá Bandaríkjunum þar sem hún nam og starfaði. Sérgrein Katrínar er krabbameinslækningar og hún vann mikið með aðgerðaþjarka (róbot) síðustu árin áður en hún flutti heim. „Ég gerði ýmsar aðgerðir en var aðallega í því að fjarlæga leg. Þetta voru misstórar aðgerðir en tækni- lega erfiðar þar sem róbotinn bætir heilmiklu við,“ segir hún. Þegar Katrín hóf sérnám í Colorado fyrir níu árum var umrædd tækni að ryðja sér til rúms. Hún starfaði þar og síðan á sjúkrahúsi Brown- háskólans á Rhode Island „Það er alltaf spurning hve nauðsynlegt svona tæki er. Þegar við vorum að byrja þótti nauðsynin kannski ekki mikil en undir lokin þrýstu bæði læknar og sjúklingar á svona með- ferð. Fólk vill að skurðir verði eins litlir og mögulegt er og líka að það nái sér eins hratt eftir aðgerðina og hægt er.“ Frábær græja Þegar Katrín kynntist tækninni var einn róbot samnýttur á tveimur sjúkrahúsum í Colorado. „Við gerðum eina aðgerð á viku en ári seinna kom róbot á spítalann minn og eftir það urðu aðgerðirnar að minnsta kosti þrjár til fjórar á viku og oft fleiri. Tækið var svo nýtt líka af læknum í öðr- um sérgreinum og því í notkun alla daga.“ Kvensjúkdómalæknar hafa notað róbot í mjög auknum mæli á síðustu árum að sögn Katrínar; mikið við krabbameins- lækningar, aðgerðir á þvagfærum og einnig við frjósemisaðgerðir. „Þetta er frábær græja og meðal ann- ars mjög góð að því leyti að ekki þarf jafn marga starfsmenn við hverja aðgerð. Oft er mannekla og margar stærri aðgerð- ir krefjast þess að annar sérfræðingur og deildarlæknir séu viðstaddir, en þegar unnið er við róbot þarf í raun bara einn aðstoðarmann því læknirinn sér um alla aðgerðina sjálfur frá tölvuskjánum. Ekki þarf jafn reyndan lækni eða sérhæfða að- stoðarmanneskju og í öðrum aðgerðum því skurðlæknirinn þarf ekki að reiða sig jafn mikið á viðkomandi og í venjulegri aðgerð,“ segir Katrín Kristjánsdóttir, sem nú starfar á Landspítalanum. „Róbotinn er í raun kviðsjárspeglun en hefur þann kost að skurðá- höldin eru fest við arma hans, áhöld sem læknirinn héldi annars á; það er mjög tæknilega erfitt að gera aðgerð í gegnum kviðsjá, krefst mik- illar þjálfunar og ekki endilega allir góðir í því. Róbotinn gerir þess vegna fleirum kleift að gera flóknar aðgerðir því læknirinn sér aðstæður rosalega vel. Það er mikill munur að sjá í þrívídd; læknirinn fær mun betri tilfinningu fyrir dýpt og getur verið nákvæmari.“ Gæti haft áhrif á hvort menn koma heim Katrín segir mikinn mun fyrir lækni að athafna sig við róbót en stand- andi við skurðarborðið, eins og Rafn kemur einnig inn á hér til hliðar. „Kviðsjáraðgerðir eru oft langar og geta verið mjög erfiðar fyrir lækna; þær reyna mikið á líkamann. Álagið er miklu minna þegar unnið er með róbot, m.a. vegna þess að læknirinn þarf ekki að standa allan tímann og halda höndunum uppi; ég myndi því halda til langs tíma litið að læknar entust miklu lengur!“ segir Katrín. Bæði Katrín og Rafn segja að ekki verði vandamál að þjálfa íslenska skurðlækna til að nota róbota og allir sem leggi stund á skurðlækningar nú til dags læri á og starfi með slíkt tæki. „Róbotar eru komnir inn á nánast öll háskólasjúkrahús í Evrópu og Bandaríkjunum. Þeir eru orðn- ir hluti af starfsumhverfi skurðlækna austan hafs og vestan, hvort sem er á litlum sjúkrahúsum eða stórum,“ segir Rafn Hilmarsson. Bæði segja þau örugglega meiri líkur á því að íslenskir skurðlæknar flytji heim á ný að námi loknu ef nýjasta tækni verður í boði hér heima. „Það er einn angi af þessu máli. Það er með þessa tækni eins og hverja aðra í læknisfræði; menn vilja helst vinna með þau tæki og tól sem þeir eru vanir dags daglega. Ef þau eru ekki fyrir hendi getur það valdið því að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir koma til baka,“ segir Rafn. Mun betra fyrir alla KVENSJÚKDÓMALÆKNAR NOTA AÐGERÐAÞJARKA Í SÍAUKNUM MÆLI. KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR ER NÝLEGA FLUTT HEIM FRÁ BANDARÍKJUNUM ÞAR SEM HÚN KYNNTIST TÆKNINNI VEL OG SKAR MIKIÐ MEÐ RÓBOT. * „Ég myndi þvíhalda til langstíma litið að læknar entust miklu lengur.“ Rafn Hilmarsson, skurðlæknir í Svíþjóð, kemur hinum ýmsu áhöldum fyrir við upphaf aðgerðar með róbot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.