Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 Heimili og hönnun brúnn haag 189.900 295 cm 199.900 330 cmútsölulok6. Feb Veggfiðrildi Vegg platti 2.990 7.990 af skarti ný sending góðan skóla sem kenndi landslagsarkitektúr en var líka í topp íþróttaliði,“ en hann æfði frjálsar og þá sérstaklega hlaup, með há- skólaliðinu þar. „Þetta var krefjandi og skemmtilegur tími,“ segir Jón, sem stundaði hlaup löngu áður en hlaupabylgjan fór af stað hérlendis. „Maður var einn að trítla þarna úti á vegunum.“ Á topp tíu í afrekaskrá í maraþoni Hann hafði verið að hlaupa maraþon og hálf- maraþon á Íslandi en keppti úti í fimm og tíu kílómetra hlaupum og er enn að hlaupa. „Lappirnar eru svolítið lélegar en maður skokkar aðeins til að verða ekki feitur og asnalegur,“ segir Jón og hlær en þess má geta að hann er ennþá á topp tíu á afrekaskrá yfir hálft og heilt maraþon. „Ég er einn af þessum gömlu köllum, sem hanga ennþá þarna inni.“ Eftir útskrift frá Háskólanum í Minnesota fór Jón í framhaldsnám til Pennsylvaniu þar sem hann stundaði nám við Penn State og út- skrifaðist þaðan með meistaragráðu í lands- lagsarkitektúr. Strax eftir útskrift, árið 1994, fór hann að vinna hjá CLR Design. Núna er hann einn af þeim sem reka fyrirtækið en hann keypti það af stofnendunum fyrir um tíu árum í félagi við tvo aðra. Hönnunarfyrirtækið hefur alla tíð sérhæft sig í dýragarðahönnun. „Þetta er eins og við lítum á málið, umhverfisvernd á stórum skala,“ segir hann en stærri garðarnir í Bandaríkjunum og Ameríku styrkja gjarnan verkefni til dæmis í Afríku eða Asíu. Dýr í búðarglugga Margt hefur breyst í dýragarðahönnun síð- ustu ár. Jón stiklar á stóru í þróuninni, sem hófst með því að Evrópubúar fóru til Afríku og sáu þar mörg dýr og plöntur í fyrsta sinn í kringum aldamótin 1900. „Fólk tók þetta með sér heim til að sýna þetta framandi líf. Dýra- garðarnir snerust um að sýna hvert dýr fyrir sig. Allir kettir voru settir á eitt svæði, ljónum og tígrisdýrum var blandað saman jafnvel þó að dýrin væru frá mismunandi heimsálfum,“ segir hann og var þetta gert við fleiri dýra- tegundir og segir hann slíka uppröðun frekar minna á „að ganga niður Laugaveginn og horfa í búðarglugga með útstilltum dýrum“. Hann segir mestu breytinguna hafa verið að fara að sýna dýrin í sínu eðlilega vistkerfi en breytingarnar hófust fyrir um 20-25 árum. „Núna tölum við um heimsálfurnar og þurfum að skipuleggja stór svæði innan dýragarðsins sem hvert er eins og ein heimsálfa,“ segir hann og útskýrir að svo þurfi að skipuleggja svæðið eftir því hvort um sé að ræða sléttu- dýr eða dýr sem lifa við ströndina. Þessi breyting felur í sér að dýrategundum er blandað á sama svæði. Virk dýr og blöndun dýrategunda „Allar breytingar taka tíma, fólk er hrætt við að blanda saman dýrategundum en það er allt í lagi að blanda saman dýrum úr sama vist- kerfinu. Það er hægt að auka fjölbreytnina svo mikið, sérstaklega hvað varðar dýrin sem lifa á þessum stóru sléttum í Afríku,“ segir hann og útskýrir nánar: „Markmiðið okkar er að hafa þetta eins og þú sért í göngusafaríi í Afríku, með dýr alls staðar í kringum þig sem eru ekki sofandi eða í felum.“ Hann segir að það geti verið mikil áskorun að hafa virk dýr en kattardýr sofa gjarnan 16- 17 tíma á dag. Þetta er leyst með því að hafa nokkra hópa af sömu dýrategundinni, eins og til dæmis ljónum. „Í staðinn fyrir að hafa allt- af sama hópinn inni á sýnisvæðinu erum við með tvo, þrjá hópa sem fara inn á svæðið þar sem fólkið er. Þannig er auðveldara að hafa virkan hóp í stuttan tíma í hvert sinn.“ Dýrin vinna fyrir matnum Annað sem eykur virkni dýranna er hvernig þeim er gefið að éta. „Við höfum verið að vinna í að breyta hugsunarhættinum hjá fólk- inu sem er að sjá um dýrin. Í staðinn fyrir að gefa dýrunum mat bak við tjöldin spyrjum við Svæði fyrir gesti dýragarðsins í Jacksonville í Flórída til að slappa af eða fá sér snarl eða drykk. Verðlaunahönnun CLR í dýragarðinum í Dallas, Texas. Svæðið var opnað vorið 2010. Þarna búa ýmis dýr á sama svæði, líkt og í náttúrulegu umhverfi. Svæði í dýragarðinum í Salt Lake City í Utah, þar sem áh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.