Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
E
kki þurftu fréttamenn að kvarta yfir
vikunni sem var. En jafnvel dagblað
verður að kannast við að viðburðarík
vika sem auðveldar starf blaðamanna
eða gerir það a.m.k. fjölbreyttara og
jafnvel æsilegra er ekki endilega allt-
af merki um gleðiríka tíð í veröldinni, nær eða fjær.
Eldgos eða álíka hamfarir, snjóflóð hér heima, hryðju-
verk og fellibylir í fjarlægum löndum, kæta ekki kraft-
mikla fréttamenn, en þetta eru allt kröfuhörð við-
fangsefni, sem gera þarf góð skil, enda kveikja þau
jafnan óviðráðanlegan fréttaþorsta um allt.
Fréttasprengja fyrir hálfri öld
Í haust, nærri aldarafmæli Morgunblaðsins, verður
hálf öld liðin frá því að 35. forseti Bandaríkjanna var
ráðinn af dögum. Það sem sagnfræðin kann að segja
okkur núna um John F. Kennedy, yfirgengilegt
framhjáhald hans, lyfjamisnotkun, kosningasvik og
náin samskipti við forkólfa undirheima
Bandaríkjanna, breytir hér engu. Það var ekki mað-
urinn sem var myrtur. Hinn maðurinn kom smám
saman í ljós síðar. Hinn fjallmyndarlegi forseti og
tískugyðjan, hin fínlega Jackie „fyrsta frú“, sem virt-
ust lifa fyrirmyndarfjölskyldulífi með undursnotrum
börnum sínum í lýðræðislegu konungshöllinni í hjarta
Washington, nutu aðdáunar eins og draumaprins-
essur og Hollywoodgoð njóta yfirleitt ein. Hún magn-
aðist svo upp í ofurveldishæðir á ofbeldisaugnablikinu
í Dallas og því varð hin mikla frétt að fréttalegri
kjarnorkuspengju og geislunin frá henni mælist enn
víða um heim. Sambærilegur fréttadynur fór um
heimsbyggðina þegar Díana prinsessa lést eftir und-
arlegan eltingaleik slúðurpressunnar í París við hana
og nýjan ástmann. En sú mikla fréttabylgja stóð mun
skemur.
Vondir atburðir – góðar fréttir?
Í öllum slíkum tilvikum leggja fréttahaukar dag við
nótt. Hversu dapurlegt sem tilefnið er lifir það sér-
stöku lífi sem magnað, yfirgengilegt, „adrenalínað“ og
ógleymanleg fréttalegt viðfangsefni. Og þótt hart sé
að viðurkenna það eru góðu fréttirnar færri og sjaldn-
ast eins kynngimagnaðar og hinar vondu og fjara
miklu fyrr út. Þannig hefur hver geimferðin af annarri
heppnast og renna saman í eina, en tvær fóru hörmu-
lega og standa ferskar í minningunni. Önnur geimferj-
an sprakk fáeinum mínútum eftir að henni var skotið á
loft en hin fáeinum mínútum fyrir lendingu. Allir um
borð fórust. Og stundum gerast atburðir fyrir allra
augum sem fáir gera sér grein fyrir á þeirri stundu að
séu miklar örlagafréttir, þótt það komi svo í ljós síðar.
En einmitt vikan sem var minnti okkur bæði á van-
metna frétt úr sögunni og færði okkur góðan atburð
og gleðilegan sem var jafnframt mikil frétt, þótt þeir
væru til í þessu landi sem vildu að góða fréttin fjaraði
helst út sem allra fyrst. Hin fyrri þessara var um að 80
ár væru frá því að Adolf Hitler komst til valda með allt
að því lýðræðislegum aðferðum. Fróðlegt er að sjá hve
„fréttaskýrendur“ og erlendir diplómatar þeirrar tíð-
ar sem sendu skýrslur til höfuðborga sinna voru úti að
aka þegar þessi atburður gerðist. Þeir sögðu að ekki
þyrfti að hafa áhyggjur af stjórn undir forystu Hit-
lers. Hann væri reynslulaus gasprari og myndi fara
fyrir stjórn sem yrði skammlíf eins og aðrar þýskar
stjórnir um þær mundir. Það yrði Von Papen, sá
reyndi refur, sem myndi ráða ferðinni í ríkisstjórninni
og Hindenburg forseti héldi að auki fast um tauma,
þótt hann væri nokkuð við aldur. Hann lést árið eftir
87 ára að aldri. Skýrslur reynslubolta diplómatíunnar,
sem staðsettir voru í Berlín, reyndust ekki einvörð-
ungu marklaus skjöl, sem sýndu dómgreindarleysi og
uppskafningshátt í senn. Þær ýttu því miður einnig
undir að ríkisstjórnir þeirra landa sem áttu í hlut
sváfu áfram á sínum verði.
Skrif íslensks sendiherra í Brussel til starfsbræðra
á staðnum á dögunum, um að ekkert væri að marka að
hægt hefði verið á aðildarferli sem héldi áfram á sama
hraða, eru ekki nándar nærri jafn afdrifarík, en sýna
sömu blöndu af dómgreindarskorti og yfirlæti og
gömlu skrifin.
Það rignir ekki
inn fréttum,
það er skýfall
* Ráðherra í ríkisstjórn Íslands,sem hafði forgöngu um að færafyrrverandi forsætisráðherra fyrir
Landsdóm, hefur með opin augu og
vísvitandi staðið fyrir brotum á
stjórnarskránni og telur nú „ekki
unnt að ganga lengra á þeirri braut“.
Reykjavíkurbréf 01.02.13