Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 15
hefur fjórflokkurinn hvað eftir annað verið staðinn að því að túlka öll verk sín sem góð og gild, þótt fjöldanum finnist annað. Íslensk pólitík ætti að snúast um hagsæld millistéttarinnar og með henni er einust von til fram- tíðar. Allir góðir og gegnir menn vita að til að bæta samfélagið þarf að vinna að auknum jöfnuði. Ég trúi því að þegar millistéttin er sterk og fjölmenn, þá verði til samfélag í ágætu jafnvægi með getu til að viðhalda fjölbreyttu samfélagi. Nú er vegið að milli- stéttinni, þar fækkar. Þetta virðist vera þróunin víða og orðin er til fámenn elíta sem er margfalt rík- ari en millistéttin samanlögð og hefur lag á að stýra fjárvexti að sér og vefur stjórnkerfum sér um fingur. Afleiðingarnar eru ört vax- andi neðsta lag samfélags, sem ber minna og minna úr býtum, á ekki rödd og þarf oft aðstoð við fram- færslu. Á hvaða leið er samfélag eins og okkar, sem leyfir slíka þró- un og hvað gerir það að verkum að einstaklingar sama samfélags láta slíkt viðgangast?“ Einsemd og barátta Þú ert að vinna að bók um barn- æsku þína. Af hverju hefurðu þörf fyrir að segja frá bernskunni? „Þetta er verkefni sem ég vinn í samstarfi við Pál Valsson. Ég held að bernskan hafi oft afgerandi áhrif á hvernig menn verða sem fullorðnir einstaklingar. Barnæska mín einkenndist af miklum flutn- ingum og þá þurfti ég að skipta um skóla. Áður en ég varð tólf ára hafði fjölskyldan flutt sjö sinnum. Ég er á því að þetta hafi frekar dregið fram feimni og hlédrægni sem einkenndi far mitt. Ég var auk þess seinvaxinn, sem ekki hjálpaði til í baráttunni við ófram- færnina. Við þetta bættist að ég þurfti eftir hvern flutning að að- lagast nýju samfélagi og berjast fyrir mínu innan þess. Þar voru flestir búnir að öðlast viðurkenn- ingu og samþykki. Í slíkri stöðu getur tvennt gerst. Annaðhvort verður maður undir eða verður jafningi og telur sig meðal vina. Í unglingasamfélögum gilda oft frumstæð lögmál. Við slíkar að- stæður glittir oftar í innviði manns. Einn er maðurinn angist. Hann þarf að vera í samfélagi við aðra, þar sem hann er metinn að verð- leikum. Ég man eftir einsemd sem settist að mér. Ég var stundum dofinn. Þetta stafaði ekki af því ég fengi ekki hlýju heima fyrir. Móðir mín var með stóran faðm og stórt hjarta og veitti mér ómælda ást, gott atlæti og uppörvun. Hún var áhugasöm um allt sem ég gerði og stóð með mér í einu og öllu. En ég var að berjast fyrir því að ná stöðu í miskunnarlausu samfélagi þar sem baráttan er upp á líf og dauða tíu ára ungmenna fyrir sta- tus. Mér tókst ekki alveg að losna við einelti en náði ákveðinni stöðu með því að vera fyndinn og troða upp. Ég tókst á við vandann og tel mér trú um að það hafi hert mig. Í minningunni á ég augnablik þar sem einsemdin og ólýsanlegur létt- ir sigurvissu fóru saman og urðu að tundri – þá var gott leita í mús- íkina. Við Páll erum að vinna saman að þessari æskusögu, sem þó pendúlerar inní fullorðinsárin með flóru mannlífsmynda, portrett af fólki lífs og liðnu. Við leitum að stíl sem hæfir sögunni. Bókin hefst á frásögn um ferðalag langömmu minnar úr Landeyjum fyrir vel rúmlega hundrað árum. Sem ung kona var hún efnileg, músíkölsk og spilaði á orgel, en í Landeyjunum þótti það ekki gott ef stúlkur voru ólofaðar vel fram á þrítugsald- urinn, það var ávísun á piprun. Á síðustu stundu kom ungur maður í sveitina, eitthvað yngri en hún, og þau ákváðu að eigast. Þar sem þetta var fátækt fólk var safnað fyrir veislunni í sveitinni og keypt föt á brúðgumann. Í sömu vikunni og hann átti að giftast langömmu minni dó hann, 25 ára gamall. Hann var jarðaður í brúðkaupsföt- unum og veiganna nutu menn í erfidrykkjunni. Þetta er á ofanverðri nítjándu öld og langamma ákvað að fara til Ameríku og peningarnir sem safn- að var fyrir brúðkaupið skyldu ganga uppí farareyri. Hún og tveir sveitungar hennar lögðu af stað til Reykjavíkur á hestum. Á leiðinni var riðið fyrir þau. Þar voru menn Stefáns í Varmadal sem var stór- býli á þeim tíma. Stefán vissi af ferðum hennar og bauð henni ráðskonuhlutverk á heimilinu en hann hafði þá misst konu sína skömmu áður. Hann var tuttugu og fimm árum eldri en langamma mín. Hún neitaði boði hans og fór til Reykjavíkur, var skráð á skip og holað niður hjá venslafólki sínu meðan hún beið brottfarar. Það var mikil ásókn í þessa ferð og barnafólk látið ganga fyrir. Henni var sagt að hún yrði að bíða eftir næsta skipi sem færi ári síðar. Hún sneri heim og þá var aftur riðið fyrir hana því enn á ný hafði Stefán frétt af henni. Enn var henni boðið að vera hæstráðandi með búrlyklana í Varmadal. Nei, hún var ákveðin að fara með næsta skipi. Nokkrar vikur liðu og þá var hún komin í Varmadal og fyrr en varði var hún með barni, sem var amma mín. Hún fór aldrei með næsta skipi. Ég finn vissa samsvörun við líf mitt og líf ömmu minnar. Ég er maður á vegferð, eins og við erum reyndar öll, og svo allt í einu, eins og fyrir hendingu eða tilviljun, feta ég einhverja slóð sem var ekki í upphaflegri áætlun.“ Heldurðu að það sé tilviljun? „Ég held að það sé ekki til- viljun. Ég velti vöngum yfir því hvort mér sé markaður vegur sem mér sé gert að ganga og fái ekki miklu um ráðið. Það má skilja orð Ibsens á marga vegu: Hver sem er hann sjálfur, deyðir eigið sjálf.“ * „En ég var að berjast fyrir því að nástöðu í miskunnarlausu samfélagi þarsem baráttan er upp á líf og dauða tíu ára ungmenna fyrir status. Mér tókst ekki alveg að losna við einelti en náði ákveðinni stöðu með því að vera fyndinn og troða upp. “ 3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 LIFESTYLE SÍÐUSTU EINTÖKIN 2012 ÚTLIT 2.0i bensínvél - einnig fáanlegur með 2.2i dísilvél Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 18“ álfelgur Alcantara leðurinnrétting Leðurklætt stýri Rafstýrðir, upphitaðir og aðdraganlegir hliðarspeglar Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Þokuljós að framan Litað gler í aftari hliðarrúðum og afturrúðu Skriðstillir (Cruise Control) Tvöföld tölvustýrð loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Hljómflutningstæki með geislaspilara og RDS útvarpi ásamt 6 hátölurum Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri AUX, USB og iPod tengi Hiti í sætum Hemlalæsivörn (ABS) Stöðugleikabúnaður (VSA) Stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn (TSA) Tvöfaldir SRS loftpúðar að framan Tvöfaldir SRS hliðarloftpúðar Tvöfaldar SRS loftpúðagardínur og margt fleira. Einungis örfáir bílar í boði Skráðir 2013, ókeyrðir og næsta skoðun 2017 Tökum notaða bíla upp í og allt að 75% fjármögnun í boði tilboðsverð kr. 5.690.000 afsláttur kr. 700.000 listaverð kr. 6.390.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.