Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 Sýningin „Þrælkun, þroski, þrá?“ verður opn- uð í listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á laugardag klukkan 14. Sýningin fjallar um börn við vinnu á sjó og í landi og tekist er á við spurningar um vinnumenningu og barna- uppeldi á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Kann- að er í því samhengi hvernig ljósmyndir geta breytt viðhorfi okkar til fortíðarinnar eftir því samhengi sem þær eru skoðaðar í. Sýningin byggist á viðamikilli rannsókn sem Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur vann í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns við Þjóðminjasafn Íslands. Í tengslum við sýn- inguna, sem fyrst var sett upp í Þjóðminja- safninu, gaf safnið út bók Sigrúnar „Aft- urgöngur og afskipti af sannleikanum“. SÝNING UM VINNUMENNINGU BÖRN VIÐ VINNU Ein margra ljósmynda á sýningunni í Kirkjuhvoli á Akranesi, af ungum dreng við vinnu til sjós. Hlíf Sigurjónsdóttir flumflytur verk eftir Rúnu Ingimundar og Merrill Clark á tónleikunum. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari heldur tón- leika í Húsavíkurkirkju á sunnudag klukkan 15.30. Á tónleikunum frumflytur Hlíf meðal annars tónverkið „Að heiman“ eftir tón- skáldið og Húsvíkinginn Rúnu Ingimundar. Efniviður tónverksins er fenginn úr fimm þjóð- og kvæðalögum sem voru meðal þeirra fjölda laga sem langalangafi Rúnu, Benedikt Jónsson á Auðnum, skráði og birt- ust í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði sem kom út 1909. Hlíf leikur einnig verk eftir J.S. Bach, Mer- rill Clark, þar sem einnig er um frumflutning að ræða, og Eugéne Ysaye. HLÍF LEIKUR Á HÚSAVÍK FIÐLUTÓNAR Sigurganga sagnabálks breska rithöfundarins Hil- ary Mantel um Thomas Cromwell hélt áfram í vik- unni, þegar annar hluti verksins, „Bring up the Bodies“, hlaut Costa- verðlaunin. Þetta er fyrsta bókin sem hreppir bæði Man Booker-verðlaunin og helstu Costa-verðlaunin bresku, en áður höfðu verið valin sigurverk í fimm bók- menntaflokkum sem kepptu um aðal- verðlaunagripinn og 30.000 pund, um sex milljónir króna. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem allir níu dómararnir eru sammála um hvert verkanna fimm skuli hreppa verðlaun- in. „Ein bók var höfði og öxlum hærri … nei hreinlega á stultum yfir öllum hinum,“ er haft eftir formanni dómnefndar í The Guardian. Wolf Hall, fyrsti hluti bálksins, hreppti Man Booker-verðlaunin árið 2009. MANTELL FÆR COSTA-STYTTU VERÐLAUNAVERK Hilary Mantel Vestfirsk leiklist nefnist sýning sem verður opnuð í Gamlasjúkrahúsinu – Safnahúsi Ísafjarðar á laugardag klukkan 14.Á sýningunni er farið yfir sögu leikstarfs í helstu byggð- arlögum Vestfjarða. Allt frá upphafi þéttbýlis á Vestfjörðum hefur leiklist verið mikil- vægur þáttur í menningar- og skemmtanalífi. Leikhefð á Ísafirði má rekja allt aftur til miðrar nítjándu aldar, þegar fyrst var leikið á Eyri við Skutulsfjörð. Ísfirðingar áttu hátt í þrjá áratugi eitt besta leikhús landsins, Góðtemplarahúsið, sem brann árið 1930. Þegar Leikfélag Ísafjarðar lagðist niður, skömmu eftir 1960, tók Litli leik- klúbburinn við og hefur síðan verið eitt af öflugustu leikfélögum landsins. Á Ísafirði er rekið eina atvinnuleikhús Vestfjarða, Kómedíu- leikhúsið, sem Elfar Logi Hannesson starfrækir. Fyrir aldamótin 1900 hófust leiksýningar á Flateyri og Bíldudal, sem voru meðal helstu uppgangsplássa landsins. Aðeins litlu síðar er vitað um leiksýningar á Patreksfirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Á síðari árum hefur þetta starf átt örðugra uppdráttar utan Ísafjarðar og leikfélög lagst niður. Sitthvað má sjá um þetta starf á sýningunni sem Leikminjasafn Íslands stendur að í samvinnu við Kómedíuleikhúsið, Safnahúsið á Ísafirði og Listasafn Ísafjarðar. SVIPMYNDIR ÚR LEIKSTARFI SÝNDAR Á ÍSAFIRÐI Vestfirsk leiklist á sýningu Veggspjald með ýmsum myndum af fólki sem kemur við sögu á sýningunni um metnaðarfullt leikstarf og leiksýningar á Vestfjörðum á liðinni öld. Í SAFNAHÚSI ÍSAFJARÐAR ER FARIÐ YFIR SÖGU LEIKSTARFS Á VESTFJÖRÐUM Í MÁLI OG MYNDUM. Menning Þ egar sýningunni Flæði sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, klukkan 16, lýkur eftir tæplega fjóra mánuði, mun hún verða orðin stærsta eða umfangs- mesta myndlistarsýning sem sett hefur verið upp hér á landi. Þá munu allt að eittþúsund málverk hafa verið sýnd á veggjum salarins, öll málverk Listasafns Reykjavíkur eftir aðra listamenn en sérstök söfn eru um, það er þá Jóhannes Kjarval, Ásmund Sveinsson og Erró. Sýningin er sett upp í tilefni þess að fjöru- tíu ár eru síðan Kjarvalsstaðir voru opnaðir. Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borg- arstjóri Reykjavíkur, opnar sýninguna en hann opnaði Kjarvalsstaði fyrst fyrir gestum þann 24. mars árið 1973. Sýningin er í anda salonsýninga, þar sem verk þekja alla veggi, frá lofti upp í gólf, og mun hún taka stöðugum breytingum. Verk hafa verið flutt úr geymslum safnsins í hundraðavís, sum sett upp á veggi en önnur í rekka í salnum. Úr rekkunum munu nokkur verk verða tekin daglega meðan á sýningunni stendur og sett upp fyrir önnur. Samhliða eru öll verkin ljósmynduð, ástand þeirra metið, og hugað að skráningunni. Ólík verk nánast rekast saman Það er forvitnilegt að ganga um salinn og virða þetta flæði málverka fyrir sér. Sum eru góðkunningjar listunnenda, sjást oft á sýn- ingum og eru vörður í íslenskri listasögu, en önnur sjást aldrei opinberlega, enda ekki ýkja merkileg, og mörg koma ánægjulega á óvart. Verk listamanna ólíkra tímabila, stefna og strauma rekast nánast saman; málverk eftir Jóhann Briem er við hlið verks eftir einfar- ann Eggert Magnússon, stórt málverk eftir Louisu Matthíasdóttur af Temmu dóttur hennar hangir hjá þorpsmynd Gunnlaugs Schevings, nýlegt verk eftir Helga Þórsson er hjá galsafengnu portretti eftir Kristján Dav- íðsson, og þá taka við verk eftir Helga Þor- gils, Guðmundu Andrésdóttur, Gabríelu Frið- riksdóttur, Stórval – popplist hjá abstrakti, fígúratíf verk hjá konseptmálverkum, og ómögulegt er að átta sig á höfundum sumra. Gestum hleypt í geymslurnar Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir að á sýningunni séu tvær flugur slegnar í einu höggi; gestir sjái þau málverk sem safnið á og starfsfólkið gerir um leið úttekt á þeim. „Mig hefur lengi langað til að taka sem mest fram og sýna,“ segir hann. „Í safninu er alltaf verið að segja einhverja sögu sem byggist á vali, við sýnum verk ákveðinna tímabila eða veljum út frá hugtökum og hug- myndum, hvort sem það eru hestar, vatns- litaverk eða tilteknir fletir á listasögunni. En við eigum tæplega sautján þúsnd verk, með sérsöfnum Ásmundar Sveinssonar, Kjarvals og Errós, og þótt við undanskiljum þau þá er feikilega mikið af verkum í almenna safninu og meirihlutann þekkir fólk ekki. Okkur lang- aði nú til að hengja allt upp svo fólk sæi hvað borgin á. Við vildum setja verkin upp eins og við værum að hleypa gestum í geymslurnar.“ Tilhögun sýningarinnar þýðir að hún breyt- ist í sífellu. „Sýningin mun endurnýjast gjörsamlega þrisvar sinnum. Ef fólk kemur vikulega að skoða mun það alltaf sjá fjölda nýrra verka,“ segir Hafþór og bætir við að til að auðvelda gestum að koma sem oftast, þá fái þeir árs- kort í söfnin í þriðja skipti sem þeir borga sig inn. Framkvæmdin nýtist starfsfólki safnsins á margan hátt. „Í tæplega fjögur ár höfum við verið í miklu átaki í skráningu á verkunum og fengum Evrópustyrk til þess,“ segir Hafþór en markvisst hafa verkin verið ljósmynduð, mæld og skráð og síðar á árinu opnar viða- mikill vefur með öllum safnkostinum. „Þessi sýning er hluti af þessu verkefni því við not- ÓVENJULEG SÝNING OPNUÐ Á KJARVALSSTÖÐUM Sýna allt að þúsund málverk „SÝNINGIN MUN ENDURNÝJAST ÞRISVAR,“ SEGIR HAFÞÓR YNGVASON UM FLÆÐI, SÝNINGU Á MÁLVERKUM LISTASAFNS REYKJAVÍKUR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Málverkin flæða um veggi Kjarvalsstaða á sýningunni Flæði en hún mun taka miklum breytingum allt til sýningarloka. Hér búa starfsmenn Listasafns Reykjavíkur sig undir að koma málverki eftir Nínu Tryggvadóttir fyrir með verkum eftir meðal annars Vilhjálm Bergsson, Guðmundu Andrésdóttur, Jón Stefánsson og Gunnlaug Blöndal. Fjær má sjá stór málverk eftir Stórval og Gunnar Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.