Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 20
Sterkja nefnist einnig mjölvi og er fjölsykra sem finna má í fjölda matvara. Hana má finna í skyri, hakki, pylsum, farsi, brauði, skinku, svo eitthvað sé nefnt. Sterkja er fjölsykra. Fjölsykrur eru langar keðjur glúkósasameinda (sykureiningar), en strásykur er samsettur úr tveimur glúkósasameindum. Sterkja á, eins og kolvetni almennt, uppruna sinn í jurtaríkinu og hún er í kornmeti, ávöxtum og grænmeti. Flestir næringarfræðingar segja sterkju því eðlilegan hluta af fjölbreyttu fæði og ekki er þörf á að útiloka hana úr fæðunni. Það er samt æskilegast að velja matvæli sem jafnframt innihalda mikið magn trefja þar sem þær hafa áhrif á nýtingu næringarefna úr matnum. Í sumum unnum matvælum er hins vegar lítið eftirstandandi nema sterkj- an, sem veitir þá lítið annað en orku, líkt og sykurinn. Þetta á til dæmis við um hvítt hveiti og franskbrauð. Sterkju má finna í unninni kjötvöru. Hún er með- al annars notuð í skinku. Best að velja trefjaríka fæðu Maíssterkju er að finna í ýmsum mjólkurvörum eins og skyri og jógúrt. Stundum er lítið eftirstandandi nema sterkjan. Það á vel við um franskbrauð. *Heilsa og hreyfingHvað gerir kóngafólkið í Evrópu til að halda sér í konunglegu formi allan ársins hring? »22 F inna má sterkju í fjölmörgum matvælum. Hún er til að mynda í kjöt- og fiskmeti, gosdrykkjum, sælgæti, brauði og mjólkurvörum. Að auki er hún gerð að olíu í matvælaiðnaði og notuð í fóður fyrir húsdýr. Vinsældir sterkjunnar í matvælaframleiðslu má ekki síst rekja til þess hve ódýrt er að framleiða hana. Sterkjan er að mestu leyti unnin úr maís og kartöflum. Maíssterkjan er mestu leyti framleidd í Norður-Ameríku. Af þeim sökum eru um 8 milljón ekrur kornakra í Bandaríkjunum einum. Í Evrópu er mest framleitt af kartöflusterkju sem hefur svipaða eiginleika og maíssterkjan. Sterkja til að þynna út matinn Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri og matvælafræðingur hjá MATÍS, segir sterkju notaða til að þynna út matvöru og gera hana ódýrari í framleiðslu. „En það þarf ekki að vera slæmt. Oft ert þú með mismunandi gæðaflokka á matvörum. Þú ert t.a.m. með hreina kjötvöru sem er algjörlega hreint kjöt. Svo ertu með farsvöru eins og vínarpylsu og kjötfars sem hefur frá fornu fari verið blandað með ýmsum efnum eins og vatni, salti og mjöli (sterkju). Segja má að þarna sé matvælaiðnaður að svara kröfu markaðarins um lægra verð,“ segir Guðjón. Hann segir næringargildi vara sem blandaðar eru með kartöflu-, eða maís- sterkju ekki minna en það sé öðruvísi. „Sterkja er kolvetni og er í raun orku- gjafi,“ segir Guðjón. Tengsl sterkju og offitu Bandaríski matarskríbentinn Michael Pollan, sem vakið hefur heimsathygli fyrir bækur sínar um næringu, er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa notkun á sterkju í matvælum. Telur hann að hún gegni lykilhlutverki í óhollu mataræði Bandaríkjamanna og annarra Vesturlandabúa. Pollan telur að sökum þess hve maíssterkja sé ódýr í framleiðslu sé hún notuð í ríkum mæli í matvælaframleiðslu, sem aftur leiði til þess að vægi kol- vetna verður meira í matvælum. Kolvetni er hitaeiningaríkrara en t.a.m. pró- tein sem fyrirfinnst t.a.m. í hreinu kjöti eða fiski Telur Pollan að þetta sé meginástæða þess að Bandaríkjamenn neyti að meðaltali um 200 hitaeininga meira nú á dag en þeir gerðu árið 1970. „Ýmsir tæknilegir möguleikar gera það að verkum að hún hefur stuðlað að þróun skyndifæðu. Hún er ekki sökudólgur yfirþyngdar þar sem hún er í sjálfu sér ekki óholl. En kannski gerir hún það að verkum að fólk borðar meira af óhollum mat og sterkjan stuðli að því að það sé mögulegt,“ segir Guðjón. STERKJA ER MIKIÐ NOTUÐ Í MATVÆLAIÐNAÐI Sterkja ekki sökudólgur MAÍS- OG KARTÖFLUSTERKJU MÁ FINNA Í FJÖLMÖRGUM MATVÆLUM. MARGIR TENGJA STERKJU VIÐ SKYNDIBITA, EN MATVÆLAFRÆÐINGUR SEGIR HANA EKKI ÞURFA AÐ VERA SLÆMA HELDUR SÉ VERIÐ AÐ SVARA KALLI MARKAÐARINS UM ÓDÝRARI MATVÖRU. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.