Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 47
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Eiður tók landspróf sem lukkaðist þokka- lega og fór áfram í menntaskóla. Hann brýst fyrstur til mennta í fjölskyldunni. „Fólkið mitt var gott og dugandi en hafði ekki haft tæki- færi til að ganga menntaveginn. Ég var frem- ur óviss um hvað ég ætlaði að gera fyrst. Ég stofnaði ungur fjölskyldu og prófaði við- skiptafræði og leit inn í lagadeildina. Síðan sá ég auglýst próf til þess að verða löggiltur dómtúlkur í ensku. Fór í prófið og var einn af fjórum sem náðu. Ég hugsaði með mér að þýðingar gætu verið ágætis aukavinna og svo ég monti mig nú aðeins þá hafði ég dúxað í ensku á stúdentsprófi. Í kjölfarið skipti ég yfir í ensku í Háskólanum og lauk BA-prófi í greininni. Með náminu vann ég fulla vinnu á Alþýðublaðinu.“ Allt frá því að Eiður hóf störf á Alþýðu- blaðinu hefur hann unnið við það sem honum finnst skemmtilegt og segist alltaf hafa unnið með afbragðsfólki. Honum þótti gaman að sinna starfi sínu sem fréttamaður á Ríkissjón- varpinu í ein tíu ár, um tíma starfi vara- fréttastjóra og þá minnist hann tímans sem hann starfaði sem umsjónarmaður þýðinga og talsetninga sem ákaflega skemmtilegs tíma- bils. Eiður kunni vel við sig í stjórnmálum og naut þess að starfa sem sendiherra Íslands í Noregi auk fjölmargra annarra starfa á er- lendri grundu; í Færeyjum, Kanada og Kína. Það er ekki skrýtið í ljósi starfsreynslu hans að hann hafi sterkar skoðanir á hlutverki RÚV sem og málfari í fjölmiðlum almennt. En hann skrifar nú um eitt og annað og viðrar skoðanir á Fasbók eins og hann kallar Fa- cebook. Jafnt um flugvallarmál Reykjavík- urborgar sem og Áramótaskaupið. Ef þú heitir ekki neitt - tala ég ekki við þig „Eftir að ég hætti að vinna fór ég að hafa meiri tíma og ég fylgist vel með, líkt og ég hef raunar alltaf gert. Ég les dagblöðin, net- miðlana nokkrum sinnum á dag auk þess sem ég fylgist með fréttum og horfi á ýmsa þætti á norrænu stöðvunum, bresku, bandarísku og fleiri. Ég skrifa oftast sex pistla á viku og þeir eru í nokkuð föstu formi. Stundum er ég með tvo til þrjá pistla tilbúna fyrirfram, stundum einn og stundum engan. En það hefur komið mér svolítið á óvart hve margir lesa pistlana. Og þá er ótrúlega algengt að fólk sendi mér athugasemdir í tölvupósti. Það kemur einnig fyrir að fólk hringi í mig og á mannamótum vindur sér að mér fólk sem ég hef aldrei hitt og þakkar mér skrifin. Þeir eru greinilega mjög margir sem láta sig tungumálið varða og á meðan ég fæ þessa hvatningu held ég áfram.“ Fyrsta málfarspistil Eiðs má þó rekja meira en tuttugu ár aftur í tímann. „Ég var á leið af fundi í Vesturlandskjördæmi, keyrandi að næturlagi, og var að hlusta á einhverja pilta sem voru að bulla í næturútvarpi. Þeir töluðu um kött sem hafði dottið niður á svöl- urnar. Þeir voru auðvitað að tala um svalirnar og ég man að ég var alveg rasandi yfir þessu og skrifaði stutta grein í kjölfarið í Morg- unblaðið. Jú, sennilega var þetta fyrsti mál- farsmolinn. Síðar fór ég að skrifa öðru hverju á Moggabloggið og var þar nokkuð lengi. Ætli mér hafi ekki mislíkað svo eitthvað við Mogg- ann, æ, ég man það nú ekki alveg, nenni ekki að muna svoleiðis, en ég stofnaði þá mína eig- in heimasíðu, eidur.is. DV bað mig svo um að fá að birta pistlana sem var mér að meina- lausu. Þegar Fasbókin kom til sögunnar birt- ust pistlarnir þar líka þannig að það eru nokkuð margir sem sjá skrifin. Ég á þar fullt af svokölluðum vinum.“ Eiður hefur ekki frekar en aðrir farið var- hluta af því að orðræða netsins getur hæglega breyst í villta vestrið. „Ég móðgast nú ekki ef fólk kallar mig nöldrara eða segir þetta tuð, ég kippi mér ekkert upp við það. Pólitík hefur þann kost að maður fær nokkuð harðan skráp. Og ég loka yfirleitt ekki á fólk svo sem á Fasbók. Ég held það hafi gerst tvisvar en það voru þá bara góðverk. Einum sem gaf mér 10 í einkunn fyrir hroka og leiðindi ákvað ég að hlífa við skrifum mínum og slökkti á honum. Það sama má segja um símtölin sem ég fæ. Ég tala við alla sem hringja í mig en Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins og útvarpsstjóri, kenndi mér hins vegar gott ráð. Hann hafði það fyrir sið þegar einhver hringdi í hann til að skammast út af sjónvarpinu að ef menn sögðu ekki til nafns – talaði maður ekki við þá. Og ég hef fylgt þeirri línu; Ef þú heitir ekki neitt – þá tala ég ekki við þig. En ef fólk hringir, kynnir sig og er kurteist, þá er sjálf- sagt að spjalla þótt ég geti verið ósammála viðkomandi.“ Það kemur ekki á óvart að Eiður lesi bók- * „Ég hef áttað migsvona á því eftir áað kannski hefði maður þurft einhverja hjálp. Það var ósköp lítið spáð í það á þessum tíma. Ég man að mér fannst ég eiga að gráta, en það kom enginn grátur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.