Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 34
T ölvur verða sífellt fyrirferðarmeiri í okkar daglega lífi. Það þarf því eng- an að undra að margir telja að inn- an skamms verði það jafn sjálfsagt að læra forritun í grunnskóla og annað tungumál. Í millitíðinni er eðlilegt að spyrja hvort við hin, sem ekki fengum neina kennslu í forritun í skóla, ættum að kynna okkur möguleikana sem standa okkur til boða. Af hverju ekki? Það er nefnilega hægt að komast ansi langt, án þess að skrá sig í háskólanám í tölvunarfræði. Á undanförnum árum hefur sprottið upp fjöldi vefsíðna þar sem hægt er að læra grunninn í mörgum al- gengustu forritunarmálum samtímans með gagnvirkum æfingum og leikjaívafi. Slíku sjálfsnámi í forritunarmáli má líkja við tungumálanám með linguaphone, líkt og margir kannast við. Hér eru nokkrar vefsíð- ur, námskeið og námsbrautir sem geta hjálp- að flestum af stað með að læra algengustu forritunarmál vefsins, s.s. HTML/CSS, Java, Ruby eða Python, svo eitthvað sé nefnt, og byggja ofan á það þegar fram í sækir. Eina skilyrðið er að vera sæmilega fær í ensku. Code Academy (Frítt) Vinsælasta síðan sem kennir forritun er lík- lega Codeacademy.com. Þar má með til- tölulega einföldum hætti læra undir- stöðuatriðin í að byggja vefi, gera leiki eða búa til símaforrit með gagnvirkum hætti og léttum æfingum. Notendur lesa sér til um lítinn hluta forritunarmálsins í einu, og fá svo að láta reyna á skilninginn með því að nota hann áður en lengra er haldið. Þannig er byggt ofan á þekkinguna stig af stigi. Hjá Code Academy er hægt að læra HTML/ CSS, Python, Ruby og JavaScript. Fyrir byrjendur getur verið sniðugt og gaman að skoða Code Year, þar sem notendum gefst færi á að strengja heit fyrir árið og hægt er að fylgjast með framgangi sínum og tala við aðra sem eru í sömu sporum. Learn Street (Frítt) Líkt og Code Academy býður Learn- street.com upp á gagnvirkt umhverfi og æf- ingar sem líkjast leikjum. Notendur geta val- ið sér misþung viðfangsefni, svo sem að smíða hinn vinsæla Hangman-leik, eða búa til reiknivél. Learn Street kennir Python, Ruby og JavaScript. Þá er hægt að finna vísbendingar þegar hlutirnir flækjast eða fá hjálp í gegnum netspjall eða Twitter. Team Tree House Auk þeirra forritunarmála sem þegar hafa verið nefnd býður Team Tree House upp á námskeið í fleiri forritunarmálum, auk nám- skeiða í gerð forrita fyrir iOS Apple- og Android-símastýrikerfin. Talsvert er lagt upp úr kennslu með aðstoð myndbanda. Team Tree House býður upp á fjölda ókeypis námskeiða, en krafist er greiðslu fyrir sum þeirra. Code School Hjá Code School er hægt að nálgast mörg námskeið í bæði forritun, vefhönnun og snjallsímaforritun. Nemendur borga áskrift- argjald sem er 25$ á mánuði og geta þá tekið eins mikið af námskeiðum og þeir vilja. Þá er hægt að skrá hópa saman, t.d. fjölskyldur eða vinnuhópa og læra þannig í hóp. EINFALT AÐ LÆRA AÐ KÓÐA MEÐ AÐSTOÐ ÝMISSA VEFSÍÐNA Lærðu að elska kóða HEFUR ÞIG ALLTAF DREYMT UM AÐ LÆRA FORRITUN? Í DAG ER ÞAÐ LEIKUR EINN AÐ LÆRA FORRITUN MEÐ AÐSTOÐ FJÖLDA VEFSVÆÐA SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ STÍGA FYRSTU SKREFIN Í FORRITUN. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com *Græjur og tækniVilborg Arna pólfari með meiru hefði ekki getað verið án símasambands á suðurpólnum »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.