Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 50
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
strákana til að þeir fjúki ekki á haf út,“ segir
hann og glottir.
Sjálfur tekur Carlos rútu í skólann. „Sumir
vorkenna mér ægilega að búa svona langt frá
skólanum en ég get fullvissað ykkur um að
fjörutíu mínútur er ekki langur tími til að
fara að heiman í skóla eða vinnu. Alltént ekki
í Mexíkó, ég sakna ekki umferðarinnar þar.
Mér er engin vorkunn enda get ég hvílt mig,
lesið og lært á leiðinni. Það er netsamband í
rútunni.“
Ekki spillir fyrir að Erna, móðir Carlosar,
hefur verið hérlendis meira og minna síðan
þau komu til landsins. Hún býr í Reykjavík.
„Mamma hefur verið mikið hérna í seinni tíð,
sérstaklega eftir að hún kynntist Benna, en
þetta er samt fyrsti veturinn sem hún er á Ís-
landi í hálfa öld. Það er frábært að hafa
mömmu hérna og við hittumst flesta daga.
Hún er mjög ánægð með þetta uppátæki okk-
ar og ljómar öll þegar hún talar við ömmu-
strákana sína á íslensku og þeir svara á
móti.“
Öll barnabörnin kalla Ernu ömmu upp á ís-
lensku.
Hlæja að tilburðum pabba
Já, Alfonso og Alex eru orðnir flugmæltir á
íslenska tungu eftir hálft annað ár. „Þeir voru
ótrúlega fljótir að ná valdi á málinu og hlæja
bara að mér þegar ég reyni að tala íslensku.
Þetta gengur aðeins hægar hjá mér enda
ákvað ég að einbeita mér að meistaranáminu.
Kennslan fer fram á ensku og lítill tími til
tungumálalærdóms á meðan. En það er alveg
ljóst að ég þarf að fara að bæta ráð mitt – áð-
ur en synir mínir fara að baktala mig á ís-
lensku!“
Ekki nóg með það, drengirnir eru að ná
ágætu valdi á enskunni líka – gegnum sjón-
varpið. Allt erlent sjónvarpsefni er talsett í
Mexíkó.
Laura fékk fljótlega vinnu á leikskólanum í
C
arlos Atli Córdova Geirdal er
auðþekkjanlegur í Sólinni – að-
almóttöku og -rými Háskólans í
Reykjavík, þar sem við höfum
mælt okkur mót. Hrafnsvart
hárið og suðrænt yfirbragðið leynir sér ekki.
Hann heilsar með brosi og handabandi. Car-
los er hæglátur maður, fíngerður og kurteis
en stutt í húmorinn, þegar það á við.
Hann er fæddur og uppalinn í Mexíkó en
eins og nafnið gefur til kynna á hann íslenska
móður. Carlos segir engan kippa sér upp við
Atla-nafnið þar syðra enda keimlíkt nafn vin-
sælt meðal Azteka, alltént með tilliti til fram-
burðar. Eins og reglur kveða á um í
spænskumælandi löndum taka börn fyrst eft-
irnafn föður síns og síðan móðurinnar. Carlos
prísar sig sælan að móðir hans skuli vera
Geirdal. Það væri svolítið vandræðalegt fyrir
karlmann að heita Carlos Atli Córdova Guð-
mundsdóttir. Hann skellir upp úr við tilhugs-
unina.
Fyrir um hálfri öld var móðir Carlosar,
Erna Geirdal, við störf í heimsborginni New
York og brá sér í frí til Acapulco í Mexíkó.
Þar kynntist hún föður Carlosar, Alfonso Cór-
dova, og fáeinum mánuðum síðar gengu þau í
heilagt hjónaband. Erna hóf nýtt líf fjarri
heimahögum. Þeim varð fjögurra barna auðið.
Elstur er Alfonso Ari, síðan kemur Erna Dís
Elena, þá Raúl Arturo og loks Carlos Atli.
„Það er svo merkilegt að eina systkinið sem
ekki fékk íslenskt nafn, Raúl Arturo, er lang-
norrænastur í útliti, ljóshærður og hávaxinn.
Eins og hver annar víkingur,“ segir Carlos
hlæjandi. „Heima í Mexíkó grunar ekki nokk-
urn mann að ég sé af norrænum ættum.“
Kom oft til Íslands
Carlos er 42 ára gamall. Hann ólst bæði upp í
Mexíkóborg og Acapulco og segir barnæsk-
una hafa verið afskaplega ljúfa. Móðir hans
var dugleg að halda upprunanum að börnum
sínum og reyndi að tala íslensku við þau á
heimilinu. „Við mynduðum blokk á móti
henni, öll fjögur, og á endanum gafst hún
upp. Ég sé eftir því í dag, það hefði verið gott
að ná tökum á íslenskunni á barnsaldri. Eldri
systkini mín eru aðeins betri í íslenskunni en
ég, sérstaklega Erna og Ari.“
Meðan þau voru börn komu systkinin
reglulega til Íslands og Carlos á góðar minn-
ingar frá þeim heimsóknum. „Ísland og
Mexíkó eru um margt gjörólík lönd og fyrir
vikið var alltaf jafnspennandi að koma hingað.
Hitta ættingja, fara á skíði, borða ópal og
leika sér með legó, sem ekki var til í Mexíkó
á þeim tíma. Svo hömstruðum við alltaf Prins
Póló – þvílíkt hnossgæti.“
Carlos lauk BS-prófi í verkfræði heima í
Mexíkó árið 1994 og stefndi á frekara nám.
Þá féll faðir hans hins vegar frá og fyrir Car-
losi lá að hefja störf í fjölskyldufyrirtækinu en
Córdova-fjölskyldan rak bílaumboð. Hafði
meðal annars umboð fyrir General Motors.
„Aldrei stóð til að ílendast þar en það er eins
og það er, allt í einu voru fimmtán ár liðin,“
segir hann. Það var svo í lok árs 2010 að GM
sleit samstarfinu og fyrirtækið lagði upp laup-
ana.
Nú eða aldrei
Þá settist Carlos niður ásamt eiginkonu sinni,
Lauru Elenu Cervera Magallanes, og spáði í
framtíðina. „Niðurstaðan var sú að það væri
nú eða aldrei, ætlaði ég að afla mér frekari
menntunar. Stefnan var tekin á meistaranám,
ekkert endilega á Íslandi en það var klárlega
álitlegur kostur í ljósi tengsla minna við land-
ið.“
Carlos hefur brennandi áhuga á orku-
málum, ekki síst jarðvarma og sjálfbærri
orkunýtingu. Hann komst á snoðir um nám
við Háskólann á Akureyri sem hentaði hon-
um, sótti um og var tekinn inn. „Ég var byrj-
aður að setja niður í töskur þegar mér var
tjáð að námið hefði verið lagt niður. Þar með
hélt ég að tækifærið væri farið. Það voru mik-
il vonbrigði.“
Þá benti seinni eiginmaður móður hans,
Benedikt Árnason, Carlosi á REYST-
prógrammið við Háskólann í Reykjavík, sem
ÍSOR og Orkuveitan eru aðilar að. Hann sótti
um og fékk inni.
Carlos og Laura komu hingað um miðjan
júlí 2011 ásamt sonum sínum tveimur, Alfonso
og Alejandro, sem jafnan er kallaður Alex.
Þeir eru nú sex og fimm ára. Þau komu sér
vel fyrir í háskólahverfinu Ásbrú á Keflavík-
urflugvelli, þar sem bandaríski herinn réð áð-
ur ríkjum. „Ég man eftir að hafa keyrt
framhjá herstöðinni við komuna til landsins
þegar ég var strákur en óraði aldrei fyrir því
að ég ætti eftir að búa þar,“ segir Carlos
brosandi.
Þarf að ríghalda í drengina
Þau kunna vel við sig þar syðra, allt sé til alls
og íbúðin rúmgóð.
Ættingjar Carlosar hafa verið boðnir og
búnir að aðstoða fjölskylduna og kann hann
þeim bestu þakkir fyrir. Einn frændi hans
lánaði þeim meira að segja bílinn sinn en
hann er hættur að keyra sjálfur. Carlos
kveðst þó ekki nota bílinn mikið, helst til að
skutla drengjunum í skólann og leikskólann.
„Hann blæs býsna hressilega þarna á heiðinni
og í verstu hviðunum þarf ég að ríghalda í
Maður þarf bara
að klæða sig vel!
FERTUGUR AÐ ALDRI TÓK CARLOS ATLI CÓRDOVA GEIRDAL SIG UPP MEÐ KONU OG TVO UNGA SYNI, YF-
IRGAF MEXÍKÓ, ÞAR SEM HANN HAFÐI BÚIÐ ALLA TÍÐ, OG HÉLT TIL LANDS MÓÐUR SINNAR, ÍSLANDS, ÞAR SEM
HANN SETTIST Á SKÓLABEKK Í HR TIL AÐ NEMA SJÁLFBÆR ORKUVÍSINDI. FJÖLSKYLDAN HEFUR KUNNAÐ FRÁ-
BÆRLEGA VIÐ SIG OG NÚ ÞEGAR NÁMINU ER LOKIÐ ER FYRSTI KOSTUR AÐ VERA HÉR ÁFRAM.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
hverfinu. Hún er enskukennari og fékk það
hlutverk að kenna hinum ungu nemum hið al-
þjóðlega mál. Leikskólinn er hluti af Hjalla-
stefnunni og fer Laura á milli leikskólanna
sem fylgja þeirri stefnu á Suðurnesjum. Car-
los segir hana hæstánægða í vinnunni.
Leitar að vinnu á Íslandi
Carlos brautskráðist með meistaragráðu frá
Háskólanum í Reykjavík nú í janúar og á að-
eins einu verkefni ólokið í tengslum við nám-
ið. „Ég er að fara núna í febrúar til Banda-
ríkjanna að kynna lokaritgerðina mína á
ráðstefnu í Stanford-háskóla ásamt tveimur
félögum mínum úr náminu og einum kennara.
Þarna verður fjöldinn allur af fólki úr heimi
jarðvarmavísindanna og ég hlakka mikið til.
Þessa dagana fer allur minn tími í að und-
irbúa kynninguna.“
Heiti lokaritgerðar Carlosar er: Efnahags-
legur samanburður á holutoppsvirkjun og
venjulegri jarðvarmavirkjun. (e. Economic
Comparison between a Well-head Geothermal
Power Plant and a Traditional Geothermal
Power Plant).
Spurður hvað taki síðan við er Carlos fljót-
ur til svars: „Ég er að leita mér að vinnu.
Helst í orkugeiranum, þar sem verk-
fræðiþekking mín nýtist líka,“ segir hann og
bætir við að Ísland sé fyrsti kostur. „Það er
alveg ljóst að Laura og strákarnir verða
hérna fram á vor, þangað til skólarnir eru
búnir. Þá fyrst myndum við hugsa okkur til
hreyfings. Við höfum hins vegar kunnað svo
vel við okkur á Íslandi að ég mun byrja að
svipast um eftir vinnu hérna. Það er engin
pressa frá mér, við erum öll sammála um
þetta.“
Til lengri tíma dreymir Carlos um að geta
miðlað af þekkingu sinni í Mið- og Suður-
Ameríku. „Orkuþörfin er mikil þar um slóðir
og það verður brýnna með hverju árinu að
skoða aðra kosti en olíu. Það eru blikur á
Carlos og Laura, eig-
inkona hans, ásamt son-
um sínum tveimur, Alf-
onso og Alejandro, á
bryggjunni í Garði. Pilt-
arnir eru farnir að tala
reiprennandi íslensku.
* „Það yrðigaman aðtaka þátt í út-
flutningsverk-
efni af þessum
toga, mögu-
leikar Íslands
er miklir í út-
flutningi á
orkuþekkingu“.