Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 30
Þótt
lamba-
filletið sé eld-
að á fremur hefðbund-
inn máta er meðlætið
nýstárlegt og gefur matnum
ferskt yfirbragð.
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
Matur og drykkir
Þ
etta er í raun
klassískur
lambaréttur
en ekki með
þessu alveg hefð-
bundna meðlæti
heldur er svolít-
ið skemmtilegur
galdur í því,“
segir Eyþór
Rúnarsson, yfir-
matreiðslumaður á
Nauthól. Eyþór var
svo vænn að gefa
lesendum Sunnudags-
blaðs Morgunblaðsins upp-
skriftina, en hún er glæný á mat-
seðlinum, svo þeir geta spreytt sig sjálfir
heima.
„Maukið er algert lykilatriði, með góðu
kryddi og vorlaukurinn passar vel við. Þetta er
svolítið öðruvísi en smellur mjög vel saman og
þrátt fyrir að þetta sé ekki kannski það auð-
veldasta í matargerð þá er þetta afar sjónrænt
og bragðgott og þess virði að reyna við.“
Rétturinn er sérstaklega fallegur og sjónrænn í framsetningu og tómatmaukið er að sögn Eyþórs lykilatriði í meðlætinu.
MEÐLÆTIÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI
Lambafille með ýmsu
EYÞÓR RÚNARSSON, YFIRMATREIÐSLUMAÐUR Á NAUTHÓLI, GEFUR UPPSKRIFT AÐ GLÆNÝJUM
RÉTTI Á MATSEÐLINUM SEM LESENDUR GETA SJÁLFIR ÚTBÚIÐ HEIMA. LAMBAFILLE MEÐ STÖKKUM
KARTÖFLUBÁTUM, VORLAUK Í TEMPURA, SOÐGLJÁA MEÐ KRYDDJURTUM OG FLEIRU TIL.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Eyþór Rúnarsson hefur verið fyrirliði
kokkalandsliðsins í rúmlega þrjú ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FYRIR FJÓRA
800 g fituhreinsað lambafille
olía
4 msk. smjör
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
Brúnið kjötið á báðum hliðum eða þar til það er
orðið fallega gullinbrúnt. Leggið kjötið í eldfast mót
ásamt smjörinu og setjið það í 200°C heitan ofn í 8-
10 mínútur. Takið kjötið út, setjið álpappír yfir það
og látið standa í um það bil 15 mínútur. Með því
móti heldur kjötið vökvanum betur og verður
meyrara.
LAMBAFILLE
4 bökunarkartöflur
olía
6 msk. hvítlauksolía
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
Skerið kartöflurnar í fallega báta, veltið þeim vel
upp úr olíunni, kryddið með salti og pipar og hitið í
ofni við 200°C í um það bil 40 mínútur.
KARTÖFLUBÁTAR
8 stk. vorlaukar
sódavatn
tempuramix
Best er að kaupa tilbúið tempuramix úti í búð og
blanda það með sódavatni eða eins og leiðbeining-
arnar segja á pakkanum. Veltið vorlauknum vel upp
úr tempuradeiginu og steikið í 200°C heitri olíu þar
til hann er orðinn stökkur og fallegur.
VORLAUKUR Í TEMPURA
4 stk. skalotlaukar
5 hvítlauksrif
8 greinar ferskt timjan
4 msk. balsamedik
½ flaska af rauðvíni
1 lítri nautasoð (fæst í fernu í búðum borg-
arinnar)
½ sítróna
1 msk. fínt skorin steinselja
1msk. fínt skorinn graslaukur
rauður chili-pipar eftir smekk
sjávarsalt
olía til steikingar
Skrælið og skerið laukinn og setjið í pott með
timjani og steikið þar til laukarnir eru mjúkir. Bætið
edikinu út í og sjóðið það niður þar til það er nærri
allt gufað upp. Setjið næst rauðvínið út í og sjóðið
það niður um 2/3 hluta. Bætið í lokin nautasoðinu
út í og sjóðið það niður um 2/3 hluta eða þar til
soðið er farið að þykkna. Þegar sósan er orðin
þykk sigtið þið laukinn og timjanið frá yfir í annan
pott. Smakkið sósuna til með sítrónusafa og salti.
Rétt áður en sósan er borin fram skal bæta við
helmingnum af smjörinu sem var í bakkanum með
lambinu út í sósuna ásamt steinselju, lauk og chili.
SOÐGLJÁI
½ tsk. broddkúmen (ristað á pönnu)
½ tsk. timjan
hnífsoddur af cayennepipar
1 stk. hvítlauksgeiri
1 stk. rauðlaukur
2 stk. paprikur
4 stk. tómatar
olía til steikingar
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
Skrælið og skerið laukinn gróft niður, takið
kjarnann úr paprikunni og skerið hana gróft niður
ásamt tómötunum. Setjið olíu í stóran pott og
byrjið á að steikja laukinn þar til hann er orðinn
mjúkur. Bætið því næst öllu hráefninu út í og látið
það sjóða við vægan hita í 2 klst. Maukið blönduna
í blandara eða með töfrasprota. Smakkið til með
salti og smá svörtum pipar ef þurfa þykir.
TÓMATPAPRIKUMAUK