Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 45
Góða fréttin gleðiríka
En góða fréttin mikla um að jafnvel dómstóll á borð
við EFTA-dómstólinn treysti sér ekki til að verða við
kröfum ESA, eins og dómararnir eru sagðir gera nán-
ast án undantekninga, hafði mikla þýðingu. Ekki
vegna þess að dómurinn byndi Ísland á nokkurn hátt
fremur en fjandsamleg niðurstaða hefði gert. Hún
bindur hins vegar hendur ákærandans. En það skiptir
mestu að úrskurður hans varð rothögg á linnulausan
áróður óvina þjóðarinnar hér innanlands og undir-
strikaði um leið og efldi vaxandi skilning á afstöðu Ís-
lands – ekki ríkisstjórnarinnar sem enn hangir – til
málsins, eins og hún birtist í tveimur (!) þjóðarat-
kvæðagreiðslum. Ein þjóðaratkvæðagreiðsla nægði
ekki ríkisstjórninni til að hverfa frá villu síns vegar,
sem eitt og sér segir mikla sögu um þá stjórn-
málamenn sem að henni standa og hafa stutt hana.
Aðrar fréttir
Og í þessari fjölbreytilegu fréttaviku var einnig reynt
að gera úr því hetjudáð að bandarískir alríkislögreglu-
menn frá FBI hefðu ekki fengið að yfirheyra íslenskt
vitni hér á landi, að sjálfsögðu að fengnu samþykki
réttra íslenskra yfirvalda og vitnisins sjálfs. Sjálfsagt
er að spyrna við fótum gegn öllum yfirgangi og gæta
rétts forræðis í hvívetna. En óþarfi er á hinn bóginn
að gera meira úr en efni standa til.
Íslensk yfirvöld hafa margsinnis leitað aðstoðar
FBI á undanförnum áratugum, m.a. við rannsókn ís-
lenskra morðmála og hafa til að mynda sent stofn-
uninni byssukúlur til greiningar og átt samstarf í
margvíslegum öðrum efnum. Jafnan hefur verið
brugðist vel við öllum slíkum óskum. En íslensk yf-
irvöld sem nú kjósa að reigja sig vegna FBI standa
með tilraunum sínum til að koma Íslandi í ESB
frammi fyrir sívaxandi kröfum um að draga úr þýð-
ingu landamæra á öllum sviðum og þar með talið í
tengslum við eftirför og saksókn yfir landamæri og
augljóst er að vaxandi fullveldiskrafa til ESB á kostn-
að ríkja þess felur í sér minnkandi vörn sem ríkisborg-
araréttur hefur fram til þessa veitt einstaklingi.
Og síðast en ekki síst er erlendum ríkjaígildum leyft
að stunda hér skefjalausan áróður í viðkvæmustu
deilumálum samtímans, þótt slík áróðursstarfsemi sé
beinlínis bönnuð að lögum og alþjóðlegum sáttmálum
sem hafa lagagildi hér á landi. Slík lögbrot eru ekki
aðeins framin hér á landi með vitund yfirvalda. Þau
taka beinlínis þátt í þeim og láta mynda sig með lög-
brjótunum þegar þeir eru að kynna fyrirhuguð lög-
brot!
Yfirgengileg yfirlýsing fjórða fréttin
Og fjórða stórfréttin í þessari viku, þegar fréttir flóðu
út yfir alla bakka, er einnig innlend. Hún hljómar
þannig: „Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
sagði á Alþingi fimmtudaginn 31. janúar að stjórn-
arskráin hefði oftar en einu sinni verið brotin vegna
aðildar Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Hann
taldi ekki unnt að ganga lengra á þeirri braut, ann-
aðhvort yrði að breyta stjórnarskránni eða ganga í
Evrópusambandið.“
Ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem hafði forgöngu
um að færa fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Lands-
dóm, hefur með opin augu og vísvitandi staðið fyrir
brotum á stjórnarskránni og telur nú „ekki unnt að
ganga lengra á þeirri braut“. Geir H. Haarde var, í
hinum sérkennilega málatilbúnaði gegn honum, að-
eins sakaður um aðgerðaleysi á tilteknum sviðum, en
ekki beina gjörð sem kynni að stangast á við stjórnlög
landsins. Hann var að lokum sýknaður af öllum ásök-
unum, nema þeirri einu að hafa ekki kallað á og látið
bóka formlega umræðu í ríkisstjórn um ástand banka-
mála í aðdraganda falls bankanna. Klofinn Lands-
dómur sakfelldi vegna þessa smælkis, en þó með við-
bótum sem sýndu að dómnum þótti ekki mikið til
ákæruefnisins koma.
En nú er gefið til kynna af þeim ráðherra sem mest
hefur með samskipti við ESB að gera að ríkisstjórnin
hafi margsinnis fengið Alþingi til að brjóta stjórn-
arskrána og bætir svo við, eftir þessa játningu, að
lengra verði ekki gengið á þeirri braut! Þessi viðhorf
og framkvæmd ríkisstjórnarinnar eru auðvitað mikil
firn, sem kalla á vandlega athugun. Í fréttunum var
jafnframt sagt að „Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, andmælti skoðun utanríkis-
ráðherra og taldi rangt að EES-samningurinn hefði
þróast á þennan veg. ESB hefði engan rétt til að krefj-
ast nokkurs af Íslendingum sem bryti í bága við
stjórnarskrá þeirra og ekki ætti að láta undan kröfum
þess með því að breyta stjórnarskránni“. Þessi ein-
arða afstaða Bjarna er að sjálfsögðu hin eina rétta.
Umræðum um þetta alvarlega mál þarf að gera góð
skil á næstu dögum.
Morgunblaðið/RAX
Brim við Jökulsárlón
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45