Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 27
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
ver-d Frá
2.990Veggklukkur
stólar
Full bú-d af nýjum
og spennandi Vörum
ver-d Frá
39.900
ver-d Frá
6.490
ver-d Frá
25.900
Innskotsborð
Bor-d
hvort það sé ekki eðlilegra að dýrin þurfi að
leita að matnum. Frekar en að gefa þeim mat
í skál í búri baka til er hægt að fela matinn á
mismunandi stöðum inni á sýnisvæðinu, til
dæmis með því að fela á milli stórra steina,
troða inn í rör eða binda upp í tré. Þannig
þurfa dýrin að leysa eitthvert verkefni og fara
um svæðið til að fá mat. Fyrir ísbirni þá
frystum við góðan fisk í stórri tunnu. Ísinn fer
ofan í vatnið til ísbjarnarins og hann tekur sér
góðan tíma til að brjóta sér leið í gegn og
vinnur þannig fyrir matnum.“
Mikilvægt er að vinna í nánu samneyti við
umsjónarfólk dýranna. „Við tölum við alla, er-
um ekki að troða einhverju inn á fólk sem það
vill ekki prófa eða gera,“ segir hann en að
sama skapi er CLR markvisst að reyna að
koma að nýjungum.
„Það er auðvelt að breyta hvernig dýrin
haga sér en það er erfiðara að breyta hegðun
fólksins,“ segir Jón en í hönnun dýragarða
eru viðskiptavinirnir í raun þrír.
„Í fyrsta lagi er þetta fólkið sem vinnur
með dýrunum daglega. Starfið getur verið
hættulegt, maður þarf að passa öryggið, að
enginn verði étinn. Svo þarf að hugsa um dýr-
in því þau geta ekki komið á fundinn og sagt
okkur hvað þau vilja. Við viljum að þeim líði
sem allra best. Loks eru það gestirnir, fólkið
sem kemur að sjá dýrin. Í dýragörðum er
allskonar fróðleikur og þekking. Verið er að
kenna börnum og fullorðnu fólki landvernd og
ýmislegt um dýrin, hvaðan þau eru og hvað
þurfi að gera í okkar heimi til þess að þau
hverfi ekki af jörðinni. Þriggja ára gamalt
barn horfir síðan á aðra hluti en þeir sem
eldri eru. Það þurfa allir að fá eitthvað við sitt
hæfi.“
Eitt af því er að fá að snerta dýrin. „Það
eru til dæmis ekki allir snákar hættulegir.
Það er gaman fyrir krakka að snerta og
hlusta á dýrin, það er öðruvísi en að kynnast
þeim í fjarlægð.“
Litlu dýrin vinna á
Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhalds dýr
nefnir hann í fyrsta lagi apa. „Það er mjög
gaman að vinna með þeim en þessi dýr eru
svo lík okkur í raun og veru. Svo eru alls-
konar lítil dýr sem ég hugsaði ekki mikið um í
upphafi. Hvernig þau passa inn í alla lífkeðj-
una er alveg ótrúlegt. Minni dýrin eru oft
mjög áhugaverð eins og froskar, flugur og
snákar. Þetta eru lítil dýr sem eru ekki eins
flott að sjá og górillur, fílar eða gíraffar en
þeirra hlutverk í vistkerfinu er svo mikilvægt.
Ég hef mjög gaman af því að læra um öll
þessi dýr. Oft og tíðum er líka erfiðara fyrir
okkur að sýna þessi smærri dýr á þann hátt
að fólk fái áhuga á að skoða þau. Minni dýrin
eru erfiðari og meiri áskorun að því leyti.“
Hvað um íslenska dýragarða, er hægt að
gera eitthvað meira hér?
„Það væri hægt að gera Húsdýragarðinn í
Laugardalnum miklu betri á einfaldan hátt
með því að hanna hann aðeins öðruvísi, breyta
göngusvæðum og því hvernig fólkið sér dýrin.
Það þarf ekki endilega að vera svo flókið eða
dýrt. Ég myndi ekki breyta dýrasamsetning-
unni, ég held að hún sé eðlileg. Ég tel að það
væri heimskulegt að vera með ljón, fíla og gír-
affa á Íslandi. Það er miklu einfaldara að vera
með húsdýr og dýr sem eru í okkar náttúru.“
CLR fékk verðlaun árið 2005 fyrir svæði fyrir jagúar-kattardýr í dýragarðinum í Jacksonville í Flórída.
Ný hönnun CLR í dýragarðinum í Philadelphiu í Pennsylvaniu. Klifurleið fyrir apa hátt uppi milli trjáa.
erslan er á landslagið og dýrin sem búa í norðvesturhluta Bandaríkjanna.
* Það væri hægtað gera Hús-dýragarðinn betri.
Ég myndi ekki breyta
dýrasamsetningunni.
Ég tel að það væri
heimskulegt að vera
með ljón, fíla og gír-
affa á Íslandi.