Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 59
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Mánuður fyrir lýtaaðgerð. (8) 3. Talar um erfiðleika til að ávíta. (7) 7. Flytja söng og bæta. (7) 9. Gróði eftir óp Finns leiðir virki í ljós. (9) 10. Undirmaður í byl getur sýnt frjálslyndi. (13) 11. Besta matjurtin. (6) 12. Gata inni við sagði ekki satt um stóra þró. (12) 14. Alltaf þrái þrengsli hjá þeirri sem varir lengi. (7) 15. Ná menntaskóla með sex en ruglast að lokum eftir skóla- tímabilið út af raun með krónum. (12) 19. Ninjavíg er einhvern veginn hluti af því að taka inn í hópinn. (8) 22. Reykjavíkurhverfið í norðri fær gal út af hluta af fatnaði. (11) 24. Miklar agnir og bikar í barnaleik (15) 27. Illa farin forn írönsk borg er rusl. (6) 28. Höku fæ til að rugla færa. (6) 29. Gyllum Ð í frásögn skapvondrar. (6) 30. Fiskur er einn sem taki lyf. (6) 31. Þjálfum óvenjumarga. (6) 32. Meiðsli batna hjá sári á mikilvægum tíma. (11) 33. Skapvondar yfir ryki hjá útgerðarmönnum. (8) 34. Tóm indversk brauð er það sem þarf í gæfunni. (6) LÓÐRÉTT 1. Kjaftagangur og skrár um drykk. (6) 2. Hundurinn er auminginn. (9) 3. Gunnar B. getur breyst í það sem hann var áður. (7) 4. Vera og Eiríki fá fimmtíu desilítra í því sem snýr að lífinu á jörðinni. (11) 5. Kostnaðarsamur sólarhringur er þess helgidagur. (9) 6. O, blés inn ýktum. (8) 8. Gæinn fær rusk fyrir húð. (9) 13. Bless, kysst af Böðvari að sögn án þess að skeytt sé um upp- haf eða enda í búðum. (12) 16. Áburður í stóru herbergi númer sex. (5) 17. Guðrún og ritunin byggir á letrinu. (12) 18. Lak peningum í sveigða pípu. Það er gott. (10) 20. Þögn sem hægt er að grípa til er málfræðihugtak. (9) 21. Með gott tak og klárar að spila á gítar. (9) 22. Kindur með lit og söng sláturfélags (10) 23. Ákveðinn stórsöngvari úr leðju er fyrir fisk. (10) 25. Vil karl sem þvælir um sjúkdóma. (7) 26. Svefn kemur aftur til Baltverja eftir fjárhættuspil. (8) Sigur Magnúsar Carlsen í A-flokki Tata Steel-mótsins íWijk aan Zee þokar honum nær 2900 stiga markinu en „lifandi“ stig hans eru nú 2874 elo. Lokanið- urstaðan varð þessi: 1. Magnús Carl- sen 10 v. (af 13) 2. Aronjan 8½ v. 3.-4. Anand og Karjakin 8 v. 5. Leko 7 ½ v. 6. Nakamura 7 v. 7. Harikrisna 6 ½ v. 8. 10. Giri, Wang Hao og Van Wely 6v. 11. Hou Yifan 5 ½ v. 12. Caruana v. 13. L Ámi 4 v. 14. Sokolov 3 v. Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi í C-flokki og fékk 6 ½ v. af 13 og varð í 7.-8. sæti. Frammistaða hans var að mörgu leyti góð, hann tefldi af öryggi með svörtu en virðist þó mega „brjóta upp“ byrjanir sínar – á slæm- um kafla tapaði hann þrem skákum í röð með hvítu. Vinningshlutfall Magnúsar á þessu móti er það sama og Kasparov fékk árið 2000. Einungis heims- meistaratitilinn stendur út af á af- rekaskrá hans. Nái hann því marki má hiklaust skipa honum á bekk með fimm fremstu skákmönnum sög- unnar. Hvað stílbrögð varðar þá flokkar Kasparov hann með heims- meisturum á borð við Capablanca, Smyslov og Karpov. Eitt það athygl- isverðasta við taflmennsku Magn- úsar undanfarin misseri er fjölbreytt byrjanaval og það eru góð tíðindi að tölvuvæddur undirbúningur má sín lítils gegn honum. Atlaga hans að heimsmeistaratitl- inum hefst í London 15. mars nk. Þá hefst áskorendakeppnin en sig- urvegarinn öðlast rétt til að skora á Anand heimsmeistara. Auk Magn- úsar tefla Gelfand, Kramnik, Aronj- an, Svidler, Ivantsjúk, Radjabov og Grischuk. Í Wijk aan Zee var Magnús búinn að tryggja sér sigur fyrir síðustu um- ferð en í 12. umferð lagði hann Na- kamura að velli: Magnús Carlsen Hikaru Nakam- ura Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. g3 h5 7. R1c3 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Rge7 10. Bg2 Bg4 11. f3 Be6 12. c3 h4 13. Rc2 Bxd5 14. exd5 Ra5 15. f4! „Sóknin“ eftir h-línunni hefur engu skilað og svartur situr eftir með alls kyns veikleika, t.d. á c6-reitnum. 15. … Rf5 16. g4 h3 17. Be4 Rh4? Kasparov, sem mun hafa tekið þátt í umræðu um þessa skák á ein- hverri spjallrásinni, kvað þetta alveg vonlaust og að svartur yrði að reyna 17. … Dh4+18. Kf1 Re7. 18. O-O g6 19. Kh1 Bg7 19. .. f5 gaf meiri von en eftir 20. Bd3 e4 21. Be2 er riddari á leið til d4 og e6. 20. f5 gxf5 21. gxf5 Rg2 22. f6! Náðarstuðið, 22. … Bxf6 má ekki vegna 23. Df3 o.s.frv. 22. … Bf8 23. Df3 Dc7 24. Rb4 Rb7 25. Rc6 Rc5 26. Bf5 Rd7 27. Bg5 Hg8 28. Dh5 Rb6 29. Be6! Hótar 30. Re7. Svartur er bjarg- arlaus. 29. … Hxg5 30. Dxg5 fxe6 31. dxe6 - og Nakamura gafst upp. Hann á enga vörn við hótuninni 32. f7+. Davíð Kjartansson skák- meistari Reykjavíkur í ann- að sinn Úrslit Skákþings Reykjavíkur, Kornax-mótsins, réðust eftir magn- aða lokaumferð þegar Akureyring- arnir Þór Valtýsson og Mikael Jó- hann Karlsson blönduðu sér í baráttu efstu manna. Mikael Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann Omar Sa- lama og Þór gerði jafntefli við Davíð Kjartansson í hörkuskák. Það dugði þó Davíð sem er skákmeistari Reykjavíkur 2013 og er þetta í annað sinn sem hann vinnur titilinn. Loka- niðurstaðan hvað varðar efstu menn: 1. Davíð Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Omar Salama 7 ½ v. 3. Mikael Jó- hann Karlsson 7 v. 4.-5. Einar Hjalti Jensson og Halldór Pálsson 6 ½ v. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Magnús Carlsen vann með yfirburðum í Wijk aan Zee Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 3. febrúar renn- ur út á hádegi 8. febrúar. Nafn vinningshafa er birt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 10. febrúar. Vinningshafi krossgátunnar 27. janúar er Linda G. Leifsdóttir, Barðastöðum 69, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Hvítfeld – fjölskyldusaga eftir Krist- ínu Eiríksdóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.