Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 Græjur og tækni að fara eigin leiðir, að vanda, því símann knýr nýtt stýrikerfi, Black- Berry 10, sem skrifað var frá grunni. Víst hefðu BlackBerry-bændur getað sett Android á símann, en skiljanlegt að þeir vilji skilja sig frá öðrum símaframleiðendum og geta þannig boðið upp á sitthvað sem aðrir ekki geta veitt viðskiptavinum. Að því sögðu er Z10 eins og hver annar sími þegar mað- ur tekur hann upp. Það eru engir hnappar framan á sím- anum, bara snertiskjárinn. Síminn er nokkuð stærri en iP- hone 5, en heldur minni en Samsung Galaxy S3, 13 x 6,6 x 0,9 cm. Skjárinn er 4,2" fjögurra punkta snertiskjár með upplausnina 1280 x 768 dípar, 355 ppi. Það tekur mann smá- tíma að átta sig á notendaskilunum, en þau eru mjög sniðug, styðjast mikið við það að strjúka yfir skjáinn, frekar en að smella á bakk-hnapp eða álíka. Mun þægilegri leið en að vera sífellt að smella á hnappa. BlackBerry Q10 verður áþekkur, en með minni skjá og lyklaborði fyrir þá sem vilja slíkt, en skjályklaborðið á Z10 er annars mjög fínt. Á framhlið símans er tveggja MP-myndavél og á bakinu átta MP-vél með LCD-flassi og sjálfvirkum fókus sem tekur líka 1080p HD-vídeó. Hægt er að opna símann til að komast að raf- hlöðunni og þá líka til að stinga í hana micro-SD minniskorti ef vill. Þegar bakið er tekið af má vel sjá hvar NFC-flögunni er komið fyrir í bakplötunni. Sú var tíðin að allir vildu eiga BlackBerry, eða í það minnsta allirsem vildu ekki bara hringja heldur komast líka í tölvupóstinnsinn, geta sent póst og fengið sendan hvenær og hvar sem er. Notagildi græjunnar var líka slíkt að gárungarnir kölluðu það Crackberry – sá sem datt í það að nota BlackBerry skildi hann aldrei við sig. Síðan eru liðin mörg ár, margar smáar síma- byltingar og ein stór: Apple kynnti iPhone, fyrsta snjallsímann, og upp frá því vildi enginn öðruvísi síma. BlackBerry hélt þó sínu striki með síma með hnappaborði og hélt velli lengi vel, framan af aðallega hjá fyrirtækjum og í stjórnkerfi, en líka meðal ungmenna sem kunnu vel að meta ókeypis skila- boðaþjónustuna sem fylgdi sím- unum, en á endanum varð fyrirtækið að taka slaginn, búa til snjallsíma með snertiskjá. Það tók sinn tíma og kostaði sitt, en nýr sími, BlackBerry Z10, var kynntur með látum um allan heim á fimmtudaginn. Við fyrstu sýn virðist síminn kannski eins og hver annar snjallsími, en þegar betur er að gáð kemur í ljós að BlackBerry-menn hafa kosið SNJALLSÍMI FRÁ BLACKBERRY EINU SINNI VILDU ALLIR EIGA BLACKBERRY … EN SVO KOMU SNJALLSÍMARNIR. NÝR SÍMI FRÁ BLACKBERRY, Z10, OG NÝTT STÝRIKERFI STENST ÞÓ SAMANBURÐ VIÐ FLEST ÞAÐ BESTA SEM SÍMAFRAMLEIÐENDUR BJÓÐA UPP Á Í DAG. Græja vikunnar * Örgjörvinn er 1,5 GHztveggna kjarna. Vinnsluminni er 2 GB og símaminni 16 GB, en auðvelt að auka það um allt að 32 GB með því að stinga minniskorti í símann. Hann er með innbyggt Bluetooth, þráð- laust net, GPS og 4G. * Það er mjög smart stillingá myndavélinni sem heitir Time Shift, en þá tekur vélin nokkrar myndir í einu, greinir svo andlit á myndinni ef tekin er hóp- mynd og gefur kost á að velja bestu andlitsmyndina á hverri mynd. Frábær hugmynd. ÁRNI MATTHÍASSON * Boddíið er stamt viðkomuog fer vel í hendi, rúnnaðir kantar og hnöppum vel fyrir komið á hliðunum, hnappur til að spila / stoppa og hækka og lækka á hægri hlið og kveikja og slökkva ofan á honum. Á vinstri hlið er micro-HDMI- tengi og micro-USB, sem er þá líka straumtengi og neðan á símanum er hátalararauf. halda. „Ég sendi yfirleitt hvert blogg í fjór- um hlutum. Ég skrifaði allt á íslensku en Lára þýddi textann svo fyrir mig yfir á ensku og þannig var hann birtur líka á síð- unni.“ Vilborg vissi að fjölmargir fylgdust grannt með ferðum hennar í gegnum blogg- ið. „Lára gat lesið fyrir mig það sem fólk hafði skrifað þegar ég hringdi og fólk gat líka sent mér skilaboð með sms í símann í V ilborg Arna Gissurardóttir er í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni og skyldi engan undra. Landinn fylgd- ist náið með því mikla afreki henn- ar að ganga einsömul á suðurpólinn, bæði í fjölmiðlum og á bloggi hennar á vefnum. Þegar haldið er í slíkan leiðangur er eins gott að hafa með sér réttu græjurnar, eins og það var einhvern tímann orðað. „Ég var með tvo Irridium-gervihnatta- síma, eina öfluga sólarrafhlöðu og svo var ég með „gervihnattatracker“ sem er neyð- arsendir, ef á þyrfti að halda. Ég var líka með tvö gps-staðsetningartæki og gamaldags seguláttavita,“ segir Vilborg Arna í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Svo hafði hún auðvitað myndavél með sér til þess að skrjásetja þetta stórmerkilega ferðalag. „Símarnir tengja sig við gervihnetti og það kerfi nær póla á milli,“ segir hún. „Ég hafði venjulega kveikt á símanum í hálftíma á morgnana og aftur í svipaðan tíma á kvöldin. Þegar ég bloggaði var ég í raun að senda sms-skilaboð með tölvupósti, þau fóru inn á ákveðið póstfang sem áframsendi skilaboðin inn á heimasíðuna mína.“ Lára vinkona Vilborgar var hér heima á Íslandi og lagfærði skilaboðin ef á þurfti að gegnum heimasíðuna mína. Ég fékk helling af skilaboðum þannig.“ Vilborg hringdi ekki mikið, enda dýrt auk þess sem hún reyndi að spara rafhlöðuna eftir fremsta megni. Hleðslan eyðist hratt í kuldanum. „Ég hringdi eitt stutt símtal á hverju kvöldi til fyrirtækisins sem þjónustaði mig í ferðinni; þurfti að tilkynna mig þangað. Ég keypti alla þjónustu af þeim mönnum; þeir flugu m.a. með mig á upphafsstað, sóttu mig á pólinn og vöktuðu mig í raun með þessum hætti. Ef þeir hefðu ekki heyrt í mér eftir ákveðinn tíma hefðu þeir farið að leita að mér.“ Vilborg Arna segist hafa hringt einu sinni í viku í afa sinn og ömmu og föður sinn, en ekki talað nema í fáeinar mínútur í einu. Svo Síminn var lífæð mín til umheimsins ÞEGAR GENGIÐ ER Á SUÐURPÓL- INN ER LYKILATRIÐI AÐ RATA RÉTTA LEIÐ. NAUÐSYNLEGT ER AÐ GETA LÁTIÐ VITA AF SÉR EF EITT- HVAÐ BREGST OG SKEMMTILEGT AÐ GETA LEYFT FÓLKI AÐ FYLGJ- AST MEÐ FÖR MEÐ BLOGGI. SVO ER HOLLT AÐ GETA HLUSTAÐ Á TÓNLIST EÐA LESTUR GÓÐRA BÓKA Á GÖNGUNNI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Vilborg Arna sigri hrósandi eftir að hún komst á leið- arenda; á suð- urpólinn. Stolt með þjóðfánann. PÓLFARINN VILBORG ARNA GISSURARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.