Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 hugsunina um frelsi einstaklingsins til athafna í opnu samfélagi þar sem allir ættu að eiga jafna mögu- leika. Ég held að ég sé einhvers konar frítt þenkjandi hægri-krati, ef þú vilt merkimiða. Það stendur upp á hvern mann að bæta samfélag sitt með ein- hverjum hætti. Mér finnst áber- andi hvað stjórnmálamenn eru komnir langt frá því að vilja í ein- lægni bæta samfélagið. Í seinni tíð E gill Ólafsson, sögnvari, leikari og tónskáld, verður sextugur 9. febrúar. Hann segist aldrei hafa verið mikill afmæliskarl og fagnar stórafmæl- inu ekki með bakkelsi og öðrum veitingum heldur með tónleikum í Fríkirkjunni þar sem hann mun ásamt vinum úr tónlistargeiranum og þremur finnskum tónlist- armönnum flytja meðal annars lög af geisladiski sínum Vetur sem kom út fyrir jól og fékk góða dóma. Af hverju heldurðu tónleikana í Fríkirkjunni, tengist valið á staðn- um trú að einhverju leyti? „Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni og er nú í Fríkirkjunni, mér þótti meiri „tólerans“ hjá fríþenkj- urunum. Ég hef mína barnatrú, leita í bænina og trúi á Guð í al- heimsgeimi, Guð í sjálfum mér. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Biblí- unni, ég les stundum í henni og vitna í hana í sumum texta minna. Mér líður vel í kirkju. Það er svo merkilegt að það er alveg sama hversu gott maðurinn hefur það, alltaf er hann að leita. Sumir kalla þessa leit óþol en ég held að hún endurspegli þrá mannsins eftir því að betrumbæta sjálfan sig, lífið og samfélagið í kringum sig. En svo ríkir auðvitað ákveðið skeytingar- leysi gagnvart þessu hjá sumum. Slíku getur varla fylgt lífsfylling, tilgangur.“ Umkringdur sterkum konum Það má segja að þú hafir orðið frægur tiltölulega ungur. Var það erfitt eða bara óskaplega gaman? „Ég var orðinn nokkuð þekktur 23 ára. Ég er viss að á einhverjum tímapunkti á þessum árum hefur svokölluð frægð fyllt höfuðið á mér og yfirskyggt aðrar hugsanir, en það varði ekki lengi. Mér fannst fylgja því viss upphefð að vera þekktur að því leyti til að alls kon- ar ókunnugt fólk fór að heilsa mér. En þá rifjaðist upp fyrir mér að sjálfur stóð ég mig að því, reyndar margoft, að heilsa þulunum í sjón- varpinu ef ég mætti þeim á götu vegna þess að mér fannst ég kann- ast við þær en vissi ekki hvaðan. Þannig að ég áttaði mig á því að þeir sem heilsuðu mér án þess að ég þekkti þá hlytu að gera það vegna þess að þeir könnuðust við mig án þess að vita nákvæmlega hvernig – enda var það oftast raunin og svo er reyndar enn; … æ þetta er hann, æ hvað heitir hann nú aftur maðurinn sem henti sjón- varpinu út um gluggann í mynd- inni, hvað heitir hún nú aftur?“ Hvað viltu segja um samband þitt við konur; þær dragast oft að frægum einstaklingum? „Ég er ekki viss um það, ég held að það séu oftar sögusagnir, ofsög- ur að frægir hafi eitthvurt um- framaðdráttarafl – ég held að kemían sem verður á milli ein- staklinga ráði mestu – frægir, of- boðslega frægir eru gjarnan ein- mana sálir. Ég hef alltaf verið umkringdur sterkum konum. Í þeim hópi eru móðir mín, nú á níræðisaldri, tengdamóðir rétt að komast á tí- ræðisaldur, eiginkona mín, systir mín og konur sem ég hef unnið með, eins og til dæmis Diddú og Ragga Gísla og ég gæti haldið áfram. Allt eru þetta afar sterkar konur og það sama gildir um sköp- unarkraft þeirra og almennt má segja að sköpunin hafi kvenlegar eigindir. Ég hef átt góð sambönd við konur og ber ómælda virðingu fyrir þeim því þær bera með sér sköpunina, eru afgerandi og leið- andi. Konur hafa nær allt fram yf- ir okkur karlmennina sem erum dæmdir til að standa í skugga þeirra.“ Frítt þenkjandi hægri-krati Þú hefur mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum, en hvar stendurðu í pólitík og fékkstu pólitískt uppeldi hjá foreldrum þínum? „Ég held að faðir minn hafi ver- ið stalínisti. Allavega fékk ég ekki að ganga í skátahreyfinguna því hann leit á hana sem borgaraher. Hann sagði: Skátarnir eru her sem gengur í lið með lögreglunni þegar ég geri byltingu. Og hann talaði vel um Stalín, en svo rjátlaðist það af honum. Móðir mín var mikil sjálfstæðiskona og ég ólst upp við Egill Ég velti vöngum yfir því hvort mér sé markaður veg- ur sem mér sé gert að ganga og fái ekki miklu um ráðið. Morgunblaðið/Kristinn Einn er maðurinn angist EGILL ÓLAFSSON SÖNGVARI RÆÐIR UM BARÁTTU Í BARNÆSKU OG BÓKINA SEM HANN ER AÐ SKRIFA. MIKILVÆGI MILLISTÉTTARINNAR BERST EINNIG Í TAL. STERKAR KONUR KOMA SVO VIÐ SÖGU, ÞAR Á MEÐAL MERKILEG SAGA LANGÖMMU HANS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.