Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 42
A fþreying þarf ekki að kosta mikið og allir geta gert sér glaðan dag, ef vilji er fyrir hendi, án mikils tilkostnaðar. Forsendur númer 1, 2og 3 eru viljinn til verksins. Gríptu augna- blikið, sagði einhver, einhvers staðar, ein- hvern tíma. Sá vissi hvað hann var að fara. Sund Margur hefur bent á það að eigi sé lengur ódýrt í sund að fara. Vissulega geta þær 550 krónur sem fullorðnir borga fyrir sund- ferðina létt pyngjuna. Sé tekið mið af 5 manna fjölskyldu þá getur kostað tæpar 1500 krónur að fara í sund. Jafnvel minna ef eitt eða fleiri börn eru undir 6 ára aldri. Hagsýnir geta svo gert það að reglulegri iðju að fara í sund og keypt sér 10-20 miða kort og þá er kostnaðurinn rúmar 1000 krónur fyrir fjölskylduna. Gjaldskráin er svona í Reykjavík: Börn 0 - 6 ára kr. 0 Stakt gjald börn 6 -18 ára, kr. 130 Stakt gjald fullorðnir kr. 550 70 ára og eldri kr. 0 10 miða kort barna kr. 900 10 miða kort fullorðnir kr. 4.100 20 miða kort fullorðnir kr. 7.500. Fjör í fjöruferð Aðgangur að ströndum landsins er frír en ferðalagið þangað ekki. Bensínið er vissu- lega svívirðilega dýrt. En það breytir því ekki að finna má strendur sem eru af- skaplega fallegar víða um land. Til að mynda má finna sérlega fallegar strendur á Álftanesi, við Stokkseyri og víða á Vest- fjörðum. Skautar Já, hvers vegna ekki að skella sér á skauta. Það er ódýrara en þú heldur. Fullorðnir geta borgað 1250 krónur í aðgangseyri og fyrir leigu skauta og verið allan daginn að reyna æfingar að hætti Katarinu Witt. Börn undir 16 ára borga 1000 kr. og leik- skólabörn 200 kr. Aðgangseyrir og skauta- leiga fyrir fjóra þar sem minnst einn full- orðinn er 3.200 krónur. Búðu þig undir að dtta á rassinn á harðan ísinn og hlæja inni- lega. Sá sem hefur takmarkaða skautagetu hefur ekki áhyggjur af heimsins böli. Í það minnsta rétt á meðan hann skautar. Ódýrt í bíó Sambíóin bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa 10 bíómiða í einu á 5000 krónur. Það jafngildir því að greiða um 500 krónur fyrir hvert skipti. Sá böggull fylgir skammrifi að einungis er hægt að nota tvo miða í mánuði. Því nýtist þetta kannski ekki stórum fjöl- skyldum eins vel og öðrum. Engu að síður er gaman að fara í bíó og þegar það er á sambærilegu verði og jafnvel ódýrara en að fara út á leigu, þá er alltaf skemmtilegri valkostur að fara út úr húsi, sjá fólk og sjást fremur en að sitja heima fyrir framan sjónvarpið. SKEMMTUN FYRIR LÍTIÐ Gerum eitthvað ódýrt, gerum það saman ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ KOSTA SVO MIKIÐ AÐ GERA EITTHVAÐ SEM NÆRIR ANDANN OG GEFUR LÍFINU LIT. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sund er holl og góð hreyfing. Kynslóðirnar geta verið sammála um að allir geti fundið eitthvað sér til dund- urs í sundlaug. Hægt er að kaupa 10 bíómiða í einu og borga 500 krónur fyrir mið- ann. Það á þó ekki við um VIP sýningar. Bíó getur því verið til- tölulega ódýr valkostur fyrir hagsýna. Skautar eru skemmti- leg iðja. Allir aldurs- hópar geta haft gaman af því að láta sig líða áfram á ísnum, nú eða að detta á rassinn og vera kjánalegur. Fjaran á Snæfellsnesi er ein fjölmargra sem gam- an getur verið að skoða í fjörugri fjöruferð. *Fjármál heimilannaÞað borgar sig að gera heiðarlegt yfirlit yfir daglega eyðslu, sérstaklega ef ætlunin er að spara Fjármál heimilanna eru margslungin og fjölþætt sem þýðir að til eru margar leiðir til að spara, skera niður eða hag-ræða. En til þess að auka líkur á að þessar leiðir beri árangur og að við náum jafnvægi í fjármálunum er eitt afgrunnatriðunum að vita hvar við stöndum og högum okkur í fjármálunum. Til þess að ná slíkri yfirsýn er nauðsyn- legt að skrá niður allar tekjur og öll gjöld. Með því fáum við besta mögulega yfirlit sem hugsast getur um neyslu okkar. Fyrirtæki halda fjárhagsyfirlit til þess að öðlast yfirsýn yfir reksturinn en þegar einstaklingar eiga í hlut er oftar en ekki litið á slíkt sem kjánalega tímaeyðslu. En mörg okkar eiga ekki auðvelt með að muna í hvað peningarnir fara. Þess vegna mælum við með að fólk bæði skrái niður neysluna og safni kvittunum fyrir kortafærslum sínum. Allar tekjur og gjöld, laun, greiddir reikningar og dag- leg neysla er skráð jafn óðum í dagbók. Með slíku yfirliti yfir daglegt líf getum við fljótlega fengið skýra mynd af því hvernig við notum peninga okkar. Nú getum við yfirfarið neysluna og séð hvort allir peningar nýtist okkur eins vel og við viljum. Nú getum við betur séð hverju má breyta til að hafa meiri peninga á milli handanna. Einstaklingar sem eru gjarnir á að skjótast oft eftir fáum hlutum í klukkubúðir geta til dæmis valið að notast við innkaupalista í ódýrari verslunum og fækka þannig ferðum í klukkubúðir. Einnig er hægt að útbúa matseðil fyrir vikuna og því hægt að kaupa inn fyrir viku í senn. Þar með er kominn sparnaður í tíma, eldsneyti og lægra vöruverði. Með þessum hætti er svo hægt ráðstafa því sem sparast í annað, til dæmis greiða skuldir, leggja inn á sparireikning eða nýta í annan daglegan rekstur á heimilinu. Með aukinni vitund getum við með skjótum hætti öðlast aukna öryggistilfinningu gagnvart fjármálunum. Allir geta aukið vitund sína á þennan hátt og finna má breytingar mjög fljótt. Að auki bætist við að ef fylgst er svo grannt með neyslunni verður auðveldara að taka aðrar og betri ákvarðanir varðandi hvað er keypt inn. Þannig minnkar neysla á óþarfa og okkur skortir síður nauðsynjavörur. Í lok dags líður okkur mun betur yfir að hafa góða og raunveru- lega sýn yfir fjármálin okkar. Aurar og krónur YFIRSÝNIN MIKILVÆG HAUKUR HILMARSSON Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.