Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 34
T ölvur verða sífellt fyrirferðarmeiri í okkar daglega lífi. Það þarf því eng- an að undra að margir telja að inn- an skamms verði það jafn sjálfsagt að læra forritun í grunnskóla og annað tungumál. Í millitíðinni er eðlilegt að spyrja hvort við hin, sem ekki fengum neina kennslu í forritun í skóla, ættum að kynna okkur möguleikana sem standa okkur til boða. Af hverju ekki? Það er nefnilega hægt að komast ansi langt, án þess að skrá sig í háskólanám í tölvunarfræði. Á undanförnum árum hefur sprottið upp fjöldi vefsíðna þar sem hægt er að læra grunninn í mörgum al- gengustu forritunarmálum samtímans með gagnvirkum æfingum og leikjaívafi. Slíku sjálfsnámi í forritunarmáli má líkja við tungumálanám með linguaphone, líkt og margir kannast við. Hér eru nokkrar vefsíð- ur, námskeið og námsbrautir sem geta hjálp- að flestum af stað með að læra algengustu forritunarmál vefsins, s.s. HTML/CSS, Java, Ruby eða Python, svo eitthvað sé nefnt, og byggja ofan á það þegar fram í sækir. Eina skilyrðið er að vera sæmilega fær í ensku. Code Academy (Frítt) Vinsælasta síðan sem kennir forritun er lík- lega Codeacademy.com. Þar má með til- tölulega einföldum hætti læra undir- stöðuatriðin í að byggja vefi, gera leiki eða búa til símaforrit með gagnvirkum hætti og léttum æfingum. Notendur lesa sér til um lítinn hluta forritunarmálsins í einu, og fá svo að láta reyna á skilninginn með því að nota hann áður en lengra er haldið. Þannig er byggt ofan á þekkinguna stig af stigi. Hjá Code Academy er hægt að læra HTML/ CSS, Python, Ruby og JavaScript. Fyrir byrjendur getur verið sniðugt og gaman að skoða Code Year, þar sem notendum gefst færi á að strengja heit fyrir árið og hægt er að fylgjast með framgangi sínum og tala við aðra sem eru í sömu sporum. Learn Street (Frítt) Líkt og Code Academy býður Learn- street.com upp á gagnvirkt umhverfi og æf- ingar sem líkjast leikjum. Notendur geta val- ið sér misþung viðfangsefni, svo sem að smíða hinn vinsæla Hangman-leik, eða búa til reiknivél. Learn Street kennir Python, Ruby og JavaScript. Þá er hægt að finna vísbendingar þegar hlutirnir flækjast eða fá hjálp í gegnum netspjall eða Twitter. Team Tree House Auk þeirra forritunarmála sem þegar hafa verið nefnd býður Team Tree House upp á námskeið í fleiri forritunarmálum, auk nám- skeiða í gerð forrita fyrir iOS Apple- og Android-símastýrikerfin. Talsvert er lagt upp úr kennslu með aðstoð myndbanda. Team Tree House býður upp á fjölda ókeypis námskeiða, en krafist er greiðslu fyrir sum þeirra. Code School Hjá Code School er hægt að nálgast mörg námskeið í bæði forritun, vefhönnun og snjallsímaforritun. Nemendur borga áskrift- argjald sem er 25$ á mánuði og geta þá tekið eins mikið af námskeiðum og þeir vilja. Þá er hægt að skrá hópa saman, t.d. fjölskyldur eða vinnuhópa og læra þannig í hóp. EINFALT AÐ LÆRA AÐ KÓÐA MEÐ AÐSTOÐ ÝMISSA VEFSÍÐNA Lærðu að elska kóða HEFUR ÞIG ALLTAF DREYMT UM AÐ LÆRA FORRITUN? Í DAG ER ÞAÐ LEIKUR EINN AÐ LÆRA FORRITUN MEÐ AÐSTOÐ FJÖLDA VEFSVÆÐA SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ STÍGA FYRSTU SKREFIN Í FORRITUN. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com *Græjur og tækniVilborg Arna pólfari með meiru hefði ekki getað verið án símasambands á suðurpólnum »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.