Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Hægt er að útbúa súkkulaðiskálar með því að blása í blöðrur, þekja með súkkulaði og kæla »32 E inar Geirsson, matreiðslumeistari á veit- ingastaðnum Rub 23 á Akureyri, og annar eigenda staðarins, ákvað að setja sushi- pítsu á matseðilinn haustið 2008 – fljót- lega eftir að staðurinn var opnaður. „Ég sá svip- aða útfærslu í Ameríku skömmu áður en heimfærði réttinn á okkar vísu, þannig að upp- finningin er algjörlega mín,“ segir hann. Einar segir að rétturinn hafi ekki beinlínis ver- ið vinsæll fyrsta kastið! „Ég þreifaði mig áfram, hægt og rólega. Var aðallega í því að gefa fólki að smakka vegna þess að nánast enginn pantaði rétt- inn; menn voru dálítið smeykir við nafnið; ímynd- uðu sér flatböku með hráum fiski. Mörgum þótti það reyndar fáránlegt að bjóða upp á sushipítsu og mér var eindregið ráðlegt að skipta a.m.k. um nafn á réttinum. Mér fannst það hins vegar flott og var viss um að eftir því yrði tekið.“ Eftir að fólk komst upp á lagið hefur sala á sushipítsu aukist gríðarlega, jafnt og þétt á hverju ári og hún er vinsæl bæði sem forréttur og aðalréttur á Rub 23-stöðunum tveimur, á Akureyri og í Reykjavík. Einar segir þá Krist- ján Þóri Kristjánsson, hinn eiganda staðarins, ekki hafa stefnt að því í upphafi að sushi yrði í því öndvegi á staðnum sem raunin er, en vinsældir margskonar sushirétta aukist sífellt. Sushipítsan á Rub 23 er girnileg og gríðarlega vinsæl, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 2 Eftir að seinna noriblaðið er lagt ofan ágrjónin og þrýst saman er skorið í fernt. 1Hrísgrjón eru fyrst sett á þarablaðið (nori)þannig að blaðið sé alveg hulið. SUSHIPÍTSAN GRÍÐARLEGA VINSÆL Á RUB 23 Sumir voru hálf- smeykir í fyrstu Árni Þór Árnason matreiðslumaður t.v. og Einar Helgi Sigurðsson matreiðslunemi. 7 Pítsan er síðan skorin í átta bita. Sá fjöldihentar vel sem forréttur fyrir einn. 5 Bleikja, kryddjurtamauk, mangó-chilí-sultaog hvítlauksolía hrærð vel saman í skál. 4 Þá er pítsubotninn djúpsteiktur í 1-2 mín-útur, þar til hann er orðinn gullinbrúnn. 3 Því næst er sushiinu dýft ofan í tempuradeig. 8 Að síðustu er chilimajones, sojasósa, vor-laukur og rauð paprika sett ofan á pítsubitana. 6 Nokkuð þykku lagi af bleikjutartarnum erþví næst smurt ofan á ræmuna af pítsunni. ÞEGAR EINAR GEIRSSON BAUÐ FYRST UPP Á SUSHIPÍTSU ÞORÐU FÁIR AÐ PANTA HANA. HÚN HEFUR SÍÐAN RÆKILEGA SLEGIÐ Í GEGN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is SUSHIPÍTSUBOTN 2 noriblöð; nori er pressaður þari, sem fæst orðið í mörgum versl- unum 100 g sushigrjón (soðin) Tempuradeig; fæst líka víða sem duft sem vatni er blandað saman við Setjið grjónin á annað noriblaðið þann- ig að það sé alveg hulið, leggið síðan hitt noriblaðið ofan á grjónin og pressið létt með höndunum, skerið í fjóra hluta, dýfið síðan í tempuradeigið og djúpsteikið. BLEIKJUTARTAR Á SUSHIPÍTSU 100 g bleikja, fínt skorin 1 tsk kryddjurtamauk (steinselja, kóríander, basilíka) 1 tsk mangó-chilí-sulta ½ tsk hvítlauksolía Öllu blandað saman og sett ofan á djúpsteikta sushipítsubotninn. Svo er pítsan toppuð með chilimajo- nesi (hrærið saman majones og chili), sætri sojasósu, vorlauk og rauðri papr- iku. Sushipítsa í forrétt fyrir fjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.