Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Side 16
*Saga Garðars var fljót að sjá spaugilegar hliðar á Frökkum þegar hún heimsótti París í fyrra »18Ferðalög og flakk Það voru él þegar við vöknuðum að morgni á skíðasvæðinu í Mammoth í Kaliforníu. Élin urðu að hríð þegar ofar dró í fjallið og skyggnið minna, einkum við tindinn. Við vorum búin að ákveða að fara upp á tindinn klukkan tíu en það var ekki búið að opna topplyfturnar þegar við mættum í skálann. Meðan við góndum upp í hríðina og reyndum að meta hvort það væri að rofa til eins og spáð hafði verið kváðu við miklir hvellir. Starfs- maðurinn við upplýsingaskiltið sagði okkur að verið væri að sprengja snjóhengjur í fjallsbrúninni sem hlaðist höfðu upp um nóttina. Maðurinn sagði okkur að Mammoth væri sá skíðastaður í Bandaríkjunum sem nyti flestra sólarstunda en snjóaði jafnframt mest. Það var sannarlega nóg af snjó á svæðinu og sérlega gaman, en erfitt, að renna sér í nýföllnu 20 til 30 sentimetra lagi ofan á því gríðarmagni sem fyrir var. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir við landakort sem sýnir skíðasvæðið í Mammoth-fjalli. Ásamt Högna Friðrikssyni á toppi Mammoth-fjalls í 3370 metra hæð. Élin urðu að hríð Slæmt skyggni var við toppinn. PÓSTKORT F RÁ MAMMOT H Bryndís Rún Hafliðadóttir, sem verður tvítug í sumar, varskiptinemi í borginni Rosario í Argentínu frá ágúst 2011til júlí 2012. Hún dásamar bæði land og þjóð og segirsérlega skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að fara norður í land og kynnast gamla samfélaginu, þar sem evrópskra áhrifa gætir ekki enn. Á myndinni er Akureyringurinn Bryndís Rún, til vinstri, ásamt norskri stúlku, Siri, sem var skiptinemi suður þar á sama tíma. Myndin er tekin við Sjö lita fjallið, frægt og fallegt kennileiti í norðurhluta landsins, sem þær skoðuðu í ferð 60 skiptinema. „Við fórum í ferðina í janúar 2012. Staðurinn er stutt frá landa- mærunum yfir til bæði Síle og Bólivíu og þarna fengum við tæki- færi til að komast eins nálægt frumbyggjum Argentínu og mögu- legt er. Evrópsk menning, sem er mjög áberandi í borgunum, hefur ekki náð þangað norður og stemningin því allt önnur. Öll húsin eru úr leir – öll á einni hæð, vegna jarðskjálftahættu, og vegir ekki malbikaðir. Okkur var sagt að þarna væri allt eins og fyrir mörgum áratugum.“ Hópurinn var 15 tíma í rútu frá Rosario til Salta, höfuðborgar svæðisins og þaðan var tveggja tíma ferð að þorpi við fjallið. „Það er ekki búið að túristavæða svæðið og enginn talar ensku. En fjall- ið fræga er mjög fallegt; alls konar rauðir og gulir litir á svæðinu.“ Bryndísi Rún dreymdi um að læra spænsku, vildi til Suður- Ameríku í þeim tilgangi og sér ekki eftir að hafa valið Argentínu. „Ég mæli eindregið með því að fólk fari þangað. Landið er gríðar- lega stórt og eini ókosturinn í raun vegalengdirnar. En þarna er hægt að gera allt; ég fór til dæmis í jöklagöngu, sem ég hafði aldr- ei gert, þarna eru skíðasvæði og þeir eiga sitt jökulsárlón. Lands- lagið minnir satt að segja víða á Ísland. Landið er rétt sunnan við miðbaug og þar er líka sums staðar mjög heitt.“ Bryndís Rún segir að gaman sé að vera Evrópubúi í Argentínu og fólki þar þyki Evrópa hreinlega toppurinn á tilverunni. „Fáir vita eitthvað um Ísland en sumir könnuðust við Björk og börn í skól- anum þekktu öll Latabæ, en vissu reyndar ekkert um að hann væri frá Íslandi. Þessi skóli var eins og 8., 9. og 10. bekkur hér heima, og tveir fyrstu bekkirnir í framhaldsskóla.“ VILDI LÆRA SPÆNSKU OG FÓR TIL S-AMERÍKU Argentína er heillandi ÓALGENGT VAR AÐ HEIMAMENN KÖNNUÐUST VIÐ ÍSLAND. ÖLL BÖRN Í SKÓLANUM ÞEKKTU LATABÆ EN VISSU BARA EKKI AÐ HANN VÆRI ÍSLENSKUR! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bryndís Rún og norski skiptineminn Siri við Sjö lita fjallið í norðurhluta Argentínu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.