Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2013, Blaðsíða 16
*Saga Garðars var fljót að sjá spaugilegar hliðar á Frökkum þegar hún heimsótti París í fyrra »18Ferðalög og flakk Það voru él þegar við vöknuðum að morgni á skíðasvæðinu í Mammoth í Kaliforníu. Élin urðu að hríð þegar ofar dró í fjallið og skyggnið minna, einkum við tindinn. Við vorum búin að ákveða að fara upp á tindinn klukkan tíu en það var ekki búið að opna topplyfturnar þegar við mættum í skálann. Meðan við góndum upp í hríðina og reyndum að meta hvort það væri að rofa til eins og spáð hafði verið kváðu við miklir hvellir. Starfs- maðurinn við upplýsingaskiltið sagði okkur að verið væri að sprengja snjóhengjur í fjallsbrúninni sem hlaðist höfðu upp um nóttina. Maðurinn sagði okkur að Mammoth væri sá skíðastaður í Bandaríkjunum sem nyti flestra sólarstunda en snjóaði jafnframt mest. Það var sannarlega nóg af snjó á svæðinu og sérlega gaman, en erfitt, að renna sér í nýföllnu 20 til 30 sentimetra lagi ofan á því gríðarmagni sem fyrir var. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir við landakort sem sýnir skíðasvæðið í Mammoth-fjalli. Ásamt Högna Friðrikssyni á toppi Mammoth-fjalls í 3370 metra hæð. Élin urðu að hríð Slæmt skyggni var við toppinn. PÓSTKORT F RÁ MAMMOT H Bryndís Rún Hafliðadóttir, sem verður tvítug í sumar, varskiptinemi í borginni Rosario í Argentínu frá ágúst 2011til júlí 2012. Hún dásamar bæði land og þjóð og segirsérlega skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að fara norður í land og kynnast gamla samfélaginu, þar sem evrópskra áhrifa gætir ekki enn. Á myndinni er Akureyringurinn Bryndís Rún, til vinstri, ásamt norskri stúlku, Siri, sem var skiptinemi suður þar á sama tíma. Myndin er tekin við Sjö lita fjallið, frægt og fallegt kennileiti í norðurhluta landsins, sem þær skoðuðu í ferð 60 skiptinema. „Við fórum í ferðina í janúar 2012. Staðurinn er stutt frá landa- mærunum yfir til bæði Síle og Bólivíu og þarna fengum við tæki- færi til að komast eins nálægt frumbyggjum Argentínu og mögu- legt er. Evrópsk menning, sem er mjög áberandi í borgunum, hefur ekki náð þangað norður og stemningin því allt önnur. Öll húsin eru úr leir – öll á einni hæð, vegna jarðskjálftahættu, og vegir ekki malbikaðir. Okkur var sagt að þarna væri allt eins og fyrir mörgum áratugum.“ Hópurinn var 15 tíma í rútu frá Rosario til Salta, höfuðborgar svæðisins og þaðan var tveggja tíma ferð að þorpi við fjallið. „Það er ekki búið að túristavæða svæðið og enginn talar ensku. En fjall- ið fræga er mjög fallegt; alls konar rauðir og gulir litir á svæðinu.“ Bryndísi Rún dreymdi um að læra spænsku, vildi til Suður- Ameríku í þeim tilgangi og sér ekki eftir að hafa valið Argentínu. „Ég mæli eindregið með því að fólk fari þangað. Landið er gríðar- lega stórt og eini ókosturinn í raun vegalengdirnar. En þarna er hægt að gera allt; ég fór til dæmis í jöklagöngu, sem ég hafði aldr- ei gert, þarna eru skíðasvæði og þeir eiga sitt jökulsárlón. Lands- lagið minnir satt að segja víða á Ísland. Landið er rétt sunnan við miðbaug og þar er líka sums staðar mjög heitt.“ Bryndís Rún segir að gaman sé að vera Evrópubúi í Argentínu og fólki þar þyki Evrópa hreinlega toppurinn á tilverunni. „Fáir vita eitthvað um Ísland en sumir könnuðust við Björk og börn í skól- anum þekktu öll Latabæ, en vissu reyndar ekkert um að hann væri frá Íslandi. Þessi skóli var eins og 8., 9. og 10. bekkur hér heima, og tveir fyrstu bekkirnir í framhaldsskóla.“ VILDI LÆRA SPÆNSKU OG FÓR TIL S-AMERÍKU Argentína er heillandi ÓALGENGT VAR AÐ HEIMAMENN KÖNNUÐUST VIÐ ÍSLAND. ÖLL BÖRN Í SKÓLANUM ÞEKKTU LATABÆ EN VISSU BARA EKKI AÐ HANN VÆRI ÍSLENSKUR! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bryndís Rún og norski skiptineminn Siri við Sjö lita fjallið í norðurhluta Argentínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.