Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Ég trúi því að flest-
ir séu sammála um að
kjarnorkuvopn séu
ómannúðleg. Nú vill
vaxandi hreyfing fólks
sem láta banna kjarn-
orkuvopn með lögum
á þeim forsendum.
Á þetta var lögð
áhersla á ráðstefnu
aðildarríkja samnings
um hindrun á út-
breiðslu kjarn-
orkuvopna (NPT) árið 2010. Í nið-
urstöðum hennar kemur fram „að
skelfilegar afleiðingar af notkun
kjarnorkuvopna séu mikið áhyggju-
efni“ og ítrekar „nauðsyn þess að
öll ríki uppfylli gildandi alþjóðalög,
þar með talin lög um mannrétt-
indi“.
Í kjölfar þessa gáfu sextán lönd
undir forystu Noregs og Sviss út
yfirlýsingu í maí 2012 um kjarn-
orkuafvopnun út frá mannúðarsjón-
armiði.
Í mars á þessu ári
var haldin alþjóðleg
ráðstefna um áhrif
kjarnorkuvopna á
mannkynið í Osló.
Fyrir ráðstefnuna,
hinn 2.-3. mars, skipu-
lögðu samtökin Al-
þjóðleg barátta um af-
nám kjarnorkuvopna
(ICAN) borgaralegan
vettvang til að sýna
fram á að sáttmáli um
bann við kjarn-
orkuvopnum sé bæði
mögulegur og brýnn.
Undanfarið er hægt að sjá merki
um breytta afstöðu gagnvart þess-
um vopnum, jafnvel innan kjarn-
orkuríkjanna. Í ræðu sinni í Suður-
Kóreu, hinn 26. mars 2012 sagði
Barack Obama Bandaríkjaforseti:
„Við gerum okkur grein fyrir að
hið gríðarlega kjarnorkuvopnabúr
sem við erfðum eftir kalda stríðið
er illa til þess fallið að bregðast við
ógnum nútímans þar með talið
kjarnorkuhryðjuverkum.“
Enn fremur kemur fram í yf-
irlýsingu sem samþykkt var á leið-
togafundi NATO í maí 2012 að
„þær aðstæður þar sem notkun
kjarnorkuvopna kæmi til greina
eru afar ólíklegar“. Báðar benda
þessar staðhæfingar til þess að
dregið hafi úr mikilvægi kjarn-
orkuvopna fyrir hugmyndina um
þjóðaröryggi.
Rökin fyrir því að búa yfir kjarn-
orkuvopnum sæta einnig gagnrýni
út frá fjölda annarra sjónarmiða.
Það er áætlað að árleg útgjöld
vegna kjarnorkuvopna séu kringum
105 milljarðar Bandaríkjadala.
Þetta sýnir hvílíka byrði þessi vopn
leggja á þau samfélög sem búa yfir
þeim. Ef þessum fjármunum væri
beint inn í heilbrigðis-, velferðar-
og menntakerfi landsins eða í þró-
unarhjálp til annarra landa, yrðu
jákvæð áhrif þess á líf fólks gríð-
arleg.
Í apríl árið 2012 litu nýjar rann-
sóknir á umhverfisáhrifum kjarn-
orkustríðs dagsins ljós í skýrslunni
„Kjarnorkuhungursneyð.“ Skýrsl-
an, sem gefin er út af Alþjóðlegri
hreyfingu lækna gegn kjarn-
orkustríði (IPPNW) og Félagi
lækna fyrir samfélagsábyrgð
(PSR), segir að jafnvel kjarn-
orkuátök í smærri kantinum gætu
valdið svo alvarlegum loftlagsbreyt-
ingum að það myndi valda hung-
ursneyð í löndum víðs fjarri átök-
unum.
Mig að leggja fram þrjár tillögur
sem geta hjálpað til við að móta út-
línur fyrir nýtt sjálfbært samfélag
þar sem allir geta lifað með reisn.
Í fyrsta lagi að gera eyðingu
vopna að lykilþema í markmiðum
um sjálfbæra þróun sem eru til um-
ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Sér
í lagi legg ég til að hernaðarútgjöld
heimsins verði minnkuð um helm-
ing miðað við tölur frá 2010 og að
afnám kjarnorkuvopna og allra
annarra vopna, sem álitin eru
ómannúðleg samkvæmt al-
þjóðalögum, verði innifalið í þeim
markmiðum sem á að ná fyrir 2030.
Í öðru lagi að hefja samninga-
viðræður um kjarnorkuafvopnun
með það að markmiði að ná sam-
komulagi um fyrstu drög fyrir árið
2015. Í þessu skyni þarf alþjóða-
samfélagið að eiga virkar samræð-
ur um hið ómannúðlega eðli kjarn-
orkuvopna.
Í þriðja lagi að haldinn verði leið-
togafundur í þágu heims án kjarn-
orkuvopna. G8 leiðtogafundurinn
árið 2015, þegar 70 ár eru liðin frá
því að kjarnorkusprengjunum var
varpað á Hiroshima og Nagasaki,
væri viðeigandi tækifæri. Slíkur
fundur ætti að óska eftir þátttöku
annarra kjarnorkuríkja, fulltrúa
Sameinuðu þjóðanna, sem og aðila
frá hinum fimm núverandi kjarn-
orkuvopnalausumsvæðum og þeirra
ríkja sem tekið hafa forystu í að
kalla eftir afnámi kjarnorkuvopna.
Í þessu tilliti þykir mér hvatning
í eftirfarandi orðum úr ræðu
Obama Bandaríkjaforseta í Kóreu:
„En ég trúi því að Bandaríkin beri
einstaka ábyrgð á að bregðast við –
reyndar berum við siðferðislega
skyldu til þess. Ég segi þetta sem
forseti einu þjóðarinnar sem
nokkru sinni hefur beitt kjarn-
orkuvopnum. … En öllu fremur
segi ég þetta sem faðir sem vill sjá
ungar dætur sínar vaxa úr grasi í
heimi þar sem öllu því sem þær
þekkja og elska getur ekki verið
gereytt á einu augabragði.“
Þessi orð fela í sér þrá sem ekki
er hægt að horfa framhjá jafnvel
ekki þegar fullt tillit hefur verið
tekið til allra pólitískra þátta. Þetta
er yfirlýsing einnar manneskju sem
rís yfir alla aðgreiningu er varðar
þjóðarhagsmuni eða hugmynda-
fræðilega afstöðu. Slíkur hugs-
unarháttur getur hjálpað okkur að
„leysa“ Gordíonshnútinn sem alltof
lengi hefur bundið saman hug-
myndir um þjóðaröryggi og kjarn-
orkuvopnaeign.
Það eru engir staðir betur til
þess fallnir að gera okkur grein
fyrir mikilvægi lífs á kjarnorkuöld
en Hiroshima og Nagasaki. Þetta
sást þegar fundur G8 ríkjanna fór
fram í Hiroshima árið 2008. Sá leið-
togafundur sem ég kalla eftir
myndi vera í þeim anda og styrkja
skriðþungann í átt til heims án
kjarnorkuvopna. Hann yrði svo
byrjunarreitur að stærra átaki fyrir
alþjóðlega afvopnun fyrir árið 2030.
Ómannúðlegustu vopn allra tíma
Eftir Daisaku Ikeda » Greinin fjallar um
ógnina sem stafar af
kjarnorkuvopnum og
mikilvægi þess að gerð-
ur verði alþjóðlegur
sáttmáli um bann og
eyðingu þeirra fyrir
2015.
Dr. Daisaku Ikeda
Höfundur er forseti SGI og handhafi
friðarverðlauna Sameinuðu þjóðanna.
–– Meira fyrir lesendur
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 8. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Brúðkaupsblaðið
Föstudaginn 12. apríl
kemur út Brúðkaupsblað
Morgunblaðsins
Fatnaður fyrir brúðhjónin,
förðun og hárgreiðsla,
brúðkaupsferðin, veislumatur,
veislusalir og brúðargjafir
verða meðal efnis í blaðinu.
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Gram heimilistækin eru vönduð í gegn
Nilfisk þekkja allir
Fyrsta flokks frá Fönix
Seltjarnarnesbær er
fjölmennasti vinnustað-
urinn á Seltjarnarnesi,
en þar starfa rúmlega
300 manns. Starfsmenn
skiptast á hinar ýmsu
stofnanir en þær eru
m.a. grunnskóli, leik-
skóli, íþróttamiðstöð,
sundlaug, félagsmið-
stöð, félagsþjónusta,
bókasafn, áhaldahús og
bæjarskrifstofur.
Undanfarin tvö ár hefur Capacent
framkvæmt viðhorfskönnun meðal
starfsmanna Seltjarnarnesbæjar til
ýmissa atriða í innra skipulagi,
stjórnun og samskiptum í einstökum
stjórnunareiningum
bæjarins. Tilgangurinn
er að veita fólki ítarleg-
ar upplýsingar um eigin
vinnustað til þess að
bæta og efla starfsem-
ina, samskipti, stjórnun
og vinnuumhverfið í
heild. Þá veitir könnun
sem þessi mikilvægar
upplýsingar um veik-
leika og styrkleika og
dregur fram þau atriði
sem mikilvægt er að
vinna að til að skapa
starfsmönnum hvetj-
andi starfsumhverfi. Könnunin gerir
einnig mögulegan samanburð við
sambærilega vinnustaði.
Starfsmenn voru öflugir þátttak-
endur í vinnu stýrihóps sem yfirfór
og samdi spurningar sem notaðar
voru í umræddri könnun. Þegar
henni lauk var heildarskýrsla kynnt
starfsmönnum. Í framhaldinu voru
stofnaðir umbótahópar sem taka á
málum sem þarfnast frekari athug-
unar og umbóta. Sú vinna er þegar í
gangi.
Seltjarnarnesbær hefur sett sér
það markmið að sviðsstjórar og
skólastjórnendur eigi árlega starfs-
mannasamtöl við starfsfólk sitt. Þessi
samtöl fóru fram sl. haust og þóttu
takast mjög vel. Í starfsmanna-
samtali ræða starfsmaður og yf-
irmaður starfið, samstarf, árangur,
markmið og framtíðarsýn með það að
markmiði að efla starfsmanninn og
starfseininguna.
Þessi mikla áhersla á skilvirka
stjórnun og öfluga þjónustu við íbúa
bæjarfélagsins hefur átt sinn þátt í að
styrkja aðra mikilvæga innviði í bæj-
arfélaginu. Í febrúar var t.d. vel
heppnað íbúaþing um umhverfismál.
Menningarstarfsemi stendur með
miklum blóma og má í því samhengi
nefna safnanótt sem haldin var ný-
lega. Síðast en ekki síst er í bæjar-
félaginu öflug íþróttastarfsemi en
með dyggum stuðningi við barna- og
unglingastarf hjá Seltjarnarnesbæ er
verið að treysta öflugar forvarnir fyr-
ir unga fólkið okkar.
Í þjónustukönnun sem Capacent
framkvæmdi nýlega í bæjarfélaginu
voru 95% íbúa ánægð með búsetu-
skilyrði og þjónustu bæjarfélagsins.
Bærinn fékk einkunnina 4,5 af 5
mögulegum, sem var önnur hæsta
einkunn allra sveitarfélaga í landinu.
Slíkur árangur næst ekki án frá-
bærra starfsmanna.
Gott starfsfólk eykur
ánægju viðskiptavina
Eftir Ásgerði
Halldórsdóttur » Gott starfsfólk eykur
ánægju viðskipta-
vina – 95% íbúa eru
ánægð með búsetuskil-
yrði og þjónustu.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri.