Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 ✝ Hannes Guð-mundsson fæddist 26. júní 1916 á Ísafirði. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 27. mars 2013. Foreldrar hans voru Guðmundur Hallgrímur Lúther Hannesson, bæjar- fógeti á Siglufirði, f. 17.3. 1881, d. 14.9. 1970 og Friðgerður Rannveig Guð- mundsdóttir, húsmóðir á Siglu- firði, f. 19.10. 1887, d. 9.5. 1973. Systkini Hannesar voru Garðar, f. 17.10. 1919, d. 3.3. 1991, Jór- unn Ásta, 1.12. 1921, d. 8.3. 2008, Hallgrímur, f. 1.7. 1923, d. 10.2. 1950. Hannes kvæntist 25.11. 1950 Guðrúnu Kristjánsdóttur, stúd- ent frá MR 1941, f. 5.2. 1922, d. 21.5. 2003. Foreldrar hennar voru Kristján Siggeirsson, for- stjóri í Reykjavík, f. 26.2. 1894, d. 20.5 1975, og Ragnhildur Hjalta- dóttir húsmóðir, f. 30.4. 1899, d. 16.5 1972. Börn þeirra: a) Ragn- hildur, 7.10. 1951, skrif- stofumaður hjá ÍAV. Maki Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræð- ingur. Börn þeirra: Sigrún BA í efnafræði HÍ, f. 1988. d) Guðrún, f. 14.4. 1964, MA í uppeldis- og menntunarfræðum og kennari, maki Guðmundur Þór Þórhalls- son framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru Hannes f. 1994, versl- unarskólanemi og Styrmir, f. 1995, verslunarskólanemi. Hannes ólst upp á Siglufirði. Var gjaldkeri við Útvegsbanka Íslands á Siglufirði 1941-42. Fulltrúi bæjarfógetans á Siglu- firði 1942-1948. Flutti til Reykja- víkur 1948. Var héraðsdóms- lögmaður í Reykjavík 1948-1953. Fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1953, skipaður 1955 í varnar- máladeild utanríkisráðuneytis- ins og varð sendifulltrúi 1. jan. 1981. Hannes var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936, cand. juris frá Háskóla Ís- lands 1941. Formaður Orators, félags lögfræðistúdenta, 1939. Hannes kom að ýmsum atvinnu- rekstri, hélt úti síldarverkun á Siglufirði, var með innflutning á ýmsum tegundum léttvína, var einn af stofnendum Vírnets í Borgarnesi og sat þar í stjórn í mörg ár. Var með umboð fyrir gæðaeftirlit fyrir kaupendur á íslenskum afurðum til útflutn- ings. Þá studdi hann ýmis ný- sköpunarverkefni og vann við að afla einkaleyfa vegna þeirra. Hannes fékk riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu 1.1. 1976. Útför Hannesar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. þjóðfræði, f. 1976, Auður, f. 1983, d. 1983 og Árni, kvik- myndagerð- armaður, f. 1984, maki Birna Björns- dóttir förðunar- fræðingur, f. 1986. b) Gerður, f. 11.5. 1954, BA í dönsku, framhaldsskóla- kennari. Maki: Gunnar O. Skapta- son framkvæmdastjóri. Börn þeirra: Hannes, BS í hótel- fræðum, f. 1977, maki Joy Chang, BS í hótelfræðum, MSc í alþjóðaviðskiptum, f. 1975; Helgi viðskiptafræðingur, f. 1982, maki Kasia fjölmiðlafræðingur, f. 1978, sonur þeirra Henry; Halldór, f. 1990, nemi í HÍ; Hörð- ur, f. 1990, nemi í HÍ. c) Edda, f. 22.1. 1957, sálfræðingur. Maki Einar Snorri Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri. Börn þeirra eru Guðrún Birna, BA í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun, f. 1982, maki Einar Garðarsson, raf- magnstæknifræðingur, f. 1975. Dætur þeirra eru Edda María, dóttir óskírð og fyrir átti Einar Brynju Mjöll. Ragnar viðskipta- fræðingur, f. 1988, maki Linda Benediktsdóttir, nemi í líf- Í dag verður Hannes Guð- mundsson tengdafaðir minn og vinur lagður til hinstu hvílu. Við höfum átt samleið í yfir þrjátíu ár. Á þessum tíma höfum við Edda ásamt börnum okkar átt ótal dýrmætar samverustundir með Hannesi og Núru tengda- móður en hún lést fyrir 10 árum. Á þessari stundu streyma fram minningar um mann sem var al- veg einstakur á svo margan hátt. Núru og dæturnar umvafði hann með alúð og hlýju alla tíð og þeg- ar fjölskyldan stækkaði fengu nýir meðlimir fjölskyldunnar að njóta þess. Hannes naut þess að gera sér glaðan dag og þá með fjölskyldu sinni. Hann til að mynda bauð öllum dætrum sínum, tengdason- um og barnabörnum til útlanda í tilefni af 70 ára afmæli sínu og sama sagan var endurtekin þeg- ar hann var 90 ára. Stórafmælin voru því notuð til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, ekki bara einn dag heldur marga. Hin síðari ár bauð hann dætrunum og tengdasonum til skiptis með sér og ég held að það hafi hann gert til að geta farið nógu oft til útlanda. Hann hafði svo mikla gleði af ferðalögum að þegar ein var búin var byrjað að skipuleggja þá næstu. Á veit- ingastöðum hafði hann gaman af því að panta eitthvað óvenjulegt sem vakti kátínu okkar hinna, enda oft um að ræða framandi rétti sem enginn þorði að panta nema hann. Um leið og sólin tók að skína var Hannes kominn út á svalir til að njóta þess að vera útivið. Á innan við hálftíma var hann orð- inn brúnn og sællegur. Hann þróaði með sér sérstaka samn- ingatækni þegar dæturnar og Núra voru að leiðbeina honum. Hann sagði bara „já er það“. Hann var til í allt, óhræddur við breytingar og tileinkaði sér allt það nýjasta hverju sinni. Þegar Hannes var 18 ára og þurfti að láta vita af sér þar sem honum hafði seinkað heimför úr veiðiferð í Fljótunum voru tveir bæir með sveitasíma. Núna þeg- ar hann var 96 ára tók hann far- símann upp til að hringja hvar og hvenær sem er. Mér er minn- isstætt þegar ég og Edda vorum að skjóta okkur saman og ég kom í heimsókn, þá lét hann okk- ur vita hvenær tími væri kominn til að fara heim með því að fara í frystikistuna og hræra til í henni, en hún var í næsta her- bergi. Þá ræskti hann sig þannig að undir tók. Skilaboðin voru skýr og vinsamleg. Hannes ræddi oft við okkur um uppruna sinn. Sú saga er öll mjög merkileg og lét hann Ragn- ar son okkar taka hana upp. Ómetanlegt framtak. Hann hafði brennandi áhuga á þjóðfélags- málum. Athafnasemi hans var einstök. Sem ungur maður á Siglufirði þar sem hann ólst upp tók hann þátt í síldarævintýrinu með því að vera með eigið síld- arplan. Þá rak hann þar einnig vefnaðarvöruverslun á þessum tíma. Síðar varð hann umsvifa- mikill í innflutningi á léttvínum og var m.a. umboðsmaður fyrir spænska vínframleiðandann Tor- res. Hann var einn af stofnend- um Vírnets í Borgarnesi og sat þar í stjórn í áratugi, og þannig mætti lengi telja. Hans aðalstarf var hjá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var sendifulltrúi á varnarmálaskrifstofu og var í varnarmálanefnd, sennilega lengst allra. Hann er fyrirmynd allra afkomenda sinna. Blessuð sé minning hans. Einar Snorri Sigurjónsson. Við fráfall Hannesar Guð- mundssonar tengdaföður míns leita minningarnar hart að manni enda kynntist ég Hannesi ungur að árum og við áttum langa og ánægjulega vegferð saman. Það fylgdi Hannesi alla tíð að hafa verið uppalinn á Siglufirði, á einhverjum mestu uppgangstím- um nokkurs bæjarfélags á land- inu. Óendanlegur áhugi á at- vinnulífi og rekstrarmöguleikum var nokkuð sem hann smitaði mann með í gegnum tíðina. Þótt hann gegndi mikilvægu embætti í varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins lagði hann gjörva hönd á uppbyggingu ýmiss konar at- vinnureksturs meðfram þeim störfum. Hann átti öflugt tengslanet erlendis og lagði ríka áherslu á að rækta þau sambönd sem best. Þannig eyddi hann drjúgum tíma í ferðalög til útlanda og átti þar marga kunningja og vini, sem þurfti að heimsækja reglulega. Þótt aldurinn færðist yfir og Hannes léti af störfum í utanrík- isþjónustunni minnkaði áhuginn á þessum erlendu tengslum ekk- ert. Þannig varð það í nokkur skipti að Hannes hafði veður af því að ég þyrfti að bregða mér utan starfa minna vegna, að hann stakk upp á því að við yrð- um samferða og hann sinnti sín- um erindum jafnhliða. Þannig fórum við saman nokkrar ferðir t.d. til Frankfurt þar sem ég þurfti að fara á sýningu. Hannes fór náttúrlega með mér á sýn- inguna og vann hug og hjarta allra þeirra sem við hittum og hef ég æ síðan verið spurður frétta af honum, af því fólki sem við hittum. Hannes hafði alla tíð mikinn áhuga á velferð barna sinna og barnabarna og var í nánu sam- bandi við þau öll. Síðustu árin hafði hann mikið yndi af því að dvelja á Bergstaðabakka með okkur Gerði og hafði ómældan áhuga og skoðanir á öllum fram- kvæmdum og uppbyggingu stað- arins. Við þessi leiðarlok er þakklæti og söknuður mér efst í huga, er ég kveð nú minn ágæta tengda- föður og vin. Gunnar O. Skaptason. Hannes tengdapabbi kvaddi þessa tilveru eftir viðburðaríka ævi og vil ég þakka honum sem yngsti tengdasonurinn þá far- sælu samfylgd. Persónuleiki Hannesar hefur án efa mótast af þeim uppvaxt- arskilyrðum sem fylgdu því að vera sonur bæjarfógetans á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Frumkvæði og fjölbreytni til starfa voru einkenni Hannes- ar alla hans lífstíð. Samverustundir okkar voru ófáar og mjög svo ánægjulegar, en ekki er sjálfgefið að svo sé í okkar hlutskipti. Við Hannes átt- um oft líflegar umræður um þjóðfélagsmál og þau málefni sem efst voru á baugi hverju sinni í íslensku efahags- og at- vinnulífi. Ávallt var þó stutt í hin alþjóðlegu viðhorf til dýpkunar á umræðunni, en Hannes var sannkallaður heimsmaður enda starfandi í utanríkisþjónustunni í áratugi. Tilveran er ekki ein- vörðungu alvara og erfið við- fangsefni. Þannig var tengda- pabbi með eindæmum skemmtilegur selskapsmaður, en þá naut heimsmaðurinn sín sem og sveitamaðurinn. Það er ekki sjálfgefið að halda reisn og persónuleika sínum þeg- ar á efri ár er komið. Tengda- pabba þótti það sjálfsögð skylda að taka daginn, eins og sagt er, með því að klæða sig upp, þ.e. jakkaföt og bindi, auk þess að rýna vel fréttaefni þann daginn. Lýsandi fyrir grunngildi og við- horf Hannesar tengdapabba. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Þ. Þórhallsson. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín eru mér helst minnisstæðar þær góðu stundir sem við áttum saman þegar við tókum upp þín helstu æviágrip þar sem þú sast fyrir framan myndavélina og sagðir sögur. Það var mér dýr- mæt reynsla að kynnast því hversu duglegur og mikinn drif- kraft þú hafðir. Þær eru margar góðar sögurnar sem þú sagðir fyrir framan upptökuvélina á meðan ég hlustaði gaumgæfilega og drakk í mig visku þína og reynslu. Sögurnar voru þó oft á tíðum þannig að við réðum ekki við okkur og skelltum upp úr, ég ýtti á pásu og spurði: „Afi, gerð- ist þetta í alvöru“ og að sjálf- sögðu var það þannig. Ekki má gleyma að nefna öll ferðalögin til Berlínar og 90 ára afmælið í Titisee, Svartaskógi. Þetta voru ógleymanleg ferðalög og hótelin flott. Ég man alltaf eftir því þegar við deildum sam- an svítu á Hotel Kempinski í Berlín þar sem ég hafði bað fyrir mig og einhverjum 20 metrum innar í svítunni varst þú með þína aðstöðu, ótrúleg upplifun fyrir ungan peyja frá Reykjavík. Ég er virkilega glaður með að Linda hafi fengið að kynnast þér en hún eins og svo margir aðrir talar sérstaklega um það hvað þú varst alltaf flottur til fara, sagðir skemmtilegar sögur og varst rausnarlegur. Afi minn, nú ert þú kominn til ömmu Núru þar sem þið getið rifjað upp öll hlátursköstin, ferðalögin og góðu stundirnar sem þið áttuð saman með dætr- um ykkar og fjölskyldu. Það er mikill söknuður að þessum vel klædda, góða og örláta afa sem vildi öllum svo vel. Þinn vinur og barnabarn, Ragnar Einarsson. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund, en minningar um þig munum við geyma í hjarta okkar. Þú varst alltaf mikill per- sónuleiki, og það skapast mikið tómarúm nú þegar þinnar kröft- ugu nærveru nýtur ekki lengur við. Þú varst alltaf með svo mikla orku og hafðir alltaf mikið fyrir stafni. Þá gafstu öðrum mikið af þér, því margir nutu góðs af hjálpsemi þinni. Okkur barna- börnunum þótti gaman að koma í heimsókn og gerðum við mikið af því, sérstaklega þegar við bjugg- um á Laugarásveginum. Okkur er minnisstætt hvað þér þótti gaman að fá okkur í heimsókn og hafðir gaman af því að segja sög- ur, sem við fengum að njóta. Þá var það merki um gjafmildi þína hvað þú lagðir mikið upp úr því að eiga alltaf til eitthvert góð- gæti handa okkur. Þú ferðaðist sjálfur mikið, sem kom sér vel þegar við bjuggum erlendis. Þá voruð þið amma alltaf svo dugleg að heimsækja okkur, þannig að þú fylgdist alltaf vel með okkur. Þér var ekkert óviðkomandi og hafðir þú alla tíð áhuga á því sem var að gerast í kringum þig. Þessi áhugi á örugglega mikinn þátt í því að þú hélst fullri reisn allt þar til yfir lauk og varst vel á þig kominn þrátt fyrir háan ald- ur. Við huggum okkur við að þú lifðir löngu og góðu lífi og að amma hefur örugglega tekið vel á móti þér hinum megin. Við er- um þakklát fyrir að þú hafir ver- ið hluti af okkar lífi og kveðjum þig með söknuði. Sigrún Gylfadóttir, Árni Gylfason. Við barnabörnin erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt flott- asta afa í heimi. Hann var alltaf flottur í tauinu, vel með á nót- unum í sambandi við tísku og strauma, í jakkafötum með bindi, með Armani-rakspírann – Ray Ban-sólgleraugun og „Weber- inn“ á svölunum, tók ofan fyrir dömum og svo var hann svo brúnn að það var alltaf eins og hann væri nýkominn frá Kanarí. Ef við vissum ekki hvar afi var þá hringdum við bara í hann í gemsann. Hann var stór hluti af okkar lífi og við höfum aldeilis upplifað ýmis ævintýri með honum bæði hér heima og erlendis í gegnum árin sem við munum aldrei gleyma. Hann hefur alltaf verið mikill höfðingi og ofboðslega gjafmildur og það sem maður hefur fengið frá honum í gegnum árin hefur sko ekki verið neitt slor. Nei, hann afi minn keypti sko ekki neitt drasl. Alveg sama hvort það var fatnaður eða hlut- ir, það var alltaf vandað og fín og góð sort. Alltaf var nóg af öllu í veislum sem hann hélt og keypti hann oft einu til tveimur kílóum meira af kjöti en við þurftum og sagði svo „heldurðu að þetta sé nóg?“. Hann var sko mikill grill- maður og þau voru ófá grillp- artíin sem voru haldin. Ég man spenninginn þegar hann og amma voru að koma frá útlöndum og maður beið í tröpp- unum á Laugarásveginum eftir þeim. Svo komu þau og það var farið með þrjár, fjórar ferðatösk- ur niður og þær opnaðar og allir röðuðu sér upp í röð og fengu föt eða eitthvert dót. Allir fengu eitthvað. Svo þegar maður gisti um helgar var farið með mann út í sjoppu og keypt kók og súkku- laði með sjónvarpinu. Hann hugsaði sko vel um mann. Fyrir nokkrum árum keypti afi BMW-sportbíl. Þriggja dyra, á álfelgum og með topplúgu. Rosalega flottur bíll. Þá bjó ég erlendis og gisti á Laugarásveg- inum þegar ég var á landinu og fékk stundum bílinn lánaðan. Svo var ég að rúnta um bæinn og þá sögðu vinir mínir: „Hannes, varstu að kaupa þér bíl?“. Þá sagði ég, „nei, afi minn á hann“. Það trúði því náttúrlega enginn og þeir héldu að ég væri að gant- ast í þeim, jú nema þeir sem þekktu afa. Þeir trúðu því. Afi var þá um nírætt. Það eru ekki margir sem hafa verið í þessum sporum, ég er viss um það. Já, hann afi minn var mikill töffari. Hann var mikill lífskúnstner, hörkuduglegur og kunni að lifa lífinu og var alltaf að spá og spekúlera í ýmsum hlutum og alltaf var það mikilvægt hjá hon- um að það gagnaðist hans nán- ustu og að hans fólk fengi að njóta. Hann er mér mikil fyrirmynd og ég hef alltaf verið stoltur af honum. Og ég er þakklátur fyrir þau dýrmætu 36 ár sem ég hef fengið að njóta með honum. Takk fyrir mig, elsku afi! Við söknum þín, Hannes og Joy. Hann afi var alveg einstakur afi. Þegar við bræðurnir litum við á Laugarásveginum var afi alltaf að gera eitthvað, hvort sem hann var að skipuleggja utan- landsferðir, fara í bankann eða eitthvað annað. Hann naut þess að vera á ferðinni, að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Afi var líka mikill heimsmaður, hann naut sín í útlöndum og fannst ekkert eins skemmtilegt og að ferðast. Oft bauð hann okkur til útlanda, á stórafmælum eða einfaldlega þegar hann var í skapi til þess. Í þessum ferðum var alltaf mjög gaman að vera með honum enda alltaf eitthvað að gerast í kring- um hann. Voru þær ófáar og skrautlegar sögurnar sem hann sagði okkur. Þetta lýsir afa mjög vel, hvað hann var örlátur og góður afi. Ekki nóg með það að afi hafi reynst okkur vel heldur hefur hann einnig verið okkur bræðrunum mjög góð fyrirmynd. Við bræðurnir erum honum mjög þakklátir fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum um hann. Takk fyrir allt, elsku afi. Þínir Hannes og Styrmir Guðmundssynir. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar mér verður hugsað til afa Hannesar. Það er mikil gæfa að kynnast afa sínum svona vel. Mér eru sér- staklega minnisstæð öll ferðalög- in, innanlands og utan, sem ég fór í með honum og ömmu Núru ásamt mömmu og pabba þegar ég var lítil stelpa. Afi og amma fóru oft um páskana til Timm- endorfer Strand í Þýskalandi og ég man eftir að hafa nokkrum sinnum komið með þeim ásamt mömmu og pabba. Það voru dásamlegar ferðir uppfullar af skemmtilegum minningum. Í einni slíkri ferð, þar sem var farið á mjög fínan veitingastað, var ekkert á mat- seðlinum sem var nægilega spennandi fyrir litla dömu, en mig langaði í hamborgara. Þjónninn sagði að það væri hægt að bjarga því. Næst birtist hann með handsnúna hakkavél og nautavöðva og spyr hvort litlu dömunni lítist nógu vel á! Allir skemmtu sér vel yfir þessari óvæntu uppákomu, ekki síst afi. Þetta var án vafa flottasti ham- borgari sem ég hef fengið á ævi minni. Þetta lýsir svo vel þínum stíl, afi minn. Ég held líka að allir sem kynntust afa hafi tekið eftir hversu flottur til fara hann var og svo var hatturinn á sínum stað og honum lyft þegar heilsa þurfti. Hann hafði yndi af því að taka sig vel út og var oft djarfur í litavali. Ekki margir 96 ára afar þar sem uppáhaldsskyrtan er bleik! Hann og amma voru ótrú- lega fundvís á það sem var nýj- ast þegar verið var að kaupa á okkur barnabörnin. Minningarnar frá Laugarás- veginum eru margar og ánægju- legar. Ég var svo lánsöm að fá að búa þar, niðri í litlu íbúðinni í hér um bil tvö ár. Þar af bjuggum við Einar, maðurinn minn, saman í eitt ár. Einnig bjuggum við með afa eftir að við fluttum heim frá Danmörku og gekk sú sambúð vel enda afi ljúfur og þægilegur í alla staði. Afa Hannesi og Einari varð vel til vina og áttum við margar skemmtilegar stundir saman og þá sérstaklega við að hlusta á afa segja frá ýmsum at- burðum í lífi sínu. Við fengum líka að kynnast því að afa var al- veg sama hvort það var mánu- dagur eða föstudagur þegar kom að því að hafa rauðvín með matn- um. Allir dagar voru sannarlega tilefni til að njóta. Það er okkur ógleymanlegt að hafa fengið tækifæri til að eiga svo margar góðar samveru- stundir með þér, afi minn. Einn- ig áttu dætur okkar góðar stund- ir með langafa sínum sem eru okkur öllum nú svo dýrmætar. Sögurnar sem þú hafðir frá að segja voru hver annarri skemmtilegri. Þú mundir hvert smáatriði svo vel og sagðir svo skemmtilega frá. Sögurnar af því þegar þú fórst á Lómagnúp og varst veðurtepptur vegna mikilla vatnavaxta á söndunum á Suður- landi. Einnig þegar þú fórst á hesti niður í Héðinsfjörð, hálf- villtur og komst niður úr Beinas- kál þar sem bóndinn á bænum fullyrti að þar hefði enginn mað- ur komið lifandi áður. Þessar sögur ásamt mörgum fleirum munu lifa áfram með minningu þinni. Elsku afi Hannes, söknuður- inn er mikill, takk fyrir allt. Guð blessi þig. Þín Guðrún Birna og Einar. Afi Hannes. Við bræður erum sammála um það að við hefðum ekki getað óskað okkur betri afa en afa Hannesar. Hann var einstaklega Hannes Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.