Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Guðbjörg LiljaGuðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 30. sept-
ember 1927. Hún
andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu
Mörk hinn 14.
mars 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Guðmundur Jó-
hannsson vélstjóri,
f. 24.7. 1905 á Eyrarbakka, d.
12.6. 1973, og Bríet Ólafsdóttir,
f. 11.12. 1906 á Álftanesi, d.
4.5. 1988.
Foreldrar Guðmundar voru
Jóhann Gíslason, f. 25.7. 1862,
d. 29.1. 1946, og Ingibjörg
Rögnvaldsdóttir, f. 21.9. 1865,
d. 22.5. 1946.
Foreldrar Bríetar voru Ólaf-
ur Þorvarðarson, f. 8.1. 1873,
d. 8.1. 1918, og Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 27.7. 1874, d.
17.7. 1960.
Systkini Guðbjargar Lilju
voru: Ólafur Byron, f. 6.8.
1925, d. 5.2. 1984; Jóhann Ingi,
f. 3.2. 1929, d. 30.6. 1995; Mar-
grét Erla, f. 7.7. 1932; Sig-
mundur Birgir, f. 24.1. 1939, d.
8.1. 2000; Guðrún Hanna, f.
13.12. 1945.
Guðbjörg Lilja giftist hinn
23.6. 1945 Kristjáni Páli Sigfús-
framhaldsskólakennari, sonur
þeirra er Kristján Jesús, f.
22.10. 1993, nemi.
Guðbjörg Lilja var fædd og
uppalin í Reykjavík og bjó þar
allt sitt líf. Hún lauk hefðbund-
inni skólagöngu og vann sem
ung stúlka í Steindórsprenti.
Guðbjörg og Kristján stofn-
uðu heimili á Karlagötu 18, í
sama húsi og foreldrar Krist-
jáns, þar eignuðust þau bæði
börnin sín. Guðbjörg fór
snemma að vinna við hlið Krist-
jáns, fyrst í verslun Silla og
Valda á Háteigsvegi, þar sem
Kristján var verslunarstjóri.
Árið 1957 stofnuðu þau eigið
fyrirtæki, Verslunina Herjólf, á
Grenimel 12, sem þau ráku um
árabil. Þau hjónin áttu þátt í
byggingu verslunarhúss í Skip-
holti 70 í Reykjavík þar sem
þau opnuðu Verslunina Herjólf
í nýju og glæsilegu húsnæði og
ráku þar lengi myndarlega
matvöruverslun.
Guðbjörg hafði alla tíð mikið
yndi af söng og tónlist og söng
í mörg ár með Samkór Reykja-
víkur undir stjórn Róberts
Abrahams Ottóssonar. Hún var
virkur félagi í Sam-Frímúrara-
reglunni í rúm 50 ár og var
gerð að heiðursfélaga regl-
unnar. Guðbjörg hafði mikinn
áhuga á ættfræði og fylgdist
vel með þjóðmálum. Guðbjörg
var sannur Reykvíkingur og
hafði áhuga á borgarmálum.
Guðbjörg Lilja verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 5. apríl 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
syni kaupmanni, f.
4.3. 1921 í Kolakoti
við Ísafjarðardjúp,
d. 14.3. 2008. For-
eldrar Kristjáns
voru hjónin Sigfús
Guðfinnsson, f. 9.8.
1895 í Hvítanesi í
Skötuf., d. 6.2.
1980, og María
Anna Kristjáns-
dóttir frá Hlíðar-
húsum í Snæ-
fjallahr., f. 8.10. 1896, d. 9.12.
1981.
Guðbjörg Lilja og Kristján
Páll eignuðust tvö börn: 1)
Bragi Guðmundur, f. 22.12.
1944, maki Erna Eiríksdóttir, f.
31.3. 1947. Þeirra börn eru: a)
Áshildur, f. 12.2. 1966, maki
Björgvin Snæbjörnsson, dætur
þeirra eru Unnur Jóna, Erna
Björk, Tinna Sól og Birna
Mjöll. b) Kristján Páll, f. 19.8.
1969, maki Margrét Leósdóttir,
dætur þeirra eru Elín og María
Ósk. c) Styrmir Þór, f. 22.9.
1970, dætur hans eru Steinunn
Margrét og Erna María. d)
Guðbjörg Lilja, f. 1.2. 1979,
sambýlismaður Stig Orry
Bendtzen. 2) María Anna, f.
25.12. 1948, starfsm. í gesta-
móttöku Reykjavík Natura,
maki Jesús S.H. Potenciano, f.
1.1. 1948 í Toledó á Spáni,
Í dag verður elskuleg móðir
mín lögð til hinstu hvílu, eftir
nokkurra mánaða baráttu við
óviðráðanlegan sjúkdóm sem tók
frá henni alla möguleika á að
vera sjálfstæð. Þegar hugurinn
var allt sem hún átti eftir reyndi
hún að taka þátt og vera með.
Nú ert þú komin á betri stað. Ég
er nær viss um að pabbi kom og
sagði: Jæja Dúddý mín, nú kem-
ur þú með mér. Hún kvaddi okk-
ur sama dag og pabbi gerði fimm
árum áður, enda mjög samrýnd
hjón til nær 65 ára.
Mamma var mjög ung þegar
hún kynntist pabba. Þau voru
mjög samstiga hjón í öllu sem
þau gerðu. Hún stóð alla tíð við
hlið pabba í versluninni, hvort
sem var hjá Silla og Valda á Há-
teigsvegi, Herjólfi á Grenimel
eða Herjólfi í Skipholti, þar stóð
hún sína vakt, enda hörkudugleg
kona.
Mamma var mikil smekk-
manneskja, á sjálfa sig og um-
hverfi, það sýndi hún á heimili
sínu og því sem hún tók sér fyrir
hendur. Ég hef sérlega gaman af
að minnast göngutúranna um
helgar niður Laugaveginn, þá
var ég svo fín, oft með stráhatt
og strátösku, það var engin fínni
en ég, enda voru þau sjálf áber-
andi flott hjón, sem ég var mjög
stolt af. Foreldrar sem báru
gæfu til að halda sinni flottu
reisn til síðasta dags.
Mamma hafði alltaf gaman af
að ferðast, hvort sem var um
landið eða erlendis, t.d. var
Torremolinos á Spáni þeirra
annað heimili, þar dvöldu þau
langdvölum í mörg ár, og eigum
við fjölskyldan mjög góðar minn-
ingar frá þeim tíma með þeim.
Mamma var með eindæmum
fróðleiksfús manneskja og vildi
vita sem mest um land og þjóð
og var óhrædd að tala á spænsku
sem hún gerði ágætlega. Enn-
fremur höfðu mamma og pabbi
yndi af fallega sumarbústaðnum
sínum í Skorradal, Litlabæ. Þar
áttu þau góða daga yfir sumar-
tímann, einnig áttum við og sér-
staklega sonur okkar góðar
stundir með ömmu sinni og afa.
Mamma var mjög sterkur
persónuleiki og hafði sérstaka
frásagnarhæfileika. Frásagnir
hennar um Reykjavík, þegar
hún var að alast upp, voru
skemmtilegar, hún hafði frá svo
mörgu að segja. Tekinn var upp
þáttur í RÚV með frásögnum
hennar um Reykjavík.
Það verður seint þakkað hvað
mamma hugsaði vel um pabba
þegar alzheimersjúkdómurinn
yfirtók hann, hún var ósérhlífin í
hans garð, hann var alltaf í fyrsta
sæti. Mamma var staðráðin í að
halda lífinu áfram þrátt fyrir
veikindi pabba og henni verður
ekki nægilega þakkað.
Elskuleg móðir mín
af braut hún horfin er
úr viðjum sjúkdóms laus hún er
og lífsins langa veg.
Við gengum saman
hönd í hönd móðir mín og ég
hún leiddi mig á lífsins braut
svo ekkert illt ég hlaut.
Er mál og kraftur á þrotum var
í augu mín hún leit,
svo undurblítt hún lyfti hendi’
og vanga minn hún strauk.
Ég kveð þig núna, mamma mín,
styrk hönd þín mun mig ei lengur
leiða.
Með auðmýkt og þökk ég geng með
þér
Þína síðustu leið á jörðu hér.
(M.A. Kristjánsdóttir)
Að lokum vil ég þakka þá al-
úðlegu aðhlynningu sem mamma
fékk frá starfsfólki Hjúkrunar-
heimilisins Markar við Suður-
landsbraut á þessum síðustu og
erfiðu dögum. Farðu í friði
mamma mín og Guð veri með
þér.
Þín dóttir,
María Anna.
Í dag kveð ég Guðbjörgu Lilju
Guðmundsdóttur, elskulega
tengdamóður mína í nær 40 ár,
með þakklæti fyrir allt það sem
hún hefur verið mér frá því að
við kynntumst á Spáni og virð-
ingu fyrir lífsviðhorfum hennar
og manngerð. Dúddý, eins og
hún var ætíð kölluð, var glaðlynd
og jákvæð og henni leið best um-
kringd fjölskyldu og vinum. Hún
fylgdist vel með okkur öllum og
var afar stolt af sínum afkom-
endum. Kristján Pál, eiginmann
sinn, missti hún eftir langvarandi
sjúkdóm 14. mars 2008. Það var
eftirminnileg lífsreynsla að fylgj-
ast þá með Dúddý tengdamóður
minni við umönnum á eiginmanni
sínum. Hún gerði allt sem í henn-
ar valdi stóð til þess að láta hon-
um líða sem best.
Dúddý hafði alla tíð gaman af
að ferðast, hvort heldur sem var
innan- eða utanlands. Hún elsk-
aði að fara til Spánar. Árleg dvöl
þeirra í Malaga var kær og áhugi
á fólki, landinu og aðstæðum í
samtímanum eftirminnilegur,
hún hafði frá mörgu að segja og
frásagnarhæfileikar hennar góð-
ir. Fáir staðir á jarðríki voru
henni þó eins nærri hjartanu og
sumarbústaður þeirra í Skorra-
dalnum, þar áttum við oft góð
samtöl umkringd náttúru og
kyrrð. Þar gátum við opnað okk-
ur og rætt og fært rök fyrir öllu á
milli himins og jarðar. Dúddý var
viðsýn og hreinskiptin og hafði
einstak lag á að tjá skoðanir sín-
ar með jákvæðum og yfirveguð-
um hætti. Ofarlega í lífsviðhorf-
um hennar var leitin að fegurð
sem hún tjáði best með snyrti-
mennsku og klæðaburði. Alla tíð
vildi hún vera vel til fara og í fal-
legum fötum í þeim tilgangi að
miðla fegurðinni og bæta sam-
félag mannanna, enda stórglæsi-
leg kona sem bjó yfir djúpri
þekkingu og mikilli reisn.
Á Kleppsveginum áttum við
fjölskyldan margar gleðistundir í
rúm fjörutíu ár, jólahátíðir og af-
mælisveislur eru dýrmætur
minningasjóður, nú þegar bæði
Dúddý og Kristján eru farin.
Þau voru hjón sem oftast voru
nefnd í sömu andrá, Diddi og
Dúddý. Milli þeirra ríkti mikill
kærleikur, vinátta, virðing og
traust. Þau voru samstiga og af-
ar samhuga í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur, unnu alla tíð
saman, áttu sameiginleg áhuga-
mál, þau voru einfaldlega alltaf
saman. Þau tilheyrðu þeim hópi
manna sem aldurinn virðist ekki
hafa áhrif á, ætíð ungleg og full
af lífskrafti. Þau voru aldrei and-
lega gömul. Dúddý og Kristján
voru okkur góð fyrirmynd sem
skilja eftir sig yndislegar minn-
ingar.
Nú er þrautagöngu Dúddýjar
lokið. Mér er sérstaklega minn-
isstæð viðleitni hennar í garð
lands og þjóðar á síðustu metr-
unum og einlæg trú um að allt
myndi fara vel. Það er ljúfsárt að
kveðja hana, en nú er hún laus úr
viðjum veikindanna.
Mér er ljúft að hugsa til þess
að tengdaforeldrar mínir séu
saman á ný. Kristján mun hafa
tekið á móti þér með bjarta bros-
ið, haldið í hendur þér og farið
með þér á hinn besta stað, þar
Guðbjörg Lilja
Guðmundsdóttir
✝ Gísli HólmÓskarsson
fæddist 18. maí
1932 í Tuma-
brekku í Óslands-
hlíð. Gísli lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðár-
króki mánudaginn
25. mars 2013.
Foreldrar hans
voru Ásta Pálína
Hartmannsdóttir,
f. 10. ágúst 1911 á Sviðningi í
Kolbeinsdal, d. 25. ágúst 1981,
og Óskar Stefán Gíslason, f. 24.
janúar 1907 í Tumabrekku í
Óslandshlíð, d. 27. maí 2001.
Gísli ólst upp í Tumabrekku
og síðar á Þúfum í Óslandshlíð.
Hann stundaði hefðbundin
landbúnaðarstörf á heimili for-
eldra sinna og gekk í barna-
skóla sem þá var starfræktur í
Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð.
Hinn 29. desember 1969
kvæntist Gísli Erlu Eyland
Steingrímsdóttur, f. 27. janúar
1933 á Selá á Skaga. Foreldrar
hennar voru Steingrímur Jó-
hannesson, bóndi á Selá, f. 4.
október 1898 í Vík í Staðar-
Maríu Andrésardóttur, f. 28.
desember 1968. Þau skildu.
Sonur þeirra er Matthías, f. 28.
október 1999.
Gísli og Erla byrjuðu búskap
sinn í Þúfum en bjuggu einnig
um þriggja ára skeið á Innsta-
landi á Reykjaströnd. Árið
1968 fluttu þau til Sauðárkróks
og bjuggu þar til ársins 1985.
Gísli starfaði lengst af við
akstur og vélavinnu. Vann
hann meðal annars sem mjólk-
urbílstjóri og síðar við jarð-
vinnustörf hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar. Árið
1964 hóf Gísli störf hjá Vega-
gerð ríkisins og gegndi störf-
um þar til ársins 1985, þar til
þau hjónin fluttust búferlum til
Keflavíkur og Gísli hóf störf
hjá Íslenskum aðalverktökum.
Gísli starfaði hjá ÍAV til ársins
2001 en þá lét hann af störfum
sökum aldurs og fluttu hjónin
þá aftur í Skagafjörð.
Gísli var mikill áhugamaður
um hestamennsku og ferðaðist
einnig mikið innanlands með
konu sinni og félögum í Félagi
húsbílaeigenda. Þá voru þau
hjónin virk í félögum á vett-
vangi eldri dansa og höfðu
mikla ánægju af dansi og sam-
veru í góðra vina hópi.
Útför Gísla fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 5.
apríl 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
hreppi, d. 21. júní
1971, og Kristrún
Skúladóttir, f. 19.
júlí 1902 á Ytra-
Mallandi á Skaga,
d. 5. ágúst 1979.
Synir Gísla og Erlu
eru: 1) Óskar Stef-
án, f. 26. apríl
1959, maki: Adela
Y. Magno, f. 25.
nóvember 1963. 2)
Gísli Guðberg, f. 3.
janúar 1961, maki: María Þóra
Sigurðardóttir, f. 29. október
1963. Dætur þeirra eru: a. Erla
Jóna, f. 14. nóvember 1982,
sambýlismaður hennar er
Sveinn Oddur Sigurðsson, f. 21.
febrúar 1978. Börn þeirra eru:
María Björg, f. 25. september
2006, og Gísli Gunnar, f. 19.
febrúar 2012. Fyrir átti Sveinn
dótturina Carmen Rut, f. 18.
október 2000. b. Þorgerður, f.
20. janúar 1987, sambýlis-
maður hennar er Engilbert
Arnarson, f. 3. september 1981.
Eiga þau dótturina Örnu Mjöll,
f. 1. nóvember 2010. 3) Ást-
valdur Rúnar Hólm, f. 12. des-
ember 1962. Giftur Katrínu
Laugardaginn 23. mars kom-
um við norður og heimsóttum
þig. Þú varst svo ánægður að sjá
okkur og talaðir mikið við okkur.
Á mánudaginn komum við svo að
kveðja þig þar sem við vorum að
fara suður á ný. Við sáum að þér
hafði hrakað mikið, þú hélst fast í
höndina mína eins og þú værir að
kveðja mig í hinsta sinn eins og
raunin var því við vorum nýkom-
in suður þegar þú varst búinn að
kveðja þennan heim.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann, t.d. þegar ég
ætlaði að vera góð tengdadóttir
og bauðst til að vera bílstjóri fyrir
þig þegar þú fórst að skoða hross,
það gerði ég bara einu sinni því
að ég hafði ekki þolinmæði að
bíða eftir þér. Þú tókst þinn tíma
og það tók marga klukkutíma.
Svo var það þegar við Gilli kom-
um til ykkar með Erlu Jónu tæp-
lega tveggja ára og fórum að
vinna og vorum búin að fá pössun
sem við svo misstum óvænt, þá
reddaðir þú okkur og tókst hana
bara með þér í vinnuna, þú varst
með hana í vörubílnum hjá þér í
þrjár vikur. Svo fluttust þið suð-
ur og við höfðum ykkur nær okk-
ur, það var góður tími og gott fyr-
ir stelpurnar að hafa ömmu og
afa að fara til. En svo vilduð þið
flytjast aftur norður á ykkar
æskuslóðir og það var góður dag-
ur sem við áttum með ykkur á
áttræðisafmælinu þínu í fyrra.
Kæri Gísli, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig og mína fjölskyldu, við skul-
um gæta hennar Erlu þinnar vel.
Með miklum söknuði kveð ég þig,
elsku Gísli Hólm.
Elsku Erla, Stebbi, Gísli og
Rúnar, missir ykkar er mikill,
samúðarkveðjur
María Þóra.
Horfinn er og farinn yfir móð-
una miklu góður félagi og vinur
Gísli Óskarsson, (Gísli frá Þúf-
um). Það er margs að minnast
eftir sjötíu ára kynni. Hann var
einstaklega ljúfur persónuleiki.
Hlýlegt viðmót og smitandi hlát-
ur olli því að öllum leið vel í návist
hans.
Boðskapur í ljóði Sigurbjörns
Stefánssonar á vel við varðandi
samskipti okkar vinanna á langri
ævi.
Ég geymi í mínu minjaskríni,
hve margoft hlóstu á léttum nótum,
og mér finnst eins og andinn hlýni,
ylur streymi að hjartarótum.
Gísli var innfæddur Skagfirð-
ingur og hafði til að bera þá eig-
inleika sem Skagfirðingar eru
hreyknastir af. Hann var lífsglað-
ur, hafði yndi af söng og naut sín
vel í hópi syngjandi hestamanna í
Laufskálarétt við hrossasmölun á
haustin. Hann hafði yndi af hest-
um eins og aðrir Skagfirðingar.
Hann var mikið hraustmenni
en flíkaði ekki mikið kröftum sín-
um. Fyrir allmörgum árum vann
hann ótrúlegt björgunarafrek
þar sem hann bjargaði ferða-
félögum sínu við erfiðar aðstæð-
ur. Þeir voru á ferð að vetrarlagi
á fjallvegi og slæmri færð, bif-
reiðin fór margar veltur og stöðv-
aðist á árbakka þar sem einn far-
þeginn lenti í ánni en hinir urðu
undir bílnum og sátu þar fastir.
Gísli braust undan flakinu og
bjargaði þeim sem lenti í ánni og
lyfti síðan bílnum og dró félaga
sína undan honum. Ég óskaði eft-
ir að fá viðtal og birta þessa frá-
sögn í riti en honum þótti það
vera mesti óþarfi að auglýsa
þetta.
Hann starfaði alllengi við akst-
ur bifreiða og þungavinnuvéla og
þar á meðal veghefla. Einn vinnu-
félagi hans sagði mér sögur af
einstakri hæfni hans við snjó-
mokstur á fjallvegum. Það kom
oft fyrir að vegir utan í fjallshlíð-
um voru ekki sýnilegir og jafnvel
þurfti að fjarlægja nokkurra
metra snjólag til að vegurinn
kæmi í ljós. Oft þurfti að glíma
við skafbyl og dimmviðri en ein-
hvern veginn tókst honum og
öðrum starfsbræðrum hans að
ljúka við verkefnin slysalaust.
Eina sögu heyrði ég af þreki hans
og dugnaði þegar hann annaðist
akstur á mjólk úr austursveitum
Skagafjarðar til Sauðárkróks.
Slátrun á sauðfé stóð yfir nokkr-
ar vikur á hverju hausti, það þótti
eðlilegt að mjólkurflutningabíl-
arnir væru notaðir til að flytja féð
úr sveitunum á sláturstað, ekki
var talin ástæða til annars en
sami bílstjórinn sæi um þessa
flutninga á mjólkinni og kindun-
um. Gísla þótti ágætt að fá
tveggja tíma svefn daglega á
hverri viku. Það væri hægt að
segja margar sögur af þessum
þjóðsagnavini mínum, ég vil
kveðja hann með ljóði Kristjáns
Runólfssonar.
Ljúfum ferli lokið er,
lífsins bók er skráð,
upp þú skerð af akri hér,
eins og til var sáð.
Til ljóssins heima lífið snýr,
langt með dagsverk þitt,
Drottinn sem þér bústað býr,
barnið þekkir sitt.
Í margra huga er minning skær,
og mynd í hjarta geymd.
Stöðugt okkur stendur nær,
stund sem ekki er gleymd.
Nú komið er að kveðjustund,
klökkvi hjartað sker,
genginn ertu Guðs á fund,
sem góður líknar þér.
(Kristján Runólfsson.)
Við Halldóra sendum Erlu,
ættingjum og vinum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Ari Sigurðsson.
Gísli Hólm
Óskarsson
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar ÞORVARÐAR
ÖRNÓLFSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur og svili,
SVANUR KARLSSON,
Bergþórugötu 16a,
Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund laugardaginn 30. mars.
Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.00.
Sesselja M. Karlsdóttir, Jóhanna P. Karlsdóttir,
Rósa Pálsdóttir,
Álfhildur Pálsdóttir, Bárður G. Halldórsson.