Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Eiður Mar og félagar unnu hraðsveitakeppni BK Fjórða og síðasta kvöldið í hrað- sveitakepni Bridsfélags Kópavogs var spilað fimmtudaginn 21. mars. Hvorki gekk né rak hjá Eiði Mar og hans sveitungum þetta kvöld og fengu þeir lægsta skorið af sveitun- um ellefu en það dugði þó til sigurs því Guðlaug Bessason og félaga vantaði 13 stig til að ná efsta sætinu. Lokastaða efstu sveita varð þessi. Eiður Mar Júlíusson 23332. Guðlaugur Bessason 23213. Björn Halldórsson 22444. Þorsteinn Berg 21975. Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 22. mars 2013 var spilað á 14 borðum hjá FEBH (Félag eldri borgara í Hafnarfirði) með eft- irfarandi úrslitum í N/S: Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 374 Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 357 Örn Ísebarn – Örn Ingólfsson 352 Friðrik Hermanns. – Guðlaugur Ellerts. 331 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 320 A/V: Helgi Sigurðss. – Þorvaldur Þorgrímss. 378 Ólöf Hansen – Alma Jónsdóttir 370 Ásgr.Aðalsteinss. – Steinmóður Einars. 358 Bergljót Gunnarsd. – Jón Hákon Jónss. 345 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 342 Lögfræðistofan með örugga forystu hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Að loknum 5 kvöldum af 6, þá hef- ur sveit Lögfræðistofu Reykjavíkur forystu. 50 stig eru í pottinum næsta þriðjudag. Allt getur gerst. Staðan: Lögfræðistofa Íslands 206 Málning 186 Garðsapótek 174 Karl Sigurhjartarson 173 Grant Thornton 167 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Í greininni lýsir Helgi ágætlega við- horfum þeirra sem hlynntir eru vísi- tölubindingu lána. Ég er ósammála hon- um um margt. Helgi segir „að eðlilegt sé að borga vexti svipað og að borga fyrir leigu á hverjum öðrum hlut“. Hann segir ekki hvað hon- um finnst sanngjörn leiga fyrir peningana en það er lykilatriði. Ef við hugsum okkur að vísitalan telji þetta „sama“ rétt, þá þýða 4,7% vextir á 40 ára jafnborgunarláni að aðili sem fær lán fyrir 80% af verði íbúðar, verður að borga þessi 80% til baka „það sama“ og að auki nærri eina íbúð í vexti. 55% lækkun á höfuðstól á nýju láni myndi þrátt fyrir niðurfærsl- una, skila allri lánsupphæðinni vísitölutryggðri til baka. Væru vextir vísitölulána 0,50-0,75% gæti stærsti hluti lántakenda, sem í dag eru í vandræðum, staðið í skilum. Helgi spyr hvort þeim sem eru á móti vísitölunni finnist ekki sanngjarnt að þeir sem fái lán borgi sömu verðmæti til baka. Ef um væri að ræða sykurpoka væri svarið mitt einfaldlega já. En þetta með að borga fleiri krónur en menn fá lánaðar er flóknara. Einu sinni voru peningar ávísun á gull. Það hafa komið upp hug- myndir um að við ættum að taka aftur upp peninga með föstum grunni. Það mætti þannig hugsa sér peninga sem við gætum kallað hráefnadali. Hver hráefnadalur væri ávísun á markaðsvirði hrá- efnapakka með gulli, járni, áli, hveiti, olíu, kolum o.s.frv. Þannig gætu skuldbindingar verið með fastan grundvöll. Þannig grund- völlur væri mögulegur en alls ekki praktískur. En ef við setjum í grunninn framleidda hluti eins og bíla, sjónvörp, hvað þá tölvur þá erum við komin í ógöngur. Það er ekki bara að verð hluta breytist heldur breytist eðli hlutanna. Bílar í dag eru allt aðrir en þeir voru og verða í framtíðinni. Samanburður á verðmæti staðaltölvu frá einum tíma til annars er beinlínis ómögu- legur. Við höfum vísitölu sem byggir á verði margra hluta, alls- konar mat og þjónustu sem tíndir eru í körfu sem heitir með- alneysla. Þessi fasti punktur breytist stöðugt miðað við neyslu undanfarinna ára sem gerir þenn- an heim vísitölunnar algerlega fá- ránlegan. Grunnurinn að þessu „sama“ er hrein froða. Það að skipta þessari vísitölu út fyrir einhverja aðra er heldur ekki lausnin. En gefum okkur samt að þessi froða geri lánaviðskipti réttlát og förum í húsnæðisgeirann þar sem vísitölulán eru mikið notuð. Skömmu áður en húsnæðisbólan sprakk 2007 er stórt einbýlishús selt í Reykjavík á 61 miljón. 60 milljónir eru settar á bók. Sá sem kaupir getur ekki haldið húsinu og selur það aftur rúmum tveimur ár- um seinna. Sorgarsaga svo við sleppum henni. Sá sami og seldi húsið 2007 kaupir það aftur 2009 á 48 milljónir. Hann á nú húsið, 12 milljónir plús 3% vexti, mínus skatt eða 15 milljónir. Svona er nú bara markaðurinn, hús falla og hækka í verði. Þeir forsjálu græða og ekkert athugavert við það. En við eigum eftir að gera þessi við- skipti réttlát með því að bæta vísi- tölunni á innistæðuna. Þar koma 15,5 milljónir mínus skattur eða 14 milljónir. 60 milljónir hafa eftir tveggja ára hvíld í bankanum skilað hús- inu og 29 milljóna af- gangi. En réttlætið virkar ekki bara í aðra áttina. Fyrst þetta er réttlátt hefði á sama hátt verið réttlátt að peningarnir hefðu rýrnað við dvölina í bankanum. Viðkom- andi hefði selt húsið á 40 milljónir og haft peningana án trygg- inga í banka og keypt það aftur á 60 milljónir eftir tvö ár. Svar þeirra sem aðhyllast vísitölu og hinna sem gera það ekki hlýtur þannig að vera það sama; að það fari eftir aðstæðum hvort það sé hægt að kaupa meira eða minna fyrir krónuna frá einum tíma til annars, að hvort tveggja sé rétt- látt. Þegar það verður hrun er eðlilegt að peningar tapi verðgildi. Ég er Helga sammála um að ástand efnahagsmála hefur gegn- um tíðina oft verið slæmt hér á landi. Vond fortíð þarf ekki að þýða eilífa vanhæfni til að stýra efnahag af skynsemi eins og Þjóð- verjar hafa sýnt fram á. Helgi talar um að við höfum tvær leiðir, annarsvegar skyn- samlega efnahagsstjórnun og hins- vegar vísitölubindingu. Það undrar mig að einhver sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að góð stjórn- un efnahagsmála dugi til að við- halda með viðunandi hætti verð- mæti peninga, skuli vilja bjóða upp á vonda stjórnun, stjórnun sem þurfi vísitölubindingu til að viðhalda verðgildinu. Vond efna- hagsstjórn grefur ekki bara undan verðgildi peninganna, hún grefur undan möguleikum þjóðfélagsins á miklu fleiri sviðum. Eitthvað sem vísitölubinding getur á engan hátt bætt. Það hafa ýmsir þar á meðal Jörgen Person bent á að vísi- tölubindingin framleiðir verðbólgu. Ég held að hún skapi líka falskt öryggi. Saman eru vísitölubinding, háir vextir og ríkisábyrgðir ban- vænn kokteill. Þessi blanda blæs út tölur sem sagðar eru ávísun á verðmæti, verðmæti sem raun- hagkerfið getur að lokum ekki staðið undir. Annað hrun yrði skelfilegt. Ísland gæti orðið fyrirmynd- arríki í stjórnun efnahagsmála en það vantar almenna trú á að það sé leiðin. Hugleiðingar um grein Helga Laxdal um vísitölu Eftir Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson » Þann 3. janúar skrif- aði Helgi Laxdal greinina Leikmanna- þankar um verðtrygg- ingu. Ég er Helga ósam- mála um margt. Höfundur er skuldlaus bóndi á Daða- stöðum í Núpasveit. - með morgunkaffinu Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.