Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 elsis verið á dagskrá allt frá árinu 1960 þegar Valdimar Stefánssyni, þáverandi sakadómara, var falið að gera tillögur að nýju fangelsi við Úlfarsá. Þau áform urðu hins vegar að engu eins og fleiri í gegnum tíðina. „Þetta er stór dagur. Menn hafa verið með þetta á prjónunum í um hálfa öld. Síðan hefur ótrúlegur fjöldi álitsgerða og undirbúnings- nefnda verið settur á laggirnar en það er fyrst núna sem við stígum þetta skref,“ sagði Ögmundur. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir athöfnina að með nýja fangelsinu yrðu fangelsismál á Ís- landi færð fram í nútímann. „Auk þess að fjölga plássum er þetta öruggara og við höfum fleiri gæsluvarðhalds-einangrunarrými svo þetta hjálpar lögreglunni líka. Fangelsið er styttra frá dómstól- unum og aksturinn á milli minnk- ar þá,“ sagði hann. Litla-Hraun áfram þungamiðjan í kerfinu Við opnun fangelsisins á Hólmsheiði verður gæslu- varðhaldsdeild í fangelsinu á Litla-Hrauni einnig lögð niður og aðstaða hennar tekin undir af- plánun. Þrátt fyrir uppbygg- inguna á Hólmsheiði segir Ög- mundur að Litla-Hraun verði áfram þungamiðjan í íslenska fangelsiskerfinu. „Þar munum við halda áfram að byggja upp en það var orðin mjög brýn nauðsyn að fá fangelsi hér á höfuðborgarsvæðið,“ sagði hann. Fangelsin færð til nútímans  Fyrsta skóflustungan að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin í gær  Fangelsi hefur ekki verið byggt í landinu í 140 ár  Tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi, að mati innanríkisráðherra Fangelsi á Hólmsheiði Rauðavatn Hólmsheiði Langavatn Reynisvatnsheiði Þjóðvegur 1 Rauðhólar Ha fra va tn sv eg ur Norðlinga- holt Almanna- dalur Stór- skyggnir Re yk ja ví k Kó pa vo gu r Spennistöð Fangelsislóð Í ræðu sinni eftir skóflustungu- athöfnina sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að hann vonaðist til þess að innanríkis- ráðherra sæi til þess að komið yrði á fót safni um fangelsismál og réttarfarssögu í Hegningar- húsinu í miðbænum þegar starfseminni þar verður hætt. Ögmundur Jónasson, innan- ríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér litist vel á hugmynd fangelsis- málastjóra. „Ég hef verið sama sinnis sjálfur. Mér fyndist mjög æski- legt að koma á fót safni þarna, hugsanlega í hluta hússins. Ég tek undir með fangelsis- málastjóra að safn væri góður kostur,“ sagði ráðherrann. Safn væri góður kostur HEGNINGARHÚSIÐ Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið frá athöfn- inni á Hólmsheiði. Morgunblaðið/Júlíus Stunga Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði. Tölvuteikning/Arkís Nýbygging Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig fangelsið mun líta út. SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta er stórkostlegur dagur. Það er ótrúlegt að þetta sé að ger- ast núna. Við erum ákaflega glöð að geta lokað þessum gömlu fang- elsum sem eru rekin á heilbrigðis- undanþágu,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, eftir að Ög- mundur Jónasson, innanríkis- ráðherra, hafði tekið fyrstu skóflu- stunguna að nýju gæsluvarðhalds- fangelsi á Hólmsheiði í gær. Sjálfur talaði innanríkisráðherra um tímamót í sögu fangelsismála hér á landi við þetta tækifæri. „Nýr kafli er hafinn í fangelsis- sögu Íslands með því skrefi sem við stígum í dag. Við viljum að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun við aðstæður sem hvetja þá til þess að þeir geti tekist á við vanda sinn og snúið til betri vegar,“ sagði Ögmundur. Jarðvegsframkvæmdir hefjast í næstu viku en útboð vegna fang- elsisins sjálfs fer fram í vor. Þá stendur nú yfir opin samkeppni um listskreytingar í fangelsinu en henni lýkur þann 17. maí. Til stendur að nýja fangelsið hefji starfsemi sína haustið 2015 en áætlaður kostnaður við byggingu þess er á bilinu 2,5-2,8 milljarðar að sögn ráðherrans. Hegningarhúsið reist árið 1875 Nýja fangelsið leysir af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg, sem hefur verið rekið á heil- brigðisundanþágu undanfarin ár eins og kom fram í máli fangelsis- málastjóra, og fangelsið í Kópa- vogi. Á Hólmsheiði verða 56 fangarými með sérstakri deild fyr- ir kvenfanga og aðstaða fyrir af- plánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Gert er ráð fyrir að byggingin verði um 3.700 fer- metrar að flatarmáli. Byggingin markar tímamót en þetta verður í fyrsta skipti í 140 ár sem fangelsisbygging er reist hér á landi. Sú síðasta var Hegn- ingarhúsið en það var tekið í notk- un árið 1875 og er barn síns tíma að sögn fangelsismálastjóra. Fangelsið á Litla-Hrauni var upp- haflega byggt sem Sjúkrahús Suðurlands en hætt var við þau áform. Landsstjórnin keypti bygg- inguna árið 1929 og breytti í fang- elsi. Síðan hefur bygging nýs fang- A1988 hf. Aðalfundur A1988 hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl nk. að Korngörðum 2, Reykjavík, og hefst kl. 9:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 13 gr. samþykkta félagsins og tillaga um breytingu á 19. gr. samþykkta um fjölda stjórnarmanna. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Korngörðum 2 hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 12. apríl nk. kl. 12:00. Framboðum skal skila skriflega til stjórnar A1988 hf. á skrifstofu félagsins, Korngörðum 2, 104 Reykjavík. Upplýsingar um fram- boð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagins eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðal- fundardaginn frá kl. 8:45 á fundarstað. Reykjavík, 5. apríl 2013. Stjórn A1988 hf. Skjálftavirkni á Tjörnesbrotabelt- inu, við Grímsey, minnkaði hratt í gær. Sérfræðingar Veðurstofu Ís- lands taka þó fram að ekki sé víst að hrinunni sé að ljúka og telja rétt að búast við að önnur stór jarð- skjálftahrina komið í kjölfarið og færist jafnvel til suðausturs, í átt að Tjörnesi eða Öxarfirði. Virknin hleypur á milli tveggja jarðskjálftaþyrpinga, um 15 km austur af Grímsey og um 30 km suðaustur af eyjunni. Engir stórir skjálftar hafa komið frá því á þriðjudagskvöld. Enn er í gildi yf- irlýsing um óvissustig vegna jarð- skjálftanna. helgi@mbl.is Búast má við nýrri hrinu Belti Jarðskjálftarnir eru í tveimur þyrpingum og stefna inn í Öxarfjörð.  Dregur hratt úr jarðskjálftavirkni við Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.