Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 elsis verið á dagskrá allt frá árinu 1960 þegar Valdimar Stefánssyni, þáverandi sakadómara, var falið að gera tillögur að nýju fangelsi við Úlfarsá. Þau áform urðu hins vegar að engu eins og fleiri í gegnum tíðina. „Þetta er stór dagur. Menn hafa verið með þetta á prjónunum í um hálfa öld. Síðan hefur ótrúlegur fjöldi álitsgerða og undirbúnings- nefnda verið settur á laggirnar en það er fyrst núna sem við stígum þetta skref,“ sagði Ögmundur. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir athöfnina að með nýja fangelsinu yrðu fangelsismál á Ís- landi færð fram í nútímann. „Auk þess að fjölga plássum er þetta öruggara og við höfum fleiri gæsluvarðhalds-einangrunarrými svo þetta hjálpar lögreglunni líka. Fangelsið er styttra frá dómstól- unum og aksturinn á milli minnk- ar þá,“ sagði hann. Litla-Hraun áfram þungamiðjan í kerfinu Við opnun fangelsisins á Hólmsheiði verður gæslu- varðhaldsdeild í fangelsinu á Litla-Hrauni einnig lögð niður og aðstaða hennar tekin undir af- plánun. Þrátt fyrir uppbygg- inguna á Hólmsheiði segir Ög- mundur að Litla-Hraun verði áfram þungamiðjan í íslenska fangelsiskerfinu. „Þar munum við halda áfram að byggja upp en það var orðin mjög brýn nauðsyn að fá fangelsi hér á höfuðborgarsvæðið,“ sagði hann. Fangelsin færð til nútímans  Fyrsta skóflustungan að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin í gær  Fangelsi hefur ekki verið byggt í landinu í 140 ár  Tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi, að mati innanríkisráðherra Fangelsi á Hólmsheiði Rauðavatn Hólmsheiði Langavatn Reynisvatnsheiði Þjóðvegur 1 Rauðhólar Ha fra va tn sv eg ur Norðlinga- holt Almanna- dalur Stór- skyggnir Re yk ja ví k Kó pa vo gu r Spennistöð Fangelsislóð Í ræðu sinni eftir skóflustungu- athöfnina sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að hann vonaðist til þess að innanríkis- ráðherra sæi til þess að komið yrði á fót safni um fangelsismál og réttarfarssögu í Hegningar- húsinu í miðbænum þegar starfseminni þar verður hætt. Ögmundur Jónasson, innan- ríkisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér litist vel á hugmynd fangelsis- málastjóra. „Ég hef verið sama sinnis sjálfur. Mér fyndist mjög æski- legt að koma á fót safni þarna, hugsanlega í hluta hússins. Ég tek undir með fangelsis- málastjóra að safn væri góður kostur,“ sagði ráðherrann. Safn væri góður kostur HEGNINGARHÚSIÐ Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið frá athöfn- inni á Hólmsheiði. Morgunblaðið/Júlíus Stunga Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að nýju fangelsi á Hólmsheiði. Tölvuteikning/Arkís Nýbygging Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig fangelsið mun líta út. SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þetta er stórkostlegur dagur. Það er ótrúlegt að þetta sé að ger- ast núna. Við erum ákaflega glöð að geta lokað þessum gömlu fang- elsum sem eru rekin á heilbrigðis- undanþágu,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, eftir að Ög- mundur Jónasson, innanríkis- ráðherra, hafði tekið fyrstu skóflu- stunguna að nýju gæsluvarðhalds- fangelsi á Hólmsheiði í gær. Sjálfur talaði innanríkisráðherra um tímamót í sögu fangelsismála hér á landi við þetta tækifæri. „Nýr kafli er hafinn í fangelsis- sögu Íslands með því skrefi sem við stígum í dag. Við viljum að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun við aðstæður sem hvetja þá til þess að þeir geti tekist á við vanda sinn og snúið til betri vegar,“ sagði Ögmundur. Jarðvegsframkvæmdir hefjast í næstu viku en útboð vegna fang- elsisins sjálfs fer fram í vor. Þá stendur nú yfir opin samkeppni um listskreytingar í fangelsinu en henni lýkur þann 17. maí. Til stendur að nýja fangelsið hefji starfsemi sína haustið 2015 en áætlaður kostnaður við byggingu þess er á bilinu 2,5-2,8 milljarðar að sögn ráðherrans. Hegningarhúsið reist árið 1875 Nýja fangelsið leysir af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg, sem hefur verið rekið á heil- brigðisundanþágu undanfarin ár eins og kom fram í máli fangelsis- málastjóra, og fangelsið í Kópa- vogi. Á Hólmsheiði verða 56 fangarými með sérstakri deild fyr- ir kvenfanga og aðstaða fyrir af- plánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Gert er ráð fyrir að byggingin verði um 3.700 fer- metrar að flatarmáli. Byggingin markar tímamót en þetta verður í fyrsta skipti í 140 ár sem fangelsisbygging er reist hér á landi. Sú síðasta var Hegn- ingarhúsið en það var tekið í notk- un árið 1875 og er barn síns tíma að sögn fangelsismálastjóra. Fangelsið á Litla-Hrauni var upp- haflega byggt sem Sjúkrahús Suðurlands en hætt var við þau áform. Landsstjórnin keypti bygg- inguna árið 1929 og breytti í fang- elsi. Síðan hefur bygging nýs fang- A1988 hf. Aðalfundur A1988 hf. verður haldinn föstudaginn 19. apríl nk. að Korngörðum 2, Reykjavík, og hefst kl. 9:00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 13 gr. samþykkta félagsins og tillaga um breytingu á 19. gr. samþykkta um fjölda stjórnarmanna. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins að Korngörðum 2 hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 12. apríl nk. kl. 12:00. Framboðum skal skila skriflega til stjórnar A1988 hf. á skrifstofu félagsins, Korngörðum 2, 104 Reykjavík. Upplýsingar um fram- boð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagins eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðal- fundardaginn frá kl. 8:45 á fundarstað. Reykjavík, 5. apríl 2013. Stjórn A1988 hf. Skjálftavirkni á Tjörnesbrotabelt- inu, við Grímsey, minnkaði hratt í gær. Sérfræðingar Veðurstofu Ís- lands taka þó fram að ekki sé víst að hrinunni sé að ljúka og telja rétt að búast við að önnur stór jarð- skjálftahrina komið í kjölfarið og færist jafnvel til suðausturs, í átt að Tjörnesi eða Öxarfirði. Virknin hleypur á milli tveggja jarðskjálftaþyrpinga, um 15 km austur af Grímsey og um 30 km suðaustur af eyjunni. Engir stórir skjálftar hafa komið frá því á þriðjudagskvöld. Enn er í gildi yf- irlýsing um óvissustig vegna jarð- skjálftanna. helgi@mbl.is Búast má við nýrri hrinu Belti Jarðskjálftarnir eru í tveimur þyrpingum og stefna inn í Öxarfjörð.  Dregur hratt úr jarðskjálftavirkni við Grímsey

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.