Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 góður og hjartahlýr maður og þreifst á því að gefa frá sér og gleðja aðra. Hann vildi að öllum í kringum sig liði vel. Til að mynda hélt hann lestrarnám- skeið á Laugarásveginum fyrir okkur bræður þegar við vorum yngri og styrkti okkur um auka- tíma í stærðfræði, ásamt því að gefa okkur fyrstu takkaskóna þegar við byrjuðum að æfa fót- bolta með Þrótti. Afi var alltaf vanur að koma í fisk á mánudög- um og svo vorum við bræður duglegir að elda með honum svínakótelettur í raspi eða annað kjöt við mikinn fögnuð. Þær voru nokkrar ferðirnar til að stilla sjónvarpið hjá honum og þá var stundum staldrað við, málin rædd og inn á milli farið yfir sögur frá Siglufirði. Sjón- varpið var oftast í fínu lagi og smávægilegar stillingar á fjar- stýringunni komu því í lag. Þetta var kannski leið afa til þess að fá okkur í heimsókn þegar honum leiddist. Hann bar sig vel þrátt fyrir háan aldur og munum við ekki eftir honum í öðru en jakkaföt- um og með hatt. Það var meira að segja umtalað meðal vina okkar bræðra hve flottur afi væri og vorum við afar montnir með hann. Minningarnar sem við eigum frá samveru okkar með afa eru margar og góðar. Mikið af flottum veislum og ut- anlandsferðum sem seint verða toppaðar. Afi hafði dálæti á góðum steikum og rauðvíni. Hann bauð oft fjölskyldunni í grillveislur heim til sín á Laugarásveg og síðar Hæðargarð. Þessar veislur voru þaulskipulagðar af afa. Hann hringdi nánast persónu- lega í hvern og einn í fjölskyld- unni og var, öllum að óvörum, búinn að koma sér í samband við kjötiðnaðarmeistara til þess að fá aðeins besta kjötið. Hann var frábær gestgjafi og er hann okk- ur mikil fyrirmynd hvað það varðar. Það má með sanni segja að afi hafi lifað lífinu til fulls alveg til hinsta dags og kveðjum við hann með miklum söknuði. Það er mikið sem situr eftir við kynni á honum afa okkar og erum við af- skaplega þakklátir fyrir þær stundir sem við fengum að upp- lifa með honum. Hörður og Halldór. Elsku afi, mikið mun ég sakna þín. Væntumþykja mín fyrir þér og ömmu Núru var og er alltaf mikil. Amma Núra féll frá fyrir um 10 árum og var hryggð þín mikil við fráfall hennar, svo fór ekki leynt. Við syrgðum hana öll. Engu að síður, með Guðs bless- un hélst þú áfram að njóta efri áranna í faðmi ástvina þinna. Ómetanlegur er tíminn sem við bjuggum saman félagarnir og margar góðar minningar á ég frá Laugarásveginum frá þeim árum. Þar elduðum við saman hverja stórmáltíðina á fætur annarri, spjölluðum saman, hlustuðum á fréttir og oftar en ekki fékk maður að heyra merki- legar og skemmtilegar sögur frá þínu lífshlaupi. Samverustundir og ferðalög utanlands og innan með þínum nánustu voru þinn lífsins elexír og ánægja þín af þessu var að sjálfsögðu ekki minni en þakklætið og hamingja okkar sem upplifðum með þér. Við erum þakklát fyrir langlífi þitt og heilbrigði og ekki síst þinn skemmtilega persónuleika. Þín síðari ár varstu góðlegur og virðulegur heldriborgari, svona eins og við viljum öll verða þegar að því kemur. Þú varst hvers manns hugljúfi og aðdáun- arverður hverjum sem þér kynntist. Vaxandi var þitt ríki- dæmi í niðjum þínum. Dýrmæt var sú stund sem við áttum með þér eftir skírn Henrys og ég þakka Guði fyrir að gefa okkur þann tíma með þér og að geta veitt Henry það að hitta langafa sinn. Litla fjölskyldan frá Bost- on fékk að sjá þig í hinsta sinn og rétt í tæka tíð. Guð varðveiti þig og blessi. Helgi Gunnarsson. Látinn er í Reykjavík Hannes Guðmundsson, mágur minn, tæplega 97 ára að aldri. Hannes fæddist á Ísafirði 26. júní 1916. Ræturnar taldi hann sig eiga á Siglufirði þar sem for- eldrar hans Friðgerður Guð- mundsdóttir og Guðmundur Hannesson bæjarfógeti og systk- inin bjuggu á menningarlegu og rausnarlegu heimili. Siglufjörður var vaxandi bær en vöxtur hans og velgengni byggðist nær ein- göngu á síldveiðum og síldariðn- aði fyrir miðbik síðustu aldar. Menningarlíf var með blóma og nægir að nefna prestinn og tón- skáldið Bjarna Þorsteinsson sem var í forystu á þeim vettvangi. Hannes átti glæsilegan náms- feril í Menntaskólanum á Akur- eyri og Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist lögfræð- ingur með einni hæstu einkunn sem þá hafði verið tekin. Hann hóf starfsferil sinn á Siglufirði við útibú Útvegsbanka Íslands og starfaði síðan sem fulltrúi bæjarfógeta á staðnum og stað- gengill í fjarveru hans. Fjöl- skyldan fluttist til Reykjavíkur um miðja öldina og settist þar að. Hannes giftist Núru systur minni árið 1950 og eignuðust þau dæturnar fjórar. Heimili þeirra stóð fyrstu árin á Laugavegi 13 en síðar reistu þau sér hús á Laugarásvegi 64 þar sem heimili þeirra stóð upp frá því. Hannes var einstakur heimilisfaðir í hví- vetna. Hann lagði mikla rækt við fjölskyldu sína og uppeldi dætr- anna frá barnæsku þeirra til full- orðinsára og barnabörnin áttu hug hans allan. Heimilið var gestrisið og rausnarlegt, fjöl- skylda mín minnist ótal sam- verustunda á þeirra fallega heimili við öll hugsanleg tæki- færi. Starfsferill Hannesar hófst ár- ið 1954 þegar hann réðst til utan- ríkisráðuneytisins, varnarmála- deildar, en sú deild hafði með höndum höfuðsamskipti við starfsemi Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli. Starfaði hann þar allan sinn starfsaldur. Ég minnist hugkvæmni Hann- esar þegar hann ásamt nokkrum Borgnesingum stofnaði fyrirtæk- ið Vírnet 1956. Þeir voru frum- kvöðlar í framleiðslu á nöglum fyrir byggingariðnaðinn ásamt ýmsu öðru byggingarefni. Fyr- irtækið er í dag blómleg starf- semi. Ekki verður svo skilið við þessi kveðjuorð að ekki sé minnst á ævivináttu þeirra Sigl- firðinganna og vinanna Jóns Kjartanssonar sem lengi var bæjarstjóri á Siglufirði og síðar forstjóri ÁTVR og Hannesar. Jón var einstakur maður og tryggur vinum sínum svo af bar. Hannes varð þeirrar gæfu að- njótandi að halda fullu andlegu og líkamlegu þreki allt til síðustu stundar. Öllum sem á hlýddu verður ógleymanlegt 95 ára af- mæli Hannesar þegar hann kvaddi sér hljóðs og minntist for- eldra sinna beggja á eftirminni- legan hátt. Hann fór yfir lífs- hlaup föður síns og gerði móður sinni sömu skil. Hugsunin var skýr og væntumþykja hans til þeirra var öllum ljós. Núra systir mín og Hannes höfðu verið í hjónabandi í yfir fimm átatugi þegar hún lést fyrir 10 árum. Við Sigga og fjölskylda okkar þökkum samfylgdina og vottum dætrunum og þeirra fjöl- skyldum innilega samúð á kveðjustund. Hjalti Geir Kristjánsson. Hannes Guðmundsson var eiginmaður Núru, föðursystur minnar. Fjölskyldan var Hannesi mikilvægust alls, hann var ein- stakur eiginmaður, faðir og afi – hann bar Núru og fjölskylduna á höndum sér. Þessar tvær fjöl- skyldur hafa gengið æviveginn saman og við eigum margar sam- eiginlegar minningar, sem hafa lagt grunn að dýrmætri vináttu. Minningarnar eru ótal marg- ar. Nágrennið á Laugavegi 13, tjaldferðir, langdvalir í sumarbú- stað afa og ömmu, Kristjáns Sig- geirssonar og Ragnhildar Hjaltadóttur, jólaboð og aðrar veislur í farangri lífsins. Veisl- urnar þar sem kærleikurinn ríkti og veitingar voru rausnarlegar. Margar kynslóðir saman. Það sem öðru fremur ein- kenndi Hannes var gáskafull glaðværð, gjafmildi, greind og brennandi áhugi á umhverfi sínu. Hann var góður sögumaður og fáir skemmtu sér betur en hann sjálfur, augun ljómuðu og hann sló oft á lær sér við dillandi hlát- ur í sögulok. Hann var til ævi- loka næmur á nýjar stefnur og veitti ýmsum nýjungum viðtöku – hann naut þess að ferðast á ókunnar slóðir og á níræðisaldri keypti hann sér bíl á netinu. Hannes hafði miklar námsgáfur og það var einstakt að fara um lendur lögfræðinnar með honum. Við áttum sameiginlegan áhuga á þeirri fræðigrein og ég naut oft góðs af rökhugsun hans og reynslu. Það gat engum dulist sem þekkti Hannes hve sterkar ræt- ur hans voru á Siglufirði. Hann varð fyrir miklum og varanleg- um áhrifum frá bernskuheimili sínu og minntist þess af kærleika og þakklæti. Hannes átti því láni að fagna að njóta langrar ævi og góðrar heilsu, andlegrar og líkamlegrar, til hinstu stundar. Ég kveð Hannes með miklum söknuði og þakklæti fyrir ástúð og kærleika. Ragnhildur Hjaltadóttir. Hannes Guðmundsson sendi- fulltrúi er í dag kvaddur hinstu kveðju. Hann átti langan og far- sælan starfsferil í utanríkisþjón- ustunni. Starfsvettvangur hans var í varnarmáladeild ráðuneyt- isins, sem samkvæmt lögum fór með yfirstjórn allra mála á varn- arsvæðunum. Má segja að þessi deild ráðuneytisins hafi í raun og veru haft á hendi landstjórn und- ir forystu utanríkisráðherra á hverjum tíma. Eðli málsins sam- kvæmt voru mannaskipti ekki tíð í þessari deild og þegar ég kom til starfa sem formaður varnar- málanefndar og yfirmaður deild- arinnar í ársbyrjun 1979 hófust kynni okkar Hannesar. Hann var nánasti samstarfsmaður minn og átti einnig sæti í varnarmála- nefnd þar sem fram fóru hálfs- mánaðarlegir fundir með yfir- mönnum Varnarliðsins um hinu fjölmörgu málefni sem vera Varnarliðsins á Íslandi hafði í för með sér. Það var einnig í mörg horn að líta í opinberri stjórn- sýslu þar eð undir deildina heyrðu fjölmargar opinberar stofnanir, s.s. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, Fríhöfnin og embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli auk allrar verktakastarfsemi. Við bættist á þessum tíma að hafist var handa um byggingu nýrrar flugstöðvar, flugskýla og olíuhafnar í Helgu- vík. Hannes var í stuttu máli hinn reynslumikli embættismaður sem var flestum eða öllum hnút- um kunnugur og naut ég þess í starfi mínu að eiga hann að sem samstarfsmann frá ársbyrjun 1979 til síðsumars 1983 er ég hvarf til annarra starfa. Okkur hjónunum er ljúft að minnast hans og konu hans sem sam- starfsfélaga og vina og kveðjum hann með virðingu og þökk í huga fyrir þau góðu ár sem við áttum saman með þeim. Blessun fylgi minningu Hann- esar. Samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Helgi Ágústsson, fv. sendiherra og ráðuneytisstjóri. ✝ ÞorvaldurBjörnsson fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði 24. sept- ember 1919. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands, Akranesi, 19. mars 2013. Foreldrar hans voru Björn Jóns- son, bóndi og söðla- smiður, f. 1887, d. 1966 og kona hans, Jóhanna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 1887, d. 1982. Þorvaldur var þriðji í röð fimm systkina, þau voru: Hildur, f. 1916, d. 1988, Jón, f. 1917, d. 1990, Gunn- laugur, f. 1922, d. 2009, Ingi- björg, f. 1933, og er hún ein eft- irlifandi systkinanna. börn, Gunnar Örn, fæddur 1955, maki Gréta Jósefsdóttir og eiga þau tvö börn, Ágúst Elvar, fæddur 1959, á hann fimm börn. Barnabörnin urðu 16 og barna- barnabörnin eru 21. Þorvaldur tók við búi á Litla- Ósi af foreldrum sínum 1946, en hafði þá stundað ýmsa vinnu, meðal annars sjómennsku á tog- urum og síldarbátum, einnig við byggingu Reykjavíkurflug- vallar o.fl. Þorvaldur fór aftur til sjós eftir fimmtugt og sigldi þá meðal annars til Evrópu og Ameríku og til hafna við Mið- jarðarhafið. Þorvaldur átti alla tíð töluvert af hrossum og stundaði þau af alúð og áhuga og tamdi hann hesta fram á gamals aldur. Meðfram búskap stundaði hann töluverða vinnu hjá KVH Hvammstanga og víð- ar. Eftir fráfall Unnar bjó Þor- valdur einn síðustu tíu ár ævinn- ar. Útför Þorvaldar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 5. apríl 2013, kl. 15. Þorvaldur kvæntist 13. júlí 1946 Ágústu Unni Ágústsdóttur frá Urðarbaki í Vestur- hópi, fædd 27. júní 1921, dáin 11. apríl 2003. Foreldrar hennar voru Bjarni Ágúst Bjarnason bóndi, Urðarbaki, f. 1890, d. 1981 og Marsibil Sigurðar- dóttir húsfreyja, f. 1896, d. 1942. Börn Unnar og Þorvaldar eru: Már, fæddur 1946, maki Álfheiður Sigurðardóttir, eiga þau þrjár dætur, Jóhanna, fædd 1947, maki Hermann Ólafsson, eiga þau þrjú börn, Björn Ós- mar, fæddur 1950, í sambúð með Birnu Torfadóttur, á hann þrjú Það rifjast upp minningar úr sveitinni, að fá að sitja í litla sæt- inu á traktornum í heyskapnum, að hendast til og frá í Land Ro- vernum úti í móum þegar var verið að líta eftir hrossunum. Við bæði svo stolt og ánægð þegar Gamli Rauður var settur í kerru og við á leið á reiðnámskeið inni á melum, allt vildi hann gera svo stelpan yrði hestakona. Svo seinna þegar við höfðum skipt um hlutverk, þegar ég keyrði með hann um borgina. Að sjá borgina með hans augum var yndislegt: „Á allt þetta fólk erindi?“ sagði hann þegar við vorum í umferð- inni, að sjá allar þessar bygging- ar, öll þessi stóru hús allt svo stórfenglegt að hans mati. Að keyra með hann um landið vakti mann til umhugsunar, þar horfði gamli bóndinn á hrossin, túnin og bæina, hann dáðist að dugnaði þeirra sem höfðu byggt þessar jarðir. Hann var mikill sögumaður, það var endalaust hægt að sitja og hlusta á hann segja frá, hann rifjaði upp gamla tímann og ekki var annað hægt en að dást að stálminninu sem hann hafði fram á síðasta dag. Hann naut þess að fylgjast með barnabörnum og barnabarna- börnum og naut þess að gefa þeim af tíma sínum sem hann hafði líklega ekki gert eins með sínum eigin börnum, þá voru aðr- ir tímar. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa stórar sem smá- ar stundir með gamla manninum sem hreifst af lífinu og sá það fal- lega í öðrum, en inn á milli gátum við líka hlegið að því hversu dóm- harður hann gat verið, hann fylgdist með öllu sem um var að vera og ég furðaði mig oft á því hvernig í ósköpunum hann mundi þetta allt og hvernig hann náði að fylgjast með unga fólkinu án þess að vera mikið á meðal þess. Hann sagði stundum við mig undir það síðasta að þetta væri komið gott, hann væri tilbúinn að fara, með þakklæti og hlýju kveð ég þangað til við hittumst næst. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Unnur Elva. Þorvaldur minn er dáinn. Rétt tíu ár eru liðin frá því við kvödd- um Unni frænku mína. Þau hjón bjuggu á Litla Ósi en þangað kom ég tíu ára gömul til sumardvalar. Þetta var dæmigert íslenskt sveitaheimili þess tíma þar sem fjórar kynslóðir lifðu saman og deildu kjörum. Þorvaldur var ein- staklega barngóður og hændust dýrin að honum. Á bænum var hefðbundinn búskapur með kind- um, kúm og hestum. Líka hund- ur, ein hæna og heimalningur. Þegar Þorvaldur gekk til verka reyndi ég oftar en ekki að elta hann og vera í návist hans og fylgjast með. Í minningunni er þetta eins og halarófa þar sem bóndinn fer fyrstur fyrir fylki sínu. Á eftir kom hundurinn, þá heimalningurinn, hænan og loks ég. Allar vildu þessar græsku- lausu skepnur Guðs fylgja Þor- valdi mínum. Miðfjörðurinn og nágrenni varð að sveitinni minni því allir Íslendingar þurfa að eiga sveit. Hún er fegurst sveita á Íslandi og þangað var gott að koma og dvelja. Mér finnst eins og það hafi alltaf verið gott veður, sól og sumar. Og lífið ekkert nema leik- ur. Þorvaldur byggði kofa fyrir okkur krakkana á bænum og þar var allskonar brallað, gestir komu að sunnan, það var slegið gras, snúið í þurrki og sætt í galta. Mitt í þessum dásemdum lærði ég mína fyrstu lexíu um dauðann. Einhverju sinni var Þorvaldur að slá túnið. Mér hafði verið kennt að halda mig í hæfilegri fjarlægð en fylgdist nákvæmlega með öllu sem fram fór. Sláttuvélin í þá daga var risastór greiða sem var fest á traktorinn þar sem hár- beittur ljárinn skar miskunnar- laust kembd stráin. Þar sem ég sat og horfði gerir lítill mófugl sér lítið fyrir öllum að óvörum og sest berskjaldaður í slægjuna. Var ekki að spyrja að leikslokum. Litli fuglinn missti báða fætur fyrir ljánum. Ég hrópaði í angist og hljóp á vettvang. Bóndi stöðv- aði dráttarvélina og snaraðist að hyggja að fugli. Þarna lá fuglinn fótalaus. Telpukornið vildi bjarga litla hnoðranum og gera að sár- um hans. Var ekki hægt að tjasla fótleggjunum einhvern veginn saman? Blíðlega útskýrði Þor- valdur fyrir barninu náttúrlög- mál lífs og dauða. Hér gat mann- legur máttur ekki hjálpað og fugl gæti aldrei lifað þjáningarlaust. Dauðinn er stundum líkn. Bónd- inn hafði kjark til þess sem þurfti. Telpan skildi en fann líka hve honum þótti leitt að fá ekki að bjarga fugli. Þótt hér hafi dap- urlegur atburður átt sér stað er þetta ein fegursta bernskuminn- ing mín. Kannski vegna þess að mér var á nærgætin hátt kennt eitthvað um andstreymið í lífinu. Nú er þessi aldni öðlingur horfinn yfir móðuna miklu. Ég mun ætíð minnast hans með þakklæti fyrir hlýju, persónu- töfra og hversu merkilegur mað- ur hann var. Þorvaldur minn hefði ekki kært sig um lofræður. Í mínum huga var hann persónu- gervingur hins nægjusama sveitamanns sem aldrei hættir að rækta. Fjörgamall stússaði hann í kringum trippin sín á Litla Ósi. Þangað niðureftir og yfir Mið- fjörðinn mun ég á ferðum mínum ávallt horfa þar sem andi Þor- valdar og Unnar frænku minnar svífur og minnast ánægjustunda barnæskunnar í sveitinni minni. Kolbrún Jónsdóttir. Þorvaldur Björnsson Blóm eru okkar fag Útfaraskreytingar Samúðarblóm REYKJAVÍKURBLÓM BORGARTÚNI 23 S: 561-1300 www.reykjavikurblom.is ✝ Okkar ástkæra HELGA ÓLAVÍA ÞÓRÐARDÓTTIR STONER, lést í Kaliforníu í Bandaríkjunum að kvöldi fimmtudagsins 21. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Þór Jörgensen. ✝ Ástkær unnusti minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN THEODÓR MAGNÚSSON bílasmiður, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 8. apríl kl. 15.00. Alice Martins, Ívar Sveinsson, Svanhildur Svansdóttir, Ragna M. Sveinsdóttir, Helgi Sveinsson, Magnús Th. Sveinsson, Heiður Rán Kristinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.