Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
www.nordichealth.is
Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844
og á joninaben@nordichealth.is.
„Ástæða þess að ég fór í þessa ferð var sú að dóttir mín hafði farið oft í detox og ég sá hvað
hún hafði gott af þessu og mig langaði með. Það var mikið slen yfir mér og ég var of þung á
mér. Því vildi ég bæta heilsuna og létta mig. Mér fannst þetta eina skynsamlega úrræðið.
Aðstaðan er fín og frábær fararstjóri (Jónína), get ekki hugsað mér betri manneskju til
þess að standa að þessum ferðum. Hún er frábær manneskja. Hún svaf og vakti yfir
velferð okkar og reynsla hennar og þekking skein í gegn þegar hún leysti öll verkefni
strax og vel.
Nuddið er einstakt og vöðvabólgan er farin. Gönguleiðirnar eru góðar inni í skóginum
og eftirlit lækna frábært en það er einstakt hvað vel er fylgst með manni.
Ég er ákveðin í því að fara aftur til Póllands.“
Hjördís Benediktsdóttir, 77 ára.
Heilsumeðferðir
Jónínu Ben eru
þekktar fyrir að
skila árangri,
bæta líðan og
heilsu.
Í samstarfi við lækni
hótelsins er unnið
einstaklingsmiðað
að því að lækna og
fyrirbyggja lífsstíls-
sjúkdóma svo sem
háþrýsting, sykursýki
2, húðsjúkdóma,offitu-
sjúkdóma, streitu,
þunglyndi og kvíða.
Læknir hótelsins
aðstoðar fólk við að
losa sig við lyf með
breyttu mataræði.
Mikil fræðsla og hreyfing
er í boði eftir því sem fólk
treystir sér til.
Meðferðin er 2 vikur en
hafi fólk komið áður er
í lagi að taka eina viku.
Flogið er til Gdansk þar
sem leigubíll bíður.
25. maí - 8. júní.
27. júlí - 10. ágúst.
24. ágúst - 7. sept.
Kíktu í kaffi
› Föstudagur 5. apríl
Kosningamiðstöðin við Hverafold 1-3. Kl. 17.00
Kosningamiðstöðin í Árbæ, Hraunbær 102b. Kl. 18.00
› Laugardagur 6. apríl
Kosningamiðstöðin Naustið við Vesturgötu. Kl. 11.00
Kosningamiðstöðin Mjódd, Álfabakka 14a. Kl. 13.00
Kosningamiðstöðin Skeifunni 7. Kl. 15.00
Sjálfstæðisflokkurinn opnar 5 kosningamiðstöðvar
í Reykjavík. Við hvetjum þig til að líta við, þiggja léttar
veitingar og spjalla við frambjóðendur.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík NÁNAR Á 2013.XD.IS
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Ekki liggja fyrir nein skrifleg gögn
um það með hvaða hætti þýski lög-
reglumaðurinn Karl Schütz var
fenginn að rannsókn Guðmundar- og
Geirfinnsmála á sínum tíma, en hann
starfaði að rannsókn málsins frá
1976 til 1977.
Eina skriflega skjalið sem fannst í
fórum Stjórnarráðsins var frá því
eftir að hann var kominn hingað til
starfa. Þetta kom fram á málþingi
sem haldið var í Háskólanum í
Reykjavík í gær um Guðmundar- og
Geirfinnsmál og trúverðugleika játn-
inga. Því var haldið fram að líkast til
hefði verið um munnlega beiðni eða
samkomulag að ræða og sendiherra
Íslands í Þýskalandi, Pétur Eggerz,
verið milligöngumaður um að fá
hann hingað til lands.
Ófært að sakfella á grundvelli
fyrirliggjandi gagna
Þá kom það fram í umræðum að
svo hefði virst sem almenningur
hefði haft blinda trú á Schütz við
rannsókn málsins. Fram kom að af
þeim gögnum sem til væru virtist
sem Schütz hefði allan tímann trúað
á sekt sakborninga og hans störf
fyrst og fremst miðað að því að ná
fram játningum. Ekki virtist hafa
verið tekið með í reikninginn að mis-
vísandi framburður sakborninga
hefðu stafað af því að sakborningar
hefðu hreinlega ekkert vitað um mál-
in. Þá tók Schütz ekkert mark á því
þegar sakborningar reyndu að draga
framburði sína til baka til að lýsa yfir
sakleysi sínu. En allir sakborningar
lýstu í upphafi yfir sakleysi.
Lögmenn sem sátu ráðstefnuna
sem gestir lýstu því yfir að þeir teldu
ófært að dómstólar hefðu á grund-
velli fyrirliggjandi gagna í málinu
getað dæmt menn seka. Einn þeirra
var Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrr-
verandi hæstaréttardómari, sem
sagði að eitt grundarvallaratriði í
þessu samhengi væri að ekki væri
sannað að neitt brot hefði verið
framið. Jón Steinar sagði það sér-
kennilegt að af fjölda sakborninga í
málinu hefði enginn getað vísað á lík,
hvorki Guðmundar né Geirfinns. Jón
Steinar sagði að í sínum huga hefði
aldrei verið vafi á því að það hefðu
aldrei verið færðar sönnur á að brot
hefðu verið framin.
Þá sagði Jón Steinar mikinn sam-
félagslegan þrýsting hafa verið um
sakfellingu og velti upp þeirri spurn-
ingu hvort það gæti hafa verið að
dómstólarnir hefðu viljað taka það
hlutverk að sér að ljúka málinu á
þann hátt að það félli þjóðinni í geð.
Spurðu um ábyrgð dómara
Aðrir gestir á málþinginu spurðu
um ábyrgð dómara í þessu máli en
engin svör komu þó fram við því önn-
ur en þau að starfshópurinn hefði
ekki skoðað ábyrgð rannsakenda,
dómara eða annarra sem að málinu
komu heldur fyrst og fremst þau
gögn sem lágu fyrir og farið yfir sál-
fræðileg gögn sem unnin voru.
Morgunblaðið/Friðþjófur Hel
Sakamál Rætt var um aðkomu þýska lögreglumannsins, Karl Schütz að
rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á málþinginu í gær.
Höfðu blinda trú
á aðkomu Schütz
Samfélagslegur þrýstingur á dómara?
Íbúðalánasjóður
hefur auglýst sjö
íbúðir á Suður-
landi til leigu,
þar af fjórar á
Selfossi.
Þetta kom
fram í frétt á
Sunnlenska
fréttavefnum í
gær. Þar kemur fram að ÍLS und-
irbúi fleiri eignir til útleigu og að
þær verði auglýstar eftir um þrjár
vikur. Íbúðirnar sem auglýstar
eru eru við Eyraveg 46 og Foss-
veg 4 á Selfossi, Breiðumörk 25a í
Hveragerði, Laufskála 20 á Hellu
og Hvolstún 1b á Hvolsvelli. Skv.
fréttinni rennur umsóknarfrestur-
inn út í dag og verða íbúðirnar
leigðar út frá 1. maí eða fyrr eftir
samkomulagi. Sjóðurinn hefur
verið gagnrýndur þar sem hann er
með 50-60 tómar íbúðir í blokkum
á Selfossi, sem fást ekki leigðar
þrátt fyrir mikinn skort á leigu-
húsnæði.
ÍLS auglýsir íbúðir
til leigu á Suðurlandi