Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Frá ómunatíð hafa menn litið á ellina sem óhjákvæmilegt böl ef menn næðu að lifa til elliára. Færri eru þeir lofsöngvar sem sungn- ir hafa verið um feg- urð ellinnar en þeir sem sungnir hafa verið um böl hennar. Höf- undur einn hefur sagt: „Það sem gerir ellina svo dapurlega er ekki það að gleði vor hverfi heldur hitt að vonir vorar deyja.“ Annar hef- ur sagt: „Gamall kristinn maður með mjöll tímans á höfði minnir oss á að þeir hlutar jarðar eru hvítastir sem næstir eru himn- inum.“ Mottóið er: „Bætum lífi við árin. Ekki einungis árum við lífið.“ Samtök aldraðra verða auðvitað aldrei ellihrum eða hvítfaxa, en eiga sér mjöll tímans að baki. Stórir velferðaráfangar á 40 ára starfsferli hafa skapað samtök- unum virðulegan sess í samfélagi sjálfsprottinna stuðningssamtaka eldri borgara. Síðustu ár hafa ekki verið skjólsöm fyrir samtökin og árangur lítill í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þótt hundruð atvika hafi verið á verkefnaskrá framtíðarverka var mikill tími notaður án mikils ár- angurs. Vonir vorar eru þó enn skýrar og ekki dauðar, þær munum við eiga eins og helgur maður gaf okkur með upprisu sinni. En vonandi og þrátt fyrir allt hefur verið lagður kjölur að einhveri framtíð- arfleytu samt sem áður. Þess vegna vilja samtökin nota þessi merku tímamót, 40 ára starfsafmælið, til að koma á framfæri miklu þakklæti og virð- ingu Samtaka aldraðra til handa Reykjavíkurborg, kjörnum fulltrú- um í borgarstjórn, embætt- ismönnum og starfsmönnum borg- arinnar fyrir gott og árangursríkt samstarf og samvinnu næstum öll þessi 40 ár. Í Morgunblaðinu 3.4. 2013 var viðtal við formann samtakanna í tilefni þess að borgarfulltrúar sjálfstæðismanna höfðu lagt fram tillögu um að borgin einhenti sér í að hafa tiltækar lóðir fyrir þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða, en þar kom fram að Samtökum aldraðra hefur gengið erfiðlega að fá lóðir í Reykjavík síðustu ár. Formað- urinn sagði að „félagið hafi fengið lóðina Sléttuveg 29-31 afhenta í ársbyrjun 2009 og hófust fram- kvæmdir þá þegar og þeim lauk á áætluðum tíma og kostnaði sem var verulega undir áætluðu verði, þrátt fyrir kreppu og kulda á fast- eignamarkaði“. „Síðan höfum við ekki fengið svör við óskum um lóðir sem við höfum sótt um,“ segir formað- urinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði „að um 4-5 lóðir væri að ræða“. Samtök aldraðra eiga 40 ára starfsafmæli nú í marsmánuði, hafa byggt 443 íbúðir, þar af 415 í Reykjavík. Nú er í byggingu 28 íbúða hús í Kópavogi. Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins vildu ekki sam- þykkja tillöguna en lögðu til að henni yrði vísað til skoðunar starfshóps um innleiðingu hús- næðisstefnu Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn féllust á það en létu bóka: „Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telja að borg- arstjórn hefði átt að samþykkja fyrirliggjandi tillögu um aukið lóðaframboð vegna þjónustuíbúða fyrir eldri borgara í Reykjavík í stað þess að vísa henni til skoð- unar í borgarkerfinu enda alls- endis óvíst hvenær þeirri skoðun lýkur. Þeir samþykkja hins vegar málsmeðferðartillöguna í trausti þess að unnið verði að málinu án tafar og niðurstaða fáist fljótlega, sem leiði til jákvæðrar niðurstöðu í þágu húsnæðismála eldri borg- ara í Reykjavík.“ Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fór yfir stöðuna í framsöguræðu sinni. Hann sagði brýnt að bæta úr skorti á þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara í Reykjavík og það gæti borgin gert í samstarfi við þau byggingarfélög eldri borgara sem nú þegar hefðu látið að sér kveða í málaflokknum og byggt mörg hundruð íbúðir. Hann sagði einnig að til þess að slíkt átak væri mögulegt þyrfti borgin að úthluta lóðum undir slíkar byggingar. Þeim þjón- ustuíbúðum, sem teknar hefðu verið í notkun á undanförnum ár- um, væru á lóðum, hefði verið út- hlutað á síðasta kjörtímabili. Eng- um lóðum hefði hins vegar verið úthlutað á þessu kjörtímabili. Mottóið „að bæta lífi við árin“ hefur svo sannarlega verið upp- fyllt og gráu hárunum hefur fjölg- að í strögglinu við núverandi meirihluta, en „árin við lífið hafa verið og verða ansi lengi að líða“ enda allsendis óvíst hvenær skoð- un skoðunarnefndarinnar lýkur, ef að líkum lætur. Samtök aldraðra eru mjög þakklát sjálfstæðismönnum í borgarstjórn og framsögumanni, Kjartani Magnússyni, fyrir tillög- una og bókun þeirra er skiljanleg, en löngu er tímabært að afgreiða frá borgaryfirvöldum framsettar óskir samtakanna um lóðir. Það eru 400-500 manns í okkar samtökum sem vonast eftir íbúð- um í félagskerfinu. Þetta er nú- verandi meirihluta vel kunnugt. „Það sem gerir ellina svo dap- urlega er ekki það að gleði vor hverfi heldur hitt að vonir vorar deyja,“ hugsa sjálfsagt margir þeirra og raula um leið fágætan lofsöng um fegurð ellinnar til upp- örvunar í biðinni. Þetta er ekkert sem hefur ekki skeð áður í okkar ranni. Það er ekkert mál að leysa þennan vanda ef meirihlutinn hefði áhuga á að leysa hann. Vandamálasmíð og viðhald vandamála er sérgrein ís- lenskra stjórnmála. Það er alltaf gaman að þrætubókinni, sagði Kiljan. Bætum lífi við árin meðan við bíðum Eftir Erling Garðar Jónasson » Samtök aldraðra eru mjög þakklát sjálf- stæðismönnum í borg- arstjórn og framsögu- manni, Kjartani Magnússyni, fyrir tillög- una. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður samtaka aldraðra. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ford.is Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 1.750.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,70%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. *Ford Focus er söluhæsti bíll í heimi árið 2012miðað við þær staðfestu sölutölur sem liggja fyrir (jan-sept). * Vinsælasti bíll heims í nýrri útfærslu FORDFOCUSTRENDEDITION Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu í Brimborg í dag og kynntu þér vinsælasta bíl heims árið 2012. FORD FOCUSTRENDEDITION 5DYRA FRÁ 3.490.000KR. FORD FOCUSTRENDEDITIONSTATION FRÁ 3.640.000KR. FRÁ FORD FOCUS TREND EDITION 29.198KR./MÁN Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.