Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 ✝ Jakob ÞórJónsson fædd- ist í Reykjavík 23. mars 1939. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ í Reykjavík 21. mars 2013. For- eldrar hans voru Jón Ágústsson, f. 19. apríl 1918, d. 17. desember 1995, og Andrea Sigríður Jóhannesdóttir Rolzitto, f. 22. febrúar 1921, d. 16. september 2008. Þau eignuðust einnig Sæv- ar, f. 24. mars 1940. Hann var ættleiddur og lést 18 ára af slys- förum. Fósturforeldrar Jakobs frá fimm mánaða aldri voru afa- systir hans, Sigríður Arndís Þór- arinsdóttir, f. 22. október 1894, d. 9. júní 1971, og eiginmaður hennar Kristján Jens Guðbrandsson, f. 27. mars 1891, d. 7. nóvember 1976. Systkini Jakobs sammæðra eru Viktor 1964, menntaður húsasmíða- meistari, yfirmaður flug- umsjónar Air Atlanta. Eiginkona hans Maríanna Hugrún Helga- dóttir, BS í búvísindum, frkvstj. FÍN, f. 13. jan.1968. Börn: Andri Rósi, f. 28. feb. 2001, og Sunna Rós, f. 7. maí 2006. c) Jóhannes Þór Jakobsson, f. 11. júlí 1975, BA í mannfræði. Maki hans María Vilborg Guðbergsdóttir, f. 26. apríl 1976. Dætur: Hildur Rósa, f. 7. apríl 2010, og Jenný Lára, f. 1. janúar 2012. Jakob var alinn upp á Pat- reksfirði og bjó hjá fósturfor- eldrum sínum á Klifi. Jakob tók unglingapróf frá Núpi í Dýra- firði. Hann lauk námi í hús- gagnasmíði frá Trésmiðjunni hf. í Reykjavík og tók sveinspróf í húsasmíði. Jakob smíðaði sum- arbústaði til margra ára og vann við smíðar alla tíð. Hann var afar fær módelsmiður og liggja eftir hann meðal annars frábær flug- vélamódel. Útför Jakobs Þórs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 5. apríl 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. Jóhannes Rolzitto, f. 22. nóv. 1942, James Albert Rolzitto, f. 9. feb. 1944, Jeannie Brown, f. 21. sept. 1946, Eugene Dur- ham, f. 11. júlí 1955, og Esteva Gonzales, f. 21. júlí 1961, d. 2009. Jakob kvæntist 28. mars 1964 Bjargeyju Guð- mundsdóttur, f. 26. apríl 1943. Þau skildu árið 1995. Synir þeirra eru: a) Kristján Arnar, f. 23. júní 1964, flugmaður hjá Air Atlanta. Eiginkona hans er Þór- hildur Ída Þórarinsdóttir, f. 29. des. 1962, MPM-verkefnastjóri. Barn Kristjáns með fyrrverandi sambýliskonu: Andrea Rós, f. 6. sept. 1989, einkaþjálfari. Synir Kristjáns með eiginkonu: Guð- bergur Rósi, f. 14. sept. 1995, og Alexander Thor, f. 29. des. 2001. b) Guðmundur Páll, f. 23. júní Minn ástkæri faðir er látinn, ekki nema 73 ára að aldri. Það sáu það allir sem kynntust hon- um að hann var ekki tilbúinn til þess að kveðja, óteljandi verkefni voru enn á verkefnalistanum. Þegar ég hugsa til baka þá man ég aldrei eftir honum öðruvísi en þannig að hann væri að gera eitt- hvað fyrir sig eða aðra, það var aldrei slegið slöku við, hvorki í vinnu eða í áhugamálum, þannig var það að hann var listamaður og mikill handverksmaður. Hann lærði húsgagnasmíði, svona upp á gamla mátann, sem í dag væri sennilega flokkuð sem listgrein, en þessi iðngrein er að miklu leyti gleymd vegna þess að henni var eytt út með einu pennastriki. Þetta hafði mikil áhrif á framtíð- aráætlanir föður míns, en hann ákvað þess vegna að klára húsa- smíðina sem var í raun og veru það sem fóstri hans, Kristján, vildi að hann hefði stefnt að strax í upphafi, en hann var húsasmið- ur á Patreksfirði. Já, þannig man ég eftir honum þegar við tvíbura- bræðurnir fórum með honum í Súðarvoginn á húsgagnaverk- stæðið og fengum að hjálpa til. Það var til dæmis vinsælt að fá að bora á standborvélinni þótt við bræðurnir værum heldur stuttir enda ekki nema níu ára (en því var reddað með því setja Egils- ölkassa á hvolf á gólfið til upp- hækkunar) eða að taka á móti spýtum úr þykktarheflinum með spóninn upp að öxlum. Já, þannig var það, það var aldrei slegið slöku við og þannig fékk maður að kynnast föður sínum í gegnum vinnu eða þegar hann var að vinna við sín áhugamál. Við tvíburabræðurnir fórum snemma að vinna með honum við smíðar, fyrst sem sumarvinnu og síðar þegar gagnfræðaskólanum lauk allt árið um kring, en þetta var ekki endilega sú vinna sem ég hafði tekið ákvörðun um að gera að ævistarfi, en það æxlaðist nú samt þannig að ég kláraði húsasmíðina 21 árs og meistara- námið sex árum síðar, það þótti nefnilega eðlilegt að ég færi á samning í smíðinni þar sem ég var að vinna með pabba í smíð- inni hvort sem var. Á þessum tíma sem ég var að vinna með föður mínum í smíðinni kynntist ég honum sem lærlingur í fyrstu, en seinna sem félagi og vinur. Það er mér dýrmæt reynsla að hafa fengið að kynnast föður mínum með þessum hætti, en þessi vinátta hefur kennt mér að skilja hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Ég veit það að þegar þú eign- aðist okkur tvíburana þá var það ekki í framtíðarplaninu hjá þér að stofna fjölskyldu, en þegar mér hlotnaðist sú gæfa að verða faðir, að vera kominn í þín spor að vera orðinn faðir tveggja barna, þá skildi ég að þú fannst fyrir dýrð drottins og lést allt annað víkja fyrir kærleika og ást. Ég veit að þú barst þungar sálarbyrðar frá bernsku, en ég fann sársaukann í hjarta þér þeg- ar þú jarðaðir móður þína fyrir nokkrum árum og sagðir yfir leiði hennar: „Núna ertu loksins komin heim, mamma,“ og ég minntist sögunnar sem þú sagðir mér þegar þú þorðir ekki í fang móður þinnar þegar hún kom í heimsókn vestur á Patreksfjörð þegar þú varst lítill. Ég veit að Drottinn tekur vel á móti þér, er þér náðugur og veit- ir þér frið, ástkæri faðir minn. Þinn sonur, Guðmundur Páll. Faðir minn Jakob Þór Jónsson féll frá 21. mars síðastliðinn. Hann hafði átt hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm um þó nokkurt skeið. Styrkleiki hans og metnaður í baráttu við þennan sjúkdóm fékk mann til að trúa því að hann myndi sigrast á hon- um þrátt fyrir þá staðreynd að hann væri ósigrandi. Fráfall föð- ur mins er átakanlegt en er einn- ig sterk áminning um það hversu lítil við erum. Ég var svo heppinn að hafa átt sameiginlegt áhugamál með föð- ur mínum til fjölda ára sem snér- ist í kringum módelflug, tímabil sem ég mun búa að alla mína tíð. Hann smíðaði og ég flaug, það var fyrirkomulagið sem reyndist okkur afar happadrjúgt. Hann vann til verðlauna vegna módel- smíða og ég vann til verðlauna vegna flugsins sjálfs. Það er ríkt í minningu minni þegar ég mætti til keppni sem barn með flugvél sem pabbi smíðaði sem var langt frá því að standast kröfur nú- tímans og við unnum keppnina öllum reyndu flugmönnunum til mikillar gremju. Pabbi minntist þessa viðburðar alla tíð eftir þetta. Jakob smíðaði mörg glæsi- verkin í flugmódelsmíðum ásamt því að skilja eftir sig glæsileg minnismerki frábærs handverks- manns í húsgagnasmíð og húsa- smíði. Jakob smíðaði líkan af fjölda flugvéla í gegnum tíðina en eitt af stærstu verkefnum föður míns var að smíða líkan af þeirri flugvél sem flaug fyrst upp að ís- lenskri grundu. Þetta var módel í ¼ stærð af vélinni og flaug sú vél upp af Reykjarvíkurflugvelli ná- kvæmlega 75 árum eftir að upp- runalega vélin tók sig á loft á ná- kvæmlega sama stað. Jakob ólst upp á Patreksfirði þar sem hann var í umsjón fóst- urforeldra sinna þar sem móðir hans hafði flutt búferlum til Am- eríku, slíkur hagur var án efa erf- iður fyrir Jakob, en fósturfor- eldrar hans reyndust honum vel. Fljótlega fór að bera á áhuga hans á flugvélum og var hann vel meðvitaður um þær vélar sem stunduðu áætlunarflug til Pat- reksfjarðar. Hann minntist mörgum stundum á þá flugferð sem hann upplifði sem ungur drengur frá Reykjavík til Pat- reksfjarðar í flugbát. Það þótti nú vera efnaðri manna siður að fljúga á þessum tíma þannig að það hefur án efa verið mikil upp- hefð fyrir Jakob að fá að fljúga þessa ferð. Þetta hefur án efa verið upphafið að því sem átti síð- ar meir eftir að vera óbilandi áhugi á flugvélum og þá sérstak- lega á þeim vélum sem notaðar voru við flug innanlands hér fyrstu árin. Það var mikill heiður að fá tækifæri til að kynnast föður mínum svona vel í gegnum áhugamálið hjá okkur feðgunum og mun ég búa að því alla mína tíð. Það er eitt sem sameinar okkur öll í þessu lífi og það er vissan um að við munum öll fyrr eða síðar deyja á einn eða annan hátt. Eins og fæðingin þá er dauðinn umbreyting á tilveru- stigi okkar í þessum heimi. Pabbi minn, ég sakna þín endalaust og farðu vel með þig. Góði Guð, hjálpaðu föður mínum að feta stíga óvissunnar og leiðbeindu honum réttan veg til velfarnaðar. Jóhannes Þór Jakobsson. Jakob var leikinn í höndum, ið- inn og útsjónarsamur. Að ráðast í það sem hann langaði til ein- kenndi hann alla tíð. Sem lítill snáði á Patró horfði hann á tign- arlegan Grumman-flugbát koma siglandi á sjónum upp í fjöru og snúa þar hálfhring. Þessi til- komumikla sjón á þeim árum heillaði Jakob og varð að ævi- löngum áhuga á flugi. Hann lét til sín taka í smíði ná- kvæmra eftirlíkinga ýmissa véla. Þar má nefna Avró 504K, eftir- mynd fyrstu flugvélar sem flaug á Íslandi árið 1919. Í blaðinu Scale Aircraft, febrúar/mars 1995, var dáðst að vinnu Jakobs og sagt: „… he has made a super job of detailing his model“. Avró er í eigu Flugmálastjórnar Ís- lands. Jakob smíðaði Catalina- flugbát. Fyrirmyndin TF-ISP var keypt frá Bandaríkjunum og flugið frá New York til Íslands 1944 er fyrsta flug íslenskrar áhafnar yfir Atlantshafið. Þá vél Jakobs má sjá í Flugstöðinni á Ísafirði. Hann smíðaði einnig Veiðibjölluna, Junkers-vél, sem var meðal annars í áætlunarflugi á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi vél er í skalanum ¼. Skrúfan er listasmíð og prentplötur sem hann valsaði gefa vélinni báru- járnsáferð sem einkenndi Jun- kers-vélar þess tíma. Veiðibjall- an er í geymslu hjá Flugsafni Íslands á Akureyri og er höfð þar til sýnis. Þegar flutt er í lítið hús- næði á hjúkrunarheimili, velur hver það sem er honum dýrmæt- ast. Jakob tók með sér Grumman Goose-skrokk. Honum entist ekki heilsa í það verk. Hann hafði unun af ferðalög- um eins og þegar hann heimsótti móður sína og systkini til Banda- ríkjanna. Jakob kom t.d. til okkar þegar við dvöldum í París. Hann lék sér að því að stinga strákana af upp á næstefsta pall Eiffelt- urnsins. Hann talaði góða frönsku og naut þess að ganga um stræti Parísar. Jakob flutti tvívegis til okkar vegna veikindanna. Sú samvera og aðrar stundir urðu til þess að við kynntumst vel. Hann hafði áhuga á uppruna mannsins og þróun sögunnar, hvort líf leynist annars staðar og eftir þessa jarð- vist. Jakob var vel lesinn, hlust- aði gjarnan á útvarpið við vinn- una og fylgdist grannt með þjóðmálum. Oft var fróðlegt að ræða landsins gagn og nauðsynj- ar við hann. Við Jakob fórum saman á flugsýningar og höfðum gaman af. Kristján og fjölskylda hans tengjast Látrum í Aðalvík sterk- um böndum og eiga þar sumar- hús. Síðustu árin lagði maðurinn minn, ásamt Jakobi og sonum okkar, allt kapp á að komast vestur á sumrin. Þar unnu þeir hörðum höndum við að dytta að húsinu sem þarfnaðist orðið við- halds. Þessar ferðir gáfu þeim mikið og þeir komu jafnan þreyttir á líkama en endurnærðir á sál til baka. Síðasta sumar fóru þeir í ágúst til Aðalvíkur. Þar kom í ljós hve veikur Jakob var orðinn. Jakob gat virkað fáskiptinn en okkur var hann mjög hjálpsam- ur. Hann var ekki aðeins faðir Kristjáns heldur þróaðist vinátta milli þeirra feðganna þannig að þeir urðu nánir félagar síðustu árin. Sonum mínum reyndist hann góður afi á sinn sérstaka hátt. Við erum fegin að Jakob fékk hvíld frá langri baráttu við illvígt krabbamein. Við söknum hans en munum þakklát eiga afar góðar minningar um ótal margt. Meira: mbl.is/minningar Þórhildur Ída Þórarinsdóttir. Elsku Kobbi, við höfum þekkst í rúm 28 ár, samt urðum við aldrei náin, vegna þess hve lokaður þú varst. Þú varst ávallt velkominn á heimili okkar Gumma, en samt komst þú aldrei nema að hafa erindi við Gumma eða að við hefðum sérstaklega boðið þér í mat. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða okkur ef við þurftum á aðstoð að halda, en þú baðst mig aldrei um aðstoð. Mað- ur þurfti að sæta lagi til að mega aðstoða þig. Þú vildir aldrei að ég hjálpaði þér óumbeðið, ég þurfti alltaf að spyrja þig fyrst hvort þú vildir aðstoð. Þannig var það líka eftir að þú varst veikur og þurftir mikla aðstoð og það líkaði þér illa að vera háður aðstoð. Fljótlega sagðir þú við mig: „Maríanna, ég bið um aðstoð þegar ég þarf hana,“ samt kom aldrei beiðni frá þér. Ég fylgdist með og þegar ég sá að þú þarfnaðist aðstoðar þá passaði ég mig á því að spyrja þig fyrst hvort þú þyrftir aðstoð og þá þáðir þú hana. Þú kvartaðir aldrei í mín eyru að þú fyndir til en ég vissi að þú liðir vítiskvalir. Það veit ég því í einu verkjakasti þínu þá kallaðir þú á mig með nafni og baðst mig um að halda í höndina á þér, sem ég gerði. Þú varst þakklátur fyrir það þó að þú segðir það ekki, ég veit það. Þú vildir heldur aldrei gefast upp í veikindunum, þú varst alltaf á leiðinni heim. Ég veit það samt innst inni að þú ert hvíldinni feg- inn og ég veit líka að þú ert í góð- um höndum Guðs þar sem þú varst góður maður. Þú, Guð, ert minn, ég á þig að, ég er í höndum þínum mitt veika hjarta huggar það á harmaferli mínum. Ég veit þitt voldugt ráð er vizka dýr og náð, því gleðst ég, Guð, í þér er gleðisólin mér í heimi hverfur sínum. (Ramus – sb.1886 – H. Hálfd.) Ég er einnig þakklát fyrir það að elsta dóttir mín, Andrea Rós, skyldi ná að kynnast þér betur síðustu árin, en yngri börnin, Andri Rósi og Sunna Rós gerðu það því miður ekki. Það kemur glöggt fram í bréfi sem þau skrifuðu þér og lögðu í kistuna þína, en þar sögðu þau hrein- skilnislega að þau hefðu viljað kynnast þér betur og að þau elskuðu afa sinn. Ég held þú hafir lesið þessi bréf þeirra og ég veit að þú ert hjá okkur þó að þú sért farinn. Eitt atvik staðfestir það. Yngsta dóttir mín, Sunna Rós, fór út að hjóla á skírdag, en ég bjóst við að hún myndi ekki muna hvernig hún ætti að hjóla þar sem hún náði aðeins nokkrum tökum á því síðasta sumar. Þegar hún kom inn þá hrósaði ég henni hvað hún hefði verið dugleg og var í sjálfu sér hissa að hún skyldi ekki koma grenjandi inn vegna þess að henni hefði gengið illa. Þá kom svar sem ég mun alltaf muna eftir, hún sagði „það var vegna þess að afi var að hjálpa mér“, ég hváði og spurði hana hvers vegna hún héldi að afi hennar væri að hjálpa henni, ég veit það bara sagði hún, hann hjálpaði mér að halda jafnvægi. Þú hefur því haldið áfram að veita okkur hjálparhönd út fyrir líf og dauða. Ég mun eins og allir aðrir koma til með að minnast þín á góðum stundum og vera þakklát fyrir þær stundir sem við höfð- um. Hvíldu í friði, elsku hjartans Kobbi minn. Þín tengdadóttir, Maríanna. Það kom að því að þú fékkst að fara yfir, elsku afi minn, losna undan verkjunum og veikindun- um sem voru búin að há þér öll þessi ár en þó með krafti frá síð- asta sumri. Við höfum aldrei ver- ið sérstaklega náin vegna þess hve lokuð persóna þú varst, en þar erum við svolítið lík, við opn- um okkur ekki fyrir hverjum sem er. Þegar ég hugsa til baka þá er ýmislegt í þínu fari sem ég get tengt við. Mér hefur verið sagt að okkar fyrstu kynni fyrir 24 ár- um hafi ekki verið þér til mikillar gleði vegna þess hve mikið ég grét þegar ég var í fanginu á þér í fyrsta skipti en við höfum átt margar stundir eftir það en þær voru kannski ekki eins nánar og okkur langaði. Það var ekki fyrr en í sumar þegar þú varðst svona mikið veikur sem við byrjuðum að vera nánari. Ég reyndi eins og ég gat að vera þér innan handar eftir að þú lentir í hjólastól en það var nú bara alltaf þannig með þig, afi minn, að þú vildir aldrei vera nein byrði á öðrum. Þú baðst aldrei um aðstoð nema þú þyrftir alveg nauðsynlega á henni að halda og á tímabili leið mér svolítið eins og ég væri byrði á þér því ég vildi alltaf vera að gera eitthvað fyrir þig sem þér fannst óþarft. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar ég var að rúnta með þig, hvort sem það var í búð- ina eða sækja þig á spítalann þá fannst þér alveg rosalega magn- að að ég gæti nánast haldið á þér úr hjólastólnum yfir í bílinn og fannst mér eins og álit þitt á mér hafi breyst til muna og þú hafir nánast litið upp til mín eftir það, þú fékkst allavega að kynnast því að það er ágætis harka í stelpunni. Mér fannst alltaf rosa- lega gaman að eyða tíma með þér síðustu mánuði vegna þess að þú varst farinn að sjá lífið í öðru ljósi. Þú varst orðinn miklu opnari og hleyptir fólki nær þér sem er okkur öllum minnisstætt. Það var líka svo aðdáunarvert hvað þú varst yfirleitt jákvæður gagnvart þessum veikindum og þú ætlaðir alltaf að ná þér upp úr þeim, það var ekkert að fara að stoppa það að þú myndir setjast undir stýri aftur. Það var mér líka rosalega mikils virði hvað þú og Aron náðuð vel saman, þið gátuð alltaf spjallað en það hefur eflaust verið harkan hans og dugnaðurinn síðasta sumar í Að- alvíkinni sem heillaði þig. Maður heldur alltaf að það sé hægt að undirbúa sig undir and- lát, fráfall, sorg og söknuð en það virkar víst ekki þannig og mál- tækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ á vel við á þessum tímum. Þú munt alltaf vera í okkar minnum og við mun- um aldrei gleyma þér. Ég veit að þú munt fylgjast með mér að handan og passa vel upp á mig. Þín, Andrea Rós. Kobbi, frændi minn á Klifi, eiginlega litli bróðir mömmu og „stóri bróðir“ minn, nákvæmlega 10 árum eldri en ég og 12 árum yngri en mamma, hann hefur nú kvatt okkur. Hann ólst upp á Patreksfirði hjá afasystur sinni, Sigríði A. Þórarinsdóttur, og manni hennar, Kristjáni J. Guð- brandssyni, sem ólu hann upp sem sitt eigið barn. Jakob átti systkin, sem móðir hans, Andrea Jóhannesd. Rozitto, eignaðist úti í Ameríku. Jakob kynntist þeim ekki fyrr en hin síðustu ár, þegar þau voru öll orðin fullorðin. Þau eru; Jóhannes Victor, James Al- bert, Jeannie, Eugene og Es- teva, sem lést 2009. Þetta eru nokkuð flókin fjölskyldutengsl, en þau systkin náðu afar vel saman nú á síðustu árum. Þau sýndu bróður sínum mikla hlýju í veikindum hans. Sum þeirra komu til Íslands til að heimsækja Kobba og kynnast ættingjum sínum hér og Kobbi fór út til að heimsækja þau. Kobbi var mikill listamaður, hann var lærður hús- gagnasmiður, mjög góður mód- elsmiður, hann smíðaði m.a. glæsilega flugvél, sem er á Flug- safninu á Akureyri. Honum var svo margt til lista lagt, skar lista- vel út í tré og teiknari var hann góður. Hann glímdi við krabba- mein síðustu árin og barðist hetjulega við þann vágest, sem að lokum hafði betur. Kobbi var oft þögull og lét ekki svo glatt í ljós hvernig hon- um leið. Jakob átti þrjá vel gerða og frábæra syni með fyrrv. konu sinni, Bjargeyju Guðmundsdótt- ur, tvíburabræðurna Kristján Arnar og Guðmund Pál og svo Jóhannes Þór, þrjár tengdadæt- ur og sjö barnabörn. Þetta fólk sitt elskaði hann ofar öllu og hann lifði fyrir þau. Við Kobbi vorum ávallt góðir vinir og létum okkur annt hvort um annað. En ég sakna þessa frænda míns og langar að kveðja hann með þess- um orðum: Þú skynjaðir gest, sem var genginn í hlað, og glæddir þá ljósið á kveiknum. Þú lést ekki vita, samt vissirðu það, þig var hann að dæma úr leiknum. Og svo þegar ástvinir sóttu þig heim, um sjúkdóminn ræddir þú eigi. En lofaðir voninni að lifa hjá þeim, eins lengi og bjarmaði af degi. Hann lyftir sér hátt yfir hrannir og él, sá hugur, sem góðviljinn mótar. Þú geymdir í hjartanu gullið svo vel, að grófu þar fáir til rótar. (Heiðrekur Guðmundss.) Við sendum börnum, tengda- börnum og barnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Hera og Reimar. Jakob Þór Jónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar, við munum alltaf muna eftir þér, við hefðum viljað kynnast þér betur, við söknum þín, við elskum þig afi. Þín, Andri Rósi og Sunna Rós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.