Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 2w00 Kópavogur
Hafðu samband við
bakarameistarann og
ráðfærðu þig við
hann um val á
tertu og útfærslu
Bjóðum upp á
af
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að
komið verði upp eldflaugavörnum í
herstöð á eyjunni Guam í Kyrra-
hafi eftir að stjórnvöld í Norður-
Kóreu hótuðu kjarnorkuárás á
Bandaríkin. Sérfræðingar í örygg-
ismálum telja að Norður-Kóreu-
menn geti ekki skotið eldflaugum
á meginland Bandaríkjanna en
geti hins vegar skotið meðaldræg-
um flaugum á bandarískar her-
stöðvar í Asíu og Kyrrahafi.
Chuck Hagel, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, segir að
Bandaríkjastjórn taki hótanir
Norður-Kóreumanna alvarlega þar
sem þeir hafi sýnt að þeir geti
sprengt kjarnorkusprengjur og
skotið langdrægum eldflaugum.
Bandaríkjunum stafi því „raun-
veruleg og skýr hætta“ af vopnum
Norður-Kóreumanna vegna hótana
og herskárrar framgöngu þeirra
síðustu vikurnar.
Bandaríkjaher hyggst setja upp
gagnflaugabúnað af gerðinni
THAAD á Guam og gert er ráð
fyrir að það taki nokkrar vikur.
Guam tilheyrir Bandaríkjunum, er
um 3.380 kílómetra suðaustur af
Norður-Kóreu. Um 6.000 manna
bandarískt herlið er með bæki-
stöðvar á eyjunni, auk kafbáta og
sprengjuflugvéla.
Áður hafði Bandaríkjaher sent
herskip að Kóreuskaga með gagn-
flaugabúnað sem hægt væri að
nota til að skjóta niður norðurkór-
eskar eldflaugar.
Eldflaug skotið yfir
Japan 15. apríl?
Her Norður-Kóreu tilkynnti í
fyrrakvöld að hann hefði fengið
„endanlega heimild“ frá stjórn-
völdum til að gera eldflaugaárás á
Bandaríkin, hugsanlega með
kjarnavopnum. „Stund spreng-
ingarinnar nálgast óðum,“ sagði í
tilkynningu frá hernum sem ýjaði
að því að hann réði yfir kjarnaodd-
um sem væru nógu litlir og léttir
til að hægt væri að beita þeim með
langdrægum eldflaugum. Sérfræð-
ingar í öryggismálum telja þó ólík-
legt að Norður-Kóreumönnum hafi
tekist að þróa slíka kjarnaodda.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu
skýrðu frá því að stjórnin í Pyon-
gyang hefði látið flytja meðal-
dræga eldflaug á austurströnd
Norður-Kóreu. Talið er að flaugin
sé af gerðinni Musudan-1 sem
dregur allt að 3.000 kílómetra.
Hægt væri að skjóta henni á
Suður-Kóreu eða Japan en ekki á
Guam-eyju, að sögn sérfræðinga í
öryggismálum.
Varnarmálaráðherra Suður--
Kóreu, Kim Kwan-Jin, sagði á
þingi landsins að ekki væri vitað
hvort eldflaugin væri með sprengi-
hleðslu. „Markmiðið gæti verið að
skjóta henni í tilraunaskyni eða
nota hana á heræfingu,“ sagði
varnarmálaráðherrann.
Fréttastofan Yonhap hafði eftir
heimildarmönnum sínum í leyni-
þjónustu Suður-Kóreu að Norður-
Kóreumenn kynnu að skjóta eld-
flauginni 15. apríl, á afmælisdegi
Kim Il-Sung, fyrsta leiðtoga
Norður-Kóreu og afa núverandi
leiðtoga.
Nokkrir fréttaskýrendur hafa
spáð því að Norður-Kóreumenn
fylgi herskáum yfirlýsingum sínum
eftir með því að skjóta eldflaug yf-
ir Japan. Þeir telja ólíklegt að
Norður-Kóreumenn vilji í raun og
veru hefja allsherjarstríð gegn
Bandaríkjunum en líklegra sé að
þeir grípi til takmarkaðra, ögrandi
aðgerða til að sýna hernaðarmátt
sinn og reyna að bjarga andlitinu
eftir allar stríðsyfirlýsingarnar.
Taldir vilja friðarviðræður
Enginn veit þó með vissu hvað
Kim Jong-Un, leiðtoga Norður--
Kóreu, gengur til og varað hefur
verið við því að einhvers konar
mistök geti orðið til þess að allt
fari í bál og brand.
„Spurningin er hvort Kim, sem
er ungur og óreyndur, viti hvern-
ig taka eigi á þessari stigmögn-
uðu spennu. Hvernig lýkur
þessu? Það er spurning sem vert
er að hafa áhyggjur af,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Yun Duk-
Min, prófessor í alþjóðastjórn-
málum í Seoul og sérfræðingi í
málefnum Norður-Kóreu.
Nokkrir fréttaskýrendur telja
að meginmarkmiðið með þessum
hótunum sé að knýja Bandaríkja-
stjórn til að hefja viðræður um
friðarsamning við Norður-Kóreu-
menn. „Þeir virðast telja að þeir
verði ekki teknir alvarlega fyrr
en þeir geti hafið viðræður um
þetta mál og notað verulegan
hernaðarstyrk sér til framdrátt-
ar,“ hefur BBC eftir Andreu Ber-
ger, breskum sérfræðingi í bar-
áttunni gegn útbreiðslu kjarna-
vopna.
Hótun svarað með gagnflaugum
Eldflaugar Norður-Kóreu
Heimildir: AFP/KDM/Global Security
Norður-Kóreumenn hafa þróað margar gerðir
eldflauga og flugskeyta á síðustu árum
1.500 km
500 km
4.000 km
6.000 km
ELDFLAUGATEGUNDIR
300 km
Tilbúin til notkunarScud-B
500 km
Tilbúin til notkunarScud-C
1.300 km
Tilbúin til notkunarRodong
2.500 km
Tilraunaskot 1998
(mistókst)
Taepodong-1
3.000 km
120 km
Í þróunMusudan-1
A.m.k. 17 tilraunaskotKN-02
6.700 km Flaug af þessari gerð var flutt
á austurströnd Norður-Kóreu
Taepodong-2
100 km
SUÐUR-
KÓREA
NORÐUR-
KÓREA
SEOUL
PYONGYANG
Tongchang-ri
Musudan-ri
Þekktar eldflauga-
skotstöðvar
Burðarflaug af gerðinni Unha-3, sem líkist
Taepodong-2, var skotið í geiminn 12. desember sl.
Fjarlægð frá
Norður-Kóreu
Bandaríkin efla eldflaugavarnir sínar vegna stríðsyfirlýsinga N-Kóreumanna sem hafa hótað að beita
kjarnavopnum Eldflaug flutt að austurströnd N-Kóreu, hugsanlega til að skjóta henni yfir Japan
„Algjörlega óviðunandi“
» Rússneska stjórnin for-
dæmdi í gær hótanir og að-
gerðir Norður-Kóreumanna og
lýsti þeim sem „algjörlega
óviðunandi“ brotum á álykt-
unum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
» Talsmaður rússneska utan-
ríkisráðuneytisins sagði að
framganga Norður-Kóreu-
manna hefði „torveldað, ef
ekki útilokað möguleikann á að
hefja viðræður að nýju“ um
frið á Kóreuskaga.
Dansmærin Karima El-Mahroug, sem kallar sig „rúbínrauða hjartaþjóf-
inn“, efndi til mótmæla í gær við dómhús í Mílanó til að neita því að hún
hefði þegið peninga fyrir að hafa kynmök við Silvio Berlusconi, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu, þegar hún var undir lögaldri. Berlusconi hefur
verið sóttur til saka vegna málsins og Mahroug mótmælti því að hún skyldi
ekki hafa fengið að bera vitni.
AFP
Hjartaþjófurinn mótmælir