Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 13,5% á árinu, sem jafngildir 8,6% raunávöxtun, sem er hæsta ávöxtun sjóðsins frá árinu 2006. Raunávöxtun sjóðsins frá stofnun hans árið 1992 er 3,6%. Eignir tryggingadeildar voru 125,3 milljarðar króna í árslok 2012 og jukust um 16,1 milljarð króna á árinu. Nafnávöxtun ávöxtunarleiða séreignardeildar sjóðsins var frá 5,9% til 15,7% á árinu 2012, sem jafngildir 1,3% til 10,7% raunávöxtun. Eignir séreignardeildar voru 5,4 milljarðar króna og þrátt fyrir tímabundnar úttektarheimildir jukust eignir deildarinnar um 250 milljónir króna á árinu. Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • 510 5000 • lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 57 12 9 Ársfundur 2013 Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. Tryggingafræðileg staða Athugun á tryggingafræðilegri stöðu hefur þann tilgang að meta eignir sjóðsins á móti þeim skuldbindingum sem felast í áunnum og framtíðarréttindum sjóðfélaga til lífeyris. Tryggingafræðileg staða sjóðsins í árslok 2012 var -6,3%, sem er innan þeirra heimilda sem lög leyfa án þess að grípa þurfi til réttindabreytinga og mun stjórn sjóðsins ekki leggja fram tillögu til réttindabreytinga á komandi ársfundi. Stjórn sjóðsins: Þorbjörn Guðmundsson, formaður Jón Bjarni Gunnarsson, varaformaður Bolli Árnason Gylfi Ingvarsson Hanna Þórunn Skúladóttir Hilmar Harðarson Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Sigurðsson 2012 2011 Heildariðgjöld ............................................................. 5.257 millj. kr. 4.901 millj. kr. Heildarlífeyrisgreiðslur ............................................ 4.155 millj. kr. 3.838 millj. kr. Nafnávöxtun ............................................................... 13,5% 7,2% Hrein raunávöxtun .................................................... 8,6% 1,9% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal .................... -2,9% -4,5% Hrein raunávöxtun frá stofnun sjóðsins 1992 (árlegt meðaltal) ................................................ 3,6% 3,4% Fjárfestingartekjur .................................................... 15.580 millj. kr. 8.227 millj. kr. Fjárfestingargjöld ...................................................... 157 millj. kr. 140 millj. kr. Rekstrarkostnaður ..................................................... 144 millj. kr. 137 millj. kr. Hrein eign til greiðslu lífeyris ................................ 130.722 millj. kr. 114.341 millj. kr. Tryggingafræðileg staða ......................................... -6,3% -6,6% Fjöldi virkra sjóðfélaga ............................................ 9.476 9.686 Fjöldi lífeyrisþega ...................................................... 5.543 5.245 Fjöldi stöðugilda ........................................................ 16 16 Helstu tölur úr ársreikningi Séreignardeild Ávöxtun séreignarsparnaðar sjóðsins á síðasta ári var eins og taflan sýnir: Aldursleið Aldursleið Aldursleið Aldursleið Innlánsleið 1 2 3 4 Nafnávöxtun 2012 15,7% 12,5% 9,1% 5,9% 6,6% Raunávöxtun 2012 10,7% 7,7% 4,4% 1,3% 2,0% Raunávöxtun sl. 5 ár 1,8% 2,2% 2,3% 2,5% Eignasamsetning tryggingadeildar í árslok 2011 og 2012 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45% Bankainnstæður Ríkisskuldabréf Skuldabréf sveitarfélaga Skuldabréf fyrirtækja Skuldabréf fjármálafyrirtækja Veðskuldabréf Erlend skuldabréf Erlend hlutabréf Innlend hlutabréf 2012 2011 STARFSEMI 2012 SAMEINAÐA LÍFEYRISSJÓÐSINS IBBY-samtökin stóðu í gær fyrir sameiginlegri sögustund í öllum grunnskólum landsins. Á slaginu kl. 9.10 hlustuðu um 40 þúsund grunn- skólabörn á landinu á frumflutning á Rás 1 á sögunni Stóra bróður eftir Friðrik Erlingsson. Söguna samdi Friðrik fyrir IBBY-samtökin í tilefni af degi barnabókarinnar 2. apríl sl. Þetta var þriðja árið í röð sem samtökin stóðu fyrir sögustund sem þessari. Bergur Þór Ingólfsson leikari las söguna í útvarpinu og tók flutning- urinn um 20 mínútur. Saga Friðriks er fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára og segir frá hinum 11 ára gamla Hússein sem býr í stríðshrjáðu landi. Í tilkynn- ingu frá IBBY á Íslandi segir að sagan veiti nemendum innsýn í lífs- kjör jafnaldra þeirra sem búa ann- ars staðar á jörðinni. Hún veki þá einnig til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla geti þrátt fyrir allt leitt til góðs. Var almennt góður rómur gerður að sögunni í grunnskólum landsins en hægt er að nálgast upptöku af lestrinum á vef RÚV. 40 þúsund hlustuðu saman á Stóra bróður Morgunblaðið/Rósa Braga Sögustund Nemendur í Háaleitisskóla hlusta hér einbeittir á Stóra bróður í útvarpinu. Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferð- aróhöppum á höfuðborgar- svæðinu. Í einu þessara slysa féll hjólreiðamaður af hjóli sínu og í öðru var ekið á unga stúlku á rafmagnsvespu. Þriðja slysið varð vegna aftanákeyrslu á ljósastýrðum gatnamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur ökumenn enn sem fyrr til að gæta vel að sér nú þegar hlýnar í veðri og gera má ráð fyrir aukinni umferð hjólreiða- manna. Sýna þurfi tillitssemi í um- ferðinni, fara varlega og tryggja þannig örugga heimför. Fjórir slösuðust í þremur óhöppum í umferðinni Fara þarf varlega í umferðinni. Kristín Lilja Þórarinsdóttir, Lilja á Grund, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum miðvikudaginn 3. apríl sl., á nítugasta og fyrsta aldursári. Hún var heiðursborgari Reykhólahrepps og bar þá nafnbót frá því að hún varð sjötug. Lilja fæddist á Reykhólum og ól nánast allan sinn aldur þar í sveit. Lengst af var hún húsfreyja á Grund, rétt ofan við Reykhóla, en var síðari árin búsett í Barmahlíð. Eiginmaður Lilju var Ólafur Sveinsson, bóndi á Grund. Hann fórst í snjóflóðinu sem þar féll í jan- úar 1995. Synir þeirra eru Guð- mundur á Litlu-Grund og Unnsteinn Hjálmar á Grund. Foreldrar Lilju voru Steinunn Hjálmarsdóttir og Þórarinn G. Árnason. Hún missti föður sinn þeg- ar hún var tæplega fimm ára en fóst- urfaðir hennar var Tómas Sigur- geirsson, seinni maður Steinunnar. Þau Steinunn og Tómas voru alla sína tíð búendur á höfuðbólinu Reykhólum. Andlát Kristín Lilja Þórarins- dóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.