Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Skortur er á þjónustuíbúðum fyriraldraða en þrátt fyrir það hafa samtök sem vilja byggja slíkar íbúð- ir í Reykjavík ekki fengið lóðir hjá núverandi borgaryfirvöldum.    Kjartan Magnús-son borgar- fulltrúi segir að byggt hafi verið á lóðum sem úthlutað var á síðasta kjör- tímabili en síðan hafi allt verið stopp. Af þeim sökum lögðu sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram tillögu á fundi í vik- unni um aukið lóða- framboð fyrir þjón- ustuíbúðir.    Þá tillögu vildimeirihluti Jóns Gnarrs Krist- inssonar og Dags B. Eggertssonar ekki samþykkja og var hún „af- greidd“ með því að vísa henni „til meðferðar starfshóps um innleið- ingu húsnæðisstefnu Reykjavíkur“.    Sú „afgreiðsla“ er einhver svaka-legasta svæfing tillögu sem sést hefur og dugar án efa til að halda lóðum frá þeim sem vilja byggja þjónustuíbúðir um langa hríð.    Húsnæðisstefnan mikla og „inn-leiðing“ hennar hefur verið í vinnslu nær allt kjörtímabil Besta flokks og systurflokksins og má telj- ast talsvert afrek á þeim tímum sem nú eru að með henni skuli hafa tekist að koma í veg fyrir byggingar- framkvæmdir í borginni misserum saman.    Væntanlega verður strax að lok-inni innleiðingu húsnæðisstefn- unnar hægt að hefja endurskoðun hennar. Með því móti mætti jafnvel hindra lóðaúthlutunina vel fram á næsta kjörtímabil. Kjartan Magnússon Húsnæðisstefna innleidd í áraraðir STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Frábært úrval af þroskaleikföngum Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00 Öryggi – gæði - leikgildi Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 heiðskírt Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 léttskýjað Vestmannaeyjar 7 léttskýjað Nuuk 11 skýjað Þórshöfn 4 heiðskírt Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 2 slydda París 6 skúrir Amsterdam 3 alskýjað Hamborg 5 léttskýjað Berlín 2 skýjað Vín 6 skýjað Moskva 3 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 skýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 skýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -6 heiðskírt Montreal 3 heiðskírt New York 4 heiðskírt Chicago 7 léttskýjað Orlando 23 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:30 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 6:30 20:42 SIGLUFJÖRÐUR 6:12 20:25 DJÚPIVOGUR 5:59 20:02 „Það ríkir náttúrlega tjáningar- og skoðanafrelsi á Íslandi og þá skiptir engu máli hvort fólk starfar hjá fjölmiðlum eða ekki,“ segir Arn- þrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær sagði Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjöl- miðlanefndar, að jafnvel þótt það væri brot gegn fjölmiðlalögum að Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, yfirstjórnandi Útvarps Sögu, væru í framboði fyrir Flokk heimilanna varðaði það grein í lögunum sem engin viðurlög væru við og ekki væri gert neitt ráð fyrir að nefndin gæti tekið það sérstaklega til skoð- unar. Brot gegn tjáningarfrelsi Að sögn Arnþrúðar er Útvarp Saga fjölmiðill sem hefur lagt ríka áherslu á að hleypa öllum skoð- unum og mismunandi stjórn- málaöflum að. „Þannig að við stönd- um nú kannski framar öðrum fjölmiðlum hvað það varðar og höfum gert í mörg ár,“ segir Arnþrúður og bætir við að fjöl- miðillinn hafi alltaf leyft öllum stjórnmála- samtökum að reifa sínar skoð- anir. Þá bendir hún á að það væri óeðlilegt og í raun brot gegn tjáningarfrelsi ef það væru viðurlög við þessu. „Núna um páskana var klárað og ákveðið að bjóða stjórnmálaflokk- unum klukkutíma dagskrárlið sem þeir sjá um sjálfir til kosninga og þetta lá alveg fyrir þó að við værum ekki búin að tilkynna það opin- berlega,“ segir Arnþrúður og bend- ir á að jafnframt sé Útvarp Saga með opinn símatíma í þrjá tíma á morgnana þar sem öllum gefst kostur á að tjá sig. skulih@mbl.is Útvarp Saga hleypir öllum flokkum að  Segir að óeðlilegt væri að hafa viðurlög við framboði fjölmiðlamanna Arnþrúður Karlsdóttir Um 49 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars skv. talning- um Ferðamálastofu. Um er að ræða 45,5% aukningu frá því í fyrra eða fjölgun um 15 þúsund ferðamenn í mánuðinum. Fjöldi ferðamanna sem yfirgefa landið í mars hefur þrefaldast frá 2002 og hefur aukningin verið að jafnaði um 11,4% á milli ára. Frá ára- mótum hafa um 122 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu, 34 þús- und fleiri en í fyrra. Um er að ræða tæplega 40% aukningu á milli ára. Bretar voru þriðjungur ferða- manna í mars, Bandaríkjamenn 14%, Norðmenn 7% og Þjóðverjar 6,4%. Ef litið er til einstakra þjóða þá fjölg- aði breskum, bandarískum og þýsk- um ferðamönnum mest í marsmán- uði. 6.300 fleiri Bretar komu til landsins í marsmánuði nú en í fyrra. Morgunblaðið/Ómar Ferðalög Ferðamönnum utan há- annar hélt áfram að fjölga í mars. 45% fjölgun ferðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.