Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú færð hverja hugmyndina á fætur
annarri en gengur illa að gera þær allar að
raunveruleika. Nýttu tækifærið og reyndu
að koma sem mestu í verk.
20. apríl - 20. maí
Naut Rómantíkin liggur í loftinu í dag og
upplagt að eiga stefnumót með einhverjum.
Sýndu hagsýni en vertu um leið tillitssamur
við þig og þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinnan göfgar manninn, en það er
fleira sem gefur lífinu gildi. Farðu þó var-
lega í allar skyndiákvarðanir því þér hættir
til fljótfærni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert trúr og traustur í starfi og
ert nú farinn að njóta sannmælis. Betri
vinnuaðstaða gæti verið á næsta leiti. Að
gera hlutina á sinn hátt er æðislegt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er mikilvægt að þú áttir þig á að
þig er farið að lengja eftir ró og næði
heima fyrir. Næsti mánuður er einnig hag-
stæður fyrir fasteignaviðskipti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hættu að mikla fyrir þér eigin vanda.
Flest af verkefnunum eru hlutir sem þú hef-
ur dregið á langinn, en getur ekki dregið
lengur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til að taka til hend-
inni heima fyrir og losa sig við það sem þú
hefur ekki þörf fyrir lengur. Stundum gerast
hlutirnir þegar maður á síst von á því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Reyndu að slaka á í frítíma
þínum og varastu umfram allt að taka vinn-
una með þér heim. Láttu engan þvinga þig
til að gera eitthvað sem þú vilt ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú skalt ekki vera mjög vonsvik-
inn þótt eitthvað renni þér úr greipum.
Farðu eftir innsæi þínu og láttu aðra alls
ekki stjórna þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að halda vel á spilunum
ef þér á að takast að ná til þín verkefni
sem þú hefur mikinn áhuga á. Gefðu þér
því tíma og haltu þig því við ljósar stað-
reyndir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum er betur heima setið
en af stað farið. Farðu í gegnum skápana
og fleygðu því sem þú þarft ekki lengur á
að halda.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þið ættuð að finna ykkur tóm til
þess að líta upp og virða fyrir ykkur fegurð
himinsins. Reyndu að skipuleggja þig betur.
Hermann Jóhannesson hafðisamband vegna limru sem
fyrir misgáning var rangfeðruð í
Vísnahorninu í gær. „Mér sýnist á
öllu að þarna sé á ferðinni limra,
sem ég gerði fyrir margt löngu (ca.
1983-4), allavega var það skömmu
eftir að grámosabók Thors heitins
kom út. Sú limra var þannig:
Vart getur svo vesælan gróður
að gagnist ei neinum sem fóður,
og víst er að enn
búa meðal vor menn,
sem finnst jafnvel grámosi góður.
Ég sýndi þessa limru fáum, mest
af því að mér fannst hún minna
óþægilega mikið á vísu Jóns Helga-
sonar um Sturlu í Vogum.
Nú er mér sosum sama þó að vís-
urnar mínar séu eignaðar öðrum,
en mér þykir slæmt ef þær afbakast
til muna (nema auðvitað þegar það
er til bóta).“
Leiðréttist þetta hér með. Í minn-
isorðum Gísla Ólafar Péturssonar á
netinu má finna skemmtilegan
fróðleik. Þar segir að Jón Helgason
hafi skrifað eftirfarandi vísu á ein-
tak af Sturlu í Vogum en eintakið
síðan gengið milli landa í Höfn:
Hér kemur prófessor Hagalín
hampandi Sturlu í Vogum:
uppáhellingur, ónýtt vín,
undanrenna í trogum.
Í minnisorðunum má finna annan
gamankveðskap Jóns. Tilefnið var að
Matthías Þórðarson, þjóðminjavörð-
ur, ritaði ævisögu Jónasar Hall-
grímssonar og birtist hún framan við
heildarútgáfu af verkum skáldsins.
Íslensku skáldin, ástmey firrt,
angurvær súpa úr glasi.
Lognast svo útaf lítils virt
frá lífsins argaþrasi.
Um þeirra leiði er ekkert hirt
allt fer á kaf í grasi.
Síðast er þeirra saga birt
samin af Matthíasi.
Og eftirfarandi vísu skrifaði Jón á
eintak af bók sinni, Úr landsuðri.
Bókin var síðan seld á uppboði og
hreppti Árni Hafstað hana.
Er ég opna þetta yrkingakver
með andfælum við ég hrekk.
Hvort er þetta heldur ort af mér
ellegar Ríkharði Beck?
Ríkharður kemur einnig fyrir í
ljóðinu „Til lesandans“ eftir skáldið
Kristján Karlsson:
Allt gengur sinn gang,
jafnt um heiðar og sali.
Taktu Andrew Lang,
hann var skáld en fyrst smali.
Ætli það sé rétt?
Ef svo er ekki,
þá taktu dæmið
af Ríkharði Becki.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af grámosa, þjóðskáldi og
Ríkharði Becki
Í klípu
„NEI, ÞETTA ERU EKKI AUKAVERKANIR
AF LÝSISPILLUM. REYNDU NÚ AÐ TROÐA
ÞVÍ Í LITLA HAUSINN ÞINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EFTIR TVO DAGA ÆTTIRÐU AÐ VERA
ORÐINN NÓGU GÓÐUR TIL AÐ SJÁST Á
HJARTALÍNURITINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... púkalega góð.
ÞETTA ER SVAKA-
LEGASTI BAR SEM
ÉG HEF KOMIÐ Á.
HÉR ER SVO MIKIL
HARKA AÐ ÞAÐ ER EKKI
EINU SINNI „HAPPY
HOUR“.
HVAÐ ER ÞÁ
Í STAÐINN?
„REYNDU AÐ LEMJA EKKI
TENNURNAR ÚR NEINUM-STUND.“
ÉG ER SVOSEM
EKKI SYFJAÐUR ...
EN ÉG ER JÚ
ATVINNUKÖTTUR.Ég heiti Óskar og er kallaðurpáskar og ekki bara á páskum,
sagði innhringjandi í útvarpsþætti
á árum áður þegar strákar, sem þá
kunnu þá list að skemmta öðrum,
gerðu einmitt það á réttum vett-
vangi, í útvarpi, sjónvarpi eða á
sérstökum skemmtunum, en héldu
sig fjarri pólitíkinni. Nú er af sem
áður var en piltunum hefur samt
ekki enn tekist að koma páskunum
fyrir kattarnef.
x x x
Víkverji fellur fyrir ýmsu, meðalannars tilboðum. Hann drekk-
ur venjulega ekki gosdrykki en fyr-
ir páska fylgdi frítt páskaegg með
ef keyptir voru átta lítrar af gosi.
Þetta hitti í mark hjá Víkverja sem
keypti töluvert margar kippur af
gosi og dró þannig að búi fjölda
páskaeggja. Nú sýpur hann seyðið
af því, en finnur ekkert í geymsl-
unni fyrir gosi.
x x x
Þegar Víkverji horfir á heimilis-hundinn éta sömu tegund af
hundamat í öll mál hugsar hann
hlýtt til páskaeggjaframleiðenda.
Eggin eru ekki aðeins mismunandi
frá einum framleiðanda til annars
heldur er úrvalið fjölbreytt hjá
framleiðendum. Á páskum þakkar
Víkverji fyrir að vera ekki hundur.
x x x
Margir kannast ekki við eiginvandamál og sumir segjast til
dæmis aðeins kaupa páskaegg
vegna málsháttanna. Hinir sömu
hefðu eflaust orðið fyrir von-
brigðum hefðu þeir fengið einn
málsháttinn sem Víkverji fékk:
Hoppaðu á karamellu hvað þetta er
gott páskaegg!
x x x
Annars var Víkverji frekaránægður með málshættina
þessa páskana enda báru þeir með
sér skilaboð: Ekki er ráð nema í
tíma sé tekið. Drukkins fögnuður
er ódrukkins harmur. Atlotin góð
eru útlátum betri. Betur vinna
hyggindi en harðindi. Fáir eru
smiðir í fyrsta sinn. Þögn er betri
en þarflaus ræða. Flest verður
glöðum að gamni … víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna
og ég mun fylgja honum allt til enda.
(Sálmarnir 119:33)