Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu í gær fram tillögu í borgarráði
um að skipaður yrði sérstakur
átakshópur borgarfulltrúa og emb-
ættismanna sem greindi ástæður
þess að íbúaþróun í Reykjavík hefur
verið neikvæð á síðustu árum sam-
anborið við fólksfjölgun í öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu. Umfjöllun um tillöguna var
frestað.
Í tillögunni kemur fram að hóp-
urinn eigi að afla upplýsinga um
hvað ráði ákvörðun fólks um val á
búsetu, leggja mat á styrkleika og
veikleika borgarinnar samanborið
við önnur sveitarfélög og gera sam-
anburð á útgjöldum fjölskyldna og
fyrirtækja almennt til sveitarfélaga.
Þá gerir tillagan ráð fyrir því að hóp-
urinn geri einnig tillögur til borgar-
ráðs um hvað beri að setja í forgang
til að bregðast við þróuninni og skili
borgarráði niðurstöðum sínum eigi
síðar en þremur mánuðum eftir
skipan hans.
Mjög alvarleg staða
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist
vilja sjá meiri metnað fyrir hönd
Reykjavíkur.
„Þetta er mjög alvarleg staða og
það er mikilvægt fyrir borgina að
fylgjast vel með þessu og bregðast
við vegna þess að þetta getur haft
umtalsverð áhrif á rekstur borgar-
innar, bæði fjárhagslega og líka af
mörgum öðrum ástæðum, t.d. skipu-
lagslega og nýtingu til dæmis hús-
næðis fyrir skólakerfið og svo fram-
vegis,“ segir Júlíus Vífill og bætir
við að þar fyrir utan sé það áhyggju-
efni ef fólk sem er að fara að hefja
búskap og stofna heimili líti svo á að
það fari betur um það á öðrum stöð-
um en í Reykjavík.
„Reykjavíkurborg er þá að mati
þessara fjölskyldna að bjóða eitt-
hvað lakari kost heldur en önnur
sveitarfélög,“ segir Júlíus Vífill en
hann telur mikilvægt að fá meiri-
hlutann til að vinna með sjálfstæðis-
mönnum í að greina þessa stöðu. Þá
bendir hann á að ef um fyrirtæki
væri að ræða þá myndu menn
hlaupa upp til handa og fóta því að
menn væru að verða undir í sam-
keppninni. „Reykjavíkurborg er
sem sagt ekki samkeppnishæf ef við
setjum það í þetta samhengi,“ segir
Júlíus Vífill.
Þá segir Júlíus Vífill það vera slá-
andi hvað Reykjavíkurborg fékk
slæma einkunn í þjónustukönnun
sem framkvæmd fyrir síðustu
áramót. Þannig hafi hún í öllum
málaflokkum lent í annað
hvort neðsta sæti, í
samanburði við fimmtán
stærstu sveitarfélög
landsins, eða að minnsta
kosti í einu af þremur
neðstu sætunum.
Lítil fólksfjölgun í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að skipaður verði átakshópur sem greini ástæður þess að
íbúaþróun borgarinnar hefur verið neikvæð samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
Vesturbær Reykjavíkur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja greina
hæga íbúaþróun höfuðborgarinnar og segja borgina ekki samkeppnishæfa.
„Reykjavíkurborg hefur vaxið á
tíu árum um 6,4 prósent en íbú-
um í nágrannasveitarfélögunum
fjölgað um 27,3 prósent,“ segir
Júlíus Vífill Ingvarsson og bend-
ir á að vöxtur borgarinnar á síð-
ustu tíu árum sé prósentulega
séð næstum helmingi minni en
landsmeðaltalið.
Að sögn Júlíusar Vífils hefur
húsnæðisuppbygging á landinu
öllu verið í algjöru lágmarki en
því sé þó spáð að senn fari
byggingarmarkaðurinn að taka
við sér. „Þá er náttúrlega nauð-
synlegt að Reykjavíkurborg sé
ekki eina ferðina enn einhvern
veginn með sofandahátt og
sinnuleysi gagnvart því að vera
vonandi fyrsti kosturinn
fyrir ungar fjölskyldur sem
eru að hefja búskap,“ segir
Júlíus Vífill og bætir við að
ungar fjölskyldur séu sá
þjóðfélagshópur sem
skapi útsvar og sé í
flestum tilvikum að
setjast að í sveitarfé-
laginu til lengri tíma.
Vöxtur undir
meðaltali
BORGIN VEX HÆGT
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Fjölgun íbúa
2003-2013
Landið
allt
Reykja-
vík
Önnur
svfélög á
höfuðbsv.
11,6%
6,4%
27,3%