Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gunnar Bragi Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Mainstream í Finnmörku. Hann hefur aðsetur í Hammerfest og á hans svæði er fyr- irtækið með 27 leyfi til eldis á 17 stöðum. Í ár er áætlað að Main- stream slátri tæp- lega 30 þúsund tonnum af laxi úr eigin eldi í Finn- mörku og að auki um 10 þúsund tonnum úr eldi ann- arra fyrirtækja. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári nam laxeldi á Íslandi innan við þrjú þúsund tonn- um, en það mun væntanlega aukast verulega á næstu árum. Gunnar Bragi segir að spennandi tímar séu í norsku laxeldi og mikil gróska. Það eigi ekki síst við um norðlægari svæði. „Það eru miklir vaxtarmöguleikar í laxeldi í Norður- Noregi og bjartsýni ríkjandi,“ segir Gunnar Bragi. Þegar birtir tekur vöxturinn kipp „Menn héldu lengi vel að þetta væri ómögulegt vegna þess að hér er mikið myrkur í 2-3 mánuði og þá stoppar vöxtur laxins nánast. Annað hefur komið á daginn og þegar birtir tekur vöxturinn kipp. Um tíma yfir hásumarið er bjart nánast allan sólar- hringinn og inni í fjörðunum verður mikill hiti og ljós sem aftur skilar sér í miklum vaxtarhraða.“ Mainstream er annað stærsta lax- eldisfyrirtækið í Noregi og er eldinu skipt í tvær deildir. Annars vegar í Lofoten og hins vegar í Finnmörku og þar hefur Gunnar Bragi sér við hlið sem framkvæmdastjóra í slátrun og verksmiðju Börk Árnason, verkfræð- ing frá Dalvík. Báðir unnu þeir áður hjá Norway Seafoods í Hammerfest. Þar hóf Gunnar Bragi störf í lok árs 2008 sem yfirmaður framleiðslu í átta fiskvinnsluhúsum Norway Seafoods í Norður-Noregi. Hann var áður m.a. aðstoðar- framkvæmdastjóri Nýfisks í Sand- gerði. Hann er 52 ára og menntaður tæknifræðingur og með MBA frá Há- skóla Íslands. Meðal stærstu fyrirtækja í laxeldi og fóðri í heiminum Fóðurframleiðandinn Evos er syst- urfyrirtæki Mainstream og bæði eru fyrirtækin dótturfyrirtæki Cermaq, sem er á norska hlutabréfamark- aðnum. Cermaq er meðal stærstu fyr- irtækja í laxeldi og fóðurframleiðslu í heiminum og auk Noregs er fyrir- tækið með mikla starfsemi í Síle og Kanada. Um 100 manns starfa við eldið hjá Mainstream í Finnmörku og svipaður fjöldi í verksmiðjunni við slátrun og meðhöndlun laxins. Starfsemi fyrir- tækisins hefur margvísleg önnur áhrif í Hammerfest, þannig vinnur frauð- plastsverksmiðja á staðnum nánast eingöngu fyrir Mainstream og frysti- hús að stórum hluta. Mest af laxinum fer ferskt í frauðkössum á markað í Rússlandi, en einnig til Frakklands, Spánar og fleiri landa í Evrópu. Oft bíða 10-12 stórir flutningabílar við verksmiðjuna að morgni dags og síð- an er ekið 3-4 daga á áfangastað þar sem laxinn er hreinsaður, reyktur og unninn á annan hátt. Ekki er hægt að hreinsa bein úr laxinum fyrr en hann er dauðstirðnaður. Bjartsýni í laxeldi í Norður-Noregi  Íslendingar í lykilhlutverkum hjá laxeldisdeild Mainstream í Finnmörku  Með 27 leyfi til eldis á 17 stöðum  Um 40 þúsund tonnum af laxi slátrað í verksmiðju fyrirtækisins í Hammerfest Hammerfest Um 200 manns starfa við eldi og slátrun hjá Mainstream í Finnmörku og afleidd störf eru fjölmörg. Starfsemin skiptir samfélagið í N-Noregi því miklu máli. Um 100 manns starfa hjá Mainstream. Gunnar Bragi Guðmundsson Ferðamenn voru í stórhættu í Reynisfjöru skammt vestan við Vík í Mýrdal um páskana. Fram kemur vel á myndskeiði hvernig alda gekk yfir nokkra ferðamenn sem höfðu hætt sér of nærri sjávarmálinu. Fimm ár eru síðan alda hreif bandaríska ferðakonu með sér á haf út með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Myndskeiðið var tekið eftir há- degi á föstudaginn langa en öldur geta á örskotsstundu náð mun lengra upp í fjöruna en þær gera venjulega, svo munað getur tugum metra. Jafnvel hefur verið talað um að loka fjörunni vegna þeirrar hættu sem þar getur skapast. Kristinn Kjartansson, sem tók myndskeiðið, á sumarbústað skammt frá fjörunni og fylgdist með ferðum erlendra ferðamanna í fjörunni um helgina. Hann segir ekki hægt að kvarta yfir því að merkingar vanti, frekar sé um að kenna þekkingarleysi á þeim kröft- um sem þarna eru að verki. „Ég gerði tilraun á laugardags- morgninum til að benda erlendri fjölskyldu sem komin var hættulega nærri sjónum á að færa sig ofar í fjöruna, með litlum undirtektum, og jafnvel hreytingi frá fjölskylduföð- urnum. Fjölskyldan var svo komin upp á kambinn þegar næsta ólag reið yfir og færði á kaf staðinn sem þau stóðu á,“ segir Kristinn. Mikill straumur um páskana Kristinn segir að straumur ferða- manna um svæðið hafi verið þungur yfir páskana og að hver rútan hafi komið á fætur annarri full af ferða- mönnum og bætir því við að iðulega blotni fólk í fæturna í fjörunni. Mið- að við þá hættu sem þarna geti orð- ið segir hann jafnframt að mikil bót væri að því að bæta símasamband í fjörunni sem geti verið stopult. hall- urmar@mbl.is Voru í stórhættu í Reynisfjöru Morgunblaðið/RAX Reynisfjara Vinsæll áningarstaður ferðamanna en vissara að fara varlega í ölduganginum, sem hefur hrifið með sér fólk á haf út og það drukknað.  Ferðamenn þekkja ekki hættuna Öllum 14 til 17 ára ungmennum í Hafnarfirði, sem sækja um hjá bænum, verð- ur tryggð vinna í sumar. Umsókn- ir frá 17 ára og eldri streyma nú inn til Vinnu- skóla Hafnar- fjarðar, en frest- ur til að skila þeim rennur út 12. apríl nk. Þar er um að ræða m.a. störf fyrir flokksstjóra í Vinnuskól- anum, leiðbeinendur og aðstoðar- leiðbeinendur á leikjanámskeiðum, á gæsluvöllum og störf hjá garð- yrkjustjóra. Opnað verður fyrir umsóknir fyr- ir aldurshópinn 14-16 ára í byrjun maí. Í sumar er gert ráð fyrir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar ráði um 900 einstaklinga á þessum aldri og munu krakkarnir vinna á ýmsum starfsstöðvum og takast á við fjöl- breytt verkefni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ. Öllum tryggð vinna í Hafnarfirði í sumar Næg vinna í Hafnar- firði í sumar. Skannaðu kóðann til að sjá frétt með myndskeiðinu úr Reynisfjöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.