Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 51
sem dósent og síðan prófessor í sagnfræði allt til 2008, að undan- skildum nokkrum árum sem hann gegndi prófessorsstöðu í sagnfræði við HÍ. Á starfsferli sínum gegndi Loft- ur margvíslegum stjórnsýslu- og félagsstörfum tengdum fræðigrein- um sínum. Hann var m.a. virkur í starfshópi um samfélagsfræði 1974- 1984, formaður Sagnfræðingafélags Íslands um tveggja ára skeið og forseti Sögufélags 2001-2005. Þá var hann virkur félagsmaður í Al- þýðubandalaginu 1965-1985. Fengist mest við félagssögu Í rannsóknum sínum hefur Loft- ur fengist mest við félags- og upp- eldissögu 18. og 19. aldar. „Ég hef m.a. rannsakað uppeldis- og fjölskylduhætti, alþýðumenningu, sögu kristni, þróun lestrar- og skriftarkunnáttu sem og ung- barnadauða í norrænu samhengi á þessu tímabili.“ Þá hefur Loftur einnig fengist við rannsóknir á þró- un sagnfræðinnar á 20. öld. Í öllum þessum greinum hefur hann verið virkur í fjölþjóðlegu samstarfi. Eftir Loft liggja fjölmargar rit- smíðar um ofangreind rannsókn- arefni. Af bókum má nefna eftir- taldar: (Ásamt tveimur öðrum höf.) Mannkynssaga. Tuttugasta öldin. Fyrra bindi (1981); Bernska, ung- dómur og uppeldi á einveldisöld (1983), Uppeldi á upplýsingaröld (1987); Frá siðaskiptum til upplýs- ingar. Kristni á Íslandi 3.b. (2000); Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930 (2003), ritstj. ásamt Inga Sigurðs- syni; Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007. 1-2. b. (2008), ritstj. verksins og höf. fyrra b. Af grein- um eða bókarköflum má nefna: „Félagsfræði og sagnfræði. Vanda- mál þeirra skoðuð í sögulegu ljósi“. Saga 16 og 17 (1978 og 1979); „Barnaeldi, ungbarnadauði og við- koma á Íslandi 1750-1860“, í: At- höfn og orð (1983); „The develop- ment of popular religious literacy in the 17th and 18th centuries“, Scandinavian journal of history (1990); „Huset“ í: Den nordiske verden, 2. b. (1992); „Parent-child relations, í: Family Life in the Long Nineteenth Century, 1789- 1913. History of the European Family (2002); frá 1994 hefur Loft- ur ritstýrt ritröðinni „Heimildarrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu“. 3. b. í röðinni Sögukennsluskamm- degið er nýkomið út. Mikill kvikmyndaáhugamaður „Við hjónin höfum gaman af því að fara í leikhús og sækjum einnig kvikmyndahúsin. Okkur finnst við alltaf vera aldursforsetarnir þegar við förum á kvikmyndir. Ég komst á bragðið þegar ég var í Frakk- landi, þar var mikill kvikmynda- kúltúr og síðan hef ég reynt að elta uppi góðar kvikmyndir. Það vænkaðist hagurinn hér á landi eft- ir að Bíó Paradís kom til skjal- anna. Svo les ég dálítið, mest er það faglitteratúr en ekki eingöngu, ég les einnig fagurbókmenntir, t.d. las ég nýlega fína bók eftir Braga Ólafsson, sem heitir Fjarveran.“ Loftur hefur einnig ánægju af úti- vist og þau hjónin ferðast mikið um landið. Fjölskylda Foreldrar Lofts voru Guttormur Pálsson, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní 1964, skógarvörður á Hallorms- stað, og Guðrún M. Pálsdóttir, f. 24. september 1904, d. 19. nóv- ember 1968, húsfreyja á Hallorms- stað. Eiginkona Lofts er Hanna Krist- ín Stefánsdóttir, f. 24.12. 1939, fyrrv. deildarstj. og kennari. Hún er dóttir Hönnu Guðjónsdóttur pí- anókennara, f. 16. 5. 1904, d. 1984, og Stefáns Kristinssonar fulltrúa, f. 28.6 1986, d. 1982. Börn Lofts og Hönnu eru Hrafn, f. 14.4. 1965, Arnaldur, f. 21.6. 1970, og Hanna, f. 27.10. 1977. Alsystkin Lofts eru Margrét, f. 1932, d. 2001, Gunnar og Hjörleifur (tvíburar), f. 1935, Elísabet, f. 1943. Hálfsystkini Lofts voru fjögur: Bergljót, f. 1912, Páll, f. 1913, Sig- urður, f. 1918, og Þórhallur, f. 1925. Úr frændgarði Lofts Guttormssonar Loftur Guttormsson Gyðríður Þórhalladóttir Húsfreyja á Syðri-Steinsmýri Elías Gissurarson b. á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi Margrét Elíasdóttir húsfreyja í Þykkvabæ Páll Sigurðsson b. á Þykkvabæ í Landbroti Guðrún M. Pálsdóttir húsfreyja á Hallormsstað Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja á Nýja-Bæ Sigurður Sigurðsson b. á Nýja-Bæ í Meðallandi Bergljót Guttormsdóttir húsfreyja á Hallormsstað Sigurður Gunnarsson pr. á Hallormsstað í Vallahreppi Elísabet Sigurðardóttir húsfreyja á Hallormsstað Páll Vigfússon b.á Hallormsstað í Vallahreppi Guttormur Pálsson skógarvörður Hallormsstað Vigfús Stefánsdóttir húsfreyja á Ási Vigfús Guttormsson pr. á Ási í Fellum ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Hallgrímur Sveinsson biskup fædd- ist í Blöndudalshólum í Austur- Húnavatnssýslu 5.4. 1841. Faðir hans var Sveinn prófastur Níelsson sem var þá prestur þar (f. 14.8. 1801, d. 17.1. 1881). Sveinn átti fyrst Guð- nýju Jónsdóttur prests á Grenjaðar- stað Jónssonar en seinna átti hann Guðrúnu (f. 27.3. 1807, d. 10.6. 1873) Jónsdóttur prófasts í Steinnesi Pét- urssonar og er Hallgrímur biskup eitt af börnum þeirra. Með fyrri konu sinni átti Sveinn Aðalstein, málfræðing í Kaupmannahöfn, og Sigríði, húsfreyju á Grímsstöðum á Mýrum, en alsystkini Hallgríms voru Sveinn snikkari, Elísabet, kona Björns Jónssonar ráðherra, og Jón bóndi á Selvelli í Breiðuvík. Kona Hallgríms var Elina Marie Bolette, f. Fevejle (f. 12. júní 1847, d. 14. júní 1934) húsmóðir. Faðir hennar var Fredr. Chr. Fevejle, yfirlæknir í Kaupmannahöfn. Börn þeirra voru Friðrik (1872), Guðrún (1875), Sveinn (1876) og Ágústa (1877). Hallgrímur varð stúdent 1863 og hlaut við burtfararprófið hæstu ein- kunn sem nokkur hafði hlotið frá Reykjavíkurskóla. Hann tók guð- fræðipróf frá Hafnarháskóla 1870 og varð dómkirkjuprestur árið eftir. Í Sunnanfara segir, í tilefni af fimm- tugsafmæli Hallgríms: „Það, sem yf- ir höfuð einkendi alla framkomu hans sem prests, var annars vegar ljúfmenska, alúð og lipurð, en hins vegar sannkristileg alvara og hrein- skilin vandlætingasemi.“ Hann var konungkjörinn þing- maður 1885-1887 og 1892-1903 en hann þurfti að víkja af þingi í fyrra skiptið því hann mun hafa þótt of frjálslyndur í stjórnarskrármálinu. Hallgrímur var skipaður biskup yfir Íslandi 1889 og fór utan og tók biskupsvígslu í Frúarkirkju eins og þá var lenska. Hann var helsti hvata- maður að byrjað var á nýrri biblíu- þýðingu 1897 sem lauk 1908. Honum var mikið í mun að efla bindindi meðal prestastéttarinnar í landinu og varð nokkuð ágengt í því efni. Hann lét af biskupsembætti vegna vanheilsu árið 1908. Hallgrímur lést í Reykjavík 16. desember 1909. Merkir Íslendingar Hallgrímur Sveinsson 90 ára Guðrún Jónsdóttir Kristinn Sigurðsson Ragna Þorgerður Kristjánsdóttir 85 ára Ágúst Sæbjörnsson Ásmundur Pálsson 80 ára Einar Eylert Gíslason Sigríður Baldursdóttir Sigtryggur Bjarnason 75 ára Einar Sigurðsson Haukur Þormar Ingólfsson Loftur Guttormsson Ólafía Aradóttir Ruth Hjaltadóttir 70 ára Guðmundur I. Guðmundsson Ólöf Pálsdóttir Sigrún Guðjónsdóttir Valdimar Þorsteinsson 60 ára Auður Helga Jónatansdóttir Grétar Þór Arnþórsson Guðbjörg Marteinsdóttir Hallmundur Guðmundsson Kristín Guðnadóttir Þórhalla Þórhallsdóttir 50 ára Auður Guðjónsdóttir Ásta Sigurjónsdóttir Baldvin Birgisson Baldvin B. Ringsted Eggert Skúlason Eiríkur Hilmisson Guðrún Birna Magnúsdóttir Heiðrún Georgsdóttir Hugrún Þorsteinsdóttir Jacky Jean André Pellerin Kazimierz Wincenty Chodziutko Olga Björk Guðmundsdóttir 40 ára Agnieszka Magdalena Stefanczyk Anna Kristine Larsen Bergný Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Elías Erlingsson Guðrún Eva Guðmundsdóttir Guðrún Johnsen Ingibjörg Stefánsdóttir Laufey Guðnadóttir Lilja María Snorradóttir Margrét Helga Jónsdóttir Margrét Mekkín Helgadóttir Marsela Vakiari Óskar Björn Óskarsson 30 ára Alda Albertsdóttir Alrún Ýr Steinarsdóttir Ari Erlingsson Bjarki Þórarinsson Elena Ukhatskaya Ernir Eyjólfsson Gréta Björg Jakobsdóttir Hera Brá Gunnarsdóttir Konráð Garðar Guðlaugsson Michal Cabaj Pétur Darri Sævarsson Sigurður Pétur Jónsson Tinna Dögg Guðlaugsdóttir Viðar Ben Teitsson Til hamingju með daginn 30 ára Gréta býr í Kópa- vogi, er íslenskufræðingur og ritstjóri hjá Eddu útgáfu. Maki: Svanþór Laxdal, f. 1979, fjármálastjóri hjá auglýsingastofunni Expo. Börn: Logi, f. 2009, og Lísa, f. 2011. Foreldrar: Auður Hauks- dóttir, f. 1953, vinnur hjá Sekta- og innheimtu- miðstöð ríkisins, og Jakob Þór Guðmundsson, f. 1950, vinnur hjá Raf- þjónustu HP. Gréta Björg Jakobsdóttir 60 ára Þórhalla býr á Akureyri og er versl- unarstjóri Hagkaups. Maki: Ásgeir Baldursson, f. 1949. Börn: Þórlaug, f. 1974, Rósa f. 1982, Eva Sóley, f. 1987. Stjúpbörn: Grétar, f. 1970, Inga, f. 1971 og Elva f. 1978. Foreldrar: Jóhanna Björgvinsdóttir, f. 1917, d. 1998, og Þórhallur Ágústsson, f. 1918, d. 1953, stjúpf. Sigurvin Elí- asson, f. 1918. Þórhalla Þórhallsdóttir 50 ára Baldvin er Akur- eyringur, blikksmíða- meistari og kennslustjóri tæknisviðs við Verk- menntaskólann á Akureyri. Maki: Björk Jónsdóttir, f. 1981, grunnskólakennari. Börn: Ólafur, f. 1993, Rán, f. 1998, Baldvin Bessi, f. 2010, og Kristbjörg Kaja, f. 2011. Foreldrar: Baldvin Ring- sted, f. 1914, d. 1998, tann- læknir, og Ágústa Sigurð- ardóttir, f. 1925, d. 2003. Baldvin B. Ringsted Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Simone sófar - stílhreinir og þægilegir - fjölmargir möguleikar af áklæðum og leðri í boði stærðir: 230 cm / 202 cm / 183 cm - einnig fáanlegur sem hornsófi í ýmsum stærðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.