Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Norður-Kóreaheldur áfram að leika sér að eldinum, kjarnorkueld- inum. Frétta- myndir þaðan eru þó stund- um líkastar því að koma úr sýndarveruleika. Þriðji ættliður kommúnistaleið- toga fer á milli herstjórnar- stöðva og heldur um stýri- tæki hersins, sem sum líta raunar helst út eins og dót sem forðum mátti finna hjá Sölunefnd varnarliðseigna á Grensásvegi. Tugþúsundir hermanna marséra framhjá leiðtog- anum unga, steyta hnefa og hrópa slagorð gegn Banda- ríkjunum í bland við til- kynningar um að nú verði ekki dregið lengur að taka það illa herveldi í nefið. Sjónvarpsþulir landsins standa á öndinni er þeir lesa með hvin nýjustu tíð- indi í aðdraganda hinnar miklu styrjaldar sem yfir vofi. Bandaríski varnarmála- ráðherrann segir að hann og hermálaráðuneytið taki málið mjög alvarlega. Og það segir mikla sögu að slíka yfirlýsingu þurfi að gefa þegar æðstráðandi lands og alvaldur hefur gef- ið sínum her heimild til árásar á óvinaríki landsins, Bandaríkin og leppa þeirra sunnar á skaganum og þar með talið að beita kjarn- orkuvopnum. Aldrei fyrr í sögunni hefur slík heimild verið gefin út opinberlega og fyrir fram, svo vitað sé. Sprengjunum sem tortímdu tveimur borgum í Japan í ágúst 1945, var varpað án formála. Afleiðingar þess hafa væntanlega ráðið mestu um að slíkum vopn- um hefur ekki verið beitt þaðan í frá, þótt hótanir hafi stundum legið í loftinu, þar á meðal í styrjöldinni um Kóreu. Kjarnorkuvopnaógnin varð þó sífellt stórbrotnari, tækninni fleygði fram og eyðileggingarmáttur sprengnanna margfaldaðist, allt til loka kalda stríðsins. Eftir lok þess og ekki síst eftir upplausn Sovétríkj- anna var óttinn sem tengd- ist kjarnorkuvopnum eink- um sá, að í glundroðanum næðu hryðjuverkaöfl að komast yfir einhver slík. Enn er vakað yfir slíkri vá, þótt úr hættunni hafi dregið. En óútreiknan- leg vandræðaríki hafa sífellt færst ofar á listann yf- ir áhyggjuefni tengd kjarnorkuvopnum. Ríkjum heims mistókst að koma í veg fyrir að Norður- Kórea kæmist yfir slík vopn og áralangar efnahags- þvinganirnar skiluðu ekki öðru en því að þrengja enn kost almennings þar, sem var æði aumur fyrir. Efnahagsþvinganir eru því miður ekki líklegar til að skila neinum árangri í Íran, sem er annað óút- reiknanlega ríkið sem reynt er að tryggja að komist ekki yfir kjarnorkuvopn. Líkur voru lengi taldar fara vaxandi á að Ísrael myndi, með þegjandi sam- þykki Bandaríkjanna eða án þess, grípa til hernaðar- aðgerða til að stöðva þró- unina í Íran. Leyniþjónusta þess hefur sennilega náð að hægja eitthvað á ferlinu með tölvuárásum og með því að senda flugumenn til að myrða vísindamenn sem að málinu hafa unnið. Ekki er þó talið að slíkar aðgerðir ráði úrslitum. Og þar sem bæði þing- kosningar í Ísrael, sem veiktu forsætisráðherrann, og endurkjör Obama Banda- ríkjaforseta eru frá, þykja líkur nú minni á beinum hernaðaraðgerðum gegn Íran. Því er ekki ólíklegt að það ríki verði komið með kjarnorkuvopn í sín búr innan örfárra ára. Íran er mun öflugra ríki en Norður-Kórea. Flug- skeytaforði Írana og tækni- þekking er mun meiri. En það sem skiptir ekki síst máli er að staðsetning landsins er hættulegri og þaðan er hægara að ná til vestrænna landa. Ísrael og Sádi-Arabía eru innan seil- ingar. Og loks er Íran ekki með voldugan granna, vina- ríki sem ekki verður komist hjá að taka ríkt tillit til, eins og Norður-Kórea, þeg- ar horft er til Kína. Þótt fréttirnar frá Kóreu- skaganum hafi óneitanlega verið æði reyfarakenndar í bland við alvöruna þá verð- ur mönnum ekki hlátur í huga þegar þeir horfa fram til kjarnorkuvopnabúrs klerkastjórnar Írans innan skamms. Gauragangurinn í leiðtogum Norður- Kóreu vekur athygli á Íran} Horft til Kóreuskaga en hugsað til Írans V orið er að koma. Eða svo virðist að minnsta kosti þegar þessar línur eru skrifaðar, en það gæti reynd- ar hafa breyst þegar þær verða birtar. Á eftir vori kemur sumar, léttari klæðnaður, jafnvel sólböð og sundlaug- arferðir. Það eina sem gæti hugsanlega varp- að skugga á tilhlökkunina eftir vorinu er lest- ur pistla sem hefjast eitthvað á þessa leið: „Þú þarft ekki að svelta þig í hel til að geta sprang- að um á bikiní í sumar með sjálfstraustið í lagi. Hér eru tíu einföld ráð til að koma þér hratt og örugglega í flott form fyrir sum- arið....“ Úff. Eins gott að svona pistlar eru skrifaðir. Annars hefði þorri kvenna alveg örugglega annað hvort svelt sig í hel eða tekið búrku upp sem hversdagsklæðnað í því skyni að hylja miður bikinífæran kropp sinn. Nema hvort tveggja væri; það hlýtur að vera betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Því hver vill fremja voðaverknað á borð við þann að birt- ast fáklæddur á almannafæri án þess að státa af Ofur- kroppnum sem greinar á borð við þá sem getið er hér að ofan lofa? Það eina sem þarf að gera er að fara eftir því sem í þeim stendur. Þetta virðist vera býsna einfalt. Skyldi einhver ekki vita um hvers konar greinar er verið að tala, þá birtast þær gjarnan undir fyrirsögnum á borð við: Ofurkroppur á átta dögum eða Fimm leiðir til að verða fabjúlöss. Nú er enginn að mæla gegn því að fólk stundi heilsu- samlega lífshætti, hvort sem það felst í hreyf- ingu eða heilbrigðu mataræði, nema hvort tveggja sé. Ekki er heldur verið að gera lítið úr því vandamáli sem offita er og því hversu mikil blessun það getur verið fólki að losna úr viðjum of þungs líkama. Heldur er ekki verið að draga úr því að offita er eitt brýnasta heil- brigðisvandamál hins vestræna heims og flestir líklega sammála um að það sé bæði hollt og gott að stunda hreyfingu og gæta að mataræðinu. Síður en svo. Upp úr páskum verður vart þverfótað fyrir greinum og umfjöllunum um hvernig komast eigi í bikiníið fyrir sumarið. Upp úr versl- unarmannahelgi er umfjöllunarefnið hvernig komast eigi í kjólinn fyrir jólin. Þar er yfirleitt verið að tala um holdafar og sköpulag kvenna. Karlar virðast nefnilega, merkilegt nokk, ekki þurfa að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því hvernig þeir líta út fáklæddir á sund- laugarbakkanum. Að minnsta kosti fundust engar greinar við stutta Google-leit um að karlpeningurinn stæði frammi fyrir þeim voðalega valkosti að þurfa að svelta sig í hel til þess að geta látið sjá sig í baðfötum fyrir framan fólk, enda myndu sennilega flestir skynsamir karlmenn hlæja dátt að slíkum skrifum. Svo má í þessu sambandi líka velta því fyrir sér hvers vegna orðið sundskýluhæfur hefur ekki unnið sér sama sess í tungumálinu og bikinífær. Hvernig skyldi standa á því? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Um bikinífærni og ýmislegt fleira STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Mér finnst umræða Sigurðar fyrst og fremst lýsa því álagi sem starfs- fólk Landspítalans er undir og þeim áhyggjum sem það hefur af heil- brigðiskerfinu. En hann skaut yfir markið að mínu mati því hann lítur fram hjá þeim vilja sem stjórnvöld hafa sýnt,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðar- nefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, um ummæli Sigurðar Guðmundssonar, sérfræðilæknis og fv. landlæknis, á fundi um heilbrigð- ismál sl. miðvikudag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sagði hann að Íslendingar væru komnir fram af bjargbrúninni í heilbrigðis- málum og öryggi sjúklinga væri stofnað í hættu vegna niðurskurðar. Sigríður Ingibjörg ítrekar að stjórnvöld séu vakandi yfir ástand- inu sem hefur skapast undanfarið á Landspítalanum og hafi brugðist við áður en hætta skapast. Hún bendir á þær lausnir sem ýmist er búið að boða eða eru í deiglunni. Ekki sé skorið niður til heilbrigðiskerfisins árið 2013 en árlegur niðurskurður hafi verið þar síðan árið 2004. Land- spítalinn fékk viðbótarfjárheimild eftir áramót vegna mikils álags af fjölda sjúklinga sem voru lagðir inn með inflúensu, nóróveiru og rs- vírus. Þá verður milljarði varið til tækjakaupa á Landspítalanum og Akureyri í ár. „Síðan höfum við með harðfylgi náð í gegn byggingu nýs Landspítala sem er mjög mikil- vægur fyrir öryggi sjúklinga og að- stöðu starfsfólks og rekstrar- hagræði. Um leið og ég skil áhyggjur starfsfólks Landspítalans þá hafa stjórnvöld gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir Sigríður og bætir við að alþjóðlegir mælikvarðar og gæðavísar stofnunarinnar bendi ekki til annars. Aðspurð hvort nóg sé að gert í heilbrigðismálum og hvort ekki þurfi að auka fjárframlög til heilbrigðis- kerfisins, svarar hún því til að eng- inn niðurskurður sé til heilbrigðis- kerfisins á þessu ári heldur þvert á móti aukning til tækjakaupa, lyfja og átaks til að eyða kynbundnum launamum. „Vandinn sem hrjáir Landspít- alann er m.a. lélegur húsakostur og fólk sem bíður eftir að komast í hjúkrunarrými en þarf að dvelja á spítalanum þrátt fyrir það,“ segir Sigríður og bendir á að á næstu vik- um sé verið að opna samtals um 50 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæð- inu. Markvissari áætlanir „Ég tek heilshugar undir gagn- rýni Sigurðar. Við þurfum að huga betur að uppbyggingu heilbrigð- iskerfisins,“ segir Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, sem situr í velferðaefnd Alþingis fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins. Hún segir lausnina m.a. felast í því að gera markvissari áætlanir fyrir allt heilbrigðiskerfið. „Við ger- um vandaðar áætlanir t.d. í sam- göngumálum og ættum því vel að geta gert það einnig í heilbrigð- iskerfinu. Fjármagnið er til staðar en það þarf að forgangsraða rétt,“ segir Unnur Brá og telur sitj- andi ríkisstjórn ekki hafa gert slíkt. Hún bendir m.a. á að hjúkrunarrýmum hafi fækk- að í tíð þeirra og þar af leið- andi liggi fólk á göngum Landspítalans. Til að mynda séu 43 einstaklingar á bið- lista á Suðurlandi eftir hjúkrunarrými og ekkert bendi til að sá listi styttist. Flókinn vandi heilbrigðiskerfisins Morgunblaðið/Ómar Heilbrigðiskerfi Þarf að skilgreina vandann og horfast í augu við hvern- ig heilbrigðisþjónustu við viljum, segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. „Þarna kemur rödd frá spítal- anum og lýsir ástandinu. Um- ræðan sem hefur skapast er góð vekjaraklukka. Við þurfum að skilgreina betur vandann og brýnt er að horfast í augu við hvernig heilbrigðisþjónustu við viljum,“ segir Geir Gunnlaugs- son landlæknir um ummæli Sig- urðar. Aðspurður hvort öryggi sjúklinga sé í hættu vegna niðurskurðar segir hann: „Við þurfum alltaf að hafa áhyggjur af öryggi sjúklinga en samtímis vitum við að mikið álag og mannekla getur haft áhrif á öryggi og þjónustu við sjúklinga.“ Geir bendir á að þrátt fyrir gott heil- brigðiskerfi standi það frammi fyrir flóknum vanda. Rótin sé ekki ein- göngu niðurskurður, mannekla og launakröfur heldur sé hann líka skipu- lagslegs eðlis. Góð vekjara- klukka LANDLÆKNIR BREGST VIÐ Geir Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.