Morgunblaðið - 05.04.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Skortur er á þjónustuíbúðum fyriraldraða en þrátt fyrir það hafa
samtök sem vilja byggja slíkar íbúð-
ir í Reykjavík ekki fengið lóðir hjá
núverandi borgaryfirvöldum.
Kjartan Magnús-son borgar-
fulltrúi segir að
byggt hafi verið á
lóðum sem úthlutað
var á síðasta kjör-
tímabili en síðan hafi
allt verið stopp. Af
þeim sökum lögðu
sjálfstæðismenn í
borgarstjórn fram
tillögu á fundi í vik-
unni um aukið lóða-
framboð fyrir þjón-
ustuíbúðir.
Þá tillögu vildimeirihluti Jóns Gnarrs Krist-
inssonar og Dags B. Eggertssonar
ekki samþykkja og var hún „af-
greidd“ með því að vísa henni „til
meðferðar starfshóps um innleið-
ingu húsnæðisstefnu Reykjavíkur“.
Sú „afgreiðsla“ er einhver svaka-legasta svæfing tillögu sem sést
hefur og dugar án efa til að halda
lóðum frá þeim sem vilja byggja
þjónustuíbúðir um langa hríð.
Húsnæðisstefnan mikla og „inn-leiðing“ hennar hefur verið í
vinnslu nær allt kjörtímabil Besta
flokks og systurflokksins og má telj-
ast talsvert afrek á þeim tímum sem
nú eru að með henni skuli hafa tekist
að koma í veg fyrir byggingar-
framkvæmdir í borginni misserum
saman.
Væntanlega verður strax að lok-inni innleiðingu húsnæðisstefn-
unnar hægt að hefja endurskoðun
hennar. Með því móti mætti jafnvel
hindra lóðaúthlutunina vel fram á
næsta kjörtímabil.
Kjartan
Magnússon
Húsnæðisstefna
innleidd í áraraðir
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Frábært úrval af
þroskaleikföngum
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Opið: mán.-fös 8:30-18:00, lau 11:00-16:00
Öryggi – gæði - leikgildi
Veður víða um heim 4.4., kl. 18.00
Reykjavík 8 heiðskírt
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 2 skýjað
Kirkjubæjarkl. 8 léttskýjað
Vestmannaeyjar 7 léttskýjað
Nuuk 11 skýjað
Þórshöfn 4 heiðskírt
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 heiðskírt
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 2 heiðskírt
Lúxemborg 7 heiðskírt
Brussel 6 léttskýjað
Dublin 6 léttskýjað
Glasgow 8 léttskýjað
London 2 slydda
París 6 skúrir
Amsterdam 3 alskýjað
Hamborg 5 léttskýjað
Berlín 2 skýjað
Vín 6 skýjað
Moskva 3 heiðskírt
Algarve 13 léttskýjað
Madríd 13 léttskýjað
Barcelona 13 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 16 skýjað
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg -6 heiðskírt
Montreal 3 heiðskírt
New York 4 heiðskírt
Chicago 7 léttskýjað
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:30 20:31
ÍSAFJÖRÐUR 6:30 20:42
SIGLUFJÖRÐUR 6:12 20:25
DJÚPIVOGUR 5:59 20:02
„Það ríkir náttúrlega tjáningar- og
skoðanafrelsi á Íslandi og þá skiptir
engu máli hvort fólk starfar hjá
fjölmiðlum eða ekki,“ segir Arn-
þrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri
Útvarps Sögu. Í viðtali sem birtist í
Morgunblaðinu í gær sagði Elfa Ýr
Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjöl-
miðlanefndar, að jafnvel þótt það
væri brot gegn fjölmiðlalögum að
Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson,
yfirstjórnandi Útvarps Sögu, væru í
framboði fyrir Flokk heimilanna
varðaði það grein í lögunum sem
engin viðurlög væru við og ekki
væri gert neitt ráð fyrir að nefndin
gæti tekið það sérstaklega til skoð-
unar.
Brot gegn tjáningarfrelsi
Að sögn Arnþrúðar er Útvarp
Saga fjölmiðill sem hefur lagt ríka
áherslu á að hleypa öllum skoð-
unum og mismunandi stjórn-
málaöflum að. „Þannig að við stönd-
um nú kannski framar öðrum
fjölmiðlum hvað
það varðar og
höfum gert í
mörg ár,“ segir
Arnþrúður og
bætir við að fjöl-
miðillinn hafi
alltaf leyft öllum
stjórnmála-
samtökum að
reifa sínar skoð-
anir. Þá bendir
hún á að það væri óeðlilegt og í
raun brot gegn tjáningarfrelsi ef
það væru viðurlög við þessu.
„Núna um páskana var klárað og
ákveðið að bjóða stjórnmálaflokk-
unum klukkutíma dagskrárlið sem
þeir sjá um sjálfir til kosninga og
þetta lá alveg fyrir þó að við værum
ekki búin að tilkynna það opin-
berlega,“ segir Arnþrúður og bend-
ir á að jafnframt sé Útvarp Saga
með opinn símatíma í þrjá tíma á
morgnana þar sem öllum gefst
kostur á að tjá sig. skulih@mbl.is
Útvarp Saga hleypir öllum flokkum að
Segir að óeðlilegt væri að hafa viðurlög við framboði fjölmiðlamanna
Arnþrúður
Karlsdóttir
Um 49 þúsund erlendir ferðamenn
fóru frá landinu í mars skv. talning-
um Ferðamálastofu. Um er að ræða
45,5% aukningu frá því í fyrra eða
fjölgun um 15 þúsund ferðamenn í
mánuðinum.
Fjöldi ferðamanna sem yfirgefa
landið í mars hefur þrefaldast frá
2002 og hefur aukningin verið að
jafnaði um 11,4% á milli ára. Frá ára-
mótum hafa um 122 þúsund erlendir
ferðamenn farið frá landinu, 34 þús-
und fleiri en í fyrra. Um er að ræða
tæplega 40% aukningu á milli ára.
Bretar voru þriðjungur ferða-
manna í mars, Bandaríkjamenn 14%,
Norðmenn 7% og Þjóðverjar 6,4%.
Ef litið er til einstakra þjóða þá fjölg-
aði breskum, bandarískum og þýsk-
um ferðamönnum mest í marsmán-
uði. 6.300 fleiri Bretar komu til
landsins í marsmánuði nú en í fyrra.
Morgunblaðið/Ómar
Ferðalög Ferðamönnum utan há-
annar hélt áfram að fjölga í mars.
45% fjölgun
ferðamanna