Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 13,5% á
árinu, sem jafngildir 8,6% raunávöxtun, sem er hæsta ávöxtun sjóðsins
frá árinu 2006. Raunávöxtun sjóðsins frá stofnun hans árið 1992 er 3,6%.
Eignir tryggingadeildar voru 125,3 milljarðar króna í árslok 2012 og jukust
um 16,1 milljarð króna á árinu.
Nafnávöxtun ávöxtunarleiða séreignardeildar sjóðsins var frá 5,9% til
15,7% á árinu 2012, sem jafngildir 1,3% til 10,7% raunávöxtun. Eignir
séreignardeildar voru 5,4 milljarðar króna og þrátt fyrir tímabundnar
úttektarheimildir jukust eignir deildarinnar um 250 milljónir króna á árinu.
Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • 510 5000 • lifeyrir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
57
12
9
Ársfundur 2013
Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn
23. maí nk. kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
Tryggingafræðileg staða
Athugun á tryggingafræðilegri stöðu hefur þann tilgang að meta
eignir sjóðsins á móti þeim skuldbindingum sem felast í áunnum
og framtíðarréttindum sjóðfélaga til lífeyris. Tryggingafræðileg
staða sjóðsins í árslok 2012 var -6,3%, sem er innan þeirra
heimilda sem lög leyfa án þess að grípa þurfi til réttindabreytinga
og mun stjórn sjóðsins ekki leggja fram tillögu til réttindabreytinga
á komandi ársfundi.
Stjórn sjóðsins:
Þorbjörn Guðmundsson, formaður
Jón Bjarni Gunnarsson, varaformaður
Bolli Árnason
Gylfi Ingvarsson
Hanna Þórunn Skúladóttir
Hilmar Harðarson
Framkvæmdastjóri:
Kristján Örn Sigurðsson
2012 2011
Heildariðgjöld ............................................................. 5.257 millj. kr. 4.901 millj. kr.
Heildarlífeyrisgreiðslur ............................................ 4.155 millj. kr. 3.838 millj. kr.
Nafnávöxtun ............................................................... 13,5% 7,2%
Hrein raunávöxtun .................................................... 8,6% 1,9%
Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal .................... -2,9% -4,5%
Hrein raunávöxtun frá stofnun sjóðsins 1992
(árlegt meðaltal) ................................................ 3,6% 3,4%
Fjárfestingartekjur .................................................... 15.580 millj. kr. 8.227 millj. kr.
Fjárfestingargjöld ...................................................... 157 millj. kr. 140 millj. kr.
Rekstrarkostnaður ..................................................... 144 millj. kr. 137 millj. kr.
Hrein eign til greiðslu lífeyris ................................ 130.722 millj. kr. 114.341 millj. kr.
Tryggingafræðileg staða ......................................... -6,3% -6,6%
Fjöldi virkra sjóðfélaga ............................................ 9.476 9.686
Fjöldi lífeyrisþega ...................................................... 5.543 5.245
Fjöldi stöðugilda ........................................................ 16 16
Helstu tölur úr ársreikningi
Séreignardeild
Ávöxtun séreignarsparnaðar sjóðsins á síðasta ári var eins og
taflan sýnir:
Aldursleið Aldursleið Aldursleið Aldursleið Innlánsleið
1 2 3 4
Nafnávöxtun 2012 15,7% 12,5% 9,1% 5,9% 6,6%
Raunávöxtun 2012 10,7% 7,7% 4,4% 1,3% 2,0%
Raunávöxtun sl. 5 ár 1,8% 2,2% 2,3% 2,5%
Eignasamsetning tryggingadeildar í árslok 2011 og 2012
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45%
Bankainnstæður
Ríkisskuldabréf
Skuldabréf
sveitarfélaga
Skuldabréf fyrirtækja
Skuldabréf
fjármálafyrirtækja
Veðskuldabréf
Erlend skuldabréf
Erlend hlutabréf
Innlend hlutabréf
2012 2011
STARFSEMI
2012
SAMEINAÐA LÍFEYRISSJÓÐSINS
IBBY-samtökin stóðu í gær fyrir
sameiginlegri sögustund í öllum
grunnskólum landsins. Á slaginu kl.
9.10 hlustuðu um 40 þúsund grunn-
skólabörn á landinu á frumflutning
á Rás 1 á sögunni Stóra bróður eftir
Friðrik Erlingsson.
Söguna samdi Friðrik fyrir
IBBY-samtökin í tilefni af degi
barnabókarinnar 2. apríl sl. Þetta
var þriðja árið í röð sem samtökin
stóðu fyrir sögustund sem þessari.
Bergur Þór Ingólfsson leikari las
söguna í útvarpinu og tók flutning-
urinn um 20 mínútur.
Saga Friðriks er fyrir börn á
aldrinum 6 til 16 ára og segir frá
hinum 11 ára gamla Hússein sem
býr í stríðshrjáðu landi. Í tilkynn-
ingu frá IBBY á Íslandi segir að
sagan veiti nemendum innsýn í lífs-
kjör jafnaldra þeirra sem búa ann-
ars staðar á jörðinni. Hún veki þá
einnig til umhugsunar um hvernig
erfið lífsreynsla geti þrátt fyrir allt
leitt til góðs.
Var almennt góður rómur gerður
að sögunni í grunnskólum landsins
en hægt er að nálgast upptöku af
lestrinum á vef RÚV.
40 þúsund hlustuðu
saman á Stóra bróður
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sögustund Nemendur í Háaleitisskóla hlusta hér einbeittir á Stóra bróður í útvarpinu.
Í síðustu viku
slösuðust fjórir
vegfarendur í
þremur umferð-
aróhöppum á
höfuðborgar-
svæðinu. Í einu
þessara slysa féll
hjólreiðamaður
af hjóli sínu og í
öðru var ekið á
unga stúlku á
rafmagnsvespu. Þriðja slysið varð
vegna aftanákeyrslu á ljósastýrðum
gatnamótum. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu.
Lögreglan hvetur ökumenn enn
sem fyrr til að gæta vel að sér nú
þegar hlýnar í veðri og gera má ráð
fyrir aukinni umferð hjólreiða-
manna. Sýna þurfi tillitssemi í um-
ferðinni, fara varlega og tryggja
þannig örugga heimför.
Fjórir slösuðust í
þremur óhöppum
í umferðinni
Fara þarf varlega í
umferðinni.
Kristín Lilja Þórarinsdóttir, Lilja á
Grund, andaðist á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk-
hólum miðvikudaginn 3. apríl sl., á
nítugasta og fyrsta aldursári. Hún
var heiðursborgari Reykhólahrepps
og bar þá nafnbót frá því að hún varð
sjötug.
Lilja fæddist á Reykhólum og ól
nánast allan sinn aldur þar í sveit.
Lengst af var hún húsfreyja á
Grund, rétt ofan við Reykhóla, en
var síðari árin búsett í Barmahlíð.
Eiginmaður Lilju var Ólafur
Sveinsson, bóndi á Grund. Hann
fórst í snjóflóðinu sem þar féll í jan-
úar 1995. Synir þeirra eru Guð-
mundur á Litlu-Grund og Unnsteinn
Hjálmar á Grund.
Foreldrar Lilju voru Steinunn
Hjálmarsdóttir og Þórarinn G.
Árnason. Hún missti föður sinn þeg-
ar hún var tæplega fimm ára en fóst-
urfaðir hennar var Tómas Sigur-
geirsson, seinni maður Steinunnar.
Þau Steinunn og Tómas voru alla
sína tíð búendur á höfuðbólinu
Reykhólum.
Andlát
Kristín Lilja
Þórarins-
dóttir